mið. 2.5.2007
Karl Rove og Richard Nixon
Undanfarnar vikur hafa fréttaskýrendur og bloggarar verið duglegir við að nefna nöfn Nixon og Bush í sömu andrá. Aumingja Bush, sem hélt að hann væri einhverskonar endurholdgerfingur Ronald Reagan virðist hins vegar ætla að verða minnst í sömu andrá og Richard Nixon. Það er því kannski ekki skýtið að við heyrum fréttir af því að hann æði um gólf í Hvíta Húsin, í veruleikafirrtri vænisýki, tuðandi um leynileg samsæri og að allir séu á móti sér, enginn skilji sig...
En í þessu, eins og öllu öðru, virðist sem þræðirnir leiði inn á skrifstofu Karl Rove, því áður en Rove varð "the brain" á bak við það ævintýralega fíaskó sem ríkisstjórn George Bush hefur verið, var hann ungur luralegur piltur og eyddi dögum sínum í kjallaranum á kosningaskrifstofu Richard Nixon. Eftirfarandi myndskeið sýnir Dan Rather segja fréttir af kosningabaráttu Nixon 1972. Rove birtist þegar ca 4 mínútur eru búnar:
Það er ekkert merkilegt við þetta myndband, annað en að Rove var jafn hallærislegur og allir ungir menn í upphafi áttunda áratugarins, með sítt hár og barta. En það meikar samt einhvernveginn fullkominn sens að Rove hafi fengið pólítískt uppeldi sitt í kjallaranum hjá Nixon.
David Greenberg skrifar um Nixon-Rove tengslin í NYT í dag:
In my own research on Nixon, I discovered that during Watergate itself, Rove used a phony grassroots organization to try to rally Americans to the presidents defense against what he called the lynch-mob atmosphere created by the Nixon-hating media. And according to Nixons former counsel John Dean, the Watergate prosecutors office took an interest in Roves underhanded activities before deciding they had bigger fish to fry.
En smáseiðin vaxa síðan upp og verða sjálf að stórum fiskum.
M
Meginflokkur: Bush | Aukaflokkar: ímyndunarveiki, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jafnvel skítseiði geta umbreyst í hákarla.
PS. Rove er meira sexý á þessu Nixon fréttaskoti en hann er í dag. Jafnvel hálf Sussaralegur.
Ólafur Þórðarson, 4.5.2007 kl. 03:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.