Alberto Gonzales er búinn að gleyma öllum aðdraganda saksóknarahreinsunarinnar - Repúblíkanaflokkurinn vill helst fá að gleyma Gonzales

Gonzales grípur til AlzheimerafsökunarinnarFramburður Alberto Gonzales fyrir öldungadeildinni í dag var að mati stjórnmálaskýrenda seinasta tækifæri hans til að bjarga heiðri sínum og starfi. Og svo virðist sem Gonzales hafi mistekist - þrátt fyrir að hafa margtuggið opinberar afsakanir ráðuneytisins, á milli þess að halda því fram að hann sé búinn að "gleyma" öllu því sem skiptir máli, hvenær hann talaði við aðra starfsmenn hvíta hússins og um hvað var talað. (MSNBC telst til að Gonzales hafi 45 sinnum borið við minnisleysi til að svara ekki spurningum.)

Það sem stendur upp úr er samt að Gonzales virðist ekki hafa tekist að tryggja sér stuðning Repúblíkana í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Samkvæmt CNN var frammistaða Gonzales svo skelfilega léleg að stuðningur við hann frá Repúblíkönum í þinginu sé nánast horfinn. Samkvæmt heimildamönnum CNN innan flokksins - og það sem meira er, innan Hvíta Hússins, er Gonzales búinn að vera (via Think Progress, sem er með upptöku af CNN):

Dana Bash, CNN:

Loyal Republican after loyal Republican in this hearing room, and more specifically, in private to CNN today have made it clear that they are frankly flabbergasted by how poorly they think the attorney general has done in this hearing. ... During the lunch break, in private, several very loyal Republicans made it clear to CNN that they were really dripping with disappointment.

Suzanne Malveaux, CNN:

[White House officials] believe Gonzales is in trouble. ... Two senior White House aides here describing the situation, Gonzales’ testimony, as "going down in flames." That he was "not doing himself any favors." One prominent Republican describing watching his testimony as "clubbing a baby seal."

Tom Coburn, öldungadeildarþingmaður Repúblíkana frá Oklahoma, sem er í nokkru uppáhaldi hjá bæði mér og Friðjóni, gekk svo langt að krefjast þess að Gonzales segði af sér. Skv. CNN:

Oklahoma Republican Sen. Tom Coburn told Gonzales that the situation was handled incompetently and said there should be consequences.

"The communication was atrocious. It was inconsistent -- it's generous to say that there was misstatements; it's a generous statement. And I believe you ought to suffer the consequences that these others have suffered," Coburn said.

"And I believe the best way to put this behind us is your resignation."

Gonzales svaraði reyndar að hann teldi að skandallinn myndi ekki deyja niður, þó hann segði af sér, sem er sennilega rétt. 63% Bandaríkjamanna trúa ekki skýringum dómsmálaráðherrans, og telja að hann sé að ljúga um ástæður saksóknarahreinsunarinnar. Samkvæmt könnun CBS telja 36% bandaríkjamanna að Gonzales eigi að segja af sér og 28% að hann eigi að fá að sitja áfram - þriðjungur þjóðarinnar á enn eftir að gera upp hug sinn. Eftir því sem fólk hefur fylgst betur með fréttum af sakskóknarahreinsuninni þeim mun minni trú hefur það á Gonzales - 52% þeirra sem segjast hafa fylgst "vel" með fréttum af þessu máli telja að Gonzales eigi að segja af sér. Í ljósi þess hversu ílla hann stóð sig í dag eru allar líkur á að þessi hópur eigi efitr að vaxa.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Prófasturinn

Það er gaman að lesa bloggin þín. 

Hef lítið að kommenta á þetta blogg annað en þetta.

Prófasturinn, 19.4.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband