Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Bush reynir að drepa blaðamenn með jarðýtu

bush að keyraÞað er eins og öll framvarðasveit ný-íhaldsmennskunnar sé mönnuð litlum strákum sem ekki kunna að skifta um sokka, eða dreymir um að terrorísera fólk með skurðgröfum. Við heimsókn í CAT verksmiðju í Illinois, þar sem Bush var að útskýra fyrir verkalýðnum hversu djöfullega gott allir hefðu það, því bandaríska hagkerfið hefði aldrei áður verið eins sterkt, ákvað Bush að sýna á sér léttari og grallaralegri hlið. Og kynni að keyra vegavinnutæki. Sagan segir að Bush hafi lært að stýra stórvirkum vinnuvélum á "búgarðnum" sínum í Texas. Fyrir utan verksmiðjuna stóð risavaxin jarðýta - samkvæmt Newsweek, sem var með einna ítarlegustu lýsinguna á jarðýtuuppátæki forsetans, var þetta D-10 jarðýta frá Caterpillar. Og þegar forsetinn var búinn að flytja ræðuna sína, gerði hann sér lítið fyrir og klifraði uppí þessa jarðýtu - og reyndi að keyra niður alla viðstadda! Frásagnir viðstaddra eru flestar frekar gloppóttar - blöðin segja bara að forsetinn hafi farið uppí, fírað jarðýtuna upp, og segja þvínæst að hann hafi stigið niður, eftir að hafa keyrt jarðýtuna aðeins um. Eini fjölmiðillinn sem segir hvað gerðist í millitíðinni er Newsweek, sem birti á heimasíðu sinni lýsingu á því hvað gerðist á þeirri rúmlega mínútu sem Bush keyrði jarðýtuna! Newsweek lýsir aðdraganda þessarar uppákomu þannig:

Wearing a pair of stylish safety glasses--at least more stylish than most safety glasses--Bush got a mini-tour of the factory before delivering remarks on the economy.

Og svo komum við að Jarðýtunni. Þegar forsetinn var kominn uppí gólaði hann á viðstadda: 

"I would suggest moving back, I'm about to crank this sucker up."

Brumm, brumm... Starfsmenn forsetans áttuðu sig á því hvað var í vændum og reyndu að bjarga blaðamönnum sem voru viðstaddir: 

As the engine roared to life, White House staffers tried to steer the press corps to safety, but when the tractor lurched forward, they too were forced to scramble for safety."Get out of the way!" a news photographer yelled. "I think he might run us over!" said another. White House aides tried to herd the reporters the right way without getting run over themselves. Even the Secret Service got involved, as one agent began yelling at reporters to get clear of the tractor.

Meðan blaðamennirnir og leyniþjónustan hlupu í hringi fyrir neðan skemmti forsetinn sér konunglega!

Watching the chaos below, Bush looked out the tractor's window and laughed, steering the massive machine into the spot where most of the press corps had been positioned. The episode lasted about a minute, and Bush was still laughing when he pulled to a stop. He gave reporters a thumbs-up. "If you've never driven a D-10, it's the coolest experience,"

Chicago Tribune bætti við að forsetinn hefði sagt "Oh, yeah" Þegar hann steig útúr jarðýtunni, meðan USA Today lýsti lokum jarðýtuakstursins þannig: ""That was fun," he exclaimed as he got off". Newsweek virðist vera eini fjölmiðillinn til að lýsa skelfingunni sem greip um sig meðan forsetinn lék sér að jarðýtunni. Aðrir fjölmiðlar segja frá þessu uppátæki eins og hér hafi verið á ferðinni frekar saklaust, og bara svolítið karlmannlegt grín, en ekki "That was fun! ... the coolest experience, ever! Oh yeah!

Bush er reyndar ekki fyrsti pólítíkusinn til að keyra um á traktor - Washington Post upplýsti lesendur sína nefnilega um að "uppáhalds dægradvöl" George "Macaca" Allen væri að keyra í hringi á litlum sláttutraktor. Allen og Bush eiga reyndar fleira sameiginlegt en áhuga á vinnuvélum: Þeir eru líka báðir þykjustu-kúrekar!

Seinasta haust var "macaca" málið allt í hámarki - macaca uppákoman kostaði Allen kosninguna gegn Jim Webb, sem hefur orðið ein bjartasta stjarna demokrataflokksins. Í kosningabaráttunni afhjúpaði hann Allen sem tilgerðarlegan uppskafning og aula - og fyrir nokkrum dögum síðan tók Webb að sér að flytja andsvar demokrata við stefnuræðu forsetans, og meira að segja fréttaskýrendur, sem vanalega eru helstu klappstýrur forsetans, urðu að viðurkenna að Webb hefði flutt miklu flottari ræðu en Bush. Webb virðist því vera á krossferð gegn þykjustukúrekum repúblíkanafloksins! (sjá færslu mína um ræðu Webb hér, og ræðu Bush hér  og hér.)

En þykjustukúrekunum þykir mjög óþægilegt þegar fólk fattar hverskonar prinsipplausir aular þeir eru. George "Macaca" Allen tapaði tiltrú "The Sons of Confederate Veterans", og Bush hefur tapað fylgi hörðustu stuðningsmanna repúblíkanaflokksins - sérstaklega í kjölfar fyrrnefndrar State of the Union ræðu. "The moral majority" hefur lýst yfir djúpstæðri vandlætingu á innihaldi SOTU ræðu hans. The Moral majority fattaði nefnilega að þeir, eins og allir aðrir Bandaríkjamenn, hefðu keypt köttinn í sekknum þegar þeir kusu Bush sem forseta.

Þegar George Allen kom heim eftir að hafa eytt öllum deginum í að reyna að sannfæra kjósendur og fjölmiðla um að hann ætti virkilega erindi á þing, að hann væri þeirra maður, var hann auðvitað atkerður. Það er erfitt að eyða öllum deginum í role-playing! Og þegar Allen róaði taugarnar með því að keyra litla sláttutraktorinn sinn:

His favorite time of the week is when he comes home, sits on his riding mower, by himself and mows his lawn and no one is asking him questions.

Meðan Macaca Allen var bara óbreyttur senator - er Bush leiðtogi hins frjálsa heims. POTUS sjálfur! (að vísu var Allen með heljarinnar plön um áð bjóða sig fram til forseta - og National Review spáði því vorið 2006 að forsetakosningarnar 2008 yrðu einvígi milli Mitt Romney og Allen... Talandi um spádómsgáfu nýíhaldsmanna!) Og þó smávægilegur senator geti kannski þaggað niður allar óþægilegar spurningar með því að keyra í hringi á poggulitlum traktor, þarf forsetinn eitthvað stórtækara! Alvöru jarðýtu!

M


Paul Wolfowitz, einn valdamesti maður heims, gengur í götóttum sokkum

Nú vantar mig bara sósubletti á bindið, og þá er outfittið fullkomið...Svona eiga allar fréttir að vera! AP, sem er augljóslega varhugaverð kommúnísk undurróðursstofnun, hefur hafið ófrægingarherferð gegn Paul Wolfowitz, bankstjóra alþjóðabankans, og einum valdamesta manni heims. Rannsóknarblaðamennska AP og fréttaljósmyndarar hefa nefnilega svift hulunni af því að Wolfowitz er einhverskonar labbakútur og sokkböðull. Eins og sést á myndinni er karlinn nefnilega í götóttum sokkum: Báðar stórutærnar standa útúr! Það besta er að svona göt fá menn bara á sokkana ef þeir klippa ekki á sér táneglurnar!!

In this combo picture, World Bank President Paul Wolfowitz, with holes on his socks, is seen as he leaves from the Ottoman era Selimiye mosque in Edirne, western Turkey, Sunday, Jan. 28, 2007. Wolfowitz was in turkey for a-two-day official visit. (AP Photo/Nadir Alp/Anatolia)

Það hafa víst áður borist fréttir sérkennilegum hreinlætisvenjum karlsins, því í einni senu í Fahrenheit 9/11 slefaði han munnvatni á greiðuna sína, áður en hann renndi henni í gegn um hárið... Maðurinn er í götóttum sokkum og vatnsgreiðir sig með eigin munnvatni? Og hvaða hvítu blettir eru þetta á buxunum hjá karlinum? Sannar að mannasiðir og völd þurfa ekki að fara saman!

M

 


Þróunarkenningin er satanismi

Stríð bókstafstrúarmanna gegn þróunarkenningunni er bæði með því allra furðulegasta og allra skuggalegasta sem er að gerast í bandarískum stjórnmálum og menningu. Af öllum æsingamálum evangelista er þetta líka það asnalegasta. Bæði vegna þess að þessi and-skynsemis og and-vísinda hyggja sumra bókstafstrúarmanna ber vott um að sumir, í það minnsta, af leiðtogum og hugmyndasmiðum hreyfingarinnar séu asnar, og líka vegna þess að þessi hugmynd er svo herfilega vond að hún gerir málstað evangelista meira íllt en gott. 

Reyndar held ég að þessi sköpunarsögu-trúarbrögð, sem sumir bandarískir evngelistar virðast farnir að aðhyllast, sé einhverskonar furðulegt cult - því í kringum sköpunarsögu-trúna hefur vaxið upp heljarinnar bissnessapparat - ferðapredíkarar og nokkur "Institutes" td. The Institute of Creation Research, sem er einhverskonar "háskóli" - það er meira að segja hægt að fá Doktorsgráður frá þeim! Það er reyndar eitthvað grunsamlegt við slíka menntastofnun sem er með tengil á "online store" á forsíðu sinni - semsagt allir sem heimsækja sköpunarsöguháskólinn þurfa að stoppa í gjafasjoppunni? Þar geta foreldrar keypt "kennsluefni" og auðvitað barnefni. Nú, vegna þess að fólk vill að börnin sín fái sem besta menntun!

Núna á fimmtudaginn mun HBO frumsýna mynd um þetta fyrirbæri, "Friends of God" - sem virðist vera djöfullega góð - allavegana er þetta sýnishorn (sem einhver hefur af póstað á YouTube) magnað!

Unglingarnir í lokin eru eiginlega skemmtilegastir! Ég hef töluvert horft á kristilegar sjónvarpsstöðvar hérna í Bandaríkjunum, og seint á kvöldin getur maður horft á samskonar unglinga renna sér á hjólabrettum fyrir Jesú og spila þungarokk fyrir Jesú. Svo ætla þau að verða vísindamenn fyrir Jesú og vinna Nóbelsverðlaunin fyrir Jesú! Yeah for Jesus!

M

ps - Mér sýnist að megakirkjupresturinn, spíttfíkillinn og kynvillingurinn Ted Haggard birtist í myndinni! - Haggard er einn af þessum karakterum sem er nánast ótæmandi uppspretta af furðulegum hugmyndum! Það virðast reyndar vera einhverjar nýjar fréttir af þessu Ted Haggard máli - kannski verða einhverjir skemmtilegir eftirmálar? Ég háf vona að svo verði, því það er miklu skemmtilegra að blogga um siðspillta sjónvarpspredíkara en hversu margir vinni á skrifstofu Dick Cheney - sem virðist vera helsta áhugamál liberal blogosphersins þessa dagana! - Að vísu dauðlangaði mig að blogga um Cheney og þetta imperial council sem hann virðist hafa komið upp í kringum sig - en fannst ég vera búinn að skrifa nóg um The Sith í bili!


"Terror-Free Oil" í Nebraska selur enga araba-olíu!

Terror Free OilFréttin af þessu fyrirtæki er búin að vera að birtast á bloggsíðum í Bandaríkjunum - því þetta er svona "barn festist í brunni"-frétt fyrir þá sem þykjast hafa áhuga á alvöru fréttum! Fox news hefur líka fjallað um bensínsölufyrirtækið "terror-free-oil. Og reyndar fullt af öðrum fjölmiðlum líka. Sem þýðir sennilega að þetta sé frétt? Allavegana virðist* "terror-free-oil" vera alvöru fyrirtæki með heljarinnar heimspekipælingar í kringum olíkaup sín:

Terror-Free Oil Initiative is dedicated to encouraging Americans to buy gasoline that originated from countries that do not export or finance terrorism.

We educate the public by promoting those companies that acquire their crude oil supply from nations outside the Middle East and by exposing those companies that do not.

Þetta var einfalt mál. Ef maður vill ekki hryðjuverkaolíu skal maður ekki kaupa arabaolíu. Þó ég hafi fátt gott að segja um stjornarfar í flestum olíuframleiðsluríkjum mið-austurlanda er ég þó ekki viss um að sú olía fjármagni neitt verri stjórnarhætti en olíugróði t.d. Angóla. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur einnig fram að það sé mjög erfitt að finna olíufyrirtæki sem ekki kaupi olíu frá Arabalöndunum.

Reyndar er langsamlega mest af þeirri olíu sem brennt er í Bandaríkjunum, og ekki kemur frá Mið-Austurlöndum, upprunnin í Venesúela, og seinast þegar ég athugaði var forseti þess lands upptekinn við einhverskonar Sósíalíska byltingu. Valið stendur þá á milli þess að styðja hryðjuverkamenn eða sósíalista? Það er reyndar merkilegt að bandarískur almenningur hafi ekki fyrir löngu skift yfir í aðra eldsneytisgjafa - af þjóðernisást einni saman!

M

*Það myndi ekki vera í fyrsta skipti sem Fox news og blogospherið dreifðu tröllasögum sem fréttum!


Palpatine hafði nokkuð til síns máls, Jedi-reglan er stórhættuleg!

Jedi CouncilEftir að hafa horft á báðar Star Wars trílógíurnar óþarflega oft tóku Jedi-riddararnir og allt djöfuls múnklífið og sjálfumgleðiruglið í þeim að fara meira og meira í taugarnar á mér. Í fyrstu myndunum er ekki það mikið af jedi-riddurum að maður geti látið þá pirra sig, en í nýju myndunum er Jedi-riddarareglan allan tímann í aðalhlutverki. Og það er eitthvað mjög óþægilegt við þá og allt þeirra baktjaldamakk, eins og senator Palpatine bendir réttilega á. Ef ég væri óbreyttur borgari í Star Wars heiminum fyndist mér mjög óþægilegt að vita af þessari leynilegu og vopnuðu munkareglu. Hver veit hvað þeir vilja? Eru þeir ábyrgir gagnvart einhverjum öðrum en litlum gömlum frosk í náttslopp?!

Það eru fleiri sem hafa áhyggjur af Jedi-reglunni, því um daginn birti Boing Boing tengil á gamla grein af Marginal Revolution,* sem er skrifað af hagfræðiprófessor við George Mason University, um Jedi-regluna. Þó þetta sé gömul frétt og hafi ábyggilega áður farið nokkrum sinnum um veraldarvefina fannst mér hún það góð að ég stóðst ekki freistinguna að endurbirta hana:

The core point is that the Jedi are not to be trusted:

1. The Jedi and Jedi-in-training sell out like crazy.  Even the evil Count Dooku was once a Jedi knight. 

2. What do the Jedi Council want anyway?  The Anakin critique of the Jedi Council rings somewhat true (this is from the new movie, alas I cannot say more, but the argument could be strengthened by citing the relevant detail).  Aren't they a kind of out-of-control Supreme Court, not even requiring Senate approval (with or without filibuster), and heavily armed at that?  As I understand it, they vote each other into the office, have license to kill, and seek to control galactic affairs.  Talk about unaccountable power used toward secret and mysterious ends.

3. Obi-Wan told Luke scores of lies, including the big whopper that his dad was dead.

4. The Jedi can't even keep us safe.

5. The bad guys have sex and do all the procreating.  The Jedi are not supposed to marry, or presumably have children.  Not ESS, if you ask me.  Anakin gets Natalie Portman; Luke spends two episodes with a perverse and distant crush on his sister Leia, leading only to one chaste kiss.

6. The prophecy was that Anakin (Darth) will restore order and balance to the force.  How true this turns out to be.  But none of the Jedi can begin to understand what this means.  Yes, you have to get rid of the bad guys.  But you also have to get rid of the JediThe Jedi are, after all, the primary supply source and training ground for the bad guys.  Anakin/Darth manages to get rid of both, so he really is the hero of the story.  (It is also interesting which group of "Jedi" Darth kills first, but that would be telling.)

7. At the happy ending of "Return of the Jedi", the Jedi no longer control the galaxy.  The Jedi Council is not reestablished.  Luke, the closest thing to a Jedi representative left, never becomes a formal Jedi.  He shows no desire to train other Jedi, and probably expects to spend the rest of his life doing voices for children's cartoons.

8. The core message is that power corrupts, but also that good guys have power too.  Our possible safety lies in our humanity, not in our desires to transcend it or wield strange forces to our advantage

What did Padme say?: "So this is how liberty dies, to thunderous applause." 

Addendum: By the way, did I mention that the Jedi are genetically superior supermen with "enhanced blood"?  That the rebels' victory party in Episode IV borrows liberally from Leni Riefenstahl's "Triumph of the Will"?  And that the much-maligned ewoks make perfect sense as an antidote to Jedi fascism?

Og þó Palpatine hafi látið þróa klónaherinn vafðist það ekkert mjög lengi fyrir Jedi-riddururnum að beita honum, enda voru óvinirnir skordýr, sem über-mennirnir ásamt stormsveitum sínum gátu útrýmt að vild. Allt þetta reyndar eykur bara á ágæti Star Wars sem fyrsta flokks Sci-Fi.

*BoingBoing og Marginal Revolution eru með bestu bloggsíðum í Bandaríkjunum. Boing Boing er líka útnefnt í nokkrum flokkum í "Annual Weblog Awards, 2007 Bloggies" - meðal annars sem besta bloggsíða ársins. Ég mæli eindregið með þeim báðum!


Hervæðing forsetaembættisins

Codpiece-in-chiefÍ New York Times í morgun var forvitnileg grein eftir sagnfræðiprófessorinn Garry Wills um embætti Bandaríkjaforseta, og vaxandi notkun hugtaksins "commander in chief" þegar talað er um forsetann. Wills leggur ekki út af þessu neina heimsendaspádóma, og það er svosem ekkert nýtt að forsetinn skuli vilja að kjósendur sjái sig sem "stríðsforseta". Að vísu virðist forsetinn vera orðinn hræddur við það orð, samanber færslu mína hér.

Á seinustu árum hafa ótal greinar verið skrifaðar í bandarísk dagblöð eða bloggfærslur ritaðar á veraldarvefjunum um að forsetinn væri hættulegur stríðsæsingamaður og að hann og Dick Cheney væru að breyta Bandaríkjunum í einhverskonar fasískt lögregluríki... það fer svo eftir því hvaða hóp á hægrivængnum greinarhöfundur hatar mest hvort stjórna eigi þessu lögregluríki af evangelistunum eða stórfyrirtækjunum, oft olíufyrirtækjunum, The Military Industrial Complex eða bara CIA. Þó sumar þessara greina séu vel skrifaðar, og veki mann stundum til umhugsunar eru þær yfirleitt frekar yfirdrifnar. Vissulega eru óþægilega mörg teikn á lofti um að ráðandi öfl innan ríkisstjórnarinnar beri litla sem enga virðingu fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum almennings, og stundum grunar mann að Bush stjórnin sæki innblástur sinn fyrst og fremst til Kafka. En ég hef engar áhyggjur af lýðræði í Bandaríkjunum. Það er of mikið af skynsömu og vel innrættu fólki í Bandaríkjunum, og lýðræðishefðin stendur á það gömlum grunni að Bandaríkjunum verður ekki breytt í fasískt lögregluríki. Í það minnsta ekki þegjandi og hljóðalaust.

En grein Wills er laus við mest af þeirri æsingu sem oft einkennir greinar af þessari tegund, og er líka skemmtilegar skrifuð.

WE hear constantly now about “our commander in chief.” The word has become a synonym for “president.” It is said that we “elect a commander in chief.” It is asked whether this or that candidate is “worthy to be our commander in chief.”

But the president is not our commander in chief. He certainly is not mine. I am not in the Army.

...The president is not the commander in chief of civilians. He is not even commander in chief of National Guard troops unless and until they are federalized. The Constitution is clear on this: “The president shall be commander in chief of the Army and Navy of the United States, and of the militia of the several states, when called into the actual service of the United States.”...

Með því að tengja forsetaembættið við hermennsku er nefnilega hægt að halda því fram að frambjóðendur sem ekki þykja nógu vígreifir og eru ekki með nógu stórkarlalegt göngulag geti ekki gengt embættinu. Menn eins og Al Gore eru einfaldlega of miklir bókaormar til að geta verið forsetar! Og Hillary Clinton? Hún er kona! Þegar maður hugsar um forsetann á maður að hugsa um æðsta yfirmann bandaríkjahers, ógurlegustu hernaðarmaskínu allra tima. Og yfirmaður heraflans er ekki í háum hælum og pilsi! Hann stendur á lendingarpalli flugvélamóðurskips, er í stígvélum og ólívugrænum samfesting.

Wills tengir þessa hugmynd um að forsetinn sé fyrst og fremst yfirmaður hersins, og að völd hans og umboði komi einhvernveginn frá þessu embætti "commander in chief", við nánast sjúklegan áhuga Bush á leynilegum ríkisprógrömmum:

There has never been an executive branch more fetishistic about secrecy than the Bush-Cheney one. The secrecy has been used to throw a veil over detentions, “renditions,” suspension of the Geneva Conventions and of habeas corpus, torture and warrantless wiretaps. We hear again the refrain so common in the other wars — If you knew what we know, you would see how justified all our actions are.

But we can never know what they know. We do not have sufficient clearance.

When Adm. William Crowe, the former chairman of the Joint Chiefs of Staff, criticized the gulf war under the first President Bush, Secretary of State James Baker said that the admiral was not qualified to speak on the matter since he no longer had the clearance to read classified reports. If he is not qualified, then no ordinary citizen is. We must simply trust our lords and obey the commander in chief.

The glorification of the president as a war leader is registered in numerous and substantial executive aggrandizements; but it is symbolized in other ways that, while small in themselves, dispose the citizenry to accept those aggrandizements. We are reminded, for instance, of the expanded commander in chief status every time a modern president gets off the White House helicopter and returns the salute of marines.

That is an innovation that was begun by Ronald Reagan. Dwight Eisenhower, a real general, knew that the salute is for the uniform, and as president he was not wearing one. An exchange of salutes was out of order. (George Bush came as close as he could to wearing a uniform while president when he landed on the telegenic aircraft carrier in an Air Force flight jacket).

We used to take pride in civilian leadership of the military under the Constitution, a principle that George Washington embraced when he avoided military symbols at Mount Vernon. We are not led — or were not in the past — by caudillos

Greinin öll er hér.

M


Tag-clouds af SOTU ræðum Bush og Webb

Um daginn sá ég þetta tag-cloud af State of the Union ræðu Bush, og rakst núna áðan á samskonar tag cloud af andsvari Webb, og sömuleiðis tag-clouds af fyrri SOTU ræðum Bush. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Tag-clouds leið til að draga saman teksta á myndrænan hátt. Á myndinni birtast orð stærra eftir því hversu oft þau eru nefnd, en röð orðanna getur ýmist farið eftir því hvenær þau birtast fyrst í tekstanum, eða þá er þeim raðað í stafrófsröð. Og þó tag-clouds hafi verið hönnuð af leitartækni-fræðingum eru þau líka frábært tæki til að greina orðræðu. Á Amazon.com er t.d. hægt að sjá Tag-clouds af stafrænt leitanlegum bókum (undir concordance).

Ræða forsetans:

tag cloud bush

Andsvar Webb:

tag cloud webb

Hvor ofan á annarri sýna myndirnar blátt á hvítu muninn á ræðum þeirra Bush og Webb, og þar með muninn á því "public message" sem forsetinn annarsvegar og þingið undir stjórn demokrata hins vegar, eru að senda bandarísku þjóðinni. Það er sérstaklega forvitnilegt að bera saman hversu oft Bush og Webb nefna orðið stríð: Bandaríkin eru í stríði sem hefur kostað þúsundir mannslífa og stjarnfræðilegar upphæðir í skattfé almennings. Í skoðanakönnunum, þegar Bandaríkjamenn eru spurðir hvað sé mikilvægasta og alvarlegasta málið sem stjórnvöld verði að takast á við, nefnir yfirgnæfandi meirihluti almennings stríðið í Írak. Og kosningarnar í nóvember snérust mjög um stríðið. Það er til marks um hversu þungum skugga þessi misheppnaða og vanhugsaða herför er orðin á forsetanum og Repúblíkanaflokknum, sem skíttapaði þessum sömu kosningum, að hann forðast í lengstu lög að nefna orðið "stríð". Þessi yfirsjón forsetans er enn meira sláandi þegar ræða hans er borin saman við andsvar Webb!

Americablog - sem er eitt besta liberal blogg í Bandaríkjunum - birti auk þess myndir af tag-clouds fyrir fyrri SOTU ræður forsetans. Þær veita merkilega innsýn í þróun þess hvað Hvíta Húsið hefur viljað telja fólki trú um að það hefði á stefnuskránni.

Fyrsta allar SOTU ræður forsetans, 2001-2007:

SOTU tag clouds 2001-2007

Og 10 mest notuðu orðin hvert ár:

SOTU tag-cloud summary 2001-2007

Ef maður horfir á þessa mynd sýnist mér að árið 2001 hafi fjárlög, ríkisrekstur og skattar verið aðalmálin á dagskrá, 2002 hryðjuverkamenn og Ameríka, 2003 Ameríka, þjóðin, Saddam, vopn og heimurinn, 2004 (sem var kosningaár) voru skattar og Ameríka aftur aðalmálið, 2005 var klárlega um frelsi og öryggi - en ég get ekki áttað mig á því hvað 2006 snérist um: Ameríku, þjóðina og heiminn? En þetta hlýtur að hafa verið hástemmd ræða! En nú í ár? Sú ræða virðist ekki hafa fjallað um neitt - eina orðið sem stekkur út er "Ameríka".

Ég gat með engu móti fest fingur á því hvað forsetinn var að reyna í stefnuræðu sinni - hvorki þegar ég horfði á hana í sjónvarpinu, né þegar ég sá þessi Tag-cloud af henni. En þegar ég var að horfa á tíu orða langa úrdráttinn sýndist mér að ræðan hafi aðallega snúist um Ameríku, heilsu, hús - og þjóðina. Þetta byrjar á Ameríku, en svo er talað um heilsu og hús, og annað mikilvægasta orð ræðunnar birtist: þjóð. Kannski er þetta inngangur að angurværri sögu um fallegt ævintýraland þar sem þjóðin er sæl og býr í húsum og er heil heilsu? Mjög patriotic og bjartsýnn tónn allavegana. Gott að byrja svona ræður á bjartsýnum tón og patritisma- allt frá því Reagan sigraði Carter á því að vera "jákvæður" hafa bandaríkjaforsetarn vonast eftir því að fólk sæi þá sem bjartsýna frekar en svartsýna. En um leið og orðið Þjóð birtist sjáum við, sem fjarlægan váboða, orðið Írak, svo við vitum að það eru blikur á lofti og þjóðinni kunni að vera órótt? En svo er nefndur til leiks forsetinn. Og lesandinn stendur á öndinni! Hvað ætlar þessi karakter að gera? Er verið að kynna til leiks íllmennið í sögunni eða hetjuna? En nú veit lesandinn að þetta er spennusaga! Hvað gerir forsetinn? Það er ekki alveg ljóst af úrdrættinum - en það virðist hafa eitthvað með öryggi og terrorista að gera. Svo mikið er víst. Kannski eiga lesendur að halda að forsetinn ætli að gera úti um terroristana svo þjóðin geti verið örugg í húsunum sínum? Ég veit ekki, en þetta er ágætis saga, þó plottið sé svolítið linsoðið.

Það er líka eins og fyrri helmingurinn sé betur úthugsaður en seinni helmingurinn, þetta með hvernig forsetinn ætli að enda sem hetja sögunnar og gera úti um hryðjuverkamennina. Reyndar held ég ekki að forsetinn hafi sjálfur minnstu glóru um hvernig hann ætli að ná því takmarki! 

M


Gibson, "fréttamaður" Fox neitar að bakka með að Obama sé hryðjuverkamaður

MadrassaUm daginn flutti Insight mag "frétt" þess efnis að Barack Obama hefði verið í einhverskonar múslimskum heilaþvottaskóla þegar hann var barn. Fréttin var byggð á nafnlausum heimildarmönnum og getgátum, en niðurstaðan var samt krassandi. Fox, sem þykist vera "fréttastöð" greip þessa frétt auðvitað og fjallaði í löngu máli um madrassavist Obama.

En svo fór CNN á stúfana og gerði það sem fréttamenn eiga að gera: athuga sannleiksgildi þeirra frétta sem þeir flytja, frekar en að hafa eftir sögusagnir úr öðrum fjölmiðlum. John Gibson, einn þeirra sem glöddust hvað mest yfir því að hafa einhverskonar afsökun fyrir því að ásaka Barack Obama um að vera á mála hjá múslimskum öfgamönnum, neitar hins vegar að viðurkenna aðh hann hafi haft á röngu að standa. Í útvarpsþætti sínum (Gibson, eins og aðrar stjörnur Fox, er nefnilega lika með útvarpsþátt) gerði lítið úr fréttamennsku CNN, og lét í veðri vaka að fréttamaður þeirra hefði vísvitandi hylmt yfir hverskonar stofnun þessi skóli "raunverulega" væri, og hefði sennilega sjálfur verið heilaþveginn þar!

GIBSON [W]hat did they see when they went to the madrassa where Barack Obama went to school? ...  Playing volleyball, right. They didn’t see them in any terrorist training camps?... No. Um, but they probably didn’t show them in their little lessons where they’re bobbing their heads and memorizing the Koran.

M

 


Michelle Bachmann króar Bush af fyrir smá presidential kelerí...

Bachmann og BushÞetta var aðalsagan allan liðlangann daginn í gær! Michelle Bachmann, sem er einn af þingmönnum repúblíkana fyrir Minnesota, króaði George Bush af eftir að ræðunni lauk í gær, greip í hann og sleppti ekki takinu fyrr en hún var búin að fá smá action frá leiðtoga hins frjálsa heims...

Í kjölfar SOTU ræðu forsetans í gær gekk hann um þingsalinn og gaf stuðningsmönnum sínum eiginhandaráritanir og vínkaði sumum - svona eins og alvöru rokkstjarna! Heitustu stuðningsmenn forsetans fengu handaband, eða klapp á öxlina og stutt orðaskipti. Þetta var eiginlega skemmtilegasti hluti ræðunnar! Jack Kingston stóð aftarlega í þvögunni og veifaði til forsetans að hann vildi eiginhandaráritun, sem forsetinn krafsaði handa Jack "þriggja daga vinnuvika er fullnóg" Kingston. Chris Matthews, eða hver það nú var sem ég var að horfa á, útskýrði að forsetinn notaði sína frægu "Sharpie" penna við þessa eiginhandaáritunagjöf, sem er fastur viðburður að lokinni þessari árlegu stefnuræðu.

Michelle Bachmann var mætt þarna (og Katherine Harris - fyrrverandi þingkona Flórída sem var secretary of state í Flórída þegar "kosningavandræði" tryggðu Bush forsetaembættið í nóvember 2000). Bachmann náði athygli forsetans, sem skrifaði "Go Broncos! Go Team!" eða eitthvað álíka í dagskrána hennar, og ætlaði að snúa sér að öðrum repúblíkönum sem Hvíta Húsið er að reyna að halda á flokkslínu þessa dagana. En Bachmann var ekki sátt við að fá bara eiginhandaráritun. Hún vildi að forsetinn talaði við sig! Andskotinn hafi það! Hún hafði unnið kosningar útí á frosinni steppunni í Miðvesturríkjunum og var sannfærð um að ef hún bara gæfist ekki upp gæti hún líka náð nokkrum þakkarorðum upp úr forsetanum. Og kannski líka koss?

Bachmann vildi meira, svo hún greip í öxlina á forsetanum, sem var að reyna að halda leiðar sinnar - og hún hélt fast í Bush þar til hann loksins fattaði að hann yrði líka að kyssa hana áður en hún sleppti af honum takinu! Bachmann hélt forsetanum föngnum í heilar 30 sekúndur, sem sérfræðingar í "presidential etiquette" sem National Public Radio talaði við segja að sé mjög vafasamt athæfi. Það þykja víst ekki góðir mannasiðir að snerta forsetann, hvað þá að halda í hann! Samkvæmt KSTP, sem er lókal ABC sjónvarpsstöð okkar Minneapolisbúa, fóru samskipti Bachmann og Bush þannig fram:

Newly-elected Congresswoman Michele Bachmann got quite a bit of face time with President Bush after his State of the Union Speech Tuesday night.

While the President was signing autographs for members of Congress after the speech, the sixth-district Republican put her hand on Bush's shoulder. However, it wasn't just a tap. After he signed an autograph for her, Bachmann grabbed the president and did not let go for almost 30 seconds.

After signing the autograph for Bachmann, the president turns away, but Bachmann doesn't let go. In fact, the video shows her reaching out to get a better grip on him.

Bush then leans over to kiss another congresswoman, but Bachmann is still holding on. Bachmann then gets more attention, a kiss and an embrace from the president. A few seconds later, Bachmann's hand finally comes off the presidential shoulder.

Bachmann er kona sem fer sínu fram - og fær það sem hún vill! Það er hægt að sjá upptöku af samskiptum Bachmann og Bush á heimasíðu KSTP. Fréttaskýrendur og nokkurveginn allir liberal bloggarar Bandaríkjanna hafa verið á báðum áttum hvort Bachmann hafi verið réttu megin við velsæmismörk þegar hún "greip" í forsetann og "hélt" honum þar til hann hafði þýðst hana!

Ég veit ekki hvort skiptir meira máli í áhuga fréttaskyrenda á þessu kossaflangsi forsetans og Bachmann að:

  • a) Bachmann sé bæði falleg og glæsileg, (sumir segja "hot") og kannski dálítið próvókerandi - svona á miðvesturríkjamáta í það minnsta - hún mætti í sjónvarpsviðtal á TPT, Twin Cities Public Television, sem er "gullstandard" púkalegrar en yfigengilega hástemmdrar pólítískrar fréttamennsku og stjórnmálaumræðu í Miðvesturríkjunum, íklædd uppreimuðum sandölum, í stuttum kjól og með meiriháttar brjálaða túberingu, sem heitir líka "Texas hair" - klæðaburður sem þykir mjög próvókerandi í liberal kreðsum í Minnesota. Minnesota er nefnilega fylki sem kýs sósíalíska háskólaprófessora í flauelisjökkum í öldungadeildina - samanber Paul Wellstone! Eða,
  • b) hún er það sem sumir kalla "Jesus-freak". Bachmann var einn háværasti talsmaður evangelista á Minnesotaþingi, og rekur einhverskonar barnabúgarð fyrir norðan tvíburaborgirnar... því hún og eiginmaður hennar eiga saman fimm börn, og hafa ættleitt allt í allt 23 önnur!

Aðrir hafa bent á að það sé reyndar dálítið grunsamlegt hversu spennt Bachmann sé fyrir forsetanum, því auk þess að hafa vera linnulausa baráttu fyrir fjölskyldugildum hefur Bachmann líka verið einn af eldheitustu stuðningsmönnum forsetans í Minnesotafylki. Fréttatilkynning sem Bachmann sendi frá sér í kjölfar heimsóknar forsetans til fylkisins í ágúst í fyrra vakti töluverða athygli, enda stórskemmtileg lesning!

Fréttatilkynningin segir semsagt í smáatriðum frá bílferð Bachmann og forsetans. Bachmann var samferða forsetanum í einhvern fjáröflunarmálsverð, og svo er ákveðið að stoppa ísbúð í Wayzata til að kaupa ís handa mannskapnum!

I have never been in the Presidential limousine before so I was a little unsure what to do when the limousine stopped at the custard stand. I wasn't sure if I should exit with the President or get out of my side of the car. Karl Rove told me I would exit out the door on my side after The President steps out and someone would open the door for me. I could not believe I was discussing what flavor of custard to order with the President of the United States! ...

As we were driving, President Bush was constantly waving to people along the streets. I was struck by the humility he has towards his role as President of the United States. He enjoys connecting with people, even ever so briefly, and having them feel they have made contact with the President of the United States. I turned around and looked out the back window. The expressions on people's faces were priceless. They were just ecstatic when they realized The President had just waved at them.

M


Og næst á dagskrá: Jim Webb svarar ræðu forsetans

Jim WebbOk - forsetinn var rétt í þessu að klára ræðuna, og á leiðinni út þurfti hann að skrifa eiginhandaráritanir fyrir herskara af senatorum. Það var eiginlega skemmtilegasti partur sjónvarpsútsendingarinnar. Og núna var Webb að byrja andsvar Demokrata! Byrjar vel... AmericaBlog er með allan teksta ræðu Webb. Hann byrjar vel...

It would not be possible in this short amount of time to actually rebut the President's message, nor would it be useful. Let me simply say that we in the Democratic Party hope that this administration is serious about improving education and healthcare for all Americans, and addressing such domestic priorities as restoring the vitality of New Orleans.

Further, this is the seventh time the President has mentioned energy independence in his state of the union message, but for the first time this exchange is taking place in a Congress led by the Democratic Party. We are looking for affirmative solutions that will strengthen our nation by freeing us from our dependence on foreign oil, and spurring a wave of entrepreneurial growth in the form of alternate energy programs. We look forward to working with the President and his party to bring about these changes.

Og Webb hefur líka áhyggjur af millistéttinni og launafólki:

When one looks at the health of our economy, it's almost as if we are living in two different countries. Some say that things have never been better. The stock market is at an all-time high, and so are corporate profits. But these benefits are not being fairly shared. When I graduated from college, the average corporate CEO made 20 times what the average worker did; today, it's nearly 400 times. In other words, it takes the average worker more than a year to make the money that his or her boss makes in one day.

Webb bendir líka á hið augljósa:

The President took us into this war recklessly. He disregarded warnings from the national security adviser during the first Gulf War, the chief of staff of the army, two former commanding generals of the Central Command, whose jurisdiction includes Iraq, the director of operations on the Joint Chiefs of Staff, and many, many others with great integrity and long experience in national security affairs. We are now, as a nation, held hostage to the predictable – and predicted – disarray that has followed.

The war's costs to our nation have been staggering.
Financially.
The damage to our reputation around the world.
The lost opportunities to defeat the forces of international terrorism.
And especially the precious blood of our citizens who have stepped forward to serve.

The majority of the nation no longer supports the way this war is being fought; nor does the majority of our military. We need a new direction. Not one step back from the war against international terrorism. Not a precipitous withdrawal that ignores the possibility of further chaos. But an immediate shift toward strong regionally-based diplomacy, a policy that takes our soldiers off the streets of Iraq's cities, and a formula that will in short order allow our combat forces to leave Iraq.

Og nokkuð góður endir líka!

As I look at Iraq, I recall the words of former general and soon-to-be President Dwight Eisenhower during the dark days of the Korean War, which had fallen into a bloody stalemate. "When comes the end?" asked the General who had commanded our forces in Europe during World War Two. And as soon as he became President, he brought the Korean War to an end.

These Presidents took the right kind of action, for the benefit of the American people and for the health of our relations around the world. Tonight we are calling on this President to take similar action, in both areas. If he does, we will join him. If he does not, we will be showing him the way.

Thank you for listening. And God bless America.

M

Update: Chris Matthews á NBC hélt því fram að andsvar Webb hefði verið "sterkara" en ræða forsetans: "...this was perhaps for the first time since Ed Muskie delivered the Democratic adress in 1970, that the opposition response was stronger than the Presidents own state of the union address..." Þess er skemst að minnast að árið 1970 var Richard Mihlouse Nixon forseti Bandaríkjanna, og að vinsældir Bush núna eru jafn litlar og vinsældir Nixon þegar hann þurfti að segja af sér í kjölfar Watergate!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband