þri. 6.3.2007
Fox News og Walter Reed: ekkert djöfuls vandamál!
Hneykslismálið á Walter Reed hefur verið ein aðalfréttin í öllum alvöru fjölmiðlum í Bandaríkjunum undanfarna daga. Fox "News" hefur hins vegar haft áhuga á öðrum, mikilvægari málum... til dæmis dauða fyrrverandi fyrirsætu. Anna Nicole Smith lést fyrir þremur vikum síðan en Fox News tókst samt að eyða tólf sinnum meiri tíma í að tala um hana en ástand mála á Walter Reed! Think Progress hefur áður fjallað um sérkennilegan áhuga kapalsjónvarpsstöðvanna á Anna Nicole Smith, samanborið við alvöru fréttir, eins og t.d. ástandið í Írak. Það sem stendur upp úr í þessum nýjustu tölum er samt ekki að Fox News tali of mikið um Smith, heldur að þeir skuli alls ekkert tala um Walter Reed.
Think Progress tók saman hversu oft þrjár helstu kapalsjónvarpsstöðvarnar minntust á Smith og Walter Reed á föstudaginn (en þá voru fréttir af Walter Reed að byrja að ná athygli almennings):
NETWORK | ANNA NICOLE | WALTER REED |
FOX NEWS | 121 | 10 |
MSNBC | 96 | 84 |
CNN | 40 | 53 |
Ástæðan er auðvitað augljós. Á sunnudagsmorgun voru fréttaskýrendur Fox við vikulegu hringborðsumræðu sína og Brit Hume, sem er einn helsti stjórnmálaspekingur Fox News útskýrði skandalinn þannig:
HUME: I think it tells you a lot about the effect of the last election and the political atmosphere in Washington. This is an administration which is known or had been known for sticking by people even when they were embattled. ...
This is unfortunate. It looks terrible, which is the problem. The problem is that it looks as if this administration, which has sent troops into harms way, is now neglecting them when theyre injured and need care and help. But make no mistake about it, this was a there was a potential political firestorm on Capitol Hill began to brew about this. The administration did what it did to try to get it over with, and it may well have succeeded
Semsagt: Vandamálið er að þetta lítur ílla út... ekki að þetta sé alvarlegt vandamál? Vandamálið er að þetta kemur sér ílla fyrir forsetann, ekki að herinn og forsetinn hafi brugðist hermönnum, og láti þá gista í rottu og kakkalakkaholum í stað þess að veita þeim læknishjálp?
Þessi ummæli sanna reyndar enn og aftur að raunverulega vandamálið í þessu stríði öllu er að dyggustu stuðningsmenn þess eru fólk sem skilur ekki að stríð er raunverulegt - og að slasaðir og dauðir hermenn og almenningur er alvöru fólk. Brit Hume, George Bush og aðrir "haukar" og Íraksstríðsáhugamenn eru nefnilega fólk sem heldur að stjórnmál snúist um að láta hlutina líta vel út - en skilja ekki að hlutverk stjórnmálamanna er að stýra samfélaginu til betri vegar. Bush og Hume halda að aðalatriðið sé að það líti út fyrir að forsetinn sé að standa sig.
Auðvitað getur forsetinn ekki leyst öll vandamál allra, og auðvitað munu menn slasast og deyja í stríði, en það er hægt að gera kröfu til þess að stjórnvöld sem senda menn í stríð sjái til þess að 1) stríðið leysi fleiri vandamál en það skapar og 2) að það standi við þau loforð sem þau gefa. Bush og núverandi ríkisstjórn hafa gert hvorugt.
M
Meginflokkur: Fox News | Aukaflokkar: Írak, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.