Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Stefnur á hendur starfsmönnum forsetans og valdníðsla alríkisins

Dagblöð...Dagblöðin í morgun fluttu tvær áhugaverðar fréttir sem báðar snúast um valdníðslu alríkisins og þróun mála í "Gonzalesgate" - sem þegar allt kemur til alls snýst líka um einkennilegar hugmyndir George W Bush og Alberto Gonzales um ríkisvaldið.

Washington Post flytur  frétt af innanhússrannsókn FBI, en samkvæmt henni hafa starfsmenn alríkislögreglunnar ítrekað safnað upplýsingum um óbreytta borgara sem lög beinlínis banna að starfmenn stofnunarinnar afli. Þessar fréttir eru hið versta mál, sérstaklega í ljósi þess hvernig núverandi stjórnvöld virðast kerfisbundið hafa unnið að því að breyta dómsmálaráðuneytinu í einhverskonar deild í Repúblíkanaflokknum. (sjá t.d. þessa fyrri færslu um innanríkisnjósnir FBI.)

Og talandi um "Gonzalesgate" WaPo og LA Times (ég skil ekki af hverju þessi frétt er ekki ein af aðalfréttunum hjá New York Times) flytja bæði fréttir af því að demokratar í þinginu hafi stefnt tveimur fyrrverandi starfsmönnum forsetans, Harriet Meiers, sem var "White House Councel" og Söru Taylor, fyrrverandi "White House political director". Samkvæmt bréfum sem gerð hafa verið opinber var Taylor viðriðin vægast sagt grunsamlegan brottrekstur alríkissaksóknara fyrr í ár. Um leið fór þingið fram á að Hvíta Húsið afhenti frekari gögn um aðdraganda brottrekstursins. Hvíta Húsið og Gonzales hafa hingað til haldið því fram að brottrekstur saksóknaranna hafi verið "fullkomlega eðlilegur" og að það sé ekkert gruggugt við aðdragandann. (Það er t.d. ekkert óeðlilegt að flokka alríkissaksóknara eftir því hvort þeir eru "loyal Bushies" eða ekki...?) Um leið hefur enginn getað útskýrt hvernig til kom að þessir saksóknarar voru reknir, hver ákvað að það ætti að reka þá, eða af hverju. Allir sem voru viðriðnir málið hafa hingað til borið við minnisleysi - sérstaklega Gonzales sem þykist ekki muna eftir fundum sem hann þó man að hafa setið... Á sama tíma benda skjöl sem gerð hafa verið opinber til þess að Hvíta Húsið (þ.e. forsetinn eða Karl Rove) hafi stýrt hreinsuninni.

Tony Snow segir enn of snemmt að segja til um hvort Hvíta Húsið muni sinna þessum stefnum, eða hvort forsetinn muni reyna að koma í veg fyrir að Meiers og Taylor beri vitni, og þá draga þetta mál allt fyrir dómstóla. LA Times (sem fjallar ítarlegar um þetta mál en WaPo) segir ólíklegt að forsetinn myndi bera sigur ef til þess kæmi:

Except in cases involving national security or military secrets, the executive branch enjoys no absolute privilege to withhold documents from Congress. ... Some legal experts said they believe that Congress would prevail in any court fight over the U.S. attorney documents.

Peter M. Shane, an expert at the Ohio State University law school on the separation of powers. ... said that conditions the White House has insisted on before making officials available for questioning appear unreasonable. The current White House counsel, Fred F. Fielding, has agreed to permit officials to answer questions from members of Congress but only if the testimony is private, unsworn and there is no transcript.

"Saying that the investigation can proceed but not with an oath or transcript, I think, is a ridiculous offer," Shane said. "If there cannot be a firm record of what is actually said, then it is quite literally a pointless investigative technique. If I were advising the majority counsel on either side, I cannot imagine accepting that offer. It is worse than nothing."

Hvíta Húsið í valdatíð Bush hefur nefnilega reynt að halda því til streitu að þingið hafi akkúrat engin völd til að hafa eftirlit með starfsemi framkvæmdavaldsins sem megi fara sínu fram, nokkurnveginn óháð því hvað lög eða dómstólar segja. Og í miðjunni á þessu sitja þeir saman, Gonzales og Bushie.

Þó Gonzales hafi sloppið fyrir horn á mánudaginn þegar repúblíkönum tókst að "filibustera" vantrauststillögu demokrata er því ljóst að Gonzalesgate á eftir að skemmta okkur í allt sumar!

M


Innflytjendur, allstaðar eintómir innflytjendur

Dagblöð...Ein aðalfrétt undanfarinna daga hefur verið tilraun forsetans og demokrata til að gera umbætur á innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna - og þetta er líka aðalfréttin í blöðunum í morgun. Þ.e. tilraunir forsetans til að sannfæra eigin flokksmenn um að þeir eigi að styðja (hálf)vitræna endurskoðun á löggjöfinni. (Stuðningsmenn Repúblíkana halda því fram að löggjöfin, sem gerir m.a. ráð fyrir því að auðvelda öllu því fólki sem þegar dvelur ólöglega í Bandaríkjunum að hljóta ríkisborgararétt, sé "amnesty" og einhverskonar svik við fósturjörðina.)

Washington Post fókuseraði á að forsetann skorti stuðning meðal eigin flokksmanna:

  • Forsetinn hitti þingmenn flokksins yfir hádegisverði til að reyna að sannfæra þá um að styðja "comprehensive immigration reform". ´WaPo segir að forsetinn hafi ekki snúið neinum þingmönnum á fundinum: "Although senators described the meeting as cordial, even jovial, they also said the president's efforts to rally GOP support did not win any converts."

LA Times Reyndi að vera jákvæðara:

  • Þingmenn Repúblíkana reyna að sannfæra forsetann um að auka fjárveitingar til landamæragæslu - annars muni þeir drepa löggjöfina.
  • Á sama tíma birtir blaðið könnun sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna styður að ólöglegir innflytjendur geti sótt um ríkisborgararétt (65% Repúblíkana, þar með talið), sem sýnir enn og aftur að "the base" er öfgafullur minnihluti - ekki bara þjóðarinnar, heldur meira að segja líka Repúblíkanaflokksins. 

New York Times bætti engu við fréttir WaPo og LAT, og birti reyndar engar almennilega áhugaverðar fréttir um bandarísk stjórnmál.

Aðal leiðari blaðsins fjallaði þess í stað um Gonzalesgate, sem lagði út af mikilvægustu útkomu atkvæðagreiðslunnar um vantrauststillöguna:

The most remarkable thing about the debate on Attorney General Alberto Gonzales this week was what didn’t happen. Barely a word was said in praise him or his management of the Justice Department. The message was clear even though the Republicans prevented a no-confidence vote through the threat of a filibuster — a tactic that until recently they claimed to abhor. The sound of Mr. Gonzales not being defended was deafening. ...

That so many Senate Republicans supported an attorney general that they cannot bring themselves to defend shows that politics is not behind the drive to force him out. It’s behind the insistence that he stay.

Það mætti spyrja sig hvað valdi því að þingmenn Repúblíkana vilji berjast gegn lagafrumvörpum sem kjósendur flokksins styðja, og berjast fyrir dómsmálaráðherrum sem þeir sjálfir geta ekki stutt?

M

Ég er að hugsa mér að gera þetta að föstum lið - aðalfréttir þessara þriggja dagblaða. Ástæða þess að ég vel WaPo, LA Times og NYT er sú að ég skima eða les þessi þrjú blöð á hverjum morgni.


Leynivopn Bandaríkjahers: Efnavopn sem gera menn gay...

Seinni heimsstyrjöldin hefði endað öðru vísi ef Enola Gay hefði verið búin The Gay BombUndanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar verið að flytja fréttir af leynivopnaáætlun Bandaríkjahers, en samkvæmt þessum fréttum vinna eintómir apakettir og jólasveinar hjá vopnaþróunardeild hersins. Fyrir þrettán árum síðan (ekki fjörutíu og þremur - heldur þrettan: 1994!) var herinn að leggja á ráðin um að hanna "sprengju" sem myndi gera óvinahermenn samkynhneigða og kynóða, svo herdeildir myndu leysast upp í einhverskonar Gómorrískt kaos...

A Berkeley watchdog organization that tracks military spending said it uncovered a strange U.S. military proposal to create a hormone bomb that could purportedly turn enemy soldiers into homosexuals and make them more interested in sex than fighting.

Pentagon officials on Friday confirmed to CBS 5 that military leaders had considered, and then subsquently rejected, building the so-called "Gay Bomb." ...

As part of a military effort to develop non-lethal weapons, the proposal suggested, "One distasteful but completely non-lethal example would be strong aphrodisiacs, especially if the chemical also caused homosexual behavior."

Þetta er ekki grín: Herinn ætlaði að hanna "a gay bomb", sem væri "distasteful" en "completely non-lethal" vopn. Nú veit ég ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessum fréttum, og spurning hvernig Holsinger, sem Bush hefur tilnefnt sem landlækni bregðist við þessu - því í hans kokkabók er samkynhneigð ekki bara "distasteful" heldur líka alveg stórhættuleg.

Til undirbúningsrannsókna þurfti að fá 7.5 milljónir dala: 

The documents show the Air Force lab asked for $7.5 million to develop such a chemical weapon.

Hvað átti að rannsaka? Kannski var þetta elaborate cover til að fá herinn til að fjármagna "rannsóknir" vísindamananna eða háttsettra herforingja í næturklúbbum San Fransisco? Þetta er auðvitað mjög einfalt mál, og augljóst hvernig þetta undravopn átti að virka:

"The Ohio Air Force lab proposed that a bomb be developed that contained a chemical that would cause enemy soliders to become gay, and to have their units break down because all their soldiers became irresistably attractive to one another," Hammond said after reviwing the documents. The Pentagon told CBS 5 that the proposal was made by the Air Force in 1994. ...

"Hommunarsprengjan" er augljóslega mjög einfalt vopn. Og mesta furða að snillingum við vopnarannsóknardeildir hersins hafi ekki dottið þetta í hug fyrr en 1994. Kannski voru vísindamennirnir sem höfðu verið að rannsaka Lifnipillur re-assigned til að finna upp aðra vitleysu? Herinn þvertekur þó fyrir að verið sé að hanna önnur "hommunar" vopn:

Military officials insisted Friday to CBS 5 that they are not currently working on any such idea and that the past plan was abandoned.

Eftir að hafa lesið þessa frétt þarf maður að staldra við í smá stund, og hugsa með sér: Það voru fullorðnir menn, í fastri vinnu, sennilega með háskólagráður og örugglega á háum launum hjá skattgreiðendum, sem fundu upp á þessu. Ég myndi gefa mikið fyrir að fá að sitja inni á þessum fundum!

M


George Bush elskaður af öllum Albönum, Paris Hilton hötuð af öllum Bandaríkjamönnum og Gonzales? Ja, það hata hann ekki alveg nógu margir...

Undanfarna daga hefur fátt verið í fjölmiðlum annað en Paris Hilton og heimsókn George Bush til Albaníu. Ef marka má fréttir er Bush víst í miklum metum hjá Albönum sem finnst hann einhver stórfenglegasti og merkilegasti þjóðarleiðtogi fyrr og síðar. sbr. þetta myndskeið, sem sýnir víst "Bush në Fushë-Krujë", sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir. En við getum heyrt í Albönunum hrópa í bakgrunninum: "Bushie! Bushie! Bushie!"

Þetta hefur fréttaskýrendum og bloggurum hér vestra fundist afskaplega fyndið, enda er eitthvað alveg einstaklega spaugilegt við "Albaníu" sem er eitt af þessum löndum sem allir vita hvar er, og allir hafa mjög óljósar hugmyndir um hvað gerist í þessu landi.

Það er annars ekkert skrýtið að Bush sé elskaður í fyrrum Stalínískum einræðisríkjum eins og Albaníu - í Kalda stríðinu þótti Albönum Sovétmenn vera of liberal og vestrænir í hugsunarháttum, svo þeir sögðu skilið við Kreml og hnýttu sig aftaní Kínverska Kommúnistaflokkinn. Það ósætti hófst víst með því að Khrushchev svívirti hinn elskulega pabba allra þúsund sósíalísku þjóða Sovétríkjanna, og var almennt ekki nógu Stalínískur og harðsvíraður að mati Albanskra kommúnista. Það er kannski skiljanlegt að Albanir kunni að meta þjóðarleiðtoga sem vilar ekki fyrir sér að svipta óbreytta borgara öllum stjórnarskrárvörðum réttindum, pyntar þá og loka í fangelsi án dóms og laga og geyma þá þar árum saman? Annað hvort finnst Albönum heimilislegt að hitta þjóðarleiðtoga sem stýrir ofvöxnu og vanhæfu ríkisbákni, hyglir flokssbroddum og hefur komið kommissörum fyrir í dómsmálaráðuneytinu - eða þeim finnst hann vera holdgerfingur frjálslyndis, því hann eða handbendi hans hafa enn sem komið er ekki verið staðin að því að pynta fanga upp á eigin spýtur?

Hin aðal frétt vikunnar virðist vera að holdgerfingur vanhæfninnar og flokksræðisins í Hvíta Húsi Bush, Alberto Gonzales er ennþá dómsmálaráðherra. Á mánudaginn reyndu Demokratar að lýsa vantrausti á Gonzales - en þingsályktunartillagan náði ekki tilskildum auknum meirihluta - í öldungadeildinni þurfa frumvörp og þingsályktunartillögur að fá 60 atkvæði af 100 til að koast til atkvæðagreiðslu, og þar sem demokratar hafa mjög nauman meirihluta í deildinni hefði tillagan þurft stuðning nokkurra repúblíkana. Atkvæðagreiðsla um hvort tillagan færi til áframhaldandi umræðu hlaut 53 atkvæði, meðan 38 repúblíkanar greiddu atkvæði gegn því að deildin fengi að greiða atkvæði um vantraust. Sjö repúblíkanar greiddu atkvæði með tillögunni: Coleman, Collins, Hagel, Smith, Snowe, Specter, Sununu. (Sjá útkomu atvæðagreiðslunnar hér)

Seníla gamalmennið og stríðsæsingamaðurinn Joseph Lieberman, sem er fulltrúi fyrir sinn einkaflokk (Liebarman for Connecticut, eða eitthvað álíka greindarlegt) greiddi atkvæði gegn, og fjórir demokratar voru fjarstaddir: Joe Biden, Chris Dodd, og Barry Hussein Obama. Tim Johnson greiddi ekki heldur atkvæði, en hann liggur á spítala og er að jafna sig eftir heilablóðfall. Tillagan hefði því ekki getað fengið nema 57 atkvæði eins og málum er háttað.

Þetta eru svosem ekki merkilegar fréttir, því Gonzales mun aldrei segja af sér og Bush mun aldrei reka hann- ekki nema Gonzales verði fundinn sekur um kanníbalisma eða eitthvað þaðan af verra. Bush og Gonzales hafa fylgst að síðan í Texas. Gonzales er í innsta hring Bush stjórnarinnar - það eru líklega bara tveir menn sem eru jafn mikilvægir fyrir forsetann: Dick Cheney og Karl Rove. Gonzales hefur þar fyrir utan skipulagt og ríkt yfir nærri stjórnlausri útþenslu á allra handa innanríkisnjósna - og það eru ekki öll kurl komin til grafar með þau prógrömm öll. (Sjá fyrri færslur um þetta efni, hér, hér og hér.) Í ljósi þess hversu umdeild þessi prógrömm eru er ólíklegt að forsetinn geti fundið nýjan dómsmálaráðherra, án þess að hætta á að vekja aftur upp umræðu um ólöglegar símhleranir og njósnir um óbreytta borgara.

Ég yrði því virkilega hissa ef Gonzales yrði skipt út fyrr en í janúar 2009.

M

Svo er ég að hugsa mér að gera nokkrar breytingar á þessu bloggi, og bið lesendur því að sýna þolinmæði núna næstu daga!


Paris Hilton, Abu Ghraib og napalm í Vietnam

Paris Hilton buguð undan óréttlæti heimsins... búúhúúAndrew Sullivan, sem bloggar á Atlantic, benti á merkilega staðreynd: Ljósmyndin af Paris Hilton, grenjandi í lögreglubíl, af geðshræringu yfir að hafa þurft að sitja undir því að það giltu sömu lög um hana og annað fólk, er tekin af Nick Ut, ljósmyndara AP. Sami maður tók, fyrir nákvæmlega 35 árum síðan (8 júní 1972) þessa ljósmynd af 9 ára gamalli stúlku, Kim Phuc, hlaupandi nakinni eftir að hafa orðið fyrir brennandi napalmi meðan verið var að breiða út lýðræði og berjast við insurgents einhverstaðar í austurenda Asíu.

Önnur, og frægari ljósmynd tekin af Nick Ut fyrir AP fréttastofunaSvona er réttlæti heimsins og óréttlæti sérkennilega tengt. Það má líka spyrja sig hvort þetta sé til marks um hversu mikið veröldin hefur breyst, og hvort Al Gore hafi ekki á réttu að standa þegar hann heldur því fram að fjölmiðlar nú til dags hafi brugðist hlutverki sínu, að upplýsa almenning um það sem skiptir máli, fullkomlega? CNN, t.d. hefur lýst því yfir að þeir séu "The most trusted name in Paris news"... Það er þó hægt að gleðjast yfir þessari frétt AP:

LOS ANGELES — She was taken handcuffed and crying from her home. She was escorted into court disheveled, without makeup, hair askew and face red with tears.

Crying out for her mother when she was ordered back to jail, Paris Hilton's cool, glamorous image evaporated Friday as she gave the impression of a little girl lost in a merciless legal system.

"It's not right!" shouted the weeping Hilton. "Mom!" she called out to Kathy Hilton, who also was in tears. ...

Her body shook constantly as she cried, clutching a ball of tissue, tears running down her face.

Seconds later, the judge announced his decision: "The defendant is remanded to county jail to serve the remainder of her 45-day sentence. This order is forthwith."

Hilton screamed.

En talandi um öskur, fangelsi og óréttlæti heimsins. Fréttir af yfirvofandi fangelsisvist Paris Hilton fengu þáttastjórnendur Fox and Friends til þess að lýsa því yfir að refsingin sem Hilton ætti yfir höfði sér væri "eins og Abu Ghraib":

CAMEROTA: Listen to what she’s looking at in jail. She is going to be treated supposedly like all other prisoners. She’s gonna have a cell to herself. She’s going to have to eat in her cell. ... And she’s gonna get an hour outside of her cell each day where she can shower, she can watch TV in the community room, she can participate in outdoor recreation. But here is what’s going to hurt her the most, you guys.

KELLY: What?

CAMEROTA: She cannot speak on her cell phone.

DOOCY: Are you kidding me?

CAMEROTA: It is surgically attached to her ear.

KELLY: It sounds like Abu Ghraib. C’mon, that’s not cool.

Stundum er fréttaflutningur kapalsjónvarpsstöðvanna næstum of súrrealískur.

M


mbl.is Hilton send aftur í fangelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holsinger ekki bara á móti hommum - er líka ílla við sjúklinga

ekki bara hómófóbískt gamalmenni - líka vanhæfur drullusokkurÍ einhverri óskiljanlegri tilraun til að gleðja biblíubankandi hómófóbíska mannhatara hefur Bush bandaríkjaforseti tilnefnt James Holsinger næsta landlækni Bandaríkjanna. Holsinger virðist hins vegar svo hörmulega vondur kostur að það er næstum útilokað að hann fái staðfestingu þingsins, því fyrir utan að hafa sérkennilegar skoðanir á kynferði og kynlífi virðist Holsinger vanhæfur sem læknir.

Meðan pabbi Bush var forseti var Holsinger nefnilega yfirlæknir heilbrigðiskerfis fyrrverandi hermana, Veterans Health Administration, og undir hans "stjórn" var boðið upp á svo vonda heilbrigðisþjónustu að annað eins hefur víst ekki sést, fyrr eða síðar.

Sjá New York Times, frá því í nóvember 1991:

A Congressional investigator has told a House subcommittee that she found shoddy care at veterans hospitals, including several cases in which incompetence and neglect led to the deaths of patients.

Dr. James Holsinger Jr., chief medical director of the department, told the subcommittee on Wednesday that he had begun management changes intended to improve quality since he took the job last year. 'Obviously Not Perfect'

Fyrr um árið hafði Holsinger viðurkennt að stofnunin bæri ábyrgð á dauða sex sjúklinga:

After an extensive review of 15 deaths between June 1989 and March 1990, the agency acknowledged blame in six, said Dr. James Holsinger Jr., the agency's chief medical officer.

Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðanda frá 1991 (Sjá Think Progress):

– There were multiple cases of “pure inattention.” In “one case a man lost a leg because he wasn’t checked regularly, in another, a bladder-cancer victim died because he went untreated for 45 days.”

– The GAO investigator “found serious problems at every one of six VA hospitals she visited, and that a broader examination of records found 30 VA hospitals had high numbers of patient complications and other indicators of substandard care.”

– The investigator “testified that the most serious problem found at the six medical centers was the lack of supervision of residents and interns, a problem she said had ’severe consequences for patients.’”

Óstjórnin var slík að fjöldi sjúklinga lést á spítölum VA - ekki vegna "læknamistaka", heldur vegna þess að þeir voru látnir bíða vikum saman eftir einföldum læknisaðgerðum.

En Holsinger hefur unnið sér fleira til frægðar en að hata homma, skrifa heimskulegar skýrslur og drepa sjúklinga - fyrrverandi hermenn, n.b.. Hann hefur einnig afrekað að keyra heilbrigðiskerfi Kentucky út í skurð. Eftir að Holsinger hafði stýrt heilbrigðiskerfi Kentucky var það talið eitt það langlélegasta í öllum Bandaríkjunum!

LOUISVILLE, Ky. -- Kentucky ranks among the unhealthiest states - a plight that's largely self-inflicted due to smoking, eating fatty foods and not exercising enough, The Courier-Journal reported in a special section published Sunday.

Chronic poor health threatens lives and hits all Kentuckians in the pocketbook through taxes and insurance premiums, according to the Louisville newspaper's special report.

On almost every health measure, Kentuckians fare poorly - second worst nationally for cancer deaths, fifth worst for cardiovascular deaths and seventh worst for obesity, according to the paper, which published a special eight-page section on the state's poor health.

Kentuckians die at a rate of 18 percent above the national average, the newspaper reported. Its report said residents of all income levels are disabled and killed by cardiovascular disease, cancer and diabetes _ chronic illnesses that are linked to smoking, poor eating habits and sedentary lifestyles.

Það er rétt að rifja upp að þessi Holsinger karakter á, samkvæmt fréttatilkynningu forsetans, að einbeita sér að því að berjast gegn offitu og slæmu mataræði...

Þessi ömurlegi árangur Holsinger kostaði Bandaríska skattgreiðendur og alríkið hundruð milljóna:

Each of the state's major chronic diseases costs the Medicaid program hundreds of millions of taxpayer dollars. In the fiscal year ending June 2003, Medicaid spent $611 million for diabetes, $422 million for cancer, $372 million for coronary artery disease and $728 million for chronic obstructive pulmonary disease. The state and federal program provides health insurance for the poor, disabled and those in nursing homes.

En Holsinger lætur sér ekki nægja að sólunda fé skattgreiðenda. Meþodistakirkjan hefur ásakað hann um að hafa orkestrerað einhverskonar fjársvikamyllu, þar sem hann virðist hafa sölsað undir sig um 20 milljónir bandaríkjadali sem kirkjan gerir tilkall til...

Það kemur svosem ekki á óvart að svona snillingar skuli tilnefndir til mikilvægra embætta í ríkisstjórn George W. Bush.

M


Meira af veruleikafirringu Dr. Holsinger, sem Bush hefur tilnefnt sem landlækni Bandaríkjanna

Holsinger lítur út eins og jólasveinn, sem er við hæfiUm daginn skrifaði ég færslu um James Holsinger, sem George Bush hefur tilnefnt sem næsta landlækni Bandaríkjanna. Holsinger er víst læknir og hefur m.a. stýrt heilbrigðiskerfi Kentucky og kennt læknisfræði í læknaskólum. Svo er hann líka með afalegt grátt skegg og greindarlegt augnatillit. Akkúrat eins og bandarískir landlæknar eiga að líta út. En Holsinger er ekki bara læknir, því hann hefur líka brennandi áhuga á samkynhneigð.

Holsinger rekur líka kirkju sem boðar fagnaðarerindi afhommunar og hefur beitt sér fyrir því að kynvillingum sé ekki hleypt í Meþodistakirkjuna. Og það er svosem ekkert um það að segja annað en að við getum varla verið að amast við því að menn séu að boða hómófóbískt þvaður í sínum prívatkirkjum. Vandamálið er hins vegar að sem landlæknir mun Holsinger vera í aðstöðu til að þröngva forneskjulegum hugmyndum sínum upp á alla þjóðina.

Þetta er enn mikilvægara í ljósi þess að Holsinger virðist hafa mjög sérkennilegar hugmyndir um mannslíkamann og kynlíf. Fyrir einum og hálfum áratug síðan skrifaði Holsinger nefnilega einhverskonar rannsókn um samkynhneigð fyrir Meþodistakirkjuna. Rök Holsinger eru hreinasta snilld... Skv. ABC news:

Holsinger’s paper argued that male and female genitalia are complementary — so much so “that it has entered our vocabulary in the form of naming pipe fittings either the male fitting or the female fitting depending upon which one interlocks within the other.” Body parts used for gay sex are not complementary, he wrote. “When the complementarity [sic] of the sexes is breached, injuries and diseases may occur.”

Holsinger wrote that “[a]natomically the vagina is designed to receive the peniswhile the anus and rectum — which “contain no natural lubricating function” — are not. “The rectum is incapable of mechanical protection against abrasion and severe damage … can result if objects that are large, sharp or pointed are inserted into the rectum,” Holsinger wrote.

Nú jæja. Þetta skrifar virtur læknir í skýrslu og finnst hann aldeilis hafa sannað mál sitt. Niðurstaða hans er að "anal eroticism," leiði til slysa og jafnvel dauða. Sérstaklega ef "stórir og beittir" hlutir eru með í spilunum? Svo heldur hann áfram, og reynir fyrir sér í skatólógíu sem er fyrir neðan virðingu flestra sem hafa útskrifast með barnaskólapróf:

The surgeon general nominee wrote that "even primitive cultures understand the nature of waste elimination, sexual intercourse and the birth of children. Indeed our own children appear to 'intuitively' understand these facts."

Whada? Rökin eru semsagt: 1) Kynfæri karlmanna passa ekki saman, og 2) Afturendinn er til þess að losa úrgang en ekki til "erótískra athafna"? Ég á erfitt með að skilja hvernig menntaður fullorðinn maður getur látið sér detta í hug að þetta séu einhverskonar "rök". En Holsinger og talsmenn heilbrigðisráðuneytisins eru hreint ekki sömu skoðunar. Holly Babin, talsmaður ráðuneytisins heldur því fram að þessi merkilega skýrsla Holsinger sé merkileg vísindaleg grein:

"That paper was a survey of scientific peer-reviewed studies that he was asked to compile by the United Methodist Church, it's not that he was saying 'this is what I believe,'" Babin said. "It's a reflection of the available scientific data from the 1980s."

Ég held að það sé nær að segja að þessar skoðanir samræmist níunda áratug nítjándu aldar en níunda áratug þeirrar tuttugustu. Alvöru læknar sem hafa litið á "skýrslu" Holsinger hafa enda varla átt orð til að lýsa undrun sinni.

Professor Eli Coleman, Director of the Program in Human Sexuality at the University of Minnesota Medical School said that the paper seems to have a pre-1970s view of human sexuality. "I an't imagine that any scientific journal would be able to publish this material because of its very narrow views of homosexuality," he said.

In fact, if one of his students handed the paper in, Coleman would give it a failing grade, he said. ... "It's a totally faulty paper. The man doesn't know anything about human sexuality," said June M. Reinisch, Ph.D., director emeritus of the Kinsey Institute for Research in Sex, Gender & Reproduction. "There's clearly a political agenda in this paper. This is not a scientific paper."

Paragraph by paragraph, Reinisch said Holsinger presents faulty arguments. Many homosexuals do not engage in the sexual act he criticizes; 40 percent of heterosexuals do"... Reinisch, who was director of the Kinsey Institute when Holsinger wrote this paper, said that if Holsinger "is going to come up with this position in 2007 I think I can clearly say that he is not qualified to be surgeon general."

Vandamálið er að ef menn geta kallað sig "dr" geta þeir ljáð greinum eins og þessari "vísindalegt" yfirbragð, og það er alltaf nóg af einfeldningum sem nægir ekki að dylja fordóma sína í trúarrugli, heldur þurfa líka að fela þá á bak við "vísindi".

M

Update: Það lítur fyrir að Holsinger sé eina fréttin í blogospherinu hér í Ameríku, því ég get ekki betur séð en allir liberal bloggarar séu búnir að skrifa um hann í dag. Sem er svosem ekkert skrýtið því undanfarnir dagar eru búnir að vera frekar lítið spennandi. FBI er ennþá að rannsaka Ted "Bridge to nowhere" Stevens, frambjóðendur repúblíkana áttust við í kappræðum og kepptust um að lýsa frati í Bush, jú, og svo mallar saksóknarahreinsunarskandallin (sem héðan í frá heitir "Gonzalesgate") áfram. Ekkert af þessu neitt sérstaklega krassandi. Á stundum eins og þessari vantar okkur einhvern eins og Rick Santorum, einhvern sem við getum treyst á að gefi út jólasveinalegar yfirlýsingar minnst vikulega!


Lewis Scooter Libby, Plamegate og hefndir

ScooterWashington stórstjarnan og Neocon luminary, Scooter, stundum líka kallaður "Lewis Libby" var dæmdur í 30 mánaða fangelsi fyrir að hindra framgang réttvísinnar (samkvæmt lögum mátti dæma Scooter í 30-37 mánaða fangelsi fyrir þann glæp) og svo fékk hann líka 15 mánaða fangelsi fyrir margvísleg önnur brot - en hann afplánar báða dómana samtímis, svo fangelsisvistin verður bara rétt innan við tvö og hálft ár...

Þetta eru auðvitað gleðifréttir fyrir alla áhugamenn um Scooter "Libby" - því nú hefst áfrýjunarferlið, og það er enganveginn ljóst hvort "Libby" fái að ganga frjáls meðan hann bíður niðurstöðu. Samkvæmt AP sér dómarinn hins vegar "enga ástæðu" til að leyfa Scooter að ganga lausum meðan fjallað er um áfrýjunina:

People who occupy these types of positions, where they have the welfare and security of nation in their hands, have a special obligation to not do anything that might create a problem.

Þegar "Lewis Libby" var fundinn sekur í mars síðastliðnum þóttust margir áhugamenn um Washington og bandarísks tjórnmál sannfærðir um að Bush myndi náða Scooter - ég skrifaði þá færslu um að forsetinn myndi líklega ekki geta náðað sinn mann, án þess að brjóta eigin reglur í það minnsta (sjá hér) og nú virðist sem forsetinn ætli að standa við þessar reglur sínar: (skv. Reuters)

White House spokeswoman Dana Perino, travelling with Bush in Europe for the Group of Eight summit, said Bush felt sorry for the family of Lewis "Scooter" Libby, who was sentenced to 30 months in prison for lying and obstructing an investigation related to the Bush administration's handling of the Iraq war.

"The president said that he felt terrible for the family, especially his wife and his kids," Perino said.

But she noted that the appeals process, which could prove lengthy, was just getting under way.

"Given that and in keeping with what we have said in the past, the president has not intervened so far in any other criminal matter and he is going to decline to do so now," Perino said.

Þetta þykja ritstjórum National Review sennilega vondar fréttir, því þeir hafa krafist þess að Scooter verði umsvifalaust náðaður - enda hreinasta svívirða að jafn merkilegur maður verði látinn sitja í fangelsi. Rök NR eru að enginn "undirliggjandi" glæpur hafi verið framinn - en sú staðhæfing byggist á þeirri firru að Valerie Plame hafi ekki verið "covert agent", og að Hvíta Húsið hafi ekki svipt leynd af henni til að sverta nafn eiginmanns hennar - Joseph Wilson - sem hafði svipt hulunni af lygum Hvíta Hússins varðandi ímyndaða kjarnorkuáætlun Saddam Hussein - en samkvæmt þeirri sögu átti Saddam að hafa reynt að kaupa "yellow cake" úran frá Afríku.

Það hefur hins vegar verið sýnt og sannað að Plame var "covert" - og það hafi því verið glæpur, reyndar enginn venjulegur glæpur, heldur landráð, að opinbera nafn og starf hennar. Auðvitað snérist þetta mál ekki um Libby, heldur Cheney, en það er ekki hlaupið að því að hremma "vara" forsetann í svona máli, og því var Libby "a fall guy".

Og það er ekki gaman að vera "a fall guy" fyrir menn eins og Cheney - og þó Scooter hafi sýnt aðdáunarvert rólyndi og yfirvegun meðan á réttarhöldunum stóð, að þeim loknum, og svo aftur nú, þegar lengd dómsins var tilkynnt, var eiginkona hans ekki eins róleg. Þegar dómur var kveðinn upp yfir "Libby" í mars var hún hreint ekki ánægð. Dana Milbank á Washington Post lýsti viðbrögðum þeirra hjóna þannig:

Just after noon in the sixth-floor courtroom, when the jury forewoman read the first guilty verdict, Libby briefly closed his eyes. While she read the other counts -- he was guilty on four of five -- Libby looked at his lawyer Ted Wells, who rubbed his chin. Libby's other lawyer, Bill Jeffress, exhaled deeply.

Libby's wife, Harriet Grant, was not as composed. In the first row of spectators, she hunched over and shook. A young member of Libby's defense team put his arm around her shoulders. After judge and jury left, Grant went over to hug her husband with a furious look on her face. Three reporters heard her say what sounded like, "We're gonna [expletive] 'em."

Það þóttust allir vita hverjir þessir "them" voru sem hún ætlaði að [expletive] - Cheney, Karl Rove og yfirmenn Scooter í Hvíta Húsinu. Síðan þá hefur hins vegar ekkert heyrst af hefnd Harriet Grant, en sagan kennir okkur konur eiga það til að sitja á svona hefndum.

M


mbl.is Lewis Libby dæmdur í 30 mánaða fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrrverandi yfirmaður Bandaríkjahers í Írak: stríðið er tapað

Bush og Sanchez, sem íranirnir halda að sé aðstoðarkeisari í BandaríkjunumLt. Gen. Ricardo Sanchez, sem stýrði bandaríkjaher í Írak fyrsta árið eftir fall Baghdad lét þessi ummæli í viðtali við dagblaðið San Antonio Express News í Texas að stríðið í Írak væri svo gott sem tapað, og að það besta sem Bandaríkjamenn gætu gert sér vonir um núna væri að "stave off defeat"

I think if we do the right things politically and economically with the right Iraqi leadership we could still salvage at least a stalemate, if you will — not a stalemate but at least stave off defeat,” Sanchez told the San Antonio Express-News. “It’s also kind of important for us to answer the question, ‘What is victory?’, and at this point I’m not sure America really knows what victory is.” ...

Sanchez, in his first interview since his career ended last year, is the highest-ranking former military leader yet to suggest the Bush administration fell short in Iraq. Retired Army Maj. Gen. John Batiste, who led the 1st Infantry Division in Iraq, appeared in a TV spot accusing the president of pursuing "a failed strategy that is breaking our great Army."

Sanchez, 56, who retired to San Antonio after his stint as commander of U.S. and coalition troops in Iraq, demurred when he was asked about blame.

"I'm not going to answer that question," he said. "That's something I am still struggling with and it's not about blame because there's nobody out there that is intentionally trying to screw things up for our country.  ....

En þó herforinginn telji kannski ekki að leiðtogar hersins eða þjóðarinnar séu viljandi að reyna að tapa stríðinu er hann ekki í nokkrum vafa um að leiðtogalið þjóðarinnar hafi brugðist:

"I am absolutely convinced that America has a crisis in leadership at this time and we've got to do whatever we can to help the next generation of leaders do better than we have done over the past five years," Sanchez said, "better than what this cohort of political and military leaders have done."

Síðan þá hefur AFP fréttastofan einnig flutt þessa frétt, en enn sem komð er hafa engar af stóru fréttastofunum hér vestra pikkað fréttina upp. En ein fyrsta fréttastofan til að taka eftir þessari frétt var Alalam í Íran, sem gladdist auðvitað yfir þessum fréttum, og lýsti því yfir að "Stríðskeisari Hins Mikla Satan hefði gefist upp":

US War Czar: Victory Impossible

...The man who led occupation forces in Iraq during the first year of the invasion says the US can forget about winning the war.

Og svo talaði frétt Alalam um Abu Ghraib. Það er vissulega rétt að hryllingurinn í Abu Ghraib átti sér stað meðan Sanchez stýrði Bandaríska hernum í Írak - og hann ber því ábyrgð á þeirri viðurstyggð, en seinast þegar ég athugaði var hann ekki "keisari". Herkeisari Bandaríkjanna er Douglas Lute. Það er skemmtilegt að hugsa til þess hversu mikið utanríkisstefna Bush og innrásin í Írak hafa gert til að vinna að framgangi lýðræðis í Mið Austurlöndum, nú, og bæta ímynd Bandaríkjanna. Stuðningsmenn stríðsins geta áræðanlega sannfært sjálfa sig um að yfirlýsingar Sanchez séu vatn á myllu Írana og annarra ólýðræðislegra ríkisstjórna Mið Austurlanda - en raunverulegu sökudólgarnir eru auðvitað þeir menn sem, gegn ráðgjöf allra sem eitthvað vissu, ákváðu engu að síður að steypa Bandaríkjunum út í þetta fáviskulega stríð.

Í skyldum fréttum: New York Times greindi fra því í morgun að samkvæmt mati yfirmanna bandaríkjahers í Baghdad hafi "the surge" ekki náð tilætluðum árangri - bandaríkjaher ráði varla við ástandið í einum þriðja borgarinnar! Herinn reynir ekki einu sinni að stilla til friðar tveimur þriðju hlutum Baghdad... Ég held að það geti varla talist annað en algjör ósigur.

M

Update:

Ég er búinn að vera að fylgjast með fjölmiðlum í dag, en hef ekki getað séð að það hafi neinn fjallað um þessa frétt. Það getur verið að mér hafi yfirsést eitthvað, en mér finnst skrýtið að engir af stóru amerísku fjölmiðlunum hafi séð ástæðu til þess að nefna að fyrrverandi æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Írak - sem stýrði hernum fyrsta ár hernámsins, sem er um leið hæst setti herforingi sem hefur gagnrýnt stríðsreksturinn til þessa - skuli koma og segja að stríðið sé tapað! Einhvernveginn fannst mér þetta nú samt fréttnæmt.

Eini blaðamaðurinn sem ég get séð að hafi nefnt þetta (fyrir utan bloggara) er Keith Olberman á MSNBC sem fjallaði um ummæli Sanchez í þætti sínum Countdown í gærkvöld. Aðalatriðið er að Bush og Hvíta Húsið geta varla haldið mikið lengur áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann: þetta djöfulsins stríð þeirra er tapað - og það er engum nema þeim, og skorti þeirra á forsjá og leiðtogahæfileikum að kenna.


Bush fellur í verði

Hvað ætli Bono hafi verið rukkaður?Á vef Newsweek er bráðfyndin smáfrétt um gengisfall George "the commander guy" Bush:

Yesterday, Bush headlined a fundraiser for the New Jersey state GOP, where donors could pay $5,000 to pose for a photo with the Commander in Chief. Expensive photo op, right? Well, that's actually cheaper that what donors paid just a year ago for a grip and grin with Bush. Last summer, GOP officials around the country charged at least $10,000 a pop for presidential photo op, a bargain compared to the $25,000-a-flash Bush commanded during some Republican National Committee fund-raisers back in 2000 and 2004.

Samkvæmt þessu er Bush rétt 20% af því sem hann var fyrir tæpum þremur árum. Samkvæmt sömu frétt kostar það 5.000 dollara að fá af sér mynd með pabba Bush eða Dick Cheney. Bush er samt ennþá metinn á við fimm Karl Rove, því það kostar bara 1.000 dollara að sitja fyrir á mynd með honum.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband