Herinn á landamærin

Það er töluvert veður búið að vera í Bandaríkjunum í allan dag útaf yfirlýsing sem forsetinn mun flytja í kvöld - allir búast við að hann muni lýsa því yfir að þjóðvarðliðið muni sent á landamæri Mexiko til að stoppa ólöglega innflytjendur. (sjá t.d. þessa frétt í Washington Post: http://letters.washingtonpost.com/W4RT03DC5912987EDCC703252D9E80)
Þó mér finnist reyndar að lönd hljóti mega halda uppi landamæragæslu, er eitt og annað um þetta að segja.

1) Bandaríkjaher hefur ekki yfir að ráða mannafla til þess að skjóta á vesæla íraka og nú líka vesæla mexikana

2) Þetta er útspil til þess að gleðja 'the base' - sérstaklega fólk á borð við 'the minutemen', sem eru hópar vopnarðra óbreyttra borgara, hvítir miðaldra menn með byssur á pikkupptrukkum, sem hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að halda vörð við landamærin.

3) Þetta er tilraun til þess að snúa athyglinni frá njósnabissness Cheney (það var nefnilega Cheney sem virðist hafa staðið á bak við stórfelldar njósnir NSA - hvern hefði grunað?! sjá: http://www.nytimes.com/2006/05/14/washington/14nsa.html?_r=1&oref=slogin)

En hvað sem öllu þessu líður verð ég að segja að það hljómar betur að hafa herinn á landamærunum en 'the minutemen'. Og - þetta er eiginlega best - herinn á bara að vera á landamærunum þar til ríkið hefur ráðið nógu marga 'civilian contractors' til þess að aðstoða landamæraeftirlitið... 'civilian contractors' til að annast landamæragæslu? Það voru líka 'civilian contractors' sem sáu um yfirheyrslur og fangelsisgæslu í Írak. 'Civilian contractors' eru fínt orð yfir málaliða, og ég held að það hljóti allir að vera sammála að það sé slæmt mál að láta málaliðasveitir annast landamæragæslu. Af tvennu íllu held ég að herinn sé betri.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband