Fyrrverandi yfirmaður Bandaríkjahers í Írak: stríðið er tapað

Bush og Sanchez, sem íranirnir halda að sé aðstoðarkeisari í BandaríkjunumLt. Gen. Ricardo Sanchez, sem stýrði bandaríkjaher í Írak fyrsta árið eftir fall Baghdad lét þessi ummæli í viðtali við dagblaðið San Antonio Express News í Texas að stríðið í Írak væri svo gott sem tapað, og að það besta sem Bandaríkjamenn gætu gert sér vonir um núna væri að "stave off defeat"

I think if we do the right things politically and economically with the right Iraqi leadership we could still salvage at least a stalemate, if you will — not a stalemate but at least stave off defeat,” Sanchez told the San Antonio Express-News. “It’s also kind of important for us to answer the question, ‘What is victory?’, and at this point I’m not sure America really knows what victory is.” ...

Sanchez, in his first interview since his career ended last year, is the highest-ranking former military leader yet to suggest the Bush administration fell short in Iraq. Retired Army Maj. Gen. John Batiste, who led the 1st Infantry Division in Iraq, appeared in a TV spot accusing the president of pursuing "a failed strategy that is breaking our great Army."

Sanchez, 56, who retired to San Antonio after his stint as commander of U.S. and coalition troops in Iraq, demurred when he was asked about blame.

"I'm not going to answer that question," he said. "That's something I am still struggling with and it's not about blame because there's nobody out there that is intentionally trying to screw things up for our country.  ....

En þó herforinginn telji kannski ekki að leiðtogar hersins eða þjóðarinnar séu viljandi að reyna að tapa stríðinu er hann ekki í nokkrum vafa um að leiðtogalið þjóðarinnar hafi brugðist:

"I am absolutely convinced that America has a crisis in leadership at this time and we've got to do whatever we can to help the next generation of leaders do better than we have done over the past five years," Sanchez said, "better than what this cohort of political and military leaders have done."

Síðan þá hefur AFP fréttastofan einnig flutt þessa frétt, en enn sem komð er hafa engar af stóru fréttastofunum hér vestra pikkað fréttina upp. En ein fyrsta fréttastofan til að taka eftir þessari frétt var Alalam í Íran, sem gladdist auðvitað yfir þessum fréttum, og lýsti því yfir að "Stríðskeisari Hins Mikla Satan hefði gefist upp":

US War Czar: Victory Impossible

...The man who led occupation forces in Iraq during the first year of the invasion says the US can forget about winning the war.

Og svo talaði frétt Alalam um Abu Ghraib. Það er vissulega rétt að hryllingurinn í Abu Ghraib átti sér stað meðan Sanchez stýrði Bandaríska hernum í Írak - og hann ber því ábyrgð á þeirri viðurstyggð, en seinast þegar ég athugaði var hann ekki "keisari". Herkeisari Bandaríkjanna er Douglas Lute. Það er skemmtilegt að hugsa til þess hversu mikið utanríkisstefna Bush og innrásin í Írak hafa gert til að vinna að framgangi lýðræðis í Mið Austurlöndum, nú, og bæta ímynd Bandaríkjanna. Stuðningsmenn stríðsins geta áræðanlega sannfært sjálfa sig um að yfirlýsingar Sanchez séu vatn á myllu Írana og annarra ólýðræðislegra ríkisstjórna Mið Austurlanda - en raunverulegu sökudólgarnir eru auðvitað þeir menn sem, gegn ráðgjöf allra sem eitthvað vissu, ákváðu engu að síður að steypa Bandaríkjunum út í þetta fáviskulega stríð.

Í skyldum fréttum: New York Times greindi fra því í morgun að samkvæmt mati yfirmanna bandaríkjahers í Baghdad hafi "the surge" ekki náð tilætluðum árangri - bandaríkjaher ráði varla við ástandið í einum þriðja borgarinnar! Herinn reynir ekki einu sinni að stilla til friðar tveimur þriðju hlutum Baghdad... Ég held að það geti varla talist annað en algjör ósigur.

M

Update:

Ég er búinn að vera að fylgjast með fjölmiðlum í dag, en hef ekki getað séð að það hafi neinn fjallað um þessa frétt. Það getur verið að mér hafi yfirsést eitthvað, en mér finnst skrýtið að engir af stóru amerísku fjölmiðlunum hafi séð ástæðu til þess að nefna að fyrrverandi æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Írak - sem stýrði hernum fyrsta ár hernámsins, sem er um leið hæst setti herforingi sem hefur gagnrýnt stríðsreksturinn til þessa - skuli koma og segja að stríðið sé tapað! Einhvernveginn fannst mér þetta nú samt fréttnæmt.

Eini blaðamaðurinn sem ég get séð að hafi nefnt þetta (fyrir utan bloggara) er Keith Olberman á MSNBC sem fjallaði um ummæli Sanchez í þætti sínum Countdown í gærkvöld. Aðalatriðið er að Bush og Hvíta Húsið geta varla haldið mikið lengur áfram að neita að horfast í augu við raunveruleikann: þetta djöfulsins stríð þeirra er tapað - og það er engum nema þeim, og skorti þeirra á forsjá og leiðtogahæfileikum að kenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband