Bush tilnefnir landlækni sem trúir á afhommun

Dr James HolsingerBush hefur tilkynnt um tilnefningu sína á næsta landlækni Bandaríkjanna - og fyrir valinu varð maður að nafni Joseph Holsinger. Samvæmt tilkynningu Hvíta Hússins er Holsinger 

an accomplished physician who has led one of our Nation's largest healthcare systems, the State of Kentucky's healthcare system, and the University of Kentucky's medical center.

Hlutverk landlæknisins er fyrst og fremst að leiða umræðu um heilbrigðismál, sérstaklega forvarnir, og vera nokkurskonar opinber fulltrúi læknastéttarinnar.

As America's chief health educator, he will be charged with providing the best scientific information available on how Americans can make smart choices that improve their health and reduce their risk of illness and injury.

Þetta er allt gott og blessað - nema að þessi Holsinger hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa beitt sér opinberlega gegn samkynhneigðu fólki, og fyrir að reka kirkju (maðurinn er nefnilega ekki bara læknir, heldur líka biblíu-entrepreneur) sem boðar afhommun. (Skv. Kentucky Lexington Herald-Leader):

[Holsinger] founded Hope Springs Community Church in a warehouse at 1109 Versailles Road. Calhoun called it a socially diverse congregation with a "very vital recovery ministry." It serves the homeless and those with addictions to drugs, alcohol and sex; and it has a Spanish-language Hispanic congregation with its own pastor.  [...]

Hope Springs also ministers to people who no longer wish to be gay or lesbian, Calhoun said.

"We see that as an issue not of orientation but of lifestyle," he said. "We have people who seek to walk out of that lifestyle."

Nú er það auðvitað einkamál hvers og eins hverju hann trúir - og ef menn vilja trúa því að guð hafi bannað samkynhneigð er það þeirra einkamál. Þetta sama fólk má svo iðka sinn frjálsa vilja og fara eftir þessari trú sinni. Það hefur hins vegar aldrei verið sýnt fram á (vísindalega) 1) að samkynhneigð sé skaðleg, þeim sem stunda hana eða þeim sem ungangast þá, og 2) að það sé hægt að "lækna" hana. Auðvitað eru til læknar, eins og annað fólk, sem er haldið hómófóbíu eða telur að guð hafi bannað samkynhneigð, og Holsinger virðist falla í þennan flokk.

Það er því eðlilegt að liberal bloggarar og baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra sé fullt efasemda um ágæti þessarar tilnefningar.

"Dr. James Holsinger has demonstrated in the past that he harbors religious-based prejudice towards homosexuals," said Jamie McDaniel, coordinator of Soulforce Lexington, the local chapter of a national organization that opposes the use of religion to oppress lesbian, gay, bisexual and transgender people. "As a gay American, I am deeply concerned over any surgeon general nominee not being healed of such personal prejudice."

"We can only hope that ... Dr. Holsinger would rely on scientific data and not church doctrine," Joel Ginsberg, executive director of the Gay and Lesbian Medical Association, said in a statement. "The Senate should take a hard look to make sure he isn't another in a long line of ideologically driven Bush administration nominees."

Það er reyndar merkilegt að Bush skuli reyna að tilnefna Holsinger, í ljósi þess hversu umdeildur hann getur orðið, því Holsinger þarf samþykki öldungadeildarinnar til að hljóta tilnefningu, og áður en hann fer fyrir öldungadeildina mun hann þurfa að mæta fyrir heilbrigðismálanefndina:

A date has not been announced for confirmation hearings for Holsinger's appointment. He will go before the U.S. Senate Committee on Health, Education, Labor and Pensions, chaired by Sen. Edward M. Kennedy, D-Mass. Three Democrats on the committee are presidential candidates: Sen. Hillary Rodham Clinton of New York, Sen. Barack Obama of Illinois and Sen. Christopher Dodd of Connecticut, a graduate of the University of Louisville law school. The GOP members include Sen. Lamar Alexander of Tennessee and Sen. Orrin Hatch of Utah. Kentucky's senators, Republicans Mitch McConnell and Jim Bunning, are not on the committee.

Holsinger þarf því að svara spurningum Hillary Clinton OG Barack Obama - sem eru bæði að sækjast eftir tilnefningu demokrataflokksins. (Og Chris Dodd, en hann telst varla með). Það er útilokað að Clinton eða Obama geti hleypt Holsinger í gegn, þ.e. eftir að grasrótarsamtök Demokrata hafa móbílíserað sitt fólk - og ef annað hvort Obama eða Clinton standa sig ekki í að grilla Holsinger er fyriséð að "the net-roots" verði trítílótt. Og það er jafn ólíklegt að Holsinger geti fengið samþykki allrar öldungadeildarinnar.

Eina skýringin á því að Bush sé að tilnefna Holsinger er því að hann vilji hleypa upp hasar í kringum hommaógnina sem er eitt helsta áhugamál "the base", þ.e. "socially conservative" repúblíkana. Og ekki veitir af, ef marka má fréttir af gremju íhaldssamra flokksmanna yfir stefnumálum forsetans.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Björnsson

Æ þetta fer að verða þreytandi...  draugar Falwells eru enn á sveimi í Washington.  En ég treysti Teddy Kennedy til að þjarma að þessum skottulækni og það er ekki séns að hann verði confirmed....eða hvað?....nei fjandakornið.

Kíktu á þetta skemmtilega myndbrot af Pat Robertson þar sem hann náðist óafvitandi í auglýsingahléi hjá Larry King.  http://www.youtube.com/watch?v=IgKCu2oHeRY

Róbert Björnsson, 2.6.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Ár & síð

Og þessi er heldur ekki leiðinlegur: http://www.youtube.com/watch?v=yz5T1EEo8ws&NR=1

Ár & síð, 2.6.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Karlmenn sem borða mikið af sjojapróteini fá mikið af estrogen hormónum (kvennhormónum), kanski hefur það áhrif á kynhegðan?  Hef heyrt það áður að hormónagjafir sé lausn á samkynhneigð, en veit ekki hvort það sé vísindalega athugað eða trúarleg afstaða.

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.6.2007 kl. 02:19

4 Smámynd: Jens Guð

  Blessunarlega er Brúskur kominn af lista yfir 100 áhrifamestu menn heims.  Og blessunarlega er mikill meirhluti Bandaríkjamanna orðinn andsnúinn hans pólitík.  Jafnvel margir búnir að átta sig á að arfleifð Brúsk til heimsmála er sú að hann hefur gert Bandaríkin að óvinsælasta ríki heims. 

Jens Guð, 3.6.2007 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband