Enn um narrative: Vinstri grænir Demokratar og óábyrgir apakettir

Vinstri grænir Demokratar og óábyrgir apakettir

Nýleg könnun Washington Post og ABC sýnir að Republikanaflokkurinn og Bush halda áfram að falla í áliti hjá almenningur í Bandaríkjunum. Í fyrsta lagi er nú yfirgnæfandi meirihluti bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að innrásin í Írak hafi verið ‘mistök’ – 59% á móti 40%. Það er sérstaklega athyglisvert að fylgi forsetans hefur fallið mjög mikið meðal Republikana – 68% þeirra eru sáttir við frammistöðu hans. Tenglar á þessa frétt og könnunina eru í lok pistilsins.

Þegar fólk var spurt hvorum flokkanna það treysti betur á einstökum málaflokkum kom í ljós að almenningur treysti demokrötum betur en republikönum á öllum málaflokkum.

Það sem er þó merkilegast við þessa könnun var að þrátt fyrir allar þessar tölur taldi meirihluti bandaríkjamanna að Demokratar hefðu ekki skýra framtíðarsýn fyrir Bandaríkin. Aðeins 44% Bandaríkjamanna töldu að demokratar hefðu skýra framtíðarsýn sem væri ólík framtíðarsýnar Republikana. 52% töldu að enginn munur væri á flokkunum, eða að demokratar hefðu enga framtíðarsýn.

Washington Post leggur ekki út af þessu.

Þó almenningur, og jafnvel skráðir republikanar, hafi misst trú á Republikanaflokkinn, hefur demokrötum ekki tekist að koma fram með skýran og sannfærandi valkost. Og ástæðan er ósköp einföld: Flokkurinn tapaði ‘the culture wars’. Þó republikanarnir og sérstaklega íhalds og afturhaldsöflin hafi ekki unnið þann afgerandi sigur sem þau töldu sig hafa unnið – og þó frjálshyggjumenn innan Republikanaflokksins telji sig hafa verið hlunnfarna – virðist sem hægrimenn séu enn með yfirhöndina í baráttunni um merkingu Bandaríkjanna.

Ég er mjög hræddur um að Demokratar sem nú hugsa sér gott til glóðarinnar að rasskella forsetann og hans menn í næstu kosningum eigi ekki eftir að uppskera eins og þeir vona – og ástæðan er sú að þeir hafa engu sáð – þeir hafa enga sýn aðra en þá að koma forsetanum og republikönum frá völdum.

Hugsuðir innan flokksins hafa haft af þessu miklar áhyggjur – og Demokratískar hugveitur, eða Think tanks, hafa verið að reyna að koma saman nýrri framtíðarsýn, eða narrative, sem flokkurinn geti selt almenningi. Það er hins vegar ekkert sem bendir til þess að sú vinna hafi skilað neinum árangri.

Það er nokkuð augljóst hvað þarf að gera til þess að snúa bandaríkjunum til betri vegar. Það þarf að taka upp ábyrga stefnu í ríkisfjármálum – það þarf að endurbyggja upp traust bandarísku þjóðarinnar og heimsins alls, á hernaðarlegri ógn bandaríkjahers – það þarf að endurnýja tengsl bandaríkjanna við ‘klassíska bandamenn’ þeirra – lýðræðisríki Evrópu.

Ef fjárlagahallanum er snúið við er hægt að leyfa bandaríkjadal að falla í verði gagnvart Kína – við það verður bandarískur iðnaður samkeppnishæfari – og bandaríkjamenn geta hætt að óttast outsourcing – um leið minnka kröfur um efnahagslega verndarstefnu. Ef innlendur iðnaður tekur við sér, og kjör millistéttarinnar batna, bretyist ‘andrúmsloft’ stjórnmála vestra – stef stjórnmálanna seinustu fimm eða sex ár hafa verið hræðsla við óþekkta og ósýnilega óvini og hræðsla við útlendinga sem eru að stela vinnunni frá venjulegum bandaríkjamönnum – í stuttu máli sagt, ótti við að utanaðkomandi ógnir væru að grafa undan ‘the American way of life’. Við þessar aðstæður snýst fólk gegn öllu sem er ókunnuglegt eða öðruvísi: mexikönskum innflytjendum, aröbum í fjarlægum löndum, hommum og lesbíum sem vilja grafa undan fjölskyldunni... Ef það er hægt að lægja ótta venjulegra bandaríkjamanna við framtíðina er hægt að breyta þessum grundvallarstefum bandarískra stjórnmála. Og það ríður mikið á því að það sé hægt: Ef Bandaríkin snúa sér inn á við, og tapa sér í nornaveiðum eru Vesturlönd í vanda stödd.

Ef Demokrataflokkurinn getur fengið það af sér að lýsa sig ‘fiscal conservative’ getur hann ekki aðeins sett fram raunsæja framtíðarsýn fyrir Bandaríkin, heldur gætu þeir höfðað til stórs hóps óánægðra frjálshyggjumanna innan Republikanaflokksins. Því miður er nokkuð öruggt að vinstri-grænir Demokratar myndu kalla allt slíkt uppgjöf, sell out og fara að flykkjast í stórum hópum til Græningjanna. Það var akkúrat það sem gerðist í forsetakosningunum 2000 – sem kostaði flokkin forsetakosningarnar og leiðtogar flokksins vilja forðast að endurtaka þau mistök.

Vinstri-grænir Demokratar létu mjög belgingslega fyrir kosningarnar 2000, og lýstu því yfir að það væri enginn munur á Al Gore og Bush – báðir væru milljónamæringar og á mála hjá stórauðvaldinu. Reynslan varð reyndar sú að Bush var töluvert miklu verri en Al Gore hefði nokkurntímann getað orðið. En vinstri-grænir, hvort heldur í eigin stjórnmálaflokki eða sem hluti stærri flokka meta flestir hugmyndafræðilega réttsýn hærra en pólitískan raunveruleika. Hin lausnin er að Republikanaflokkurinn hætti að biðla til afturhalds og trúarofstækisaflanna – óábyrgra apakatta almennt.

M.

Washington Post greinin:

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/05/16/AR2006051601264.html  

Niðurstöður könnunarinnar:  

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/graphic/2006/05/17/GR2006051700191.html

Skemmtilegt interactíft línurit yfir fylgi forsetans:

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/custom/2006/02/02/CU2006020201345.html 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband