Raunverulegur kostnaður af gjaldþroti Enron

Væntanleg fangelsisvist þeirra Skilling og Lay er auðvitað aðalmálið á síðum dagblaðanna vestra, og svo í the blogosphere. Wall Street Journal hélt því fram að kostnaðurinn af svikamyllu þeirra félaga væri:

Tugmilljarðar dollara í markaðsvirði (hlutabréf fyrirtækisins) 

$2.1 milljarðar í eftirlaunasjóðum starfsmanna

5.600 störf

Þetta er hins vegar alrangur reikningur. Störfin glötuðust við að fyrirtækið fór á hausinn, sem var afleiðing þess að svik stjórnarinnar komust upp, og það er óumdeilanlegt að eftirlaunasjóðir starfsmanna voru þurrkaðir út af stjórnendunum, sem neituðu starfsmönnum að selja. Það er hins vegar fráleitt að halda því fram að markaðsvirði félagsins hafi tapast vegna svikanna - þau verðmæti voru aldrei til -  svikamylla Lay og Skilling, (og annarra stjórnenda sem þegar hafa játað) gekk akkúrat útá að falsa bókhaldið til að gera fyrirtækið meira virði en það raunverulega var. Ef ég lýg því að öllum að ég eigi milljón í bankanum, og það kemst svo upp um lygarnar, hefur uppljóstrunin ekki 'kostað' þessa milljón í töpuðum verðmætum?

Vandi Wall Street Journal er auðvitað sá að það er erfitt að reikna út 'kostnað' við stórfellda svikastarfsemi. Aðallega vegna þess að mikið af kostnaðinum býr í 'the externalities' af gjaldþrotum - tapað traust á fyrirtækjum (eða kapítalismanum almennt), kostnaður við lögsókn, kostnaður við aukna löggæslu (Sarbanes Oxley löggjöfin er gott dæmi), osfv... Og sennilega er alvarlegasti kostnaðurinn í tilfelli Enron sá að ævintýraleg velgengni fyrirtækisins á tíunda áratugnum, og sú viðskipta 'menning' sem Enron fóstraði og hvatti til, gróf undan dómgreind stjórnenda annarra fyrirtækja.

En það eru ekki öll kurl komin til grafar - Bandarískir bloggarar hafa margir lýst yfir þeirri skoðun sinni að Skilling og Lay muni ábyggilega aldrei sitja inni - þeir muni áfrýja þessum dómi, við taki áralöngar lagaflækjur, nú, eða að Bush muni láta það verða sitt seinasta verk sem forseti að náða þá félaga, enda 'kenny-boy' (Skilling) og Bush góðir vinir...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband