DeLay fattar ekki þegar það er gert grín að honum!

Þetta er sennilega ótrúlegasta af öllu sem ég hef lesið um Tom DeLay: 'The Tom DeLay legal defence fund' notar vídeo með Stephen Colbert til þess að styðja málstað sinn - Colbert, sem er með þátt á Comedy Central, og er, þegar ég seinast vissi, 'liberal' grínisti - þátturinn gengur út á að Colbert þykist vera harður og veruleikafyrrtur hægrimaður sem analýserar fréttirnar. En semsagt - Colbert tók viðtal við Robert Greenwald, um nýja kvikmynd hans 'The big guy' þar sem hann tekur á DeLay - Greenwald hefur áður gert 'Outfoxed' um Murdoch veldið.

Menn DeLay voru hins vegar svo imponeraðir yfir hvernig Colbert, í 'The Colbert report' tók Greenwald á beinið, að þeir 1) sendu út tölvupóst til stuðningsmanna DeLay, til að biðja um peninga, þar sem þeir vitna í hversu skeleggur Colbert hafi verið! Emailinn, á heimasíðu Think progress, hér Grein Think Progress um DeLay og colbert hér.

Ok - Þegar ég fór á heimasíðu DeLay manna var Colbert myndbandið, sem áður hafði verið póstað þar, farið - og hugsanlega hefur einhver bent manntvitsbrekkunum þar á bæ, að það væri kannski ekki klókt að nota Stephen Colbert sem talsmann sinn... Það er ennþá hægt að sjá þetta clip á heimasíðu Comedy Central. Reyndar er þetta mál svo ótrúlega fáránlegt að ég bíð spenntur eftir að finna öruggar sannanir á að DeLay hafi virkilega haft Colbert á heimasíðunni sinni - ef einhver hefur fréttir af þessu má hann endilega láta mig vita!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FreedomFries

Gleðilegt að sjá aðra bloggara sem pósta undir annarra manna ljósmyndum!

Ég hef aðeins verið að skima eftir staðfestingu á þessari frétt, og ekki enn fundið hana - ég horfði á viðtalið á Comdey Central, og það verður að viðurkennast að Colbert tók Greenwald á beinið...

M

FreedomFries, 28.5.2006 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband