Minnt er á...

...ađ Freedomfries er fyrir langalöngu flutt yfir á Eyjuna. En ţar sem margir á moggablogginu krefjast ţess ađ mađur ţurfi ađ vera skráđur notandi og skrifi komment "undir nafni" birtast viđ og viđ komment frá mér undir ţessu nafni, og ţar sem fólk smellir oft á tengilinn sem fylgir kommentum, finnst mér rétt ađ benda ţeim sem lenda einhverra vegna á ţessari síđu ađ núverandi bloggheimili mitt er:

http://eyjan.is/freedomfries/

Og efni bloggsins hiđ sama og áđur: Ekkert nema bandarísk stjórnmál!


Bannađ ađ tala um Ron Paul á hćgriblogginu Redstate

dr Paul og stjórnarskráin...Ron Paul er merkilegur stjórnmálamađur. Ţó ekki vćri nema vegna ţess ađ hann er eini yfirlýsti, og raunverulegi, frjálshyggjumađurinn í ţingflokki Repúblíkana. Ţađ er nefnilega ákveđinn misskilningur ađ Repúblíkanaflokkurinn sé ţéttskipađur frjálshyggjumönnum. Repúblíkanar hafa vissulega talađ fyrir skattalćkkunum og takmörkunum á reglum og reglugerđum og einkarekstri, en fyrir flesta ţingmenn flokksins virđist sú frjálshyggja ekki rista dýpra.

Persónufrelsi og stjórnarskrárvarin réttindi almennings virđast til dćmis ekki skipta ţingmenn Repúblíkana nokkru einasta máli. Mottó núverandi ríkisstjórnar virđist hafa veriđ ađ borgararnir ţyrftu ađ fórna persónufrelsi sínu og stjórnarskrárvörđum réttindum svo vernda mćtti frelsiđ.

"Frelsisvörnin" hjá Repúblíkanaflokknum hefur nefnilega ađallega snúist um ađ standa vörđ um eigin völd, sérhagsmuni, og svo skefjalausa útţenslu ríkisvaldsins.

En ţađ eru einstaka menn í Repúblíkanaflokknum sem líta öđru vísi á hugtakiđ "frelsi", og skilja ađ athafna-, eđa fyrirtćkjafrelsi er enskis virđi ef stjónarskrárvörđum borgaralegum réttindum hefur veriđ fórnađ. Eini forsetaframbjóđandi Repúblíkanaflokksins sem hefur talađ um mikilvćgi stjórnarskrár Bandaríkjanna er Ron Paul.

Ţannig hafa stjórnmálaskýrendur og hćgrisinnađir bloggarar hafa nánast allir sem einn afksrifađ Ron Paul sem rugludall og ómerkjung. Í nýlegri könnun međal hćgrisinnađra bloggara um hverjir vćru óvinsćlustu hćgrimenn Bandaríkjanna kom í ljós ađ Ron Paul er langasamlega óvinsćlastur. Fasistanornin Ann Coulter lenti í áttunda sćti, ásamt James Dobson.

Ţađ eina sem Paul hefur unniđ sér til saka er ađ vera á móti stríđinu í Írak, útţenslu ríkisvaldsins á valdatíđ Bush og öryggislögregluríki ţví sem Bush stjórnin hefur reynt ađ koma á í krafti the USA Patriot act. Semsagt: Repúblíkanar, sem ţykjast öđru jöfnu sérstaklega útskipađir verđir "frelsisins" og takmarkađs ríkisvalds hatast viđ eina frambjóđanda flokksins sem hefur talađ fyrir frelsi og takmörkun ríkisvaldsins...

Nýjasti kaflinn í ţessari ömurđarsögu er ákvörđun hćgribloggsins RedState um ađ banna umrćđu um Ron Paul!

Afganginn má lesa Hér


Huckabee - eini íhaldsmađurinn í frambođi

HuckabeeŢađ eru bara tveir menn í frambođi fyrir Repúblíkanaflokkinn sem ég get viđurkennt ađ virđist vera alvöru stjórnmálamenn, sjálfum sér samkvćmir og međ alvöru sannfćringu, eđa í ţađ minnsta einhverskonar vott af hugsjónum. Ţađ eru frjálshyggjumađurinn Ron Paul og íhaldsmađurinn Mike Huckabee. Huckabee, sem er fylkisstjóri frá Arkansas (hann er meira ađ segja frá sama bć og Bill Clinton - Little Rock!), er vígđur prestur og babtisti. Hann hefur veriđ giftur sömu konunni allt sitt líf, ólíkt flestum öđrum frambjóđendum Repúblíkna sem eru allir annađ hvort rađframhjáhaldarar eđa hafa komiđ sér upp "trophy wifes" og ţađ eru engin myndbönd af honum ađ sprella í kvenmannsfötum.

Ţađ sem meira er, Huckabee hefur ekki skipt um skođanir á viđkvćmum málum, ólíkt Romney, Giuliani og Thompson, sem voru allir mjög frjálslyndir ţar til ţeir fóru ađ sćkjast eftir tilnefningu Repúblíkanaflokksins. Ţeir félagar hafa allir lýst sig fylgjandi kvenréttindum, rétti kvenna til fóstureyđinga og réttindum samkynhneigra, og Giuliani barđist gegn NRA međan hann var borgarstjóri NY. Ţá sćkja hvorki Romney né Thompson kirkju og ţađ er vafamál hvort Romney geti talist kristinn.

Stjórnmálaskýrendur og bloggarar eru búnir ađ vera ađ tala um Huckabee í langan tíma, og hann hefur veriđ tíđur gestur í "late night" umrćđuţáttum. Viđhorf flestra fréttaskýrenda virđist vera ađ ţađ sé skrýtiđ ađ Huckabee nyti ekki meiri stuđnings, sérstaklega í ljósi ţess ađ íhaldssamir og "kristnir" repúblíkanar virđast ósáttir viđ ađra frambjóđendur flokksins.

En nú lítur út fyrir ađ kjósendur Repúblíkana séu loksins ađ veita Huckabee athygli - ţví samkvćmt nýjustu könnun á viđhorfum kjósenda í Iowa, sem er mikilvćgt prófkjörsfylki, er Huckabee ásamt Fred Thompson annar vinsćlasti frambjóđandi Repúblíkana. Mitt Romney er međ sjö prósentustiga forystu á ţá félaga. Og stjórnmálaskýrendur telja ađ Huckabee geti veriđ á siglingu enn ofar:

Huckabee's been doing right what Thompson's been doing wrong. He's working really hard. He's extremely personable. He likes to talk to people. And on paper, in terms of that core constituency among Republicans in Iowa, he ought to be doing well. He's caught in that classic vicious circle: he doesn't get a lot of campaign funding and media attention because people don't think he's electible. But people don't think he's electible because he's not getting much funding and media attention

Lesa afganginn HÉR


Hverjir styđja stríđiđ í Írak? Ílla upplýstir einfeldningar!

get-a-brain-moransAuđvitađ eru ekki allir stuđningsmenn stríđsins í Írak einhverskonar fífl. Ţađ er t.d. hćgt ađ styđja áframhaldandi veru Bandaríkjanna á ţeim forsendum ađ stríđiđ "sé ađ vinnast" og ađ brotthvarf Bandaríkjahers muni bara gera ástandiđ verra. Ţađ má vel vera. Ég held reyndar ađ stór hluti stuđningsmanna stríđsins sé fólk sem er ekki tilbúiđ til ađ viđurkenna ađ ţađ hafi haft á röngu ađ standa 2003, og sé enn ţann dag í dag ađ reyna ađ réttlćta fyrir sjálfu sér og öđrum ađ ţađ hafi, einhverra hluta vegna, látiđ blekkjast til ađ styđja einhverja misheppnuđasta utanríkisfíaskói allra tíma.

En mikill meirihluti bandarískra kjósenda er engu ađ síđur búinn ađ fá sig fullsaddan af ţessu stríđi. Samkvćmt tölum Galup frá í vor frá í vor telja einvörđungu 42% ađ rétt hafi veriđ ađ gera innrás í Írak 2003, og 58% töldu ađ kalla ćtti allt herliđ heim tafarlaust eđa fyrir nćsta vor. Skođanir almennings á Írak hafa lítiđ sem ekkert breyst síđan ţá, t.d. hafđi sólskinsskýrsla Patraeusar engin áhrif á almenningsálitiđ.

En ţađ er enn heilmikiđ af fólki í Bandaríkjunum sem styđur stríđiđ, og er ţeirrar skođunar ađ ţađ hafi veriđ góđ hugmynd. Ţađ er ţví forvitnilegt ađ reyna ađ grafast fyrir um hvađa skođanir ţetta fólk hefur á Íraksstríđinu og utanríkismálum.

Ţađ óhugnanlega er ađ stór hluti ţessa fólks virđist hafa alvarlegar ranghugmyndir um heiminn sem ţađ býr í. Janet Elder, sem er skođanakannaritstjóri The New York Times:

Afganginn má lesa HÉR


Öldungadeildarţingmađurinn Craig fer á klósettiđ til ađ nota klósettiđ, ekki til ađ dónast...

Ţađ virđast flestir sammála um ađ viđtal Matt Lauer viđ Larry Craig á NBC í gćr hafi veriđ hálf óţćgilegt. Craig og frú sátu hliđ viđ hliđ í sófanum í stofunni heima hjá sér međan Lauer bar upp hverja söguna á fćtur annarri, ţví ásakanir um samkynhneigđ Craig ná langt aftur í tímann. Craig hefur meira ađ segja áđur veriđ sakađur um ađ leita á karlmenn á almenningssalernum. En Craig og frú tókst nokkuđ vel ađ láta líta út sem ţau vćru hinir huggulegustu heldriborgarar í notalegum silkisófa, umkringd fjölskylduljósmyndum og borgaralegum skrautmunum. Eftirfarandi eru nokkur myndskeiđ úr viđtalinu:

"I go to bathrooms to use bathrooms"... Mikil ósköp.

Í sjálfu sér var ekkert á viđtalinu ađ grćđa. Craig viđurkenndi ekkert, heldur hélt fast viđ fyrri sögu, og Lauer virti ţá ákvörđun kurteislega. Sjónvarpskrítíker Washington Post Tom Shales var ţví hundóánćgđur:

Afganginn má lesa HÉR


Klósettdóninn Larry Craig á NBC í kvöld

Fyrr í haust skrifađi ég nokkrar fćrslur um ćvintýri öldungardeildarţingmannsins og klósettdónans geđţekka Larry Craig. (Hér, hér, hér, hér, hér, hér og hér!) Craig var, eins og frćgt er orđiđ, handtekinn fyrir ađ reyna ađ stofna til kynferđislegra skyndikynna viđ lögreglumann á almenningssalerni á flugvellinum í Minneapolis/St Paul.

Ađ yfirheyrslu lokinni ákvađ Craig ađ játa og greiđa smávćgilega sekt. Hann ákvađ hins vegar ađ segja engum frá uppákomunni - ekki kjósendum eđa kollegum sínum í Washington. Ekki einu sinni frú Craig. Sú hegđun var í góđu samrćmi viđ augljósa sjúkdómsgreiningu á Craig, sem inniskápuđum og kynferđislega frústreruđum miđaldra manni sem vildi halda tvöföldu lífi sínu leyndu frá umheiminum.

En ţađ er erfitt ađ halda ţví leyndu ađ mađur sé handtekinn, sérstaklega ef mađur er ţingmađur! Og bloggarar, grínarar og blađamenn skemmtu sér ţví konnglega viđ ađ gera grín ađ aumingja Craig ţegar upp komst um salernisvenjur hans. Svo viđ vitnum í Craig sjálfan, "bad boy, a naughty boy... probably even a nasty, bad, naughty boy..."

Lesa afganginn HÉR, m.a. ţrjú tónlistarmyndbönd um ćvintýri Craig...


Um hvađ snýst S-Chip og árás Bush á almannatryggingar?

börnin elska bush, bush elskar börnin...Um daginn skrifađi ég fćrslu um "S-Chip", sem er eitt mikilvćgasta hitamáliđ í bandarískum stjórnmálum ţessa dagana. Í sunnudagsblađi New York Times er síđan fjallađ um viđbrögđ ţingmanna Repúblíkana viđ nýlegri ákvörđun George Bush um ađ beita neitunarvaldi á lög um áframhaldandi ríkisstuđning viđ verkefniđ.

Ţingmenn sem blađiđ rćđir viđ telja ađ forsetinn geri sér enga grein fyrir ţví hversu óvinsćl akvörđunin sé, og hversu mikil vandrćđi hún muni skapa flokknum í komandi kosningum. Vandamáliđ, samkvćmt ţingmönnum Repúblíkana sem New York Times rćđir viđ, er ađ forsetinn eđa flokkurinn hafi ekki bođiđ kjósendum upp á neina valkosti - eina sem forsetinn hafi fram ađ fćra í heilbrigđis og almannatryggingamálum sé ađ beita neitunarvaldi á verkefni sem gagnast fátćkum og veikum börnum, og nýtur stuđnings mikils meirihluta kjósenda OG ţingmanna!

John Stewart benti líka á ađ ţađ vćri eins og Bush vćri ađ reyna ađ breyta sér í teiknimyndasöguíllmenni, og ađ hugmyndir hans um velferđarmál eđa samfélagsskipan vćru fengnar ađ láni frá Charles Dickens... Á fimmtudaginn birti dagblađiđ Roll Call (sem er lókaldagblađ í Washington DC, og fjallar um innanbúđarfréttir úr ţinginu) grein um sama mál. Blađiđ rćddi viđ Repúblíkana sem töldu ađ ákvörđun forsetans myndi reynast flokknum dýrkeypt. Ţingmađur sem blađiđ rćddi viđ taldi ákvörđunina vera “heimskulega pólítík”:

It’s stupid politics. The leadership is putting pressure on Members [to sustain the veto], promising to rebuild the brand. I don’t know why our guys are following [Bush] into the sea like lemmings.

Afganginn má lesa HÉR


Brúrarhruniđ í Mpls vekur spurningar um slćlegt viđhald á samgöngumannvirkjum, öđrum innviđum

Hruniđ á I-35W brúnni yfir Mississippi í gćrkvöld hefur veriđ eitt helsta umrćđuefni bandarískra fjölmiđla í dag, enda var ţađ međ skelfilegri slysum undanfarin ár, og ekki á hverjum degi sem mikilvćg samgöngumannvirki hrynja, ađ ţví er virđist án nokkurrar viđvörunar. Ţetta slys hefur líka orđiđ til ţess ađ minna fólk á hversu mikilvćgt ţađ er ađ hiđ opinbera sinni skyldum sínum og viđhaldi innviđum samfélagsins, frekar en ađ eyđa tíma, orku og peningum í ađ eltast viđ fáránlega og einskisnýta hluti. CNN:

WASHINGTON (CNN) — Senate Majority Leader Harry Reid, D-Nevada, said Thursday that the Minneapolis bridge collapse should be a “wake-up call” for the country.

We have all over the country crumbling infrastructure — highways, bridges, dams — and we really need to take a hard look at this,” said Reid.

In addition to being the “right thing to do,” Reid also said that repairing infrastructure was “good for America.” “For every billion dollars we spend in our crumbling infrastructure, 47,000 high-paying jobs are created,” added Reid.

The National Transportation Safety Board is sending a team to Minneapolis to investigate the cause of the bridge collapse.

AFP fréttastofan vitnar í The American Society of Civil Engineers sem segir ađ á undanförnum árum hafi viđhaldi á samgöngumannvirkjum, stíflum, flóđgörđum og öđrum mikilvćgum innviđum veriđ stórlega vanrćkt:

The American Society of Civil Engineers warned in a report two years ago that between 2000 and 2003, more than 27 percent of the nation's almost 600,000 bridges were rated as structurally deficient or functionally obsolete. ... 

Afgangurinn af fćrslunni (og tvćr ađrar fćrslur, um ţetta mál) er á nýjum heimkynnum Freedomfries á Eyjunni.is.


mbl.is Fleiri lík hafa fundist í Minneapolis
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

I-35 W yfir Mississippifljót í miđbć Minneapolis hrynur

Interstate Highway 35 W, sem liggur frá Laredo í Texas alla leiđ til Duluth í Minesota. (Bandaríska ţjóđvegakerfiđ virkar ţannig ađ allar hrađbrautir međ oddatölum eru norđur-suđur og allar hrađbrautir međ sléttum tölum eru austur-vestur). 35 W er ein allra mikilvćgasta umferđarćđ Minneapolis, og brúin sem hrundi ein fjölfarnasta brú borgarinnar. 35 W liggur vestan viđ háskólasvćđi Minesotaháskóla, U of M, enda var hálft háskólasamfélagiđ komiđ út á götu til ađ fylgjast međ björgunarađgerđum. Sömu leiđis var allt lögregluliđ borgarinnar, björgunarsveitir og slökkviliđsmenn á vettvangi. Lögreglan hafđi lokađ öllum götum í nágrenninu, og var hćgt og bítandi ađ smala áhorfendum lengra frá slysstađ.

Nokkrir framtakssamir háskólanemar höfđu boriđ út vatnstanka og voru ađ bjóđa viđstöddum vatn ađ drekka - enda hitinn og rakinn nćrri óbćrilegur. Hverfiđ sitt hvorum megin viđ hrađbrautina, er ađallega, ef ekki alfariđ, byggt háskólanemum.

Almenningur var beđinn um ađ nota ekki ţráđlausa síma, ţví álagiđ á símkerfiđ var víst ţađ mikiđ fyrst eftir slysiđ ađ símtöl komust ekki í gegn - mér sýndist reyndar nokkurnveginn önnur hver manneskja á slysstađ vera ađ tala í símann, mér heyrđist allir vera ađ taka ţátt í sama símtalinu: “Yeah, the I-35, it just collapsed, Im right here on campus...”. Viđstaddir virtust ekki trúa eigin augum, ţví brúin er í um 20 metra hćđ yfir ánni, hálfur kílómetri ađ lengd, og virđist hafa hruniđ öll í heild sinni ofan í ána. Viđ komumst ađ göngubrú sem liggur milli Austur og Vesturbakka Háskólans, ţađan sem var gott útsýni yfir slysstađ - leifar af brúnni lágu í vatninu, nokkrir bílar voru sýnilegir og nokkrir í vibót lágu innan um brotajárn og steinsteypubrot á sitt hvorum bakkanum. Fjöldinn allur af lögreglu og björgunarbátum voru ađ ferja björgunarsveitir upp ađ brúni, eđa voru ađ sigla í hringi á ánni.

Afgangurinn á nýjum heimkynnum freedomfries á Eyjunni...


mbl.is Brú yfir Mississippi hrundi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Barack Obama involverađur í vćndisskandölum repúblíkana...?

Minni á ađ Freedomfries er flutt á Eyjuna - ţannig ađ ef lesendur eru enn ađ villast hingađ inn í leit ađ vangaveltum um siđferđisbresti og bjánaskap (svo er ţessi líka frábćr)bandariskra pólítíkusa vil ég enn og aftur minna á ađ ţetta er alltasama hér! ...semsagt, međ ţví ađ smella á "hér" opnast nýr gluggi međ nýjum heimkynnum Freedomfries. Eins og galdrar ekki satt?! Svona er nú veraldarvefstćknin öll mögnuđ ;)

Af nýlegum fćrslum mínum ţar má nefna "hookergate" sem hefur snarađ David Vitter, öldungadeildarţingmann repúblíkana frá Louisiana, og orđróma um ađ Vitter sé haldinn bleyjufetisma - sömuleiđis undarlegar getgátur (ađallega mínar...) um ađ Barack Obama sé bendlađur viđ sama skandal. (Hooker-gate, ţ.e., ekki Diaper-gate...)

Reyndar skrifa ég líka stundum um alvarlegri mál... en ţar sem ég á afmćli í dag finnst mér ađ ég eigi ekki ađ ţurfa ađ vera ađ brjóta heilann um leiđinlega hluti eins og Írak, fjárlög eđa eitthvađ ţađan af ţurrara.


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband