Sönnun þess að demokratar hati "the troops": Vilja veita kanadíska hernum betri heilbrigðisþjónustu

Bloggarar hafa verið að skemmta sér yfir stórfurðulegum mistökum vefsíðuhöfunda heimasíðu Nancy Pelosi. Pelosi lýsir því þar yfir að hún og flokkurinn ætli að berjast fyrir rausnarlegum fjárveitingum til handa hersjúkrahúsum, svo hermenn sem snúa heim frá Írak njóti sómasamlegrar heilbrigðisþjónustu. (Ekki veitir af, miðað við fréttir af Walter Reed). Og með þessu hetjulega loforði fylgdi frétt af einhverri ungri herkonu að tala við greindarlegan og föðurlegan mann í hvítum slopp, með hlustunarpípu, sem segir okkur að hann sé læknir.

Eina vandamálið er að sé myndin skoðuð grannt sést að á öxl konunnar stendur "Canada" - og þeir sem eru vel að sér í Kanadískum fræðum segja að þetta sé Kanadískur einkennisbúningur!

Pelosi, eins og allir vinstrimenn, hatar Bandaríkin, er á mála hjá sósíalistunum norðan landamæranna

Það besta er að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem vefsíðuhöfundar Demokrataflokksins birta myndir af Kanadískum hermönnum í auglýsingum sem eiga að sanna hversu miklar áhyggjur demokratar hafa af "our men and women in uniform". Michelle Malkin, sem skrifar er eina af víðlesnustu hægribloggsíðunum í Bandaríkjunum svipti (með hjálp Little Green Footballs) t.d. hulunni af álíka fáránlegu máli fyrir seinustu kosningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er sennilega góð ástæða fyrir þessu, myndir af bandarískum hermönnum í sömu aðstæðum líta svo illa út að það er ekki hægt að nota þær.

Einar Þór Strand, 22.6.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband