Bandarísk stjórnmál

Eins og ég sagði í fyrsta póstinum þá er ætlunin að þessi blogg snúist einvörðungu um stjórnmál og neyslusamfélagið. Og við það skal staðið. En við nánari athugun fannst mér að það væri kannski of víð skilgreining á efni bloggsins, því að ég hef hvorki vit né tíma til að fylgjast með eða skrifa um stjórnmál eins og þau leggja sig... það virðist líka sem við Íslendingar eigum orðið ansi góðan hóp pólitískra bloggara. Þessvegna fá íslensk stjórnmál, sérstaklega öll hreppa, bæjar og sveitarfélagamál að liggja milli hluta.

En það er annað sem okkur íslendinga skortir mjög tilfinnanlega, en það er skynsamleg og vitræn umfjöllun um bandarísk stórnmál. Þessi skortur er þeim mun tilfinnanlegri að Bandaríkin eru ekki Belgía... Það skiptir töluvert miklu, ekki bara fyrir ísland, heldur heimsbyggðina alla hvað gerist í Bandaríkjunum! Það má einu gilda fyrir frið eða stríð í mið-austurlöndum hvort að nefndarformenn í Belgíska þinginu úttala sig eða ekki um nýlegar skýrslur, og líklega enn minna máli fyrir heimshagkerfið. En í ljósi þess hversu mikilvæg Bandaríkin eru er til skammar hversu lítið, og hversu ílla er fjallað um Bandarísk stjórnmál í íslenskum fjölmiðlum.

En það er samt ennþá lélegri og yfirborðskenndari umfjöllun um bandaríska menningu og bandarísk samfélagsmál.

Það er þetta sem ég ætla að reyna að bæta úr á þessari síðu. Með tíð og tíma ætla ég mér svo að bæta inn linkum, í viðbót við það sem mér hugkvæmist að stinga inn í póstana, og öðru áhugaverðu, en í milltíðinni vona ég að einhver hafi gaman af því að lesa þessar pælingar mínar.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband