Hrun republikanaflokksins

Seinustu daga hafa nokkrar fréttir og greinar í helstu dagblöðum bandaríkjanna staðfest þá tilfinningu að ríkjandi meirihluti þar vestra sé í alvarlegum vandræðum. Flokkurinn hefur jafnvel tapað miklu fylgi í kjördæmum sem áður voru talin 'örugg'. Í bandaríkjunum er stjórnmálum hagað þannig að mörg kjördæmi eru annað hvort yfirgnæfandi demokratísk eða republlikönsk - stjórnir fylkjanna skipa pólitískar nefndir til þess að teikna upp mörk kjördæma, og keppast demokratar þá á um að búa til sem flest demokratísk kjördæmi, og republikanar um hið gagnstæða. Fyrir vikið veltur útkoma kosninga oft á því hvernig kjósendur í fáeinum kjördæmum kjósa. Það er til marks um hversu spennandi næstu kosningar verða að fjöldi kjördæma sem talin eru 'samkepnnishæf' eða 'competitive' fer vaxandi. Nú telja menn að allt að 42 þingmenn republikana þurfi að berjast fyrir endurkjöri. Washington post sagði á laugardaginn frá vandræðum þeirra í Virginia Beach, sem hefur verið öruggt vígi íhaldsmanna. 

http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/05/19/AR2006051901921.html?referrer=email

Samkvæmt fréttaskýringu Washington Post á mánudaginn http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2006/05/21/AR2006052101096.html binda menn forsetans nú allar vonir við að bjarga flokknum í nóvember - ef demokratar vinna kosningarnar sé úti um 'arfleið' forsetans. En óvinsældir forsetans gera að verkum að enginn frambjóðandi sér sér hag í að fá hann á fundi - þess í stað hefur forsetinn einbeitt sér að því að mæta á fjáröflunarsamkomur þar sem hann vælir peninga út úr auðugum stuðningsmönnum flokksins, sem er eðlilegt, enda get ég ekki ímyndað mér annað en að það sé helst í þeim hópi sem hann á enn vini. Sannast þá sennilega það sem margir sögðu, að 'the true base' forsetans væru auðmenn, en ekki íhaldssamur eða hægrisinnaður almenningur.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband