"Terror-Free Oil" í Nebraska selur enga araba-olíu!

Terror Free OilFréttin af þessu fyrirtæki er búin að vera að birtast á bloggsíðum í Bandaríkjunum - því þetta er svona "barn festist í brunni"-frétt fyrir þá sem þykjast hafa áhuga á alvöru fréttum! Fox news hefur líka fjallað um bensínsölufyrirtækið "terror-free-oil. Og reyndar fullt af öðrum fjölmiðlum líka. Sem þýðir sennilega að þetta sé frétt? Allavegana virðist* "terror-free-oil" vera alvöru fyrirtæki með heljarinnar heimspekipælingar í kringum olíkaup sín:

Terror-Free Oil Initiative is dedicated to encouraging Americans to buy gasoline that originated from countries that do not export or finance terrorism.

We educate the public by promoting those companies that acquire their crude oil supply from nations outside the Middle East and by exposing those companies that do not.

Þetta var einfalt mál. Ef maður vill ekki hryðjuverkaolíu skal maður ekki kaupa arabaolíu. Þó ég hafi fátt gott að segja um stjornarfar í flestum olíuframleiðsluríkjum mið-austurlanda er ég þó ekki viss um að sú olía fjármagni neitt verri stjórnarhætti en olíugróði t.d. Angóla. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur einnig fram að það sé mjög erfitt að finna olíufyrirtæki sem ekki kaupi olíu frá Arabalöndunum.

Reyndar er langsamlega mest af þeirri olíu sem brennt er í Bandaríkjunum, og ekki kemur frá Mið-Austurlöndum, upprunnin í Venesúela, og seinast þegar ég athugaði var forseti þess lands upptekinn við einhverskonar Sósíalíska byltingu. Valið stendur þá á milli þess að styðja hryðjuverkamenn eða sósíalista? Það er reyndar merkilegt að bandarískur almenningur hafi ekki fyrir löngu skift yfir í aðra eldsneytisgjafa - af þjóðernisást einni saman!

M

*Það myndi ekki vera í fyrsta skipti sem Fox news og blogospherið dreifðu tröllasögum sem fréttum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Athyglisvert þetta með "exporting terror".  Ef terror er útflutningsvara, þá held ég að Ameríkanar séu engir eftirbátar annara í því. Eignlega eru þeir algerlega markaðsráðandi í því svo við einokun má jafna.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2007 kl. 05:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband