mán. 16.4.2007
Bush og nýstofnað "stríðskeisara" embætti Hvíta Hússins
Seinasta útspil Hvíta Hússins í ævintýralegri sigurgöngu þeirra í Írak er að stofna embætti stríðskeisara, eða "War Czar". Hugmyndin er sú að það vanti einhvern sem geti stýrt öllum stríðsrekstri Bandaríkjanna í bæði Afghanistan og Írak. The Daily Show hefur sennilega gert þessu máli öllu best skil (það er hægt að horfa á upptöku af umfjöllun Jon Stewart og Jon Oliver á Raw Story:
So there you have it, folks: five years into the global war on terror, the President believes it is now time for someone to be in charge of it.
Af lestri bloggsíðna og fréttaskýringa virðist sem þessi skoðun sé nokkuð ríkjandi, og ef stríðskeisaraembættið átti að vera PR-stunt þá hefur það líklega misheppnast. En þessi frétt er mjög merkileg, fyrir nokkurra hluta sakir, og óþarfi að afskrifa þessa hugmynd alveg strax. Það er af nógu að taka: af hverju her "keisara"? og hvað varð um embættið "commander in chief"? Gerir stjórnarskráin ekki líka ráð fyrir embætti sem hefði endanlegt úrskurðarvald og gæti sætt deilur milli ráðuneyta og samræmt störf þeirra? Mig minnir að það sé meira að segja haldnar kosningar á fjögurra ára fresti til þessa embættis?
Það sem hefur þó vakið mesta athygli er að forsetanum hefur ekki tekist að finna neinn til að taka þetta starf að sér. Það er ekki á hverjum degi sem jafn háttsettar stöður eru stofnaðar og enginn vill fá heiðurinn af því fá keisaratitil. Fred Kaplan á Slate:
Let's be clear about the significance of these refusals. Generals do not become generals by being demure. They are, as a rule, confident, opinionated, and in many cases, arrogant. Retired generals like to talk with other retired generals about how they would handle one foul-up or another if they were still in command.
In other words, if some retired generals out there had a great idea about how to solve the mess in Iraq, and if the president offered them the authority to do what they wanted to do, few of them would hesitate to step up and take charge.
The fact that Bush has found no takers suggests one of three possibilities: The generals don't have any great ideas; they don't believe they'd really be given carte blanche; or, most likely, to some degree, both.
Kaplan bendir á að þessi herkeisari Bush sé ekki fyrsta keisaraembættið sem bandaríkjaforsetar hafa stofnað til að takast á við erfið vandamál. Frægastur er auðvitað eiturlyfjakeisaraembættið sem Ronald Reagan stofnaði - og það þarf sennilega ekki að segja mikið um hversu árangursríkt það embætti hefur reynst. Ef vandamálið er óleysanlegt er augljóst að það breytir engu hvort skipaður er "keisari" til að leysa það, og eins og Kaplan bendir á, þessi "czar" embætti öll hefur skort vald eða umboð til að móta stefnu - hlutverk þeirra er að samræma störf annarra stofnana svo hún samræmist betur stefnu stjórnarinnar:
...they're not given the power to set policy. If the president doesn't have a sound policy, the most efficient coordinator can't solve anything important.
Þeir herforingjar sem stjórnin hefur leitað til fram til þessa virðast allir vera þeirrar skoðunar að það sé ekkert sem þeir geti gert til að leysa ástandið í Írak. Best þekktur þeirra herforingja sem hefur hafnað tilboði forsetans er John Sheehan, en hann skrifar langa grein í Washington Post í dag. Útskýringar hans eru merkilegar m.a. vegna þess að þær veita innsýn í hvernig hæst settu og reyndustu herforingjar Bandaríkjanna upplifa stríðsrekstur þeirra Bush, Cheney og Rumsfeld.
... after thoughtful discussions with people both in and outside of this administration, I concluded that the current Washington decision-making process lacks a linkage to a broader view of the region and how the parts fit together strategically. We got it right during the early days of Afghanistan and then lost focus. We have never gotten it right in Iraq. For these reasons, I asked not to be considered for this important White House position. These huge shortcomings are not going to be resolved by the assignment of an additional individual to the White House staff. They need to be addressed before an implementation manager is brought on board.
Sheehan segir vandann liggja í því að forsetinn og stjórnin hafi enga heildstæða strategíu eða sýn varðandi Írak eða Mið-Austurlönd, og ólík markmið stjórnarinnar stönguðust á:
What I found in discussions with current and former members of this administration is that there is no agreed-upon strategic view of the Iraq problem or the region.
... Simply put, where does Iraq fit in a larger regional context? The United States has and will continue to have strategic interests in the greater Middle East well after the Iraq crisis is resolved and, as a matter of national interest, will maintain forces in the region in some form. The Iraq invasion has created a real and existential crisis for nearly all Middle Eastern countries and created divisions among our traditional European allies, making cooperation on other issues more difficult. In the case of Iran, we have allowed Tehran to develop more policy options and tools than it had a few years ago. Iran is an ideological and destabilizing threat to its neighbors and, more important, to U.S. interests.
Möo: Forsetinn hefur ekki haft heildstæða utanríkisstefnu eða strategíu í Írak, og Sheehan gagnrýnir stjórnina fyrir að hafa breitt yfir þetta með því að slá um sig með frösum og klisjum:
The day-to-day work of the White House implementation manager overseeing Iraq and Afghanistan would require a great deal of emotional and intellectual energy resolving critical resource issues in a bureaucracy that, to date, has not functioned well. Activities such as the current surge operations should fit into an overall strategic framework. There has to be linkage between short-term operations and strategic objectives that represent long-term U.S. and regional interests, such as assured access to energy resources and support for stable, Western-oriented countries. These interests will require a serious dialogue and partnership with countries that live in an increasingly dangerous neighborhood. We cannot "shorthand" this issue with concepts such as the "democratization of the region" or the constant refrain by a small but powerful group that we are going to "win," even as "victory" is not defined or is frequently redefined.
Grundvallarvandamál Bush stjórnarinnar, í þessu, líkt og öllu öðru, virðist vera að forsetinn heldur að starf sitt sé pólítík - en ekki að stjórna stóru ríki og leysa vandamál. Pólítíkusar slá um sig með frösum og slagorðum meðan þeir eru að sækjast eftir atkvæðum almennings. Það er hægt að vinna kosningar og ræðukeppnir með því að kunna að raða saman slagorðum og frösum og snúa út úr fyrir andstæðingunum. En það er ekki hægt að sigra stríð með slagorðum og útúrsnúningum - og það er ekki hægt að stjórna löndum með PR einu saman.
M
Meginflokkur: Írak | Aukaflokkar: Bush, lönd sem heita "stan", Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.