Af stéttvitund og ríkismálum

Kveikjan að þessum pistli var Oped greinar George F Will í Washington Post í morgun, og Jeff Jacoby í The Boston Globe.

Ég get ekki með nokkru móti gert upp við mig hvað mér finnst um alla þá umræðu sem hefur verið í bandaríkjunum um nauðsyn þess að gera ensku að eina opinbera tungumáli landsins. Kannski aðallega vegna þess að það hefur enga raunverulega merkingu - aðeins symbólíska. Enska er opinbert tungumál bandaríkjanna nú þegar, því þótt þar búi fólk frá öðrum málsvæðum, og önnur tungumál en enska séu töluð í stórum bæjarhlutum - fer allt opinbert líf fram á ensku. Þó einn og einn pólitíkus kunni spænsku og geti talað við hispaníska kjósendur fer þó öll pólitísk samræða fram á ensku. Þó það sé fullkomlega hugsanlegt að eyða allri ævi sinni í bandaríkjunum án þess að kunna orð í ensku, er óhugsandi að verða fullgildur þáttakandi í bandarísku samfélagi og bandarískri menningu án þess að hafa fullt vald á ensku.

Og það hafa margir bent á þetta atriði. Æsingur sumra íhaldsmanna yfir því að það þurfi að setja lög um að enska sé opinbert tungumál landsins séu hálfgerður skrípaleikur, aðallega vegna þess að það sé óþarft.

Það er svo hins vegar annað mál, að það getur enginn maður orðið bandarískur ríkisborgari án þess að hafa fullkomin tök á ensku. Síðan 1905 hefur það verið skilyrði þess að innflytjendur fái bandarískan ríkisborgararétt að þeir geti sýnt fram á þekkingu á ensku, bæði skriflegri og munnlegri. Hugmyndin var sú að innflytjendur sem ekki skildu tungumálið gætu ekki orðið fullgildir þáttakendur í samfélaginu - þeir gætu ekki sinnt borgaralegum skyldum sínum, svo sem að taka þátt í kosningum. Það gefur auga leið að ef maður skilur ekki tungumálið getur maður ekki tekið þátt í, eða fylgst með, pólitískri samræðu. Og það hlýtur að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu til ríkisborgara að þeir geti kosi, þó þeir kjósi ekki að gera það. Þetta er langt frá því að vera nýtt rak - hvað með alla kanana sem aldrei kjósa og eru jafn ignorant um sitt eigið land og stjórn þess og meðal geithirðir í Mið-Asíu? Afhverju ættu þá Mexikanskir innflytjendur ekki líka mega taka þátt í þessum þætti bandarískrar menningar, þ.e. the blissful ignorance sem Ameríka getur verið?

En ég er reyndar kominn á þá skoðun að það sé kannski ekki endilega hægt að gera þá kröfu á hendur borgurunum að þeir taki þátt í stjórnun landsins. Ef menn ekki vilja taka þátt í að móta pólitíska stefnu samfélagsins er það þeirra val. Vinstrimenn æstu sig hér einu sinni yfir áhugaleysi verkalýðsins á byltingu - í besta falli vantaði slíka menn stéttvitund og í versta falli voru þeir stéttsvikarar. Og til þess að skýra skort á stéttvitund óx upp mikill iðnaður í félags og hugvísindum. Stórauðvaldið með menningariðnaðinn sér til halds og trausts hafði heilaþvegið almenning, sem ef ekki væri fyrir amerískt tyggigúmmí, kvikmyndir og sjónvarp, væri á sellufundum sósíalistafélagsins.

Það hvarflaði aldrei að mönnum að hugsanlega stæði verkalýðnum andskotans á sama. Með sömu lógík má þá spyrja sig hvort innflytjendur kæri sig endilega um að vera 'fullgildir þátttakendur' í samfélaginu? Ef einkenni samfélagsins er stjórnmálalegt áhugaleysi, má maður þá ekki taka þátt í því á þeim forsendum?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband