Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Freedom Fries?

Hvað eru “Freedom fries”? Frelsis franskar eru sennilega ein furðulegasta menningarafurð Bandaríkjanna, seinustu sex árin.

Forsaga málsins er að fyrir nokkrum árum var gerð innrás í land fyrir botni Persaflóa. Það er of langt mál að fara út í ástæður þessarar innrásar, og þó ég hafi reynt að átta mig á þeim, er mér enn hulin ráðgáta af hverju þessari innrás var hrundið af stað. Og það er ekki af einhverju “Bush hatri” eða vænisjúkri vinstrimennsku: Ég hef enn ekki heyrt neina skýringu sem ég trúi. Hvorki frá “vinstrimönnum” eða “hægrimönnum”. En ef marka má fréttir undanfarinna ára hafði þessi innrás með “frelsi” að gera. Það eina sem ég veit um þetta stríð er að það virðist vera að ganga hörmulega ílla, og að öllu sæmilega skynsömu fólki var það fullljóst nánast frá fyrstu stundu að það væri glapræði.

Því miður höfðu allt of fáir kjark í sér til að segja þetta, nú, eða það er of lítið af sæmilega skynsömu fólki í veröldinni og of mikið af fólki sem er tilbúið til að láta glepjast af áróðri fyrir glórulaus stríð. Því fór það svo að fjöldi demokrata greiddi atkvæði með innrásinni - og fjöldi annars sæmilega friðsamra smáríkja kaus að gerast meðlimir í “The Coalition of the Willing”. Mikill meirihluti Bandarísku þjóðarinnar studdi einnig innrásina. Með þessum stuðningi gerði George W. Bush síðan innrás í Írak. Nærri fjórum árum seinna virðast Bandaríkin vera búin að tapa þessu stríði, Bush mælist næst óvinsælasti forseti í sögu Bandaríkjanna (samkvæmt könnun Newsweek mælist Bush með stuðning aðeins 26% kjósenda - það hefur enginn forseti annar en Nixon mælst með jafn lítið fylgi...) “The Coalition of the Willing” er nokkurnveginn horfið, því flest öll lönd sem sendu hermenn til Írak hafa dregið herlið sitt til baka - meira að segja Bretar hafa dregið niður herstyrk sinn.

En meðan stríðið var ennþá vinsælt rann eldheit þjóðernisbylgja um Bandaríkin:...

Lesa afganginn á nýjum heimkynnum Freedom Fries: Eyjunni.is


Sönnun þess að demokratar hati "the troops": Vilja veita kanadíska hernum betri heilbrigðisþjónustu

Bloggarar hafa verið að skemmta sér yfir stórfurðulegum mistökum vefsíðuhöfunda heimasíðu Nancy Pelosi. Pelosi lýsir því þar yfir að hún og flokkurinn ætli að berjast fyrir rausnarlegum fjárveitingum til handa hersjúkrahúsum, svo hermenn sem snúa heim frá Írak njóti sómasamlegrar heilbrigðisþjónustu. (Ekki veitir af, miðað við fréttir af Walter Reed). Og með þessu hetjulega loforði fylgdi frétt af einhverri ungri herkonu að tala við greindarlegan og föðurlegan mann í hvítum slopp, með hlustunarpípu, sem segir okkur að hann sé læknir.

Eina vandamálið er að sé myndin skoðuð grannt sést að á öxl konunnar stendur "Canada" - og þeir sem eru vel að sér í Kanadískum fræðum segja að þetta sé Kanadískur einkennisbúningur!

Pelosi, eins og allir vinstrimenn, hatar Bandaríkin, er á mála hjá sósíalistunum norðan landamæranna

Það besta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vefsíðuhöfundar Demokrataflokksins birta myndir af Kanadískum hermönnum í auglýsingum sem eiga að sanna hversu miklar áhyggjur demokratar hafa af "our men and women in uniform". Michelle Malkin, sem skrifar er eina af víðlesnustu hægribloggsíðunum í Bandaríkjunum svipti (með hjálp Little Green Footballs) t.d. hulunni af álíka fáránlegu máli fyrir seinustu kosningar.

 


Eru demokratar og repúblíkanar sekir um 'samskonar' öfgar?

Beck spyr Keith Ellison, þingmann demokrata frá Minnesota, fyrsta múslima á Bandaríkjaþingi hvort hann sé hryðjuverkamaður og hvort honum sé treystandi...!Því heyrist oft fleygt að demokratar og repúblíkanar séu einhvernveginn "eins" og að það séu "samskonar" öfgar beggja vegna. Þegar vinstrimenn benda á Ann Coulter benda hægrimenn á Bill Maher, þegar vinstrimenn benda á Michael Savage benda hægrimenn á Michael Moore. Eini vandinn við þetta er að fjölmiðlafígúrur repúblíkana eru alls ekki "eins og" fjölmiðlafígúrur vinstrimanna - eins og fram kom í þætti Glenn Beck á CNN í gærkvöld. Beck er þekktur fyrir öfgakenndar hugmyndir sínar og skort á smekkvísi, en í gær held ég að hann hljóti að hafa náð áður óþekktum lægðum.

Beck fékk Michael Graham sem er fyrrverandi ráðgjafi Repúblíkanaflokksins og útvarpsmaður voru að ræða nýjustu auglýsingu Hillary Clinton, en sú er byggð á lokasenu Sopranos þáttanna. Aðdáendur Sopranos hafa deilt um hvað þessi lokasena eigi að þýða en henni lýkur einhvernveginn án þess að neinn botn fáist í neitt - og margir virðast hallast að því að Tony Soprano sé myrtur í lok senunnar: það er allt í einu klippt í svart, sem á þá að tákna dauðann.

Graham virtist vera þessarar skoðunar og spurði Beck hvort það hefði ekki verið "æðislegt" ef Clintonhjónin hefðu verið myrt í myndskeiðinu

Seriously, Glenn, didn’t you at one point want to see, like, Paulie Walnuts or someone come in and just whack them both right there. Wouldn’t that have been great?

Beck brosti sínu breiðasta, en þar sem það þykir ósmekklegt að láta sig dreyma um að myrða fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðendur sagðist Beck ekki hafa viljað sjá það. Graham svaraði: "C’mon. … I wanted that." Það er hægt að horfa á upptöku af þessum orðaskiptum á Think Progress.

Beck hefur áður talað um að sig langaði til að myrða Michael Moore. Það er hægt að hlusta á upptöku af Beck dreyma um morð á Media Matters:

Hang on, let me just tell you what I'm thinking. I'm thinking about killing Michael Moore, and I'm wondering if I could kill him myself, or if I would need to hire somebody to do it. No, I think I could. I think he could be looking me in the eye, you know, and I could just be choking the life out -- is this wrong? I stopped wearing my What Would Jesus -- band -- Do, and I've lost all sense of right and wrong now. I used to be able to say, "Yeah, I'd kill Michael Moore," and then I'd see the little band: What Would Jesus Do? And then I'd realize, "Oh, you wouldn't kill Michael Moore. Or at least you wouldn't choke him to death." And you know, well, I'm not sure.

Nei, kannski myndi Jesú ekki vilja leggja blessun sína yfir morð. Kannski. Glenn Beck er ekki alveg viss. 

Ég skal viðurkenna að það eru ábyggilega til vinstrimenn í Bandaríkjunum sem dreymir um að myrða pólítíska andstæðinga sína - eða kvikmyndagerðarmenn sem þeim líkar ílla við - en ég get ekki munað eftir því að hafa nokkurntímann heyrt stungið upp á því opinberlega. Cindy Sheehan er eina undantekningin - en það eru allir, líka vinstrimenn, sammála um að hún er coocoo, og á samúð skylda. Sonur hennar dó í Írak, og það skýrir kannski eitthvað - en hvaða afsökun hefur Glenn Beck? Þess utan er hún ekki með daglegan sjónvarpsþátt á einni stærstu kapalfréttastöð Bandaríkjanna. Michelle Malkin, sem sjálf hefur skrifað greinar þar sem hún ver 'racial profiling' og ákvörðun Bandaríkjastjórnar í fyrri heimsstyrjöldinni að loka alla Bandaríkjamenn af japönskum uppruna í fangabúðum, skrifaði um Sheehan á Townhall:

On the fifth anniversary week of the September 11 attacks, the anger of entertainment industry liberals and anti-war zealots is directed not at Islamic terrorists telling us to convert or die. ...

No, their thoughts are not focused on killing jihadists. Their dreams lie with killing George W. Bush. The mainstreaming of presidential assassination chic is on.

In her new book, "Peace Mom," Cindy Sheehan confesses on page 29 that she has imagined going back in time and killing the infant George W. Bush in order to prevent the Iraq War.

Malkin gat ekki haldið aftur af vandæltingunni, og notaði tækifærið til að halda því fram að allir vinstrimenn væru einhverskonar vitfirringar. Auðvitað er augljóst að Sheehan er ekki með öllum mjalla - og þessir furðulegu draumórar hennar um að myrða Bush sem kornabarn voru það sem fyllti mælinn fyrir nánast alla vinstrimenn sem höfðu haft samúð með Sheehan og stutt hana í baráttu sinni gegn Bush. Sheehan hefur síðan horfið úr sviðsljósinu, enda kærir enginn sig um að vera bendlaður við fólk sem dreymir um að myrða (eða horfa á) sitjandi eða fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Eða hvað?

Meðan menn eins og Glenn Beck tala í fjölmiðlum um að myrða pólítíska andstæðinga finnst mér nokkuð augljóst hvor hliðin hefur gengið lengra í að pólarísera eða draga stjórnmálaumræðuna í Bandaríkjunum niður í svaðið.

M


Walter Reed enn í fréttum: Öryggisverðir í skotbardaga, við hvorn annan!

Bush heimsækir hermenn á Walter ReedÍ gærkvöld bárust fréttir af skotbardaga fyrir utan Walter Reed herspítalann - en sá spítali virðist vera eitt af fordyrum helvítis (sjá fyrri færslur mínar um Walter Reed frá því áðan, og svo hér og hér):

WASHINGTON -- An armed security guard fired at least 10 shots at another guard during an argument outside a busy entrance to Walter Reed Army Medical Center early Wednesday, police said. No one was hurt.

"This was rush hour on a busy thoroughfare. There were cars and pedestrians in the line of fire," said police Cmdr. Hilton Burton. At least two parked cars across the street were hit.

Öryggisvörðurinn skaut alls tíu skotum að einum af samstarfsmönnum sínum: 

The guard who was fired upon ran to a nearby house to call police. The other guard, Dwan Thigpen, 34, of Fort Washington, Md., was arrested and charged with assault with intent to murder. He was scheduled to appear in court Thursday, police said. Police and jail officials did not know whether Thigpen had an attorney.

Öryggisverðirnir vinna fyrir eitt af verktakafyrirtækjunum sem hafa tekið að sér að endurskapa á Walter Reed alla ömurðina og hörmungarnar sem hermennirnir eiga að venjast frá Írak. Yfirmenn Walter Reed hafa líklega sest á fund og ákveðið að sjúklingarnir söknuðu kaotískra og óvæntra skotbardaga?

The guards worked for Vance Federal Security Services, said Joe Gavaghan, a spokesman for the company, which contracts with Walter Reed. Vance is "cooperating with authorities investigating this incident," said Gavaghan, adding that the company could not provide additional details.

Við bíðum spennt: Næst á dagskrá er sennilega að einkarekið holræsakerfi Walter Reed springi svo saur og klóak flæði um ganga, líkt og í spítölum og lögreglustöðvum sem verktakafyrirtæki á vegum bandaríkjahers hafa byggt í Írak?

M


Walter Reed: fordyri helvítis, einkarekstur og vanhæfni stjórnvalda

walter reedHerspítalinn Walter Reed hefur verið í fjölmiðlum nokkuð linnulaust síðan fjölmiðlar komst að því við hversu ömurlegar aðstæður slasaðir hermenn væru látnir dúsa. Rottur, kakkalakkar og önnur skordýr hlupu um ganga, sorp og skítur var látinn safnast upp og slasaðir hermenn fengu legusár af því að liggja í skítugum rúmfötum sem ekki var skipt um. Walter Reed er ekki heldur með neina aðstöðu til að sinna hermönnum með Post-Traumatic Stress Disorder. Hermenn sem þjást af sjálfsmorðshugleiðingum fá því enga hjálp, og eru almennt látnir afskiptalausir. Ástandið var svö ömurlega hörmulegt að í mars hengdi James Coons sig í herberginu sínu. Spítalayfirvöld tóku ekki eftir því að það héngi dauður maður í einu spítalaherberginu, og það var ekki fyrr en fjölskylda mannsins hafði ítrekað beðið spítalastarfsfólk að fara og athuga með Conns að einhver opnaði dyrnar og kíkti inn! (Sjá umfjöllun ABC um þetta mál):

On July 4, 2003, Carol and Richard Coons had planned to welcome home their son Master Sgt. James Coons, a career soldier who had seen action in Iraq in 2003 and during the first Gulf War. Instead, they found out James was dead.

 

He had committed suicide in his room at Walter Reed Army Medical Center. Walter Reed staff did not find him until at least two days after his death, and only then at the insistence of his family, who were desperate to locate their son.

 

In their first network television interview since their son's death, Carol and Richard Coons sat down with me to talk about their family's anger and quest for answers. "They didn't take care of my son. They just didn't take care of him," Carol said ...

"He had three doctors' appointments scheduled. He didn't make any of those three appointments, and no one came to check on him," Richard said, and by this time, the family was becoming increasingly concerned, and made repeated phone calls trying to track down information about the whereabouts of James.

 

But, the family said, no one at Walter Reed seemed willing to make the effort to check on him.

Þegar fréttir bárust fyrst af óþrifnaði og ömurlegri aðstöðu á Walter Reed voru Repúblíkanar og margir hægrimenn fljótir að grípa til velæfðra afsakana og "talking points": Óstjórnin á Walter Reed sannaði hversu slæmt væri að ríkið veitti heilbrigðisþjónustu.

Eina vandamálið var að almennur rekstur spítalans - viðhald og hreingerningar voru alls ekki ríkisrekin, heldur hafði þessi starfsemi verið "einkavædd". Reyndar var hún einkavædd með sama hætti og Bush stjórnin hefur kosið að einkavæða: Fyrirtæki tengt Halliburton fékk verkefnið afhent í lokuðu og mjög sérkennilegu "útboði". Þetta fyrirtæki tók snarlega að "hagræða" í rekstrinum, sem fólst aðallega í að reka starfsfólk með reynslu (því það var á hærri launum) og ráða óreynt og ódýrt vinnuafl. Skv. bréfi Henry Waxman, formanns House Oversight Committee:

It would be reprehensible if the deplorable conditions were caused or aggravated by an ideological committment to privatized government services regardless of the costs to taxpayers and the consequences for wounded soldier

Það svívirðilegasta í þessu öllu er að starfsmenn spítalans höfðu sjálfir gert tilboð í að sjá um þrif í verktöku, en tilboði þeirra var hafnað - þó það væri lægra en tilboð IAP! Spítalayfirvöld (herinn, þ.e.) gerðu í millitíðinni engar ráðstafanir til að búa spitalann undir að taka á móti slösuðum hermönnum - þó ljóst væri að Bandaríkin væru í stríði og fyrri reynsla kenndi okkur að í stríði slasast hermenn... Aðalsökin liggur því ekki hjá "einkarekstri" heldur óstjórn og vanhæfni yfirmanna og stjórnvalda sem láta einkavinapot og ídeólógíu stjórna öllum gjörðum sínum.

Það hafa líka borist fréttir af því að sjúklingar á Walter Reed fái ekki póst afhentan. Og ætli það sé þá hægt að kenna ríkisrekinni póst- eða heilbrigðisþjónustu um? Nei, því póstdreifing á Walter Reed var líka "einkarekin". (Skv. AP, og Military.com)

The Army said Friday that it has opened an investigation into the recent discovery of 4,500 letters and parcels - some dating to May 2006 - at Walter Reed that were never delivered to Soldiers.

And it fired the contract employee who ran the mailroom.

Nú veit ég ekki hvort það er ástæða til að draga einhverja meiriháttar lærdóma um ágæti einkareksturs eða ríkisreksturs af þessum dæmum öllum. En það er alveg ljóst að að þau sanna að núverandi ríkisstjórn ræður ekki við það verkefni sem hún hefur tekist á hendur, hvort heldur það er stríðið í Írak, "supporting the troops", eða rekstur eðlilegrar þjónustu. Það er nefnilega í sjálfu sér ekkert að því að einkaaðilar dreifi pósti eða skúri gólf - jafnvel þegar það er gert í ríkisstofnunum. Ég held meira að segja að það geti vel verið að einkaaðilar geti rekið spítala. Og miðað við hversu ílla ríkisrekin utanríkisstefna Bush gengur mætti jafnvel spyrja sig hvort bandarísk utanríkisstefna gæti verið nokkuð verri þó hún væri líka einkavædd.

Það er hins vegar alveg ljóst að ríkið, og þeir sem því stýra á hverjum tíma, bera ábyrgð gagnvart borgurunum, og skattgreiðendum, að sjá til þess að almenningur njóti þeirrar þjónustu sem honum hefur verið seldur. Núverandi stjórnvöld aðhyllast hins vegar einhverja allt aðra stjórnmálaheimspeki: Engar tilraunir hafa t.d. verið gerðar til að endurheimta fé sem sýnt hefur verið fram á að verktakar í Írak hafi svikið út úr skattgreiðendum.

Í höndum George W. Bush og ríkisstjórnar hans virðist þetta nefnilega ekkert hafa með "almannafé" að gera - forsetanum virðist nákvæmlega skítsama um hag skattgreiðenda, eða hvort það sé ódýrara eða hagkvæmara að láta einkaaðila bjóða upp á almannaþjónustu. Það eru einhverjar allt aðrar hvatir sem liggja að baki. Hin skýringin er að forsetinn og öll hans ríkisstjórn séu ömurlegustu aular og vanhæfustu apakettir sem hafa komist til valda á vesturlöndum. Hvort heldur er, það getur enginn heiðarlegur eða sæmilega upplýstur maður stutt svona hyski.

M


Enn um af hverju Rudy Giuliani er ömurlegur valkostur

Cross dressing Manhattan dandy, entertainer and abortionist, Rudy GiulianiFyrir nokkrum dögum skrifaði ég færslu um af hverju Rudy Giuliani er ömurlegur valkostur sem næsti forseti Bandaríkjanna - og þó sérstaklega af hverju hann er slæmur valkostur fyrir Repúblíkana: Þegar kemur að uppáhaldsmálefnum "social conservatives" er hann álíka eðlilegur valkostur og Hillary Clinton.

En þó Repúblíkanar væru tilbúnir til að fyrirgefa Giuliani allt hans flip-flop í kringum réttindi samkynhneigðra og fóstureyðingar, og horfa framhjá klæðskiptihneigðinni* - og þó aðrir kjósendur væru til í að fyrirgefa hversu ílla hann bjó borgina undir hryðjuverkaárásir eða önnur stórslys (Slökkviliðsmenn í New York hafa að vísu ekki fyrirgefið honum, sbr. þessa frétt New York Times), er eitt sem allir eru sammála um: Giuliani skortir reynslu af utanríkismálum - nokkuð sem er sérstaklega bagalegt fyrir stjórnmálamann sem byggir frægð sína á 9/11 og hryðjuverkaógninni.

Sem borgarstjóri New York var Giuliani boðið sæti í "The Iraq Study Group" sem rannsakaði ástand mála í Írak og hvaða valkostir væru heppilegastir fyrir Bandaríkin í stöðunni. Maður hefði ætlað að Giuliani hefði tekið þessari nefndarsetu fegins hendi - því hann hefði þannig getað fræðst um alvarlegasta vandamál sem Bandaríkin og næsti Bandaríkjaforseti eiga eftir að þurfa að takast á við, og ljáð þeirri hugmynd að hann væri einhverskonar utanríkismála og hryðjuverkaexpert smá trúverðugleika. Seta í The Iraq Study Group hefði t.d. verið helvíti gott spil til að hafa á hendi í kappræðum við aðra frambjóðendur.

Giuliani fannst þessi fjárans nefndarseta hins vegar vera of mikil vinna, svo hann einfaldlega mætti ekki á einn einasta fund, og eftir að aðrir nefndarmenn, sem tóku starf sitt alvarlega, höfðu kurteislega beðið hann að fara að mæta á fundi, sagði hann af sér nefndarsetunni. Að vísu ekki fyrr en búið var að hóta honum að hann yrði rekinn úr nefndinni... (skv. Newsday)

WASHINGTON -- Rudolph Giuliani's membership on an elite Iraq study panel came to an abrupt end last spring after he failed to show up for a single official meeting of the group, causing the panel's top Republican to give him a stark choice: either attend the meetings or quit, several sources said.

Giuliani left the Iraq Study Group last May after just two months, walking away from a chance to make up for his lack of foreign policy credentials on the top issue in the 2008 race, the Iraq war.

Ástæðan var að Giuliani var of upptekinn við fjáröflun vegna tilvonandi forsetaframboðs síns:

He cited "previous time commitments" in a letter explaining his decision to quit, and a look at his schedule suggests why -- the sessions at times conflicted with Giuliani's lucrative speaking tour that garnered him $11.4 million in 14 months.

Giuliani rukkar nefnilega svimandi upphæðir fyrir að mæta og tala um hversu mikið hann hafi lært af árásunum í september 2001, og hversu mikil hetja hann hafi reynst þann örlagaríka dag:

On one day the panel gathered in Washington -- May 18, 2006 -- Giuliani delivered a $100,000 speech on leadership at an Atlanta business awards breakfast. Later that day, he attended a $100-a-ticket Atlanta political fundraiser for conservative ally Ralph Reed, whom Giuliani hoped would provide a major boost to his presidential campaign.

The month before, Giuliani skipped the session to give the April 12 keynote speech at an economic conference in South Korea for $200,000, his financial disclosure shows.

Auðvitað þurfa stjórnmálamenn að safna peningum og standa í kosningapoti og framboðssnatti. Annars kæmust þeir aldrei til valda. Vandamálið er að stjórnmálamenn eiga líka að stjórna. Starf stjórnmálamanns er ekki að tala við kjósendur og undirbúa sig undir næstu kosningar - starf hans er að þjóna almenningi og stýra þjóðarskútunni. Þetta virðist Giuliani ekki hafa skilið. Og leiðtogar eiga að leiða - ekki að tala um að leiða...

Að þessu tilefni finnst mér líka rétt að rifja upp ummæli Jack Kingston (sjá hér og hér) sem fannst fráleitt að þingmenn þyrftu að vera lengur en þrjá daga á viku í vinnunni - og bar því við að hann þyrfti að vera heima í kjördæmi að tala við kjósendur "staying in touch" með "venjulegu fólki": Hann hélt því fram að hann ynni 60 klukkutíma vinnuviku þegar allt væri tekið saman. Ég efast ekki heldur um að Giuliani hafi verið á fullu og einfaldlega ekki haft tíma til að sitja þrautleiðinlega nefndarfundi. Jafnvel þó þessi vinna sem hann er að sækjast eftir: forsetaembættið, felist akkúrat í svona þrautleiðinlegum nefndarfundum, skýrslulestri, og öðrum álíka leiðindum.

Reyndar held ég ekki að Giuliani eða aulinn Jack Kingston séu einir um þetta. Allt bendir til þess að Karl Rove og önnur stjórnmálaséní Repúblíkanaflokksins haldi að hlutverk ríkisstjórna sé að halda völdum og tryggja flokkshollum fjármálamönnum eða hugmyndafræðilegum eldhugum huggulega innivinnu. Afleiðingarnar hafa verið þær sömu og í Sovétríkjunum þar sem frami innan ríkiskerfisins byggðist ekki á hæfileikum heldur flokkshollustu. Sbr. t.d. þessa frétt af atgerfisskorti og óstjórn í bandaríska sendiráðinu í Baghdad, þar sem hæfni umsækjenda var mæld í stuðningi við forsetann, ekki raunverulegri reynslu.

M

* Til að fyrirbyggja allan misskilning er ég ekki að segja að klæðskiptingar geti ekki orðið forsetar, eða að ég hafi órækar sannanir fyrir því að Giuliani sé klæðskiptingur: Ég er bara að segja að það eru til grunsamlega margar ljósmyndir af honum í kvenmannsfötum, og ég held ekki að það falli í kramið hjá afturhaldssömum "siðprúðum" kjósendum Repúblíkana.


Talsmenn afhommunar farnir að efast um að hægt sé að 'lækna' samkynhneigð

Þessar elskulegu konur hata ekki homma - guð hatar þá fyrir þær!Fólk sem vill reyna að fela hómófóbíu sína á bak við trú eða vísindi hefur haldið því fast fram að samkynhneigð sé einhverskonar "val" og "lífsstíll" - það sé ósköp einfalt val, svona eins og hvort maður ætli sér að drekka appelsínu- eða eplasafa með morgunmatnum. Menn og konur, þó hómófóbískir trúmenn, sem nánast allir eru karlmenn sjálfir, hafi yfirleitt meiri áhyggjur af gay karlmönnum en konum (I wonder why?), geti því valið hvort þeir ætli að vera gay eða straight. En einhverra hluta vegna virðist fólk eiga erfitt með að yfirgefa þennan "lífsstíl" - og það er þá útskýrt með einhverskonar fimmaurasálfræði - samkynhneigð sé "fíkn" eða einhverskonar áunnin paþólógía sem þurfi að "lækna" fólk af. Sjónvarpspredíkarinn Ted Haggard, sem predíkaði hástöfum um hversu syndsamleg samkynhneigð væri, varð t.d. frægur fyrir að verða fyrst uppvís að því að hafa stundað samkynhneigða vændisþjónustu ("nuddþjónustu" sagði hann sjálfur) í mörg ár, og síðan fyrir að "læknast" af sömu samkynhneigð í þriggja vikna "þerapíu".

Þessi fáránlega trú, að hægt sé að "lækna" fólk af samkynhneigð á sér marga háværa talsmenn. Þeirra á meðal Dr. Holsinger (sjá fyrri færslur hér og hér) sem George Bush hefur tilnefnt sem næsta landlækni Bandaríkjanna.

Svo virðist þó sem þessi fáránlega hugmynd sé að tapa fylgi meðal afturhaldssamra og hómófóbískra trúmanna. Alan Chambers, sem stýrir stærstu "ex-gay" kirkjusöfnuði Bandaríkjanna, og er sjálfur "ex-gay" hefur lýst því yfir að hann trúi því ekki lengur að samkynhneigð sé "læknanleg": (Skv. LA Times)

With years of therapy, Chambers says, he has mostly conquered his own attraction to men; he's a husband and a father, and he identifies as straight. But lately, he's come to resent the term "ex-gay": It's too neat, implying a clean break with the past, when he still struggles at times with homosexual temptation. "By no means would we ever say change can be sudden or complete," Chambers said.

Chambers er víst ekki einn um að hafa áttað sig á því að samkynhneigð er ekki "læknanleg":

A leading conservative theologian outside the ex-gay movement recently echoed the view that homosexuality may not be a choice, but a matter of DNA. To the shock and anger of many of his constituents, the Rev. R. Albert Mohler Jr., president of the Southern Baptist Theological Seminary, wrote that "we should not be surprised" to find a genetic basis for sexual orientation.

Ástæðan er auðvitað að allar sæmilega skynsamar manneskjur, sem hafa örgðu af skilning og umburðarlyndi, og hafa sjálfar kynnst samkynhneigðu fólki, vita að hér er ekki á ferðinni einhverskonar læknanlegur sjúkdómur. Og svo virðist sem þessi hópur fari vaxandi, allavegana í BNA:

a Gallup Poll last month found that 42% of adults believe sexual orientation is present at birth. (Three decades ago, when Gallup first asked the question, just 13% held that view.)

Það má segja að það sé enn langt í land - en þetta er samt stórkostleg breyting, og það tekur alltaf langan tíma að útrýma inngrónum fordómum og fáfræði. Þetta samrýmist öðrum könnunum sem sýna að almeningur er upp til hópa frekar jákvæður í garð samkynhneigðra.

Talsmenn "Ex-gay survivors" (þ.e. fólk sem hefur verið "afhommað" með hjálp heilaþvottar, en síðan fundið sjálft sig aftur) og talsmenn afhommunar, menn eins og Chambers, virðast reyndar vera að finna einhverskonar lendingu í þessu fáránlega máli. Michael Busee, sem er sjálfur "ex gay survivor", og rekur nú einhverskonar ráðgjafarþjónustu fyrir aðra "ex gay survivors" hefur lagt blessun sína yfir siðareglur fyrir "sexual identity therapy" "kristinna" háskóla - þ.e.

He and other gay activists — along with major mental-health associations — still reject therapy aimed at "liberating" or "curing" gays. But Bussee is willing to acknowledge potential in therapy that does not promise change but instead offers patients help in managing their desires and modifying their behavior to match their religious values — even if that means a life of celibacy.

"It's about helping clients accept that they have these same-sex attractions and then allowing them the space, free from bias, to choose how they want to act," said Lee Beckstead, a gay psychologist in Salt Lake City who uses this approach.

The guidelines for this type of therapy — written by Warren Throckmorton of Grove City College and Mark Yarhouse of Regent University — have been endorsed by representatives on both the left and right. The list includes the provost of a conservative evangelical college and the psychiatrist whose gay-rights advocacy in the 1970s got homosexuality removed from the official medical list of mental disorders.

Það sem er merkilegt í þessu máli er að samstaða íhaldssamra kristinna söfnuða og bókstafstrúarmannna er að rofna í þessu máli  - og það eru í það minnsta einhverjir í þeirra röðum sem eru tilbúnir til að viðurkenna að fólk getur haft ólíkar kynhvatir, frá náttúrunnar (eða skaparans) hendi.

Ekki að ég hef reyndar grun um að öll þessi "ex gay" hrayfing sé ekkert annað en skipulögð og úthugsað plan til þess að selja karlmönnum (og konum) sem eiga í erfiðleikum með kynferði sitt snákaolíu - í þessu tilfelli "meðferð" og sérfræðiaðstoð.

M


35 ára afmæli Watergatehneykslisins haldið hátíðlegt með skrúðgöngum, dans og söng

WatergateÍ gær voru liðin nákvæmlega 35 ár frá innbrotinu í Watergate hótelðið í Washington. Þar voru á ferðinni starfsmenn af kosningaskrifstofu Richard Milhouse Nixon sem voru að koma fyrir hlerunarbúnaði á kosningaskrifstofum Demokrata. Engum sögum fer af því hvort Virgilio Gonzalez (óskyldur öðrum Gonzales sem hefur verið í fréttum undanfarna mánuði, sömuleiðis fyrir ólöglegar njósnir) og hinir "pípulagningamennirnir" hafi deilt skrifstofum með Karl Rove og stuttbuxnadeild kosningaskrifstofunnar.

Það tók bandarísku pressuna langan tíma að fatta að Watergate innbrotið væri alvarlegt hneyksli sem verðskuldaði umfjöllun í fjölmiðlum, og fyrir vikið náði Nixon endurkjöri með "mandate" sem var mun glæsilegra en nokkuð sem núverandi forseti áorkaði í þeim kosningum sem hann annaðhvort rétt marði eða vann á tæknilegum furðum Bandarísks kosningakerfis. Bush hefur þó tekist að skáka Nixon sem lélegasta þjóðarleiðtoga fyrr og síðar.

Tveimur árum síðar hrökklaðist Nixon frá völdum. Bush mun einnig hrökklast frá völdum áður en tvö ár eru liðin, þó það verði í kosningum.

Þegar Nixon var neyddur til að segja af sér komst Gerald D. Ford til valda, og hann fyrir sitt leyti kom tveimur annars óþekktum smápeðum í valdastöður: Richard Bruce Cheney og Donald Henry Rumsfeld - og gerði George H. W. Bush að yfirmanni CIA. Það er svo gaman að minnast þess að Bush var yfirmaður Repúblíkanaflokksins þegar Watergate innbrotið var skipulagt. Starfsmenn á kosningaskrifstofu Nixon, Karl Rove, steig sömuleiðis upp valdastigann innan flokksins. Watergate hefur því líklega haft mótandi áhrif á pólítískan þroska og feril nokkurra af valdamestu mönnunum innan ríkisstjórnar Bush yngri.

M

 


Írak og PTSD

það er sennilega ekkert grín að láta skjóta á sigÍrak virðist vera aðalfréttin í bandarískum dagblöðum í morgun. Bæði LA Times og Washington Post birta langar úttektir á áhrifum Íraksstríðsins á bandarískum hermönnum og óbreyttum starfsmönnum verktakafyrirtækja í Írak. Grein Washington Post fjallar um ílla meðferð á hermönnum og starfsmsem hafa lokið herskyldu, sérstaklega skort á sálfræðiaðstoð og baráttu þeirra fyrir að fá herinn til að samþykkja örorkubætur.

LA Times fjallar hins vegar um áhrif stríðsins á óbreytta starfsmenn verktakafyrirtækja í Írak - og þetta fólk allt hefur tekið þátt í og horft upp á sama hryllinginn og hermenn, jafnvel þó þeir hafi kannski ekki verið þátttakendur í "combat operations". En það að keyra vörubíl fyrir Bandaríkjaher um götur Baghdad er víst ekki eins og hver önnur vinna:

In Iraq and Afghanistan, however, ordinary civilians share the battlefield with professional soldiers. Truck drivers are routinely struck by roadside bombs. Private security contractors engage in firefights with insurgents.

As a result, contractors deployed to these war zones often experience the same kind of trauma that produces psychological problems in soldiers. Military surveys estimate that 15% to 20% of soldiers in Iraq show signs of post-traumatic stress disorder, a debilitating condition often attributed to witnessing or participating in violence.

Meðan hermennirnir þurfa að berjast við Veterans Administration þurfa þessir menn að fást við einkarekin tryggingarfyrirtæki, sem eru víst enn verri en ríkisrekna heilbrigðiskerfið sem virðist hafa brugðist hermönnum, ef marka má rannsókn Washington Post. Aðalatriðið virðist vera hvort Post Traumatic Stress Disorder sé alvöru ástand og hvort hermenn sem þjást af martröðum og geta ekki lengur unnið venjulega vinnu eða tekið þátt í hversdagslegu lífi, og enda margir á að fremja sjálfsmorð, geti kennt stríðinu um. LA Times rekur þjáningar Steve Thompson sem vann sem vörubílstjóri í Írak:

A long-haul trucker, Steve Thompson went to work for KBR in Kuwait in May 2004, but soon ended up driving in Iraq. He repeatedly encountered small-arms fire, several times with rounds penetrating his truck. On one occasion, a roadside bomb cracked his windshield.

Thompson was never physically hurt, but he began to dread the missions and the constant risk of death. "It was like a lottery that you didn't want to win," Thompson said.

The final straw came in November 2004, when Thompson was sent to help clean up the remains of an ambush. He smelled burned flesh the moment he climbed from his truck.

Two psychologists diagnosed him with post-traumatic stress disorder. As a veteran, Thompson was able to see doctors at the local VA hospital, who also diagnosed him as suffering from PTSD.

But a doctor hired by AIG found otherwise. At a hearing in February, the doctor, John Griffith, said one diagnostic exam showed that Thompson was exaggerating his symptoms. He said Thompson did not suffer from PTSD.

Griffith said he had treated more than 100 PTSD patients but acknowledged in testimony that he had spent much of his career in pharmacological research. He also told the hearing that "a lot" of psychology was "baloney."

Washnigton Post fjallar um Jeans Cruz sem var einn hermannanna sem handsamaði Saddam Hussein, og varð einhverskonar stríðshetja þegar hann kom heim til the Bronx.

In public, the former Army scout stood tall for the cameras and marched in the parades. In private, he slashed his forearms to provoke the pain and adrenaline of combat. He heard voices and smelled stale blood. Soon the offers of help evaporated and he found himself estranged and alone, struggling with financial collapse and a darkening depression.

At a low point, he went to the local Department of Veterans Affairs medical center for help. One VA psychologist diagnosed Cruz with post-traumatic stress disorder. His condition was labeled "severe and chronic." In a letter supporting his request for PTSD-related disability pay, the psychologist wrote that Cruz was "in need of major help" and that he had provided "more than enough evidence" to back up his PTSD claim. His combat experiences, the letter said, "have been well documented."

None of that seemed to matter when his case reached VA disability evaluators. They turned him down flat, ruling that he deserved no compensation because his psychological problems existed before he joined the Army. They also said that Cruz had not proved he was ever in combat. "The available evidence is insufficient to confirm that you actually engaged in combat," his rejection letter stated.

Yet abundant evidence of his year in combat with the 4th Infantry Division covers his family's living-room wall. The Army Commendation Medal With Valor for "meritorious actions . . . during strategic combat operations" to capture Hussein hangs not far from the combat spurs awarded for his work with the 10th Cavalry "Eye Deep" scouts, attached to an elite unit that caught the Iraqi leader on Dec. 13, 2003, at Ad Dawr.

Eins og Washington Post bendir á er þetta þó aðeins toppurinn á ísjakanum, og fyrirséð að ástandið eigi aðeins eftir að versna, því fjórði hver hermaður er talinn hafa orðið fyrir sálrænum skaða í Írak. Það gefur auga leið að herinn og skattgreiðendur gætu því þurft að borga enn meira fyrir stríðið. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að herinn sé að leysa þetta vandamál. Hundruð þúsunda bandaríkjamanna hafa tekið þátt í tilgangslausum stríðsrekstri Bush í Írak - og stór hluti þeirra eru ónýtt fólk, annað hvort líkamlega eða andlega. Herinn og ríkið hefur ekki sinnt þessu fólki. Hvort "The Iraq war veteran" á eftir að verða jafn áberandi í bandarískri þjóðmálaumræðu og dægurmenningu og "The Vietnam war veteran" hefur verið er óvíst, en það er alveg öruggt að þetta vandamál á ekki eftir að hverfa úr umræðunni næstu árin - og það er líka alveg sama hvernig stríðið í Írak endar, framkoma stjórnarinnar gagnvart hermönnum sem hafa fórnað limum sínum og geðheilsu í Írak mun fylgja "arfleið" forsetans um aldur og ævi.

M


Tom Tomorrow og Gonzales, Goodling og Schlozman

Myndasaga Tom Tomorrow "This Modern World" er oft nokkuð góð. Það hefur enn sem komið er enginn spurt hvernig hægt sé að heilt ráðuneyti þegar allir yfirmenn þess, ráðherran sjálfur meðtalinn, þjáist af krónísku og alvarlegu minnisleysi.

The department of foggy and faulty memory...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband