Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Raunverulegur kostnaður af gjaldþroti Enron

Væntanleg fangelsisvist þeirra Skilling og Lay er auðvitað aðalmálið á síðum dagblaðanna vestra, og svo í the blogosphere. Wall Street Journal hélt því fram að kostnaðurinn af svikamyllu þeirra félaga væri:

Tugmilljarðar dollara í markaðsvirði (hlutabréf fyrirtækisins) 

$2.1 milljarðar í eftirlaunasjóðum starfsmanna

5.600 störf

Þetta er hins vegar alrangur reikningur. Störfin glötuðust við að fyrirtækið fór á hausinn, sem var afleiðing þess að svik stjórnarinnar komust upp, og það er óumdeilanlegt að eftirlaunasjóðir starfsmanna voru þurrkaðir út af stjórnendunum, sem neituðu starfsmönnum að selja. Það er hins vegar fráleitt að halda því fram að markaðsvirði félagsins hafi tapast vegna svikanna - þau verðmæti voru aldrei til -  svikamylla Lay og Skilling, (og annarra stjórnenda sem þegar hafa játað) gekk akkúrat útá að falsa bókhaldið til að gera fyrirtækið meira virði en það raunverulega var. Ef ég lýg því að öllum að ég eigi milljón í bankanum, og það kemst svo upp um lygarnar, hefur uppljóstrunin ekki 'kostað' þessa milljón í töpuðum verðmætum?

Vandi Wall Street Journal er auðvitað sá að það er erfitt að reikna út 'kostnað' við stórfellda svikastarfsemi. Aðallega vegna þess að mikið af kostnaðinum býr í 'the externalities' af gjaldþrotum - tapað traust á fyrirtækjum (eða kapítalismanum almennt), kostnaður við lögsókn, kostnaður við aukna löggæslu (Sarbanes Oxley löggjöfin er gott dæmi), osfv... Og sennilega er alvarlegasti kostnaðurinn í tilfelli Enron sá að ævintýraleg velgengni fyrirtækisins á tíunda áratugnum, og sú viðskipta 'menning' sem Enron fóstraði og hvatti til, gróf undan dómgreind stjórnenda annarra fyrirtækja.

En það eru ekki öll kurl komin til grafar - Bandarískir bloggarar hafa margir lýst yfir þeirri skoðun sinni að Skilling og Lay muni ábyggilega aldrei sitja inni - þeir muni áfrýja þessum dómi, við taki áralöngar lagaflækjur, nú, eða að Bush muni láta það verða sitt seinasta verk sem forseti að náða þá félaga, enda 'kenny-boy' (Skilling) og Bush góðir vinir...

 


DeLay fattar ekki þegar það er gert grín að honum!

Þetta er sennilega ótrúlegasta af öllu sem ég hef lesið um Tom DeLay: 'The Tom DeLay legal defence fund' notar vídeo með Stephen Colbert til þess að styðja málstað sinn - Colbert, sem er með þátt á Comedy Central, og er, þegar ég seinast vissi, 'liberal' grínisti - þátturinn gengur út á að Colbert þykist vera harður og veruleikafyrrtur hægrimaður sem analýserar fréttirnar. En semsagt - Colbert tók viðtal við Robert Greenwald, um nýja kvikmynd hans 'The big guy' þar sem hann tekur á DeLay - Greenwald hefur áður gert 'Outfoxed' um Murdoch veldið.

Menn DeLay voru hins vegar svo imponeraðir yfir hvernig Colbert, í 'The Colbert report' tók Greenwald á beinið, að þeir 1) sendu út tölvupóst til stuðningsmanna DeLay, til að biðja um peninga, þar sem þeir vitna í hversu skeleggur Colbert hafi verið! Emailinn, á heimasíðu Think progress, hér Grein Think Progress um DeLay og colbert hér.

Ok - Þegar ég fór á heimasíðu DeLay manna var Colbert myndbandið, sem áður hafði verið póstað þar, farið - og hugsanlega hefur einhver bent manntvitsbrekkunum þar á bæ, að það væri kannski ekki klókt að nota Stephen Colbert sem talsmann sinn... Það er ennþá hægt að sjá þetta clip á heimasíðu Comedy Central. Reyndar er þetta mál svo ótrúlega fáránlegt að ég bíð spenntur eftir að finna öruggar sannanir á að DeLay hafi virkilega haft Colbert á heimasíðunni sinni - ef einhver hefur fréttir af þessu má hann endilega láta mig vita!

M


Af stéttvitund og ríkismálum

Kveikjan að þessum pistli var Oped greinar George F Will í Washington Post í morgun, og Jeff Jacoby í The Boston Globe.

Ég get ekki með nokkru móti gert upp við mig hvað mér finnst um alla þá umræðu sem hefur verið í bandaríkjunum um nauðsyn þess að gera ensku að eina opinbera tungumáli landsins. Kannski aðallega vegna þess að það hefur enga raunverulega merkingu - aðeins symbólíska. Enska er opinbert tungumál bandaríkjanna nú þegar, því þótt þar búi fólk frá öðrum málsvæðum, og önnur tungumál en enska séu töluð í stórum bæjarhlutum - fer allt opinbert líf fram á ensku. Þó einn og einn pólitíkus kunni spænsku og geti talað við hispaníska kjósendur fer þó öll pólitísk samræða fram á ensku. Þó það sé fullkomlega hugsanlegt að eyða allri ævi sinni í bandaríkjunum án þess að kunna orð í ensku, er óhugsandi að verða fullgildur þáttakandi í bandarísku samfélagi og bandarískri menningu án þess að hafa fullt vald á ensku.

Og það hafa margir bent á þetta atriði. Æsingur sumra íhaldsmanna yfir því að það þurfi að setja lög um að enska sé opinbert tungumál landsins séu hálfgerður skrípaleikur, aðallega vegna þess að það sé óþarft.

Það er svo hins vegar annað mál, að það getur enginn maður orðið bandarískur ríkisborgari án þess að hafa fullkomin tök á ensku. Síðan 1905 hefur það verið skilyrði þess að innflytjendur fái bandarískan ríkisborgararétt að þeir geti sýnt fram á þekkingu á ensku, bæði skriflegri og munnlegri. Hugmyndin var sú að innflytjendur sem ekki skildu tungumálið gætu ekki orðið fullgildir þáttakendur í samfélaginu - þeir gætu ekki sinnt borgaralegum skyldum sínum, svo sem að taka þátt í kosningum. Það gefur auga leið að ef maður skilur ekki tungumálið getur maður ekki tekið þátt í, eða fylgst með, pólitískri samræðu. Og það hlýtur að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu til ríkisborgara að þeir geti kosi, þó þeir kjósi ekki að gera það. Þetta er langt frá því að vera nýtt rak - hvað með alla kanana sem aldrei kjósa og eru jafn ignorant um sitt eigið land og stjórn þess og meðal geithirðir í Mið-Asíu? Afhverju ættu þá Mexikanskir innflytjendur ekki líka mega taka þátt í þessum þætti bandarískrar menningar, þ.e. the blissful ignorance sem Ameríka getur verið?

En ég er reyndar kominn á þá skoðun að það sé kannski ekki endilega hægt að gera þá kröfu á hendur borgurunum að þeir taki þátt í stjórnun landsins. Ef menn ekki vilja taka þátt í að móta pólitíska stefnu samfélagsins er það þeirra val. Vinstrimenn æstu sig hér einu sinni yfir áhugaleysi verkalýðsins á byltingu - í besta falli vantaði slíka menn stéttvitund og í versta falli voru þeir stéttsvikarar. Og til þess að skýra skort á stéttvitund óx upp mikill iðnaður í félags og hugvísindum. Stórauðvaldið með menningariðnaðinn sér til halds og trausts hafði heilaþvegið almenning, sem ef ekki væri fyrir amerískt tyggigúmmí, kvikmyndir og sjónvarp, væri á sellufundum sósíalistafélagsins.

Það hvarflaði aldrei að mönnum að hugsanlega stæði verkalýðnum andskotans á sama. Með sömu lógík má þá spyrja sig hvort innflytjendur kæri sig endilega um að vera 'fullgildir þátttakendur' í samfélaginu? Ef einkenni samfélagsins er stjórnmálalegt áhugaleysi, má maður þá ekki taka þátt í því á þeim forsendum?

M


Lögfræðingur reynir að selja hlut sinn í velferðarkerfinu

Bandarískur lögmaður reyndi að selja hlutdeild sína í bandaríska velferðarkerfinu á Ebay... 200.000$ fyrir alla Social security tékkana frá 62 ára aldri til dauða, félaginn taldi að þeir myndu að núvirði nema minnst 792.000 dollurum. Ég verð að viðurkenna að það væri djöfulli klókt ef maður gæti selt öðrum hlutdeild sína í almannaheillum með þessum hætti - það væri hægt að útfæra þetta frekar: t.d. ef maður býst ekki við að eignast börn gæti maður þannig selt hlutdeild sína í niðurgreiddri skólaþjónustu eða leikskólaþjónustu. Ég rakst á fréttina á Marginal revolution.

Ef þetta væri ekki hápunktur nýfrjálshyggjunnar veit ég ekki alveg hvað! Og ég þori að veðja að þa eiga eftir að koma fram útpældar tillögur um hvernig þetta megi útfæra á framkvæmanelgan máta. Með þessu gæti maður samt bæði einkavætt alla velferðarþjónustu, en samt viðhaldið henni...

Öll fréttin

M


Enn ný atlaga að stjórnarskrá USA

Það kom engum á óvart að það væru líka spilltir demokratar - dómsmálaráðherra Bush hefur ábyggilega ekki þurft að halda úti mjög langri rannsókn til þess að finna einn, þó ekki væri nema til þess að gera vörn repúblíkana, þegar þeir eru ásakaðir um spllingu, að þeir 'séu ekkert verri en andstöðuflokkurinn', trúverðuga. Jefferson gekk svo langt að fela peningabúnka í plastpoka í frystinum heima hjá sér... en viðbrögð stjórnvalda gengu yfir öll skynsamleg mörk. Þegar Gonzales fyrirskipaði FBI að gera húsleit á skrifstofu Jefferson braut hann í versta falli bandarísku stjórnarskrána en í besta falli 219 ára hefð: Síðan bandaríkin voru stofnuð, fyrir 219 árum, hafa vopnaðir fulltrúar alríkisstjórnarinnar ekki gert áhlaup á þingið - og það er góð ástæða fyrir því.

Ef stjórnvöld geta sent vopnaðar lögreglusveitir inn á skrifstofur þingmanna til þess að hafa á brott með sér gögn, hefur ríkisstjórnin í sínum höndum vopn sem hún getur beitt gegn pólitískum andstæðingum: saka þá um spillingu eða aðra glæpi, og láta svo lögregluna gera starf þeirra ókleyft. Það eru ástæður fyrir því að við höfum þinghelgi: án hennar er ákveðin hætta á því að framkvæmdavaldið geti gert löggjafarvaldið óstarfhæft. Núverandi ríkisstjórn í bandaríkjunum hefur aðhyllst hugmyndir um nánast óskorað forsetavald og hegðað sér í samræmi við það. Fram að þessu hafa þingmenn republikana þagað þunnu hljóði, en núna virðist þeim loks nóg boðið.

Góð grein á The Nation blog

Frétt LA times um viðbrögð republikana (og demokrata)

Loks frétt á Washington Post um fálmkennd viðbrögð Gonzales

M.

Grein The Nation endar með þessum orðum:

This is an essential fight over whether a president and his minions can do as they please. To be sure, in this dark interregnum, it is not the only fight, as has been well noted by Senator Russ Feingold, D-Wisconsin, Congressman Maurice Hinchey, D-New York, and others in their struggle to hold this administration to account for its illegal domestic surveillance program. But if the legislative branch does not push back at the point when agents of the executive branch are raiding the offices of congressmen without the ascent of the Congress, then surely there is no chance that the separation of powers protection will be asserted with regard to the many other Constitutional abuses committed by this administration.


Bush: 'If it feels good, do it'

Kannski ekki alveg leyniræða Krústjefs, en samt... ég er sérstaklega ánægður með lokaorðin: 'lets roll'. Þannig ættu ræður að enda!

http://www.zippyvideos.com/8536314705003066/bushcliquetruth/

 


Hrun republikanaflokksins

Seinustu daga hafa nokkrar fréttir og greinar í helstu dagblöðum bandaríkjanna staðfest þá tilfinningu að ríkjandi meirihluti þar vestra sé í alvarlegum vandræðum. Flokkurinn hefur jafnvel tapað miklu fylgi í kjördæmum sem áður voru talin 'örugg'. Í bandaríkjunum er stjórnmálum hagað þannig að mörg kjördæmi eru annað hvort yfirgnæfandi demokratísk eða republlikönsk - stjórnir fylkjanna skipa pólitískar nefndir til þess að teikna upp mörk kjördæma, og keppast demokratar þá á um að búa til sem flest demokratísk kjördæmi, og republikanar um hið gagnstæða. Fyrir vikið veltur útkoma kosninga oft á því hvernig kjósendur í fáeinum kjördæmum kjósa. Það er til marks um hversu spennandi næstu kosningar verða að fjöldi kjördæma sem talin eru 'samkepnnishæf' eða 'competitive' fer vaxandi. Nú telja menn að allt að 42 þingmenn republikana þurfi að berjast fyrir endurkjöri. Washington post sagði á laugardaginn frá vandræðum þeirra í Virginia Beach, sem hefur verið öruggt vígi íhaldsmanna. 

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/05/19/AR2006051901921.html?referrer=email

Samkvæmt fréttaskýringu Washington Post á mánudaginn http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/05/21/AR2006052101096.html binda menn forsetans nú allar vonir við að bjarga flokknum í nóvember - ef demokratar vinna kosningarnar sé úti um 'arfleið' forsetans. En óvinsældir forsetans gera að verkum að enginn frambjóðandi sér sér hag í að fá hann á fundi - þess í stað hefur forsetinn einbeitt sér að því að mæta á fjáröflunarsamkomur þar sem hann vælir peninga út úr auðugum stuðningsmönnum flokksins, sem er eðlilegt, enda get ég ekki ímyndað mér annað en að það sé helst í þeim hópi sem hann á enn vini. Sannast þá sennilega það sem margir sögðu, að 'the true base' forsetans væru auðmenn, en ekki íhaldssamur eða hægrisinnaður almenningur.

M


Að loknu söguþingi

Ég biðst afsökunar á þeirri löngu bið sem hefur orðið á póstum - nú um helgina var söguþing haldið í Reykjavík, og höfundur var þar upptekinn mestan part tímans. Það sem fjölmiðlum hefur helst fundist standa upp úr var auðvitað erindi Guðna Th. um símahleranir. Sannast þar að sagnfræði sem er í 'samræðu' við samtímann vekur mesta athygli.

M


Betra að tapa en vinna?

Gæti það verið betra fyrir demokratana að tapa í nóvember? Adam Nagourney veltir því fyrir sér í ágætri grein í NYT http://www.nytimes.com/2006/05/14/weekinreview/14nagourney.html?_r=1&ex=1148011200&en=15e0a7e796167b5c&ei=5087%0A&oref=slogin 

Ef demokratarnir ná að vinna stjórn í þinginu munu kjósendur fara að gera kröfur til þeirra að standa fyrir breytingum - en meðan Republikanar halda öldungadeildinni og forsetaembættinu væru tækifæri þeirra til þess að gera nokkurn hlut nánast engir. Um leið gætu republikanarnir farið að kenna þinginu um allar ófarir þjóðarinnar... Ég held að þessi greining sé rétt - það er ábyggilega best fyrir demokrataflokkinn að vinna á í kosningunum, en ná ekki fullum meirihluta. Þannig þurfa republikanarnir sjálfir að bera ábyrgð á þeim ógöngum sem þeir hafa komið þjóðinni í.

Það eru tvær hliðar á þessu - og ein er sú að það er ekki víst að Bandaríkin hafi efni á því að leyfa núverand Republikanaflokki að vera við völd mikið lengur.

M


Enn um narrative: Vinstri grænir Demokratar og óábyrgir apakettir

Vinstri grænir Demokratar og óábyrgir apakettir

Nýleg könnun Washington Post og ABC sýnir að Republikanaflokkurinn og Bush halda áfram að falla í áliti hjá almenningur í Bandaríkjunum. Í fyrsta lagi er nú yfirgnæfandi meirihluti bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að innrásin í Írak hafi verið ‘mistök’ – 59% á móti 40%. Það er sérstaklega athyglisvert að fylgi forsetans hefur fallið mjög mikið meðal Republikana – 68% þeirra eru sáttir við frammistöðu hans. Tenglar á þessa frétt og könnunina eru í lok pistilsins.

Þegar fólk var spurt hvorum flokkanna það treysti betur á einstökum málaflokkum kom í ljós að almenningur treysti demokrötum betur en republikönum á öllum málaflokkum.

Það sem er þó merkilegast við þessa könnun var að þrátt fyrir allar þessar tölur taldi meirihluti bandaríkjamanna að Demokratar hefðu ekki skýra framtíðarsýn fyrir Bandaríkin. Aðeins 44% Bandaríkjamanna töldu að demokratar hefðu skýra framtíðarsýn sem væri ólík framtíðarsýnar Republikana. 52% töldu að enginn munur væri á flokkunum, eða að demokratar hefðu enga framtíðarsýn.

Washington Post leggur ekki út af þessu.

Þó almenningur, og jafnvel skráðir republikanar, hafi misst trú á Republikanaflokkinn, hefur demokrötum ekki tekist að koma fram með skýran og sannfærandi valkost. Og ástæðan er ósköp einföld: Flokkurinn tapaði ‘the culture wars’. Þó republikanarnir og sérstaklega íhalds og afturhaldsöflin hafi ekki unnið þann afgerandi sigur sem þau töldu sig hafa unnið – og þó frjálshyggjumenn innan Republikanaflokksins telji sig hafa verið hlunnfarna – virðist sem hægrimenn séu enn með yfirhöndina í baráttunni um merkingu Bandaríkjanna.

Ég er mjög hræddur um að Demokratar sem nú hugsa sér gott til glóðarinnar að rasskella forsetann og hans menn í næstu kosningum eigi ekki eftir að uppskera eins og þeir vona – og ástæðan er sú að þeir hafa engu sáð – þeir hafa enga sýn aðra en þá að koma forsetanum og republikönum frá völdum.

Hugsuðir innan flokksins hafa haft af þessu miklar áhyggjur – og Demokratískar hugveitur, eða Think tanks, hafa verið að reyna að koma saman nýrri framtíðarsýn, eða narrative, sem flokkurinn geti selt almenningi. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að sú vinna hafi skilað neinum árangri.

Það er nokkuð augljóst hvað þarf að gera til þess að snúa bandaríkjunum til betri vegar. Það þarf að taka upp ábyrga stefnu í ríkisfjármálum – það þarf að endurbyggja upp traust bandarísku þjóðarinnar og heimsins alls, á hernaðarlegri ógn bandaríkjahers – það þarf að endurnýja tengsl bandaríkjanna við ‘klassíska bandamenn’ þeirra – lýðræðisríki Evrópu.

Ef fjárlagahallanum er snúið við er hægt að leyfa bandaríkjadal að falla í verði gagnvart Kína – við það verður bandarískur iðnaður samkeppnishæfari – og bandaríkjamenn geta hætt að óttast outsourcing – um leið minnka kröfur um efnahagslega verndarstefnu. Ef innlendur iðnaður tekur við sér, og kjör millistéttarinnar batna, bretyist ‘andrúmsloft’ stjórnmála vestra – stef stjórnmálanna seinustu fimm eða sex ár hafa verið hræðsla við óþekkta og ósýnilega óvini og hræðsla við útlendinga sem eru að stela vinnunni frá venjulegum bandaríkjamönnum – í stuttu máli sagt, ótti við að utanaðkomandi ógnir væru að grafa undan ‘the American way of life’. Við þessar aðstæður snýst fólk gegn öllu sem er ókunnuglegt eða öðruvísi: mexikönskum innflytjendum, aröbum í fjarlægum löndum, hommum og lesbíum sem vilja grafa undan fjölskyldunni... Ef það er hægt að lægja ótta venjulegra bandaríkjamanna við framtíðina er hægt að breyta þessum grundvallarstefum bandarískra stjórnmála. Og það ríður mikið á því að það sé hægt: Ef Bandaríkin snúa sér inn á við, og tapa sér í nornaveiðum eru Vesturlönd í vanda stödd.

Ef Demokrataflokkurinn getur fengið það af sér að lýsa sig ‘fiscal conservative’ getur hann ekki aðeins sett fram raunsæja framtíðarsýn fyrir Bandaríkin, heldur gætu þeir höfðað til stórs hóps óánægðra frjálshyggjumanna innan Republikanaflokksins. Því miður er nokkuð öruggt að vinstri-grænir Demokratar myndu kalla allt slíkt uppgjöf, sell out og fara að flykkjast í stórum hópum til Græningjanna. Það var akkúrat það sem gerðist í forsetakosningunum 2000 – sem kostaði flokkin forsetakosningarnar og leiðtogar flokksins vilja forðast að endurtaka þau mistök.

Vinstri-grænir Demokratar létu mjög belgingslega fyrir kosningarnar 2000, og lýstu því yfir að það væri enginn munur á Al Gore og Bush – báðir væru milljónamæringar og á mála hjá stórauðvaldinu. Reynslan varð reyndar sú að Bush var töluvert miklu verri en Al Gore hefði nokkurntímann getað orðið. En vinstri-grænir, hvort heldur í eigin stjórnmálaflokki eða sem hluti stærri flokka meta flestir hugmyndafræðilega réttsýn hærra en pólitískan raunveruleika. Hin lausnin er að Republikanaflokkurinn hætti að biðla til afturhalds og trúarofstækisaflanna – óábyrgra apakatta almennt.

M.

Washington Post greinin:

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/05/16/AR2006051601264.html  

Niðurstöður könnunarinnar:  

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/graphic/2006/05/17/GR2006051700191.html

Skemmtilegt interactíft línurit yfir fylgi forsetans:

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/custom/2006/02/02/CU2006020201345.html 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband