Enn ný atlaga að stjórnarskrá USA

Það kom engum á óvart að það væru líka spilltir demokratar - dómsmálaráðherra Bush hefur ábyggilega ekki þurft að halda úti mjög langri rannsókn til þess að finna einn, þó ekki væri nema til þess að gera vörn repúblíkana, þegar þeir eru ásakaðir um spllingu, að þeir 'séu ekkert verri en andstöðuflokkurinn', trúverðuga. Jefferson gekk svo langt að fela peningabúnka í plastpoka í frystinum heima hjá sér... en viðbrögð stjórnvalda gengu yfir öll skynsamleg mörk. Þegar Gonzales fyrirskipaði FBI að gera húsleit á skrifstofu Jefferson braut hann í versta falli bandarísku stjórnarskrána en í besta falli 219 ára hefð: Síðan bandaríkin voru stofnuð, fyrir 219 árum, hafa vopnaðir fulltrúar alríkisstjórnarinnar ekki gert áhlaup á þingið - og það er góð ástæða fyrir því.

Ef stjórnvöld geta sent vopnaðar lögreglusveitir inn á skrifstofur þingmanna til þess að hafa á brott með sér gögn, hefur ríkisstjórnin í sínum höndum vopn sem hún getur beitt gegn pólitískum andstæðingum: saka þá um spillingu eða aðra glæpi, og láta svo lögregluna gera starf þeirra ókleyft. Það eru ástæður fyrir því að við höfum þinghelgi: án hennar er ákveðin hætta á því að framkvæmdavaldið geti gert löggjafarvaldið óstarfhæft. Núverandi ríkisstjórn í bandaríkjunum hefur aðhyllst hugmyndir um nánast óskorað forsetavald og hegðað sér í samræmi við það. Fram að þessu hafa þingmenn republikana þagað þunnu hljóði, en núna virðist þeim loks nóg boðið.

Góð grein á The Nation blog

Frétt LA times um viðbrögð republikana (og demokrata)

Loks frétt á Washington Post um fálmkennd viðbrögð Gonzales

M.

Grein The Nation endar með þessum orðum:

This is an essential fight over whether a president and his minions can do as they please. To be sure, in this dark interregnum, it is not the only fight, as has been well noted by Senator Russ Feingold, D-Wisconsin, Congressman Maurice Hinchey, D-New York, and others in their struggle to hold this administration to account for its illegal domestic surveillance program. But if the legislative branch does not push back at the point when agents of the executive branch are raiding the offices of congressmen without the ascent of the Congress, then surely there is no chance that the separation of powers protection will be asserted with regard to the many other Constitutional abuses committed by this administration.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband