Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006

Stephen Colbert í heild sinni

Fyrir þá sem ekki sáu Colbert á 'the White House Correspndents Dinner' er the daily Kos með allan tekstann... Colbert er djöfuls snillingur! Hindenburg líkingin er sennilega best.

http://www.dailykos.com/storyonly/2006/4/30/1441/59811

M

 


NSA hlerar ABC?

Þetta er nýjasta fréttin af símnjósnamálinu Chaneygate:

http://blogs.abcnews.com/theblotter/2006/05/federal_source_.html

Federal Source tells ABC News: We Know Who You´re Calling.

A senior federal law enforcement official tells ABC News the government is tracking the phone numbers we (Brian Ross and Richard Esposito) call in an effort to root out confidential sources.

Þetta er allavegana nýjasta skúbb blogosphersins vestra. Kæmi mér nú reyndar ekkert á óvart, því ef það er eitthvað sem núverandi ríkisstjórn í BNA hefur áhyggjur af þá eru það starfsmenn sem leka upplýsingum, eins og að það sé veriðað njósna um almenning, í fjölmiðla, og fjölmiðlar sem eru svo ósvífnir að leka þeim upplýsingum í almenning...

M


Herinn á landamærin

Það er töluvert veður búið að vera í Bandaríkjunum í allan dag útaf yfirlýsing sem forsetinn mun flytja í kvöld - allir búast við að hann muni lýsa því yfir að þjóðvarðliðið muni sent á landamæri Mexiko til að stoppa ólöglega innflytjendur. (sjá t.d. þessa frétt í Washington Post: http://letters.washingtonpost.com/W4RT03DC5912987EDCC703252D9E80)
Þó mér finnist reyndar að lönd hljóti mega halda uppi landamæragæslu, er eitt og annað um þetta að segja.

1) Bandaríkjaher hefur ekki yfir að ráða mannafla til þess að skjóta á vesæla íraka og nú líka vesæla mexikana

2) Þetta er útspil til þess að gleðja 'the base' - sérstaklega fólk á borð við 'the minutemen', sem eru hópar vopnarðra óbreyttra borgara, hvítir miðaldra menn með byssur á pikkupptrukkum, sem hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að halda vörð við landamærin.

3) Þetta er tilraun til þess að snúa athyglinni frá njósnabissness Cheney (það var nefnilega Cheney sem virðist hafa staðið á bak við stórfelldar njósnir NSA - hvern hefði grunað?! sjá: http://www.nytimes.com/2006/05/14/washington/14nsa.html?_r=1&oref=slogin)

En hvað sem öllu þessu líður verð ég að segja að það hljómar betur að hafa herinn á landamærunum en 'the minutemen'. Og - þetta er eiginlega best - herinn á bara að vera á landamærunum þar til ríkið hefur ráðið nógu marga 'civilian contractors' til þess að aðstoða landamæraeftirlitið... 'civilian contractors' til að annast landamæragæslu? Það voru líka 'civilian contractors' sem sáu um yfirheyrslur og fangelsisgæslu í Írak. 'Civilian contractors' eru fínt orð yfir málaliða, og ég held að það hljóti allir að vera sammála að það sé slæmt mál að láta málaliðasveitir annast landamæragæslu. Af tvennu íllu held ég að herinn sé betri.

M


Krókodílarnir hættulegir hvort sem maður er fullur eða ekki...

Þetta hefur mig alltaf grunað - en nú er loksins búið að sanna það vísindalega. Magn innbyrðs áfengis hefur ekki áhrif hversu hættulegir hættulegir hlutir eru. Ég hef reyndar ekki reynt við krókodíla eða Alligators...

Þetta var í the Onion:

'Study: Alligators Dangerous No Matter How Drunk You Are'

BATON ROUGE, LA—In a breakthrough study that contradicts decades of understanding about the nature of alligator–drunkard relations, Louisiana State University researchers have concluded that people's drunkenness does not impair the ancient reptiles' ability to inflict enormous physical harm.

 http://www.theonion.com/content/node/48203

Reyndar er þetta ekkert fyndið - þessi frétt var á CNN:

2 More Fatal Fla. Gator Attacks Reported

http://cnn.netscape.cnn.com/news/story.jsp?idq=/ff/story/0001/20060515/0649027531.htm

Ætli Laukverjar skammist sín nokkuð? Nei, sennilega ekki...

M


BBC tekur í misgripum viðtal við leigubílsstjóra...

Rakst á þetta á núna áðan - BBC tók viðtal við saklausan leigubílsstjóra í staðinn fyrir sérfræðing um tónlist og netútgáfu.

Tekstinn er af Dailymail.co.uk, og þar er líka hægt að horfa á viðtalið í heild sinni - ég verð að viðurkennað að aumingja maðurinn leit ekki út fyrir að vera neitt vitlausari í þessu viðtali en hver annar. Ætli þetta segi ekki eitthvað um blaðamennsku...

http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/news.html?in_article_id=386136&in_page_id=1770&in_a_source=&ct=5

The man stepped unwittingly into the national spotlight when he was interviewed by mistake on the corporation's News 24 channel.

With the seconds ticking down to a studio discussion about a court case involving Apple Computer and The Beatles' record label, a floor manager had run to reception and grabbed the man, thinking he was Guy Kewney, editor of Newswireless.net, a specialist internet publication.

Actually, he was a minicab driver who had been waiting to drive Mr Kewney home.

Video: Watch the interview here

Baffled, but compliant, the driver was fitted with a microphone and allowed himself to be marched in to the studio. Cameras rolled, and he was quizzed live on air by consumer affairs correspondent Karen Bowerman - who missed the cabbie's panic-stricken expression when he realised he was being interviewed.

Despite knowing nothing about the case - a judge ruled that the computer company could continue to use the Apple symbol for its iTunes download service - the man gamely attempted to bluff his way through and, speaking in a strong French accent, sustained a (somewhat illogical) form of conversation. Meanwhile, the real Mr Kewney watched indignantly on a monitor in reception.


Vangaveltur um "the religious right"

Það sem islenskum stjórnálaspekúlöntum yfirsést oftast þegar þeir tala um bandaríkin er hversu sundurleitur hópur Republikanaflokkurinn er. ‘Stóra tjaldið’ svokallaða sem Reagan tjaldaði upp í upphafi níunda áratugarins inniheldur ótrúlega breiðan, og um margt sundurleitan hóp – og þó þessir hópar allir séu búnir að deila herbergjum í tvo og hálfan áratug, sem í stjórnmálum hlýtur að teljast frekar langur tími, er ekkert sem bendir til þess flokkurinn sé að renna saman í eitt. En það er kannski skiljanlegt að Íslendingum og öðrum Evrópubúum yfirsjáist þetta, því að bandaríkjamenn sjálfir, og jafnvel margir republikanar virðast hafa flaskað á þessu sama.

Og ég held að þessi ruglingur hafi haft, og muni halda áfram að hafa, mjög afrdrifaríkar afleiðingar fyrir bandarískt samfélag. Um daginn sagði ég nokkur orð um djúpstæða óánægju sem hefur breiðst um raðir frjálshyggjumanna með ofstjórn og ríkisbákns-hugmyndafræði Bush-stjórnarinnar – og á næstu vikum mun ég fjalla nokkuð nánar um það fyrirbæri. Í þessum línum langaði mig hins vegar til að tala um annan “ídeológískan” arm flokksins – trúaröflin. Þetta eru auðvitað tiltölulega sundurlausar vangaveltur og settar fram jafnt sem alvarlegar og ögrandi spekúlasjónir – enda er það eðli bloggs sem tjáningarmáta, eða ritforms. En nóg af þessum varnöglum, í bili.

Bandaríkin hafa alla tíð verið mjög trúuð – Bandaríkjamenn taka trúarbrögð sín mjög hátíðlega. Það þekkja það allir Evrópubúar sem komið hafa til Bandaríkjanna hversu mikið bandaríkjamenn tala um trú sína – venjulegir kanar fara í kirkju á sunnudögum – og þá er ég að tala um venjulegt fólk eins og þig og mig, ekki endurfædda biblíuveifandi ‘vitnandi’ endurfæðinga (sem er semsagt fleirtalan af nýyrðinu endurfæðingur = einhver sem hefur endurfæðst...)  Kirkjusókn fer auðvitað eitthvað eftir þjóðfélagsstöðu, en það er óhætt að segja að bandaríkjamenn séu almennt trúaðir.

Á seinustu árum hefur hins vegar ofstækisfyllstu, eða gölnustu trúarleiðtogunum tekist að sannfæra þjóðina og leiðtoga hennar um að þeir tali fyrir munn kristinna bandaríkjamanna. Í Bandarískum stjórnmálum er talað um ‘the religious right’ – sem vísar til afturhaldssinnaðra trúarafla innan Republikanaflokksins. Mikið af the religious right er heimsendatrúar, þ.e. ‘millenarian’ – þeir bíða í óvæni eftir endurkomu Jesú Krists. Það er erfitt fyrir útlendinga að trúa því óséðu, en margir bandaríkamenn trúa í fyllstu alvöru því að Jesú muni á allra næstu dögum stíga niður af himnum, með herskara af vopnuðum englum og muni láta eldi og brennisteini rigna yfir þá vantrúuðu. En það þarf ekki að horfa mjög lengi á suma bandaríska sjónvarpspredikara, eða lesa ‘Left behind’ bækurnar mjög gaumgæfilega til þess að sjá merki þessarar trúar. Ágætt dæmi er Jack Van Impe, (http://www.jvim.com/) en Impe karlinn situr öll kvöld og les heimsfréttirnar til að leita að sönnunum þess að hinir hinstu dagar séu rétt handan við hornið. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að kjarnorkuvopnaógn Írana hafi hleypt Impe öllum upp í loft. Impe er t.d. sannfærður um að Bandaríkjamenn muni ráðast á Íran, og er hæstánægður: ‘Every bible sign is here... We are headed for the battle of Ages... Every sign shows that the coming of the Lord is right at the door. Be ready!’ (úr Jack van Impe, 13 maí, 2006).

Það er reyndar óþarfi að gera of mikið úr vitleysingum eins og Impe. En þó Impe sé jaðarfyrirbrigði er hann þó fulltrúi fyrir stærri menningarlega hreyfingu í Bandaríkjunum – það er t.d. annars ógerlegt að útskýra vinsældir ‘Left Behind’ bókaflokksins.

Ástæða þess að ég er að rifja þetta upp hér er að maður þarf að hafa í huga hverskonar trúaröfl við erum að tala um þegar við tölum um bandarísk dægurmál. Annarsvegar eru það nokkuð einlæg trú tiltölulega venjulegs og góðs fólks – fólks sem hefur hugsanlega íhaldssamri hugmyndir um veröldina en meðal-íslendingurinn, en fólks sem er að öðru leyti það sem kanar kalla ‘decent’. Hins veger höfum við það sem ég held að sé full ástæða til að kalla Sataníska, eða sadísk heimsendatrú fólks á borð við Jack van Impe. (Í minni bók eru öll trúarbrögð sem predíka blóð, dauða og heimsendi Satanismi..., og allt fólk sem lyftist af kátínu, eins og Impe helvítið gerir, þegar það talar um blóð og dauða, sadistar.)

Eftir sigur Bush í forsetakosningunum 2000 fengu trúaröflin byr undir báða vængi. Bush hafði mikið talað um trú sína í kosningabaráttunni – enda sjálfur endurfæðingur. Og Karl Rove hafði reiknað út að ef flokkurinn gæti æst upp kristna kjósendur og smalað þeim á kjörstað, væri sigurinn nærri vís. Og á þessu ætlaði flokkurinn að fljóta: hugmyndin var sú að íhaldssamir kristnir kjósendur myndu vera tryggir stuðningsmenn forsetans – traust bakland. Síðan þá hefur Bush og Republikönum tekist að vinna yfirburðasigra í þessum kjördæmum. Rove og strategistar flokksins voru, og eru reyndar enn, sannfærðir um að trúaröflin myndu tryggja flokknum konsingasigra og áframhaldandi valdaaðstöðu um ókomna framtíð.

Svo kom 9-11. Og nú flykktist þjóðin í kringum forsetann. Hvort sem það hafði eitthvað með kosningarnar að gera, ýfirlýsta trú forsetans, eða árásir múslimskra heiðingja á bandaríkin, eða þúsaldarskiptin 2000, þá blés nú mjög sérkennilegur andi um bandarískt samfélag.

Á fyrstu árum forsetaembættis Bush ruku ‘the religious right’ af stað með fjöldann allan af áætlunum; banna skyldi samkynhneigð sambönd í eitt skipti fyrir öll, það skyldi afnema rétt kvenna til að fara í fóstureyðingar, og í skólum skyldi kenna sköpunarsögu biblíunnar sem fullgild vísindi, eða í það minnsta jafngild þróunarkenningunni...

Á sínum tíma skulfu allir skynsamir bandaríkjamenn og afgangurinn af heimsbyggðinni horfði á í undrun, allavegana þeir sem voru að fylgjast með vitleysunni. Á meðan sat Republikanaflokkurinn við völd, og ekkert virtist geta haggað taki hans á þinginu, öldungadeildinni og forsetaembættinu. Forsetinn og hans menn þóttust öruggir um sinn hag, og frjálshyggjumenn, ný-íhaldsmenn og ‘fjölskyldugilda’ oflin innan flokksins þóttust sannfærðir um að nú yrði látið til skara skríða um að hrinda öllum þeirra áætlunum í verk.

En ég held að á sínum tíma hafi líklega allir misreiknað stöðuna: Republikanaflokkurinn var ekki samstæð blokk, og hafð þess vegna alls ekki það járntak á bandarísku þjóðinni og fólk hélt. Misskilningurinn hafði mjög víðtækar afleiðingar, - ég vil halda því fram að bæði núverandi stjórnvöld í bandaríkjunum, og svo vinstrimenn sömuleiðis hafi blindast af atburðum áranna 2000-2001, sem hafi komið okkur þangað sem við erum núna.

- Vinstrimenn héldu að það hefði orðið einhver allsherjar vatnaskil í bandaríkjasögu, að þeir stæðu nú frammi fyrir ódrepandi marghöfða hýdru, ægilegu skrímsli sem ekki væri hægt að vinna bug á. Það greip um sig ákveðin ‘Bush-hystería’ meðal vinstrimanna, sem héldu að aðeins ef forestanum væri komið frá, myndi allt reddast. Fyrir vikið var kosningabaráttan 2004 um margt ómarkviss – og demokrataflokknum hefur enn ekki tekist að setja saman sæmilega heildstætt svar við republikönunum.

- Fjölmiðlar og almenningur var terrified og þorði ekki að mótmæla af ótta við að verða stimplaður óþjóðernislegur. Pressan kaus að halda sér saman í undirbúningi stríðsins gegn Írak, og símafyrirtækin kusu að afhenda persónulegar upplýsingar til NSA.

- Republikanar sjálfir fóru að trúa því að þeir væru ódrepandi – og þingið ákvað að hlýða í einu og öllu forsetanum. Það er sjaldgæft, ef ekki óþekkt, að flokksmenn forsetans i þinginu og öldungadeildinni hlýði forsetanum jafnt möglunarlaust og reyndin hefur verið undanfarin sex ár. Þetta síðasta var sérstaklega greinilegt í blogospherinu og í öldum AM útvarps, og þar sem fáir íslendingar hlusta á bandarískt AM útvarp (þó það sé hægt að hlusta á það á netinu – ég mæli sérstaklega með the Savage nation, Rush Limbaugh, Hugh Hewitt, Michael Medved og Laura Ingraham.)

En það var annar vængur republikanaflokksins sem fór líka að trúa því að hann hefði fengið einhverskonar umboð frá almættinu til þess að keyra sína hugmyndafræði í gegn – það voru trúaröflin.

Tilraunir til þess að fá sköpunarsögu biblíunnar kennda í skólum, tilraunir til þess að fá NASA til þess að setja varnagla við umfjöllun um miklahvell, og álíka kjánaleg uppátæki hafa á seinustu mánuðum að mestu verið barin til baka af sæmilega skynsömu fólki.

Sannleikurinn er nefnilega sá, að þó flestir bandaríkjamenn séu trúaðir, þá eru fæstir bandaríkjamenn fanatískir ofstækismenn. Sérstaklega er hópur þeirra sem í raun og sanni trúir því að heimurinn muni farast ekki á morgun heldur hinn, minnihlutahópur.

Þetta fólk, Jack van Impe og hans kónar, lifir ekki í raunveruleikanum, og þeir sem  vilja banna fóstureyðingar og kennslu þróunarkenningarinnar búa í fortíðinni. Pólitíkusar sem kerfisbundið höfða til fólks af þessum toga, og aka undir vitleysuna í því, eru dæmdir til þess að lenda í vandræðum fyrr en síðar. Það er því kannski á endanum ‘the base’ sem verður til þess að botninn detti úr republikanaflokk Bush og Rove – eina von þeirra núna er annað hvort að ‘re-energize’ the base, þ.e. æsa hægrisinnaða kjósendur upp á nýjan leik – en flestir í Bandaríkjunum telja að það sé ætlun forsetans – eða að finna einhverja nýja leið til þess að binda flokkinn saman, sem til lengri tíma litið hlýtur að vera heillavænlegri pólitík, sérstaklega fyrir Bandaríkin sem samfélag, og fyrir hinn vestræna heim almennt. Vestrænt samstarf byggist að miklu leyti á því að það sé samstaða, eða einhver samstilling með pólitískum öflum innan bandaríkjanna og í Evrópu – og meðan forsetinn og Rove einblína á að spla til fólks sem horfir á Jack van Impe er ekki nokkur von til þess að það geti orðið.

Tenglar á nokkra af þeim sem minnst er á að ofan:

Rush Limbaugh: http://www.rushlimbaugh.com/home/today.guest.html

Michael Medved: http://www.michaelmedved.com/

Hugh Hewitt: http://www.hughhewitt.com/

The Savage Nation: http://www.homestead.com/prosites-prs/

Laura Ingraham: http://www.lauraingraham.com

Talk Radio Network: http://www.talkradionetwork.com/

M


Sunnudagspistillinn

Það er gömul hefð fyrir því að dagblöð, og reyndar vefrit af öllum stærðum og gerðum, séu með lengri helgarútgáfur. Það ræðst sennilega af því að um helgar hefur fólk yfirleitt meiri tíma til að lesa og skrifa. Ég held ekki að ég sé svo mikil undantekning frá öru fólki – og það verður því haldið í þessa hefð hér á Frelsi og frönskum. En það er kannski eitthvað mismunandi sem maður hefur af tíma. Stundum þarf maður eitthvað að vera að snúast með fjölskyldunni. Svo þetta verða annaðhvort laugardags eða sunnudagspistlar. Pistill þessarar helgi er í vinnslu. Undanfarna daga hef ég verið að velta fyrir mér framtíð republikanaflokksins og 'the religious right', sem ég held að sé nokkuð misskilið tvíeyki. En nóg um það í bili.

Já, svo er ég kominn með yfir 70 heimsóknir, sem mér finnst bara nokkuð gott, miðað við aldur og fyrri störf. Það er hins vegar engin leið fyrir mig að vita hvort nokkur kjaftur les þetta þvaður mitt – svo, ég hvet fólk til þess að skilja eftir eitthvað feedback! Bæði ef menn eru sammála, ósammála eða bara pirrðu á slettum og stafsetningu... 

M


Um umræðuhefð, Iran og Bandaríkin

Þar sem ég, likt og Múrverjar, hef mikinn áhuga á umræðuhefðum fannst mér ástæða til að segja fáein orð um nýlegan póst á Múrnum (http://www.murinn.is/) 'Tilbúningur verður að veruleika'. Í fyrsta lagi held ég reyndar að Rooter sprellið sem Múrverjar leggja út af segi akkúrat ekkert um umræðuhefðir á vesturlöndum - (fyrir þá sem ekki þekkja til, snýst málið um grein sem nokkrir MIT nemar sömdu með hjálp forrits sem raðaði saman stórum og akademískum orðum í sæmilega skiljanlegar setningar. Úr þessu varð 'grein' sem var samþykkt til flutnings á akademískri ráðstefnu - nokkuð sem háskólamönnum, og fólki sem finnst gaman að gera grín að háskólamönnum finnst skiljanlega mjög fyndið.) Nú vita allir sem þekkja til þess hvernig akademískar ráðstefnur ganga fyrir sig,að ráðstefnuhaldarar hafa oft ekki fyrir því að lesa greinar eða jafnvel tillögur að greinum sem sendar eru inn. Hugsunin er oft sú, að vilji menn koma og gera sig að fífli með annars eða þriðja flokks fræðigreinum er þeim það frjálst.

Enda var það þetta sem MIT nemarnir vildu benda á - Rooter greinin var hugsuð af þeim sem frekar óvísindaleg tilraun - markmiðið var ekki Orwellísk ádeila á newspeak eða firringu stórveldanna, en það er þannig sem Múrverjar nota Rooter-greinina... En það er auðvitað hernaðarhyggja og Íran sem Múrverjar höfðu raunverulega áhuga á þegar þeir lögðu út af Rooter-greininni, ekki praktískir brandarar doktorsnema í tölvunarfræði. Fyrir Múrverja var Rootergreinin var því ekki annað en klókur inngangur í vangaveltur um fáránleika hótana Bandaríkjanna gegn Íran. Og þar sem ég hef mikinn áhuga á bæði hernaðarhyggju og Íran finnst mér því kjörið að halda áfram að vitna í Múrverja. Ég er sammála þeim að það væri ótrúlegt glapræði af Bandaríkjunum að ráðast á Íran - ekki vegna þess að ég sé með einhverjar grillur um að fanatíkerarnir og andsemítistarnir sem þar eru við völd séu einhverjir friðar-, lýðræðis- eða mann-vinir - heldur vegna þess að árás á Íran væri hernaðarlega og pólitískt enn heimskulegri en árásin á Írak var, og ég held að það sjái það hver heilvita maður. Það er þess vegna sem eg held ekki að það sé mikil hætta á að Bandaríkin láti nokkuð verða úr hótunum sínum. Og um það er grein þeirra MIT manna og hótanir Bush-stjórnarinnar um Íran svipaðar: MIT nemarnir hafa líklega aldrei ætlað sér að mæta með umrædda grein á neina ráðstefnu, þó að þeir hafi getað unnið sér inn stig á kaffihúsum Cambridge. Bush, getur notað Írans-ógnina til þess að gefa út stórkarlalegar yfirlýsingar, og vinna sér kannski inn einhver stig, eða koma í veg fyrir að tapa fleirum. Með því að minna regluleg á að Bandaríkin standi frammi fyrir alvöru hættulegum óvinum, getur hann betur réttlætt innanlandspólitík sína, en öll ímynd hans byggir á því að hann sé 'stríðsforseti'.

Það sem dálkahöfundar í Bandaríkjunum óttast helst er að forsetinn láti verða af því að ráðast á Íran til þess að bæta úr slöku fylgi sínu. Það sem dregur hins vegar úr þessari hættu er að meirihluti Bandaríkjamanna hafa undanfarna nokkra mánuði verið þeirrar skoðunar að innrásin í Írak hafi verið röng - og Republíkanar eiga á brattann að sækja í kosningunum nú í haust, og líklega aftur í kosningunum 2008 - en við þær aðstæður væri glapræði að fara að afhenda andstæðingunum jafn frábært áróðursvopn. (Að því ógleymdu að Bandaríkjaher hefur ekki yfir að ráða mannafla til að ráðast á Íran.) Nú snýst öll pólitik forsetans um 'damage control', og þó sókn sé oft besta vörnin eru Íranir einfaldlega of raunverulegur óvinur til þess að jafnvel glórulausir stríðsæsingamenn, sem Múrverjar telja Bandaríkjastjórn vera, fari að gera alvöru úr hótunum sínum.

Það er svo annað mál, að Ahmadinejad, sem er sannarlega veruleikafirrtur (eða spilar sig slíkan, til að höfða til lókal ofstækisafla - það er oft erfitt að greina á milli) og hefur hótað nágrönnum sínum (Ísrael) gereyðingu, er trúandi til næstum alls. Það vill nefnilega oft gleymast að það eru til stríðsæsingamenn í öðrum löndum en Bandaríkjunum...

M


Bandarísk stjórnmál

Eins og ég sagði í fyrsta póstinum þá er ætlunin að þessi blogg snúist einvörðungu um stjórnmál og neyslusamfélagið. Og við það skal staðið. En við nánari athugun fannst mér að það væri kannski of víð skilgreining á efni bloggsins, því að ég hef hvorki vit né tíma til að fylgjast með eða skrifa um stjórnmál eins og þau leggja sig... það virðist líka sem við Íslendingar eigum orðið ansi góðan hóp pólitískra bloggara. Þessvegna fá íslensk stjórnmál, sérstaklega öll hreppa, bæjar og sveitarfélagamál að liggja milli hluta.

En það er annað sem okkur íslendinga skortir mjög tilfinnanlega, en það er skynsamleg og vitræn umfjöllun um bandarísk stórnmál. Þessi skortur er þeim mun tilfinnanlegri að Bandaríkin eru ekki Belgía... Það skiptir töluvert miklu, ekki bara fyrir ísland, heldur heimsbyggðina alla hvað gerist í Bandaríkjunum! Það má einu gilda fyrir frið eða stríð í mið-austurlöndum hvort að nefndarformenn í Belgíska þinginu úttala sig eða ekki um nýlegar skýrslur, og líklega enn minna máli fyrir heimshagkerfið. En í ljósi þess hversu mikilvæg Bandaríkin eru er til skammar hversu lítið, og hversu ílla er fjallað um Bandarísk stjórnmál í íslenskum fjölmiðlum.

En það er samt ennþá lélegri og yfirborðskenndari umfjöllun um bandaríska menningu og bandarísk samfélagsmál.

Það er þetta sem ég ætla að reyna að bæta úr á þessari síðu. Með tíð og tíma ætla ég mér svo að bæta inn linkum, í viðbót við það sem mér hugkvæmist að stinga inn í póstana, og öðru áhugaverðu, en í milltíðinni vona ég að einhver hafi gaman af því að lesa þessar pælingar mínar.

M


Af innaníkisnjósnum

Það sem helst hefur vakið athygli mína við nýlegar umræður í Bandaríkjunum um símtalagagnabanka NSA er ekki að í ljós hafi komið að núverandi ríkisstjórn stundi stórfelldar njósnir um eigin borgara – eða að þeir hafi logið um umfang njósnastarfsemi sinnar fyrir fimm mánuðum þegar í ljós kom að NSA væri að hlera símtöl bandaríkjamanna...  

Nei það sem helst hefur vakið athygli mína eru viðbrögð forsetans, stuðningsmanna hans og stuttbuxnaliðsins alls.Svar forsetans og Alberto Gonzales, dómsmálaráherrans, hefur í stuttu máli sagt verið ‘treystið okkur’ – ‘vissulega stöndum við í stórfelldri gagnasöfnun um saklausa borgara, og vissulega höfum við kosið að hunsa öll lög, reglur og venjur, en þið skulið samt treysta okkur til þess að vera ekki að misnota allt það vald sem við höfum tekið okkur...’ 

Það er líklega við því að búast að jafn óskamfelnir menn og Bushstjórnin skuli vilja að fólk trúi sér og treysti í blindni, jafnvel eftir að allt bendi til þess að þeim sé akkúrat ekki treystandi. Enda spyrja menn sig nú: hvað fleira á eftir að koma í ljós? Viðbrögð stuttbuxnaliðsins bæði í útvarpi, sjónvarpi, og þó sérstaklega á ‘blogo-spherinu’ hafa verið álíka merkileg: þar hefur viðbragðið verið að þetta séu nú engar fréttir – fyrstu viðbrögðin voru að halda því fram að vinstrimenn væru að reyna að endurþyrla upp ‘æsingnum’ í kringum símhleranir NSA. Fox news hefur nánast samhljóma tekið upp þá vörn að bandaríkin séu í stríði, og forsetinn hljóti að hafa rétt og skyldu til að gera það sem honum þyki nauðsynlegt. Á bak við bæði viðbrögð forsetans og stuðningsmanna hans er ein hugsun: það sem forsetinn vill, það skal forsetinn fá, að efast um að forsetinn vilji það sem er rétt og best fyrir þjóðina jafngildir svikum – enda er það ekki almennings, eða kosinna stjórnmálamana að vera að vasast og stinga nefinu í kistur og koppa ríkisvaldsins. Fólk á í blindni að treysta því sem ríkisstjórnin segir. 

Maður þarf nú varla að vera mjög ‘vinstrisinnaður’ til að setja spurningamerki við svona málflutning, og það er ótrúlegt að nokkur stjórnmálamaður eða stjórnmálaskýrandi í siðmenntuðu landi skuli reyna að halda álíka vitfyrringu fram. Í minni heimasveit hétu svona menn fasistar.En það er reyndar ekki mjög merkilegt að komið hafi í ljós að það sé grunnt á lýðræðisást Bush og hans manna. Á seinustu árum hafa álíka mál margoft komið upp, og í hvert skipti hefur Bandarískur almenningur, stjórnmálamenn og stjórnmálaskýrendur kosið að velta sér á hina hliðina og halda áfram þyrnirósarsvefni sínum.

Nú má hins vegar sjá ákveðin merki þess að fólk sé að vakna upp við vondan draum – slakt gengi forsetans í skoðanakönnunum er bæði orsök og afleiðing þessa.Þannig er hægt að merkja mun harðorðari umfjöllun í útvarpi og fréttaskýringum – NPR (‘ríkisútvarp’ þeirra Bandaríkjamanna National Public Radio) hefur þannig verið mun harskeyttara í umfjöllun sinni, og hið sama er að segja um helstu dagblöðin. Það sem þó vekur helst athygli er að hugmyndafræðingar og hugsuðir á hægrivæng bandarískra stjórnmála eru líka farnir að leyfa sér að beina harðskeyttri gagnrýni að forsetanum. Í gær minntist ég á að Cato institute hafi lýst yfir þungum áhyggjum – en nú má bæta því við að Newt Gingrich, sem allir þekkja sem einn af haværustu republikönum þingsins og Joe Scarborough, fyrrum þingmaður frá Florida, sem núna stendur fyrir Scarbrough country á MSNBC hafa lýst yfir andstöðu við njósnaapparat forsetans.  

Það er eftir að sjá hvort að það verður nokkuð úr þessu máli. Ef ég þekki bandarísk stjórnmál rétt er allt eins víst að þetta mál deyi út á fáeinum vikum, nema eitthvað fleira komi í ljós... langlíklegast er hins vegar að eitthvað nýtt og meira spennandi gerist – og það er sömu leiðis næastum pottþétt að demokratarnir klúðri þessu máli eins og flestu öðru.  

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband