Plamegate og Scooter

PlamegateÞartil Lewis Libby braust fram á sjónarsviðið tengdum við öll nafnið Scooter við miðevrópskt nútímatónskáldatríó. Mér dat í hug að halda því fram að ástæða þess að ég hef ekkert skrifað um Plamegate og Lewis Libby sé að ég sé að reyna að mótmæla því að hann hafi svert nafnið Scooter. Þegar fólk heyrir minnst á "Scooter" hugsa núna allir Libby, sem þykist þjást af minnistapi, en ekki hugljúfa samkvæmistónlist að sannri miðevrópskri fyrirmynd.

Raunveruleg ástæða þess að ég hef ekkert skrifað um Lewis Libby er að aðalatriði málsins virðast liggja nokkuð ljós fyrir: Cheney hefndi sín á Joseph Wilson fyrir að hafa vogað sér að benda á að Team Cheney hefði logið upp þeirri sögu að Saddam væri að reyna að byggja kjarnorkusprengju. Og þar sem Cheney er karlmenni ákvað hann að hefna sín með því að ráðast á eiginkonu Wilson - Valerie Plame, og eyðileggja starfsframa hennar hjá CIA. Og þegar upp komst um þessa ómerkilegu ófrægingarherferð voru Cheney og Libby ekki búnir að semja nógu sannfærandi afsakanir, og Libby endaði með því að ljúga við yfirheyrslur.

Þetta mál allt verður sennilega ekki almennilega áhugavert nema ef Lewis Libby verður sakfelldur fyrir þessar lygar - því þá fyrst geta óvinir Bush-stjórnarinnar snúið sér að the dark lord - varaforsetanum sjálfum!

En fyrir þá sem eru eldheitir áhugamenn um Lewis Libby og Plamegate mæli ég með þessum stuttermabol. Fyrir 17$ getur maður sýnt öllum sem vilja vita að maður sé stjórnmála- og conspiracy nörd af verstu gerð. Svo þegar Libby verður kominn bak við lás og slá getum við aftur farið að tengja Scooter við menningarlega úrkynjun af bestu gerð - en ekki ómerkilega pólítíska spillingu!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta nær ekki til mín! "perhaps next time!!"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.2.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Cought red handed blessaðir drengirnir Cheney og Libby. Það er þó meira blóð á þessum höndum og undir nöglum.  Má ég heldur biðja um Scooter en þessa fugl.

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband