Flokkurinn og ríkið - alríkissaksóknarar voru flokkaðir eftir því hvort þeir voru "loyal Bushies"

Gonzales og FlokkurinnUm daginn fengu fjölmiðlar og almenningur aðgang að tölvupóstsendingum sem sýndu aðdraganda þess að Alberto Gonzales rak 8 alríkissaksóknara fyrir engar sakir aðrar en að þeir höfðu ekki reynst nógu auðsveipir flokknum og forsetanum. Og það eru ekki ýkjur. Tölvupósturinn sýnir að starfsmenn hvíta hússins hafi byrjað að undirbúa saksóknarahreinsanirnar haustið 2005. Grundvöllur þessara hreinsana var listi sem Karl Rove og Harriet Miers, ásamt Kyle Simpson starfsmannastjóra Gonzales, virðast hafa samið, en á honum voru ríkissaksóknarar flokkaðir eftir því hvort þeir hefðu sýnt "hollustu" eða ekki. Skv Washington Post:

Sampson sent an e-mail to Miers in March 2005 that ranked all 93 U.S. attorneys. Strong performers "exhibited loyalty" to the administration; low performers were "weak U.S. attorneys who have been ineffectual managers and prosecutors, chafed against Administration initiatives, etc." A third group merited no opinion.

At least a dozen prosecutors were on a "target list" to be fired at one time or another, the e-mails show.

Fyrir utan að það sé óheyrt að forsetar séu að reka ríkissaksóknara í stórum stíl í seinna kjörtímabili sínu, að forsendur þess að þeir eru reknir séu vægast sagt grunsamlegar, og að það sé í hæsta máta óeðlilegt að flokka ríkissaksóknara eftir því hvort þeir sýni "hollustu" - frekar en hvort þeir sinni starfi sínu -  eru tvö atriði sem koma upp í þessu máli. Annarsvegar er það alríkið og hins vegar flokkurinn.

Síðan árslok 2005 hefur forsetinn nefnilega heimild í lögum (The Patriot Act) til að skipa saksóknara án þess að leita eftir samþykki þingsins. Áður fyrr þurfti forsetinn að leyfa þingmönnum að segja skoðun sína á skipun saksóknara. Fyrir vikið var tryggt að þingmenn og almenningur gætu spurt forsetann hvort hann væri að tilnefna hæfa eða vanhæfa menn. En þessi forseti kærir sig ekki um að útskýra eitt né neitt fyrir einum né neinum. Sérstaklega ekki fulltrúum kjósenda.

En þetta er ekki bara spurning um flutning valds frá öldungadeildinni til alríkisins - því svo virðist sem starfsmenn Hvíta Hússins geri sér ekki alveg ljóst hvar skilin á milli flokksins og ríkisins liggi. Sumar af tölvupóstsendingum Hvíta Hússins vegna brottrekstrar saksóknaranna komu nefnilega ekki frá póstföngum Hvíta Hússins, heldur póstföngum repúblíkanaflokksins. Skv Washington Post:

One curious aspect of yesterday's document dump is that it shows e-mails from J. Scott Jennings, who is Karl Rove's deputy at the White House, coming from an e-mail address at gwb43.com -- a domain owned by the Republican National Committee.

It makes some sense that White House officials might have and use such accounts when they conduct party business, rather than White House business. But the distinction between party and government business seems to have been forgotten here -- which I guess is exactly the point.

Út af fyrir sig er það kannski ekki mjög merkilegt að einhverjir skrifstofudrengir skuli ekki skilja að þeir séu í vinnu hjá ríkinu, en ekki flokknum. Ástæða þess að bloggarar hér vestra hafa orðið mjög æstir yfir þessu er auðvitað að þetta virðist hluti mun stærra og alvarlegra mynsturs, þ.e. Bush og ríkisstjórn hans virðist ekki skilja að það á að gera greinarmun á þessu tvennu, ríkinu og flokknum.

Þetta mál snýst nefnilega ekki um hægri eða vinstri, eða eitthvað ólógískt Bush hatur. Þetta mál snýst um að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna skipulagði pólítíska hreinsun

Og tölvupóstsendingarnar sanna þetta atriði. ABC News (sem getur ekki talist til "the liberal media") fjallaði um hlut Karl Rove í þessu máli, og fjallaði meðal annars um tölvupóst sem bar titilinn "RE: Questions from Karl Rove" (Dómsmálaráðuneytið hefur gefið aðgang að þessu skjali - það er hægt að lesa það á TPM). Þar er talað um "performance evaluations", og að það þurfi að reka um 15-20% saksóknaranna, það sé í lagi með afganginn, og svo strax á eftir kemur þessi gullmoli:

80-85 percent, I would guess, are doing a great job, are loyal Bushies, etc.

Svona vinnubrögð eru óverjandi.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband