fim. 7.12.2006
Meira af leti þingmannsins Jack Kingston, (R-GA), sem finnst þriggja daga vinnuvika barasta alveg nóg
Af einhverjum undarlegum ástæðum hefur Jack Kingston, þingmaður repúblíkana frá Georgíu, ákveðið að gera veður út af því að demokratar ætlist til þess að þirmenn mæti í vinnuna alla fimm daga vinnuvikunnar. Í gær lýsti Kingston því yfir í viðtali við Washington Post að Demokrataflokkurinn ætlaði að reka þingið eins og einhverja þrælagaleiðu, og að þetta sannaði enn og aftur að þeir hötuðu fjölskyldur og fjölskyldugildi. Íllska demokrata er nú samt ekki meiri en svo að þingmenn mega fara heim á hádegi á föstudögum. Mig grunar að það séu ansi margir fjölskyldumenn sem myndu glaðir fá að byrja helgina á hádegi á föstudögum. En ekki Kingston. Ef hann fær ekki sína fjögurra daga helgi er hann ónýtur maður.
En það þýðir ekki að Kingston vilji ekki vinna - því í viðtali við Fox í gærkvöld reyndi han að afsaka þetta fáránlega væl sitt:
With BlackBerrys, cell phones, you can stay in touch with whats going on in Washington. But you know, when youre back home with the real people
Það er þó gott að Kingston minntist ekkert á Instant messaging, því það er alvitað að þingmenn gera fleira með hjálp veraldarvefjanna en að "stay in touch with whats going on in Washington" - sumir þingmenn voru nefnilega að senda allskonar annarskonar tölvupósta og skeyti... En hvað sem Mark "Maf54" Foley og nútímalegri samskiftatækni líður eru minnst tveir gallar á þessari kenningu Kingston: Í fyrsta lagi eru margir þingmenn, og jafnvel forsetinn, alls óklárir á því hvað þetta "internet" er. Formaður the United States Senate Committee on Commerce, Science and Transportation,Ted Stevens - repúblíkani frá Alaska - varð t.d. frægur í sumar fyrir eftirfarandi yfirlýsingu:
...just the other day... an Internet was sent by my staff at 10 o'clock in the morning on Friday, I got it yesterday. Why? [...] They want to deliver vast amounts of information over the Internet. And again, the Internet is not something you just dump something on. It's not a big truck. It's a series of tubes.
Ted Stevens, sem er formaður þeirrar þingnefndar sem hefur með fjarskifti að gera veit m.ö.o. ekki hvað internetið er. Ég á erfitt með að sjá að sá maður geti sinnt þingstörfum með hjálp internetsins. Og forsetinn? Hann neitar að nota tölvupóst, og viðurkennir að hann noti internetið aðallega til að googla sjálfan sig og skoða gerfitunglamyndir af búgarðinum sínum í Texas!
En jafnvel þó allir þingmenn repúblíkana kynnu að nota internetið og gætu alveg jafn auðveldlega haldið nefndarfundi, samið lagafrumvörp og fengið þau samþykkt í gegn um tölvupóst og farsíma, virðist Kingston telja að vinna stjórnmálamannsins felist alls ekki í svoleiðis leiðindum. Kingston heldur því nefnilega fram að hann vinni 60 tíma vinnuviku, sem felst aðallega í því að tala við kjósendur:
When were back home, were visiting schools, were talking to groups, were meeting with constituents. Were getting real information on the ground. Were listening and were learning.
Þetta heitir "campaigning" og hefur vissulega heilmikið með stjórnmál að gera. Stjórnmálamenn þurfa stöðugt að vera að minna kjósendur á sjálfa sig, mæta á fundi til að auglýsa síðustu afrek sín, eða minna á hversu ægilega hættulegir andstæðingarnir séu, að demokrataflokkurinn "hati fjölskyldur og fjölskyldugildi"... En stjórnmálamenn eru ekki í vinnu hjá almenningi við að auglýsa sjálfa sig og stefnumál sín. Stjórnmálamenn fá laun frá almenningi fyrir að stjórna, sjá til þess að lög séu sett og ríkisstofnanir gæti almannahags. Það er reyndar hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Of margir þingmenn repúblíkana virðast nefnilega halda að stjórnmál snúist um kosningapot og "campaigning", að starf stjórnmálamannsins sé að mæta á fundi og halda æsilegar ræður, að starf stjórnmálamannsins felist í því að vera kosinn á þing. Jú, og svo halda svona stjórnmálamenn að þeirra starf felist í því að tryggja milljarða af almannafé til að byggja jarðgöng og brúarmannvirki á milli óbyggðra útnesja og eyja í Alaska. Svona menn eiga nákvæmlega ekkert erindi á þing.
M
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Karlmennska, Siðgæði | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.