Eru demokratar og repúblíkanar sekir um 'samskonar' öfgar?

Beck spyr Keith Ellison, þingmann demokrata frá Minnesota, fyrsta múslima á Bandaríkjaþingi hvort hann sé hryðjuverkamaður og hvort honum sé treystandi...!Því heyrist oft fleygt að demokratar og repúblíkanar séu einhvernveginn "eins" og að það séu "samskonar" öfgar beggja vegna. Þegar vinstrimenn benda á Ann Coulter benda hægrimenn á Bill Maher, þegar vinstrimenn benda á Michael Savage benda hægrimenn á Michael Moore. Eini vandinn við þetta er að fjölmiðlafígúrur repúblíkana eru alls ekki "eins og" fjölmiðlafígúrur vinstrimanna - eins og fram kom í þætti Glenn Beck á CNN í gærkvöld. Beck er þekktur fyrir öfgakenndar hugmyndir sínar og skort á smekkvísi, en í gær held ég að hann hljóti að hafa náð áður óþekktum lægðum.

Beck fékk Michael Graham sem er fyrrverandi ráðgjafi Repúblíkanaflokksins og útvarpsmaður voru að ræða nýjustu auglýsingu Hillary Clinton, en sú er byggð á lokasenu Sopranos þáttanna. Aðdáendur Sopranos hafa deilt um hvað þessi lokasena eigi að þýða en henni lýkur einhvernveginn án þess að neinn botn fáist í neitt - og margir virðast hallast að því að Tony Soprano sé myrtur í lok senunnar: það er allt í einu klippt í svart, sem á þá að tákna dauðann.

Graham virtist vera þessarar skoðunar og spurði Beck hvort það hefði ekki verið "æðislegt" ef Clintonhjónin hefðu verið myrt í myndskeiðinu

Seriously, Glenn, didn’t you at one point want to see, like, Paulie Walnuts or someone come in and just whack them both right there. Wouldn’t that have been great?

Beck brosti sínu breiðasta, en þar sem það þykir ósmekklegt að láta sig dreyma um að myrða fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðendur sagðist Beck ekki hafa viljað sjá það. Graham svaraði: "C’mon. … I wanted that." Það er hægt að horfa á upptöku af þessum orðaskiptum á Think Progress.

Beck hefur áður talað um að sig langaði til að myrða Michael Moore. Það er hægt að hlusta á upptöku af Beck dreyma um morð á Media Matters:

Hang on, let me just tell you what I'm thinking. I'm thinking about killing Michael Moore, and I'm wondering if I could kill him myself, or if I would need to hire somebody to do it. No, I think I could. I think he could be looking me in the eye, you know, and I could just be choking the life out -- is this wrong? I stopped wearing my What Would Jesus -- band -- Do, and I've lost all sense of right and wrong now. I used to be able to say, "Yeah, I'd kill Michael Moore," and then I'd see the little band: What Would Jesus Do? And then I'd realize, "Oh, you wouldn't kill Michael Moore. Or at least you wouldn't choke him to death." And you know, well, I'm not sure.

Nei, kannski myndi Jesú ekki vilja leggja blessun sína yfir morð. Kannski. Glenn Beck er ekki alveg viss. 

Ég skal viðurkenna að það eru ábyggilega til vinstrimenn í Bandaríkjunum sem dreymir um að myrða pólítíska andstæðinga sína - eða kvikmyndagerðarmenn sem þeim líkar ílla við - en ég get ekki munað eftir því að hafa nokkurntímann heyrt stungið upp á því opinberlega. Cindy Sheehan er eina undantekningin - en það eru allir, líka vinstrimenn, sammála um að hún er coocoo, og á samúð skylda. Sonur hennar dó í Írak, og það skýrir kannski eitthvað - en hvaða afsökun hefur Glenn Beck? Þess utan er hún ekki með daglegan sjónvarpsþátt á einni stærstu kapalfréttastöð Bandaríkjanna. Michelle Malkin, sem sjálf hefur skrifað greinar þar sem hún ver 'racial profiling' og ákvörðun Bandaríkjastjórnar í fyrri heimsstyrjöldinni að loka alla Bandaríkjamenn af japönskum uppruna í fangabúðum, skrifaði um Sheehan á Townhall:

On the fifth anniversary week of the September 11 attacks, the anger of entertainment industry liberals and anti-war zealots is directed not at Islamic terrorists telling us to convert or die. ...

No, their thoughts are not focused on killing jihadists. Their dreams lie with killing George W. Bush. The mainstreaming of presidential assassination chic is on.

In her new book, "Peace Mom," Cindy Sheehan confesses on page 29 that she has imagined going back in time and killing the infant George W. Bush in order to prevent the Iraq War.

Malkin gat ekki haldið aftur af vandæltingunni, og notaði tækifærið til að halda því fram að allir vinstrimenn væru einhverskonar vitfirringar. Auðvitað er augljóst að Sheehan er ekki með öllum mjalla - og þessir furðulegu draumórar hennar um að myrða Bush sem kornabarn voru það sem fyllti mælinn fyrir nánast alla vinstrimenn sem höfðu haft samúð með Sheehan og stutt hana í baráttu sinni gegn Bush. Sheehan hefur síðan horfið úr sviðsljósinu, enda kærir enginn sig um að vera bendlaður við fólk sem dreymir um að myrða (eða horfa á) sitjandi eða fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Eða hvað?

Meðan menn eins og Glenn Beck tala í fjölmiðlum um að myrða pólítíska andstæðinga finnst mér nokkuð augljóst hvor hliðin hefur gengið lengra í að pólarísera eða draga stjórnmálaumræðuna í Bandaríkjunum niður í svaðið.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölmiðlamarkaðurinn í bandaríkjunum er ansi stór.. Fréttir og fréttaskýringar eru kannski skyldari skemmtanaiðnaðinum þar heldur en annarsstaðar og mörkin á milli fréttamanna og trúða óljósari. Er þetta ekki bara einfaldlega dæmi um fréttaafþreyingu fyrir ruglaðasta hluta bandarískra hægrimanna frekar en eithvað sem veitir innsýn í hugarfar stórs hluta þeirra?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 00:44

2 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Bara smá punktur:

Japönunum var víst safnað saman í seinni heimstyrjöldinni.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 22.6.2007 kl. 01:06

3 Smámynd: Róbert Björnsson

Maður efast stundum um að Glenn Beck sé hættur í dópinu, eins og hann þykist vera.  Vonandi fer hann bara að skipta yfir á Fox "news" svo maður geti haldið áfram að horfa á CNN...og ekki er Nancy Grace skárri!   Hvar draga þeir upp þessi skrípi?

Róbert Björnsson, 22.6.2007 kl. 01:55

4 Smámynd: FreedomFries

Róbert - jú, ég hef reynt að horfa á Beck, og það er eitthvað við hann sem fær mann til að gruna að hann hafi sama heimilislækni og Rush Limbaugh! Og ég skil eiginlega ekkert í CNN að vera með hann í vinnu. Ekki nóg með að maðurinn sé einhverskonar borderline auli, af öllum þáttastjórnendum í kapalsjónvarpsstöðvaumræðuþáttum, að Doocy á Fox kannski undanskildum! er hann eiginlega lang heimskulegastur - hann er líka með lélegt rating, og áhorfendum fer fækkandi - ekki fjölgandi, sem bendir til þess að almenningur sé að verða þreyttur á svona sjónvarpsefni.

Ég kenni Fox news um, því CNN er að reyna að keppa við þá um þennan markað sem HH er að tala um. Samt, "ruglaðasti hluti bandarískra hægrimanna" horfir ekki á Beck: hann er sennilega of liberal fyrir þá, sömu leiðis Limbaugh. Ef maður vill kynnast alvöru vitfirringu þarf maður að hlusta á Michael Savage á AM talk radio. Sem var um tíma þáttarstjórnandi á MSNBC, meðan þeir voru að reyna að vera eins og FOX.

Bestu kveðjur! Magnús

FreedomFries, 22.6.2007 kl. 02:50

5 identicon

"Þegar vinstrimenn benda á Ann Coulter benda hægrimenn á Bill Maher"

 Þekki nú lítið til Bill Maher en hann er sjálflýstur frjálshyggjumaður.

Unnþór (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 15:32

6 Smámynd: FreedomFries

Unnþór og Arngrímur: Þetta átti að undirstrika fáránleika röksemdafærslu repúblíkana og hversu langt þeir seilast í að reyna að halda því fram að "vinstrimenn" séu engu skárri en það vitfirrta fólk sem hefur skapað sér frægð og frama sem einhverskonar "hugsuðir" íhaldsmennskunnar. Ann Coulter er auðvitað gott dæmi.

Ég nefndi Coulter og Maher í sömu setningu vegna þess að þegar ég skrifaði seinast um Coulter fékk ég athugasemd frá lesanda: "Hvað með ummæli Bill Mahers varðandi tilræðið við Cheney?" (Sjá hér) - ég hef áður fengið samskonar eða svipaðar athugasemdir um "hvað með Bill Maher" frá lesendum - ég gat bara ekki fundið þær núna. Ég skil heldur ekki alveg hvernig nokkrum manni getur dottið í hug að líkja Maher og Coulter saman: Þó ekki væri nema vegna þess að Maher er bæði greindur og fyndinn. Og jú, hann er yfirlýstur libertarian, en miðað við hvar Repúblíkanaflokkurinn er kominn í áttina að öfgasinnuðu afturhaldi og útþenslu lögregluríkis eru libertarians líklega orðnir vinstrimenn á bandaríska stjórnmálaskalanum...

Bestu kveðjur!

FreedomFries, 22.6.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband