Paris Hilton, Abu Ghraib og napalm í Vietnam

Paris Hilton buguð undan óréttlæti heimsins... búúhúúAndrew Sullivan, sem bloggar á Atlantic, benti á merkilega staðreynd: Ljósmyndin af Paris Hilton, grenjandi í lögreglubíl, af geðshræringu yfir að hafa þurft að sitja undir því að það giltu sömu lög um hana og annað fólk, er tekin af Nick Ut, ljósmyndara AP. Sami maður tók, fyrir nákvæmlega 35 árum síðan (8 júní 1972) þessa ljósmynd af 9 ára gamalli stúlku, Kim Phuc, hlaupandi nakinni eftir að hafa orðið fyrir brennandi napalmi meðan verið var að breiða út lýðræði og berjast við insurgents einhverstaðar í austurenda Asíu.

Önnur, og frægari ljósmynd tekin af Nick Ut fyrir AP fréttastofunaSvona er réttlæti heimsins og óréttlæti sérkennilega tengt. Það má líka spyrja sig hvort þetta sé til marks um hversu mikið veröldin hefur breyst, og hvort Al Gore hafi ekki á réttu að standa þegar hann heldur því fram að fjölmiðlar nú til dags hafi brugðist hlutverki sínu, að upplýsa almenning um það sem skiptir máli, fullkomlega? CNN, t.d. hefur lýst því yfir að þeir séu "The most trusted name in Paris news"... Það er þó hægt að gleðjast yfir þessari frétt AP:

LOS ANGELES — She was taken handcuffed and crying from her home. She was escorted into court disheveled, without makeup, hair askew and face red with tears.

Crying out for her mother when she was ordered back to jail, Paris Hilton's cool, glamorous image evaporated Friday as she gave the impression of a little girl lost in a merciless legal system.

"It's not right!" shouted the weeping Hilton. "Mom!" she called out to Kathy Hilton, who also was in tears. ...

Her body shook constantly as she cried, clutching a ball of tissue, tears running down her face.

Seconds later, the judge announced his decision: "The defendant is remanded to county jail to serve the remainder of her 45-day sentence. This order is forthwith."

Hilton screamed.

En talandi um öskur, fangelsi og óréttlæti heimsins. Fréttir af yfirvofandi fangelsisvist Paris Hilton fengu þáttastjórnendur Fox and Friends til þess að lýsa því yfir að refsingin sem Hilton ætti yfir höfði sér væri "eins og Abu Ghraib":

CAMEROTA: Listen to what she’s looking at in jail. She is going to be treated supposedly like all other prisoners. She’s gonna have a cell to herself. She’s going to have to eat in her cell. ... And she’s gonna get an hour outside of her cell each day where she can shower, she can watch TV in the community room, she can participate in outdoor recreation. But here is what’s going to hurt her the most, you guys.

KELLY: What?

CAMEROTA: She cannot speak on her cell phone.

DOOCY: Are you kidding me?

CAMEROTA: It is surgically attached to her ear.

KELLY: It sounds like Abu Ghraib. C’mon, that’s not cool.

Stundum er fréttaflutningur kapalsjónvarpsstöðvanna næstum of súrrealískur.

M


mbl.is Hilton send aftur í fangelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þessi dómari haldi að hann verði frægur með því að senda PH aftur í fangelsi.  Þvílíkt pakk.  Þessi fréttamenska  er frekar ódýr.  Þetta er rétt eins og að gera sig stóran á Íslandi á kostnað Lionse. 

Halli 

Halli (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 07:22

2 identicon

Af hverju í ósköpunum hefði dómarinn ekki átt að senda hana aftur í fangelsi?

Magnús (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 09:33

3 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Eitt og sama skal yfir alla ganga!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 9.6.2007 kl. 18:29

4 identicon

Já, einmitt "Eitt og sama skal yfir alla ganga".

En sjáum hvað County Sheriff Lee Baca, sem ætti að vita eitthvað um svona mál, hefur að segja um dóminn samkvæmt frétt AP að ofan:

Baca also charged that Hilton received a more severe sentence than the usual penalty for such a crime, which he said would have been either no jail time or direct placement in home confinement with electronic monitoring.

"The only thing I can detect as special treatment is the amount of her sentence," the sheriff said.

Arnar (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband