Í gær skrifaði ég færslu um merkilega yfirlýsingu Bush stjórnarinnar um að hún ætlaði sér héðan í frá að láta FISA (Foreign Intelligence Surveillance Act) dómstólinn hafa eftirlit með hleurunarprógrammi ríkisstjórnarinnar. Þetta þóttu auðvitað merkilegar fréttir og í allan gærdag voru bandarískir fjölmiðlar yfirfullir af vangaveltum um þetta merkilega mál. NPR (National Public Radio, sem er nokkurskonar ríkisútvarp Bandaríkjamanna)fjallaði t.d. ítarlega um þetta mál, öll helstu dagblöðin birtu langar greinar um símhlerunarprógrammið og þessa kúvendingu Bush. Kúvendingu, því fram að þessu hefur forsetinn og talsmenn hans verið harðir á því að framkvæmdavaldið hafi fullan rétt til þess að hlera síma ríkisboragaranna ef þeim barasta svo sýndist - þ.e. það mætti hlera, án dómsúrskurðar, og án nokkurs eftirlits frá einum né neinum, símann hjá bandarískum ríkisborgurum. Allt undir því yfirskyni að verið væri að hlera símana hjá "hryðjuverkamönnum".
Að vísu hafa margir liberal og libertarian bloggarar lýst efasemdum um að forsetinn hefði raunverulega dregið í land - því það er alls óvíst hvort FISA dómstóllinn muni fá að leggja mat á einstaka hlerunarbeiðnir. Svo hafa margir bent á að ríkið getur enn gefið út svokölluð "National Security Letters" til að krefja símafyrirtæki, bankastofnanir og aðra um allar þær upplýsingar sem stofnunin fer fram á. Það er enginn dómstóll sem þarf að samþykkja þær gagnaveiðar. Fram til þessa hafa National Security Letters aðeins verið gefin út af FBI. Alríkislögreglan má með öðrum orðum fá aðgang að öllum persónuupplýsingum sem því sýnist, án dómsúrskurðar. Venjulegar löggæslustofnanir þurfa hins vegar dómsúrskurði. Það væri kannski ekkert stórmál að ríkið stundaði einhverjar njósnir um eigin borgara. Það er varla hægt að búast við öðru. Það sem áhugamönnum um stjórnarskrárvarið einstaklingsfrelsi finnst óþægilegt er að forsetinn og ríkisvaldið virðast ekki kunna sér hófs. Skv. USA Today, sem verður varla ásakað um að vera "vinstrisinnað" dagblað:
Unlike the warrantless wiretapping program, these letters don't violate any laws, though perhaps they should.
National Security Letters have their origin in the 1970s as exceptions to laws that bar companies from divulging their customers' data. After 9/11 and the passage of the USA Patriot Act, their use greatly expanded.
These letters which government agencies can use to demand or request information about people's phone, credit and banking records have a number of troubling features. Chief among them are that they can be issued without judicial review and that their recipients are subject to a gag order.
It's bad enough that the FBI has issued thousands of these letters; now, according to a New York Times report confirmed by Vice President Cheney, the Defense Department and CIA are also getting into the act.
NSL bréfin, ólíkt leyniliegu hlerunarprógrammi NSA stofnunarinnar, styðjast hins vegar við lagaheimild. En þear fréttir berast af því að Pentagon og CIA séu líka farin að gefa út samskonar bréf til þess að safna upplýsingum um óbreytta borgara byrja menn að ókyrrast. Talsmenn einstaklingsfrelsis - sem allir eru auðvitað á mála hjá hryðjuverkamönnunum - hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessu uppátæki CIA og hersins, enda eru njósnir um bandaríska ríkisboragara ekki í þeirra verkahring!
Í viðtali við LA Times benti talsmaður ACLU á að það væri hefð fyrir því í Bandaríkjunum að herinn væri ekki að vasast í innanríkismálum:
There are serious concerns about whether the Pentagon is improperly intruding into the privacy of Americans and improperly conducting domestic intelligence without any legal authorization . The Pentagon has its own regulations which severely limit their ability to conduct domestic intelligence, and those regulations come out of a strong tradition in this country of opposing military involvement in domestic affairs.
Þó innanríkisnjósnir eigi að vera á verkahring FBI hefur CIA með reglulegu millibli njósnað um bandaríska ríkisboragara, og gefið út NSL bréf um langt skeið. Umsvif hersins eru hins vegar nýjar fréttir, og má rekja beint til Donald Rumsfeld sem vann ötullega að því að auka umsvif hersins. USA Today komst þannig að orði:
For him it wasn't enough to have a military that fights the nation's wars. He wanted one that did diplomacy, intelligence gathering and, apparently, domestic law enforcement.
M
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.