Betra að tapa en vinna?

Gæti það verið betra fyrir demokratana að tapa í nóvember? Adam Nagourney veltir því fyrir sér í ágætri grein í NYT http://www.nytimes.com/2006/05/14/weekinreview/14nagourney.html?_r=1&ex=1148011200&en=15e0a7e796167b5c&ei=5087%0A&oref=slogin 

Ef demokratarnir ná að vinna stjórn í þinginu munu kjósendur fara að gera kröfur til þeirra að standa fyrir breytingum - en meðan Republikanar halda öldungadeildinni og forsetaembættinu væru tækifæri þeirra til þess að gera nokkurn hlut nánast engir. Um leið gætu republikanarnir farið að kenna þinginu um allar ófarir þjóðarinnar... Ég held að þessi greining sé rétt - það er ábyggilega best fyrir demokrataflokkinn að vinna á í kosningunum, en ná ekki fullum meirihluta. Þannig þurfa republikanarnir sjálfir að bera ábyrgð á þeim ógöngum sem þeir hafa komið þjóðinni í.

Það eru tvær hliðar á þessu - og ein er sú að það er ekki víst að Bandaríkin hafi efni á því að leyfa núverand Republikanaflokki að vera við völd mikið lengur.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband