Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Giuliani er langsamlega versti kostur Repúblíkanaflokksins...

Giuliani og KerikÞað kemur ekki á óvart að stuðningur við Rudolph Giuliani meðal Repúblíkana sé að dala. Giuliani hefur verið líkt við Eisenhower, hann "eigi" 9/11 og sé einhvernveginn frá náttúrunnar hendi best til þess fallinn að berjast við hryðjuverk, og sé "America's Mayor". Munurinn á Giuliani og Eisenhower er þó sá að Eisenhower leiddi heri Bandamanna til sigurs í heimsstyrjöld, meðan Giuliani gerði ekkert annað en að vera borgarstjóri, og frekar ílla liðinn sem slíkur, í borg sem ráðist var á. Þegar kemur að hryðjuverkum hefur Giuliani ennfremur sýnt, með fyrra framferði, að hann tekur þau ekki alvarlega, og er algjörlega vanhæfur þegar kemur að því að skipuleggja viðbrögð við hryðjuverkaárásum.

Afrekaskrá Giuliani er ömurleg. Eftir að gerð var tilraun til að sprengja upp World Trade Center 1993 var Giuliani ráðlagt að staðsetja "The emergency command center" í neðanjarðarbyrgi í Brooklyn. Giuliani ákvað hins vegar að langasamlega besti staðurinn væri... í The World Trade Center! Sú ákvörðun ein ber vitni um ótrúlegt dómgreindarleysi og ætti að gera að verkum að Giuliani sé ekki treystandi til að leiða Bandaríkin í baráttunni gegn hryðjuverkum. Giuliani hefur að vísu kennt undirmönnum sínum um þá ákvörðun. Jerome Hauer, fyrrum "emergency management director" New York, fyrrverandi vinur Giuliani, sem sinnti því starfi meðan hann var borgarstjóri hefur hafnað þessari afsökun Giuliani, og gagnrýnt fyrrum yfirmann sinn harðlega.

Sem borgarstjóri hafði Giuliani einnig mistekist að koma á samstarfi lögreglu og slökkviliðs borgarinnar - þrátt fyrir að hafa margsinnis verið varaður við því að treysta þyrfti samstarf lögreglu og slökkviliðs, og útvega þeim nýjan búnað, m.a. nýjar talstöðvar. Giuliani gerði hvorugt, enda nýtur hann hvorki stuðnings lögreglu né slökkviliðsmanna í New York...

Í bréfi sem verkalýðsfélag slökkviliðsmanna í New York segir um Giuliani:

"Many people consider Rudy Giuliani 'America's Mayor,' and many of our members who don't yet know the real story, may also have a positive view of him. This letter is intended to make all of our members aware of the egregious acts Mayor Giuliani committed against our members, our fallen on 9/11, and our New York City union officers following that horrific day. ... The fundamental lack of respect that Giuliani showed our FDNY members is unforgivable - ... Our disdain for him is not about issues or a disputed contract, it is about a visceral, personal affront to the fallen, to our union and, indeed, to every one of us who has ever risked our lives by going into a burning building to save lives and property."

Ástæðan í þessu tilfelli var að Giuliani hafði ekki sinnt beiðnum slökkviliðsmanna um að ganga hart fram í að leita að leifum látinna slökkviliðsmanna í rústum á "Ground Zero". Þetta smáatriði með talstöðvarnar hefur svosem ekki heldur aflað honum neinna sérstakra vinsælda meðal slökkviliðsmanna eða eftirlifenda "first responders" sem fórust í september 2001:

The intensity of their feelings can be heard in the voice of Rosaleen Tallon. A stay-at-home mom who supports right-to-life candidates and lives in the unglamorous New York suburb of Yonkers, Tallon lost her brother Sean, a former Marine who became a probationary New York City firefighter, on 9/11. Six years later she is still enraged that Sean never heard the Fire Department's radioed "mayday" order to evacuate the twin towers before they fell. If he had, she says, he would have heeded the directions of his superiors and gotten out.

As Rosaleen will tell anyone willing to listen, the vintage radios that Sean and 342 other city firefighters carried at their deaths on 9/11 were known to be defective. The faulty radios were the target of years of scathing internal assessments, bureaucratic wrangling, and accusations of bidding favoritism, and still the Giuliani administration had never replaced them.

Þar á ofan hefur verið bent á að Giuliani hafi óþægilega náin tengsl við Bernard Kerik (sem er á myndinni hér að ofan) sem á mjög vafasaman feril. (sjá grein Newsweek um Kerik, og grein NYT).

En nóg um það. Þó Giuliani sé vanhæfur sem leiðtogi, og fyrirlitinn af lögreglu og slökkviliðsmönnum - sem eru raunverulega "The heroes of 9/11" getur verið að hann höfði til "the base" - kannski getur hann fylgt íhaldssömum stuðningsmönnum flokksins um "fjölskyldugildi"?

Giuliani er margfráskilinn, hefur staðið í umfangsmiklu framhjáhaldi, samband hans við börn sín af fyrri hjónaböndum eru "strained", það er til fjöldinn allur af myndum af honum í kvenmannsfötum (og meira að segja myndbandsupptökur) - hann hefur verið ötull talsmaður réttinda kvenna til fóstureyðinga, og eftir einn af hjónaskilnöðum sínum deildi hann íbúð með samkynhneigðum kunningjum sínum. 

Til þess að bæta gráu oná svart er Giuliani varla með neitt karisma. Í seinasta Rolling Stone var löng grein um Giuliani er honum lýst þannig:

Giuliani has good stage presence, but his physical appearance is problematic -- virtually neckless, all shoulders and forehead and overbite, with a hunched-over, Draculoid posture that recalls, oddly enough, George W. Bush...

Eftir að hafa horft á Giuliani í kappræðum repúblíkanaflokksins get ég ekki annað en tekið undir með þessari lýsingu - þegar Giuliani stendur við hliðina á Mitt Romney er persónuleikaskortur hans sláandi. 

Ég hef ekki með nokkru móti getað skilið af hverju Giuliani nýtur stuðnings Repúlbíkana í könnunum, og eina skýringin er að kjósendur flokksins þekki ekki neitt til hans. Leiðtogar íhaldssamra repúblíkana hafa enda fordæmt "America's Mayor": James Dobson, formaður "Focus on the Family" hefur lýst því yfir að hann muni frekar sitja heima en að kjósa Giuliani:

In a piece published on the conservative Web site WorldNetDaily, Dobson wrote that Giuliani's support for abortion rights and civil unions for homosexuals, as well as the former mayor's two divorces, were a deal-breaker for him.

"I cannot, and will not, vote for Rudy Giuliani in 2008. It is an irrevocable decision," he wrote.

"Is Rudy Giuliani presidential timber? I think not," Dobson wrote. "Can we really trust a chief executive who waffles and feigns support for policies that run contrary to his alleged beliefs? Of greater concern is how he would function in office. Will we learn after it is too late just what the former mayor really thinks? What we know about him already is troubling enough."

Ástæðan er stuðningur Giuliani við fóstureyðingar, og líklegt er að aðrir íhaldssamir repúblíkanar muni fara að dæmi Dobson, sérstaklega þegar fjölmiðlar fara að sýna ljósmyndir af honum í kjól og fjalla um stuðning hans við réttindi samkynhneigðra. Meðan hann var borgarstjóri New York sagði Giuliani m.a. í viðtali við CNN:

“I’m pro-choice. I’m pro-gay rights,”

Auðvitað kann ég að meta virðingu Giuliani við réttindum kvenna og samkynhneigðra. Og honum til tekna verður að taka fram að hann hefur ekki hlaupið í felur með þessa fyrri afstöðu sína, t.d. eins og Mitt Romney, sem hefur átt í stökustu vandræðum með að útskýra af hverju hann var pro-choice áður en hann var pro-life.

Ástæða þess hversu ílla mér líkar við Giuliani er að hann er tuddi - og frekar ógeðfelldur tuddi. Þetta andstyggðarinnræti hans braust fram með mjög skýrum hætti í seinustu kappræðum repúblíkana, þar sem hann snappaði á Ron Paul, eina frjálshyggjumanninn sem er eftir í Repúblíkanaflokknum. Rolling Stone lýsir samskiptum þeirra:

Yes, Rudy is smarter than Bush. But his political strength -- and he knows it -- comes from America's unrelenting passion for never bothering to take that extra step to figure shit out. If you think you know it all already, Rudy agrees with you. And if anyone tries to tell you differently, they're probably traitors, and Rudy, well, he'll keep an eye on 'em for you. Just like Bush, Rudy appeals to the couch-bound bully in all of us, and part of the allure of his campaign is the promise to put the Pentagon and the power of the White House at that bully's disposal.

Rudy's attack against Ron Paul in the debate was a classic example of that kind of politics, a Rovian masterstroke. The wizened Paul, a grandfather seventeen times over who is running for the Republican nomination at least 100 years too late, was making a simple isolationist argument, suggesting that our lengthy involvement in Middle Eastern affairs -- in particular our bombing of Iraq in the 1990s -- was part of the terrorists' rationale in attacking us.

Though a controversial statement for a Republican politician to make, it was hardly refutable from a factual standpoint -- after all, Osama bin Laden himself cited America's treatment of Iraq in his 1996 declaration of war. Giuliani surely knew this, but he jumped all over Paul anyway, demanding that Paul take his comment back. "I don't think I've ever heard that before," he hissed, "and I've heard some pretty absurd explanations for September 11th."

It was like the new convict who comes into prison the first day and punches the weakest guy in the cafeteria in the teeth, and the Southern crowd exploded in raucous applause. ...

The Paul incident went to the very heart of who Giuliani is as a politician. To the extent that conservatism in the Bush years has morphed into a celebration of mindless patriotism and the paranoid witch-hunting of liberals and other dissenters, Rudy seems the most anxious of any Republican candidate to take up that mantle. Like Bush, Rudy has repeatedly shown that he has no problem lumping his enemies in with "the terrorists" if that's what it takes to get over. When the 9/11 Commission raised criticisms of his fire department, for instance, Giuliani put the bipartisan panel in its place for daring to question his leadership. "Our anger," he declared, "should clearly be directed at one source and one source alone -- the terrorists who killed our loved ones."

Go-Go-GOPAf öllum frambjóðendum Repúblíkana er Rudy Giuliani líklegastur til að framlengja "arfleið" Bush áranna. Af öllum frambjóðendunum er hann líklega versti kosturinn fyrir bæði Bandaríkin og heimsfrið, og af öllum frambjóðendum flokksins er hann líka furðulegasti valkosturinn. Hver myndi trúa því að Repúblíkanar myndu íhuga að velja þennan mann sem frambjóðanda flokksins fyrir næstu kosningar:

M

 


mbl.is Giuliani og Clinton enn með forustu; Thompson gæti aukið fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bush tilnefnir landlækni sem trúir á afhommun

Dr James HolsingerBush hefur tilkynnt um tilnefningu sína á næsta landlækni Bandaríkjanna - og fyrir valinu varð maður að nafni Joseph Holsinger. Samvæmt tilkynningu Hvíta Hússins er Holsinger 

an accomplished physician who has led one of our Nation's largest healthcare systems, the State of Kentucky's healthcare system, and the University of Kentucky's medical center.

Hlutverk landlæknisins er fyrst og fremst að leiða umræðu um heilbrigðismál, sérstaklega forvarnir, og vera nokkurskonar opinber fulltrúi læknastéttarinnar.

As America's chief health educator, he will be charged with providing the best scientific information available on how Americans can make smart choices that improve their health and reduce their risk of illness and injury.

Þetta er allt gott og blessað - nema að þessi Holsinger hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa beitt sér opinberlega gegn samkynhneigðu fólki, og fyrir að reka kirkju (maðurinn er nefnilega ekki bara læknir, heldur líka biblíu-entrepreneur) sem boðar afhommun. (Skv. Kentucky Lexington Herald-Leader):

[Holsinger] founded Hope Springs Community Church in a warehouse at 1109 Versailles Road. Calhoun called it a socially diverse congregation with a "very vital recovery ministry." It serves the homeless and those with addictions to drugs, alcohol and sex; and it has a Spanish-language Hispanic congregation with its own pastor.  [...]

Hope Springs also ministers to people who no longer wish to be gay or lesbian, Calhoun said.

"We see that as an issue not of orientation but of lifestyle," he said. "We have people who seek to walk out of that lifestyle."

Nú er það auðvitað einkamál hvers og eins hverju hann trúir - og ef menn vilja trúa því að guð hafi bannað samkynhneigð er það þeirra einkamál. Þetta sama fólk má svo iðka sinn frjálsa vilja og fara eftir þessari trú sinni. Það hefur hins vegar aldrei verið sýnt fram á (vísindalega) 1) að samkynhneigð sé skaðleg, þeim sem stunda hana eða þeim sem ungangast þá, og 2) að það sé hægt að "lækna" hana. Auðvitað eru til læknar, eins og annað fólk, sem er haldið hómófóbíu eða telur að guð hafi bannað samkynhneigð, og Holsinger virðist falla í þennan flokk.

Það er því eðlilegt að liberal bloggarar og baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra sé fullt efasemda um ágæti þessarar tilnefningar.

"Dr. James Holsinger has demonstrated in the past that he harbors religious-based prejudice towards homosexuals," said Jamie McDaniel, coordinator of Soulforce Lexington, the local chapter of a national organization that opposes the use of religion to oppress lesbian, gay, bisexual and transgender people. "As a gay American, I am deeply concerned over any surgeon general nominee not being healed of such personal prejudice."

"We can only hope that ... Dr. Holsinger would rely on scientific data and not church doctrine," Joel Ginsberg, executive director of the Gay and Lesbian Medical Association, said in a statement. "The Senate should take a hard look to make sure he isn't another in a long line of ideologically driven Bush administration nominees."

Það er reyndar merkilegt að Bush skuli reyna að tilnefna Holsinger, í ljósi þess hversu umdeildur hann getur orðið, því Holsinger þarf samþykki öldungadeildarinnar til að hljóta tilnefningu, og áður en hann fer fyrir öldungadeildina mun hann þurfa að mæta fyrir heilbrigðismálanefndina:

A date has not been announced for confirmation hearings for Holsinger's appointment. He will go before the U.S. Senate Committee on Health, Education, Labor and Pensions, chaired by Sen. Edward M. Kennedy, D-Mass. Three Democrats on the committee are presidential candidates: Sen. Hillary Rodham Clinton of New York, Sen. Barack Obama of Illinois and Sen. Christopher Dodd of Connecticut, a graduate of the University of Louisville law school. The GOP members include Sen. Lamar Alexander of Tennessee and Sen. Orrin Hatch of Utah. Kentucky's senators, Republicans Mitch McConnell and Jim Bunning, are not on the committee.

Holsinger þarf því að svara spurningum Hillary Clinton OG Barack Obama - sem eru bæði að sækjast eftir tilnefningu demokrataflokksins. (Og Chris Dodd, en hann telst varla með). Það er útilokað að Clinton eða Obama geti hleypt Holsinger í gegn, þ.e. eftir að grasrótarsamtök Demokrata hafa móbílíserað sitt fólk - og ef annað hvort Obama eða Clinton standa sig ekki í að grilla Holsinger er fyriséð að "the net-roots" verði trítílótt. Og það er jafn ólíklegt að Holsinger geti fengið samþykki allrar öldungadeildarinnar.

Eina skýringin á því að Bush sé að tilnefna Holsinger er því að hann vilji hleypa upp hasar í kringum hommaógnina sem er eitt helsta áhugamál "the base", þ.e. "socially conservative" repúblíkana. Og ekki veitir af, ef marka má fréttir af gremju íhaldssamra flokksmanna yfir stefnumálum forsetans.

M


Grasrótarstuðningur Repúblíkanaflokksins horfinn: flokkurinn mun héðan í frá alfarið fjármagnaður af milljarðamæringum?

Sjálfboðaliðar að hringja í grasrótarstuðningsmenn Rick SantorumFyrst þegar ég sá þessa frétt trúði ég henni eiginlega ekki, en þegar ég var búinn að lesa hana í Washington Times sannfærðist ég um að þetta væri satt og rétt. Semsagt: Repúblíkanaflokkurinn hefur rekið alla starfsmenn sem sáu um fjáröflun frá "venjulegum" kjósendum:

RNC fires phone solicitors 

The Republican National Committee, hit by a grass-roots donors' rebellion over President Bush's immigration policy, has fired all 65 of its telephone solicitors, Ralph Z. Hallow will report Friday in The Washington Times.

Faced with an estimated 40 percent fall-off in small-donor contributions and aging phone-bank equipment that the RNC said would cost too much to update, Anne Hathaway, the committee's chief of staff, summoned the solicitations staff last week and told them they were out of work, effective immediately, the fired staffers told The Times.

Það eru fréttir að annar af stóru stjórnmálaflokkunum skuli ekki geta safnað fé frá venjulegum kjósendum - og hafi ákveðið að gefa slíka fjáröflun algjörlega upp á bátinn! Að vísu neita talsmenn flokksins því að þetta hafi nokkuð með "a grass-roots donors' rebellion" - því leiðtogar repúblíkana halda áfram að neita að kjósendur séu á einhvern hátt ósáttir við flokkinn eða forsetann.

The national committee yesterday confirmed the firings that took place more than a week ago, but denied that the move was motivated by declining donor response to phone solicitations. 

"The phone-bank employees were terminated," RNC spokeswoman Tracey Schmitt wrote by e-mail in response to questions sent by The Times. "This was not an easy decision. The first and primary motivating factor was the state of the phone bank technology, which was outdated and difficult to maintain. The RNC was advised that we would soon need an entire new system to remain viable."

Brottreknu starfsmennirnir höfðu þó aðrar skýringar:

Fired employees acknowledged that the committee's phone equipment was outdated, but said a sharp drop-off in donations "probably" hastened the end of the RNC's in-house phone-bank operation. "Last year, my solicitations totaled $164,000, and this year the way they were running for the first four months, they would total $100,000 by the end of 2007," said one fired phone bank solicitor who asked not to be identified.

Flokkurinn hefur nefnilega verið duglegur við að espa upp útlendingahatur og fordóma meðal kjósenda sinna, og nú, þegar forsetinn og demokratar eru að leita leiða til að koma innflytjendamálum í skynsamlegt lag, eru þessir kjósendur foxvondir:

There has been a sharp decline in contributions from RNC phone solicitations, another fired staffer said, reporting that many former donors flatly refuse to give more money to the national party if Mr. Bush and the Senate Republicans insist on supporting what these angry contributors call "amnesty" for illegal aliens. "Everyone donor in 50 states we reached has been angry, especially in the last month and a half, and for 99 percent of them immigration is the No. 1 issue," said the former employee. 

Þessir símabankar flokksins og fjáröflun frá "the grass roots" voru ein mikilvægasta ástæða velgengni repúblíkana undanfarna áratugi: Repúblíkönum gekk betur en demokrötum að móbílísera grasrótarhreyfingu flokksins. Þessi starfsemi átti uppruna sinn á áttunda áratugnum, og skilaði flokknum sigri í forsetakosningum á níunda áratugnum og sigri í þingkosningunum 1994. Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég líka færslu um pólítískt uppeldi Karl Rove - en þegar hann var ungur og luralegur drengstauli vann hann í kjallaranum hjá Richard Nixon við að rækta þessar sömu grasrætur.

Flokkurinn er samt ekki í neinum fjárkröggum:

he RNC spokeswoman denied that the committee has seen any drop-off in contributions. "Any assertion that overall donations have gone down is patently false," Miss Schmitt said. "We continue to out raise our Democrat counterpart by a substantive amount (nearly double)."

Þessi staðhæfing er að vísu röng - repúblíkönum gengur ágætlega að safna fjárframlögum, en allar fréttir benda til þess að demokratar standi betur að vígi í fjáröfluninni en frambjóðendur Repúblíkana. Samtals hafa frambjóðendur demokrata safnað 78 miljónum bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins, meðan frambjóðendur repúblíkana hafa einvörðungu safnað 53.6 milljónum. (sjá úttekt Eric Kleefeld á Talking Points Memo) Sömu sögu er að segja af fjársöfnun fyrir næstu þingkosningar. Skv. Roll Call:

The Democratic Congressional Campaign Committee raised $19 million in the first three months of the year and ended March with more than a $7 million cash-on-hand advantage over its Republican counterpart, fundraising reports due to be filed on Friday will show...

The National Republican Congressional Committee raised $15.8 million in the quarter, a significantly smaller haul than the committee had in the first quarter of both 2005 and 2003, when the GOP still held the House majority.

Þessir yfirburðir eru kannski mikilvægari vegna þess að Demokrötum virðist ganga betur en Repúblíkönum að virkja nútímatækni og ná til "grasrótanna". Washington Times benti fyrir nokkrum vikum t.d. á að demokrötum gangi mun betur en repúblíkönum að safna fé á netinu, og Washington Post birti fyrir rétt viku síðan grein um yfirburði demokrataflokksins á internetinu.

Þessar fréttir, þegar þær eru teknar saman, boða ekki gott fyrir repúblíkanaflokkinn í næstu kosningum.

M


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband