Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
mið. 24.1.2007
Teksti State of the Union ræðu forsetans
Eftir einn og hálfan klukkutíma mun forsetinn flytja eftirfarandi ræðu - Think Progress birti teksta ræðunnar fyrir hálftíma síðan. Bæði Think Progress og Wonkette ætla líka að Live-blogga ræðuna, sem ætti að vera skemmtilegt lesefni.
Og um hvað ætlar forsetinn að tala? Hitt og þetta, m.a. frelsi og stríðið gegn óvinum frelsis, jú og svo ætlar hann að tala um "energy independence", alveg eins og í fyrra, hittífyrra og híttí-hittífyrra... úr ræðu forsetans eftir einn og hálfan tíma (ég reikna með að Think Progress hafi ekki logið upp þessari ræðu sem þeir hafa undir höndum!):
Extending hope and opportunity depends on a stable supply of energy that keeps Americas economy running and Americas environment clean. For too long our Nation has been dependent on foreign oil. And this dependence leaves us more vulnerable to hostile regimes, and to terrorists who could cause huge disruptions of oil shipments raise the price of oil and do great harm to our economy.
It is in our vital interest to diversify Americas energy supply and the way forward is through technology. We must continue changing the way America generates electric power by even greater use of clean coal technology solar and wind energy and clean, safe nuclear power. We need to press on with battery research for plug-in and hybrid vehicles, and expand the use of clean diesel vehicles and biodiesel fuel. We must continue investing in new methods of producing ethanol using everything from wood chips, to grasses, to agricultural wastes.
We have made a lot of progress, thanks to good policies in Washington and the strong response of the market. Now even more dramatic advances are within reach. Tonight, I ask Congress to join me in pursuing a great goal. Let us build on the work we have done and reduce gasoline usage in the United States by 20 percent in the next 10 years thereby cutting our total imports by the equivalent of 3/4 of all the oil we now import from the Middle East.
To reach this goal, we must increase the supply of alternative fuels, by setting a mandatory Fuels Standard to require 35 billion gallons of renewable and alternative fuels in 2017 this is nearly 5 times the current target. At the same time, we need to reform and modernize fuel economy standards for cars the way we did for light trucks and conserve up to 8.5 billion more gallons of gasoline by 2017.
Achieving these ambitious goals will dramatically reduce our dependence on foreign oil, but will not eliminate it. So as we continue to diversify our fuel supply, we must also step up domestic oil production in environmentally sensitive ways. And to further protect America against severe disruptions to our oil supply, I ask Congress to double the current capacity of the Strategic Petroleum Reserve.
America is on the verge of technological breakthroughs that will enable us to live our lives less dependent on oil. These technologies will help us become better stewards of the environment and they will help us to confront the serious challenge of global climate change.
Forsetinn hefur áður talað um orku og olíu og mikilvægi þess að Bandaríkin gætu sjálf séð sér fyrir allri þessari orku;
SOTU, 1/29/2002: Good jobs also depend on reliable and affordable energy. This Congress must act to encourage conservation, promote technology, build infrastructure, and it must act to increase energy production at home so America is less dependent on foreign oil.
SOTU, 1/28/2003: Our third goal is to promote energy independence for our country, while dramatically improving the environment. Even more, I ask you to take a crucial step and protect our environment in ways that generations before us could not have imagined.
SOTU, 1/20/2004: Consumers and businesses need reliable supplies of energy to make our economy run so I urge you to pass legislation to modernize our electricity system, promote conservation, and make America less dependent on foreign sources of energy.
SOTU, 2/2/2005: To keep our economy growing, we also need reliable supplies of affordable, environmentally responsible energy. I urge Congress to pass legislation that makes America more secure and less dependent on foreign energy.
SOTU, 1/31/2006: Keeping America competitive requires affordable energy. And here we have a serious problem: America is addicted to oil. . By applying the talent and technology of America, this country can dramatically improve our environment, move beyond a petroleum-based economy, and make our dependence on Middle Eastern oil a thing of the past.
Þetta væri alltsaman bæði gott og blessað ef forsetinn hefði gert eitthvað til þess að láta þessi fögru orð sín öll verða að veruleika. Skv Think Progress:
In September 2006, 70 percent of oil consumed in the United States came from foreign sources, up from 58 percent in 2000.
U.S. dependence on OPEC nations for oil imports has risen to its highest level in 15 years.
Despite promises at his 2006 State of the Union address, President Bushs 2007 budget actually proposed to spend less on energy efficiency, conservation, and renewable energy resources in inflation-adjusted dollars than was appropriated in fiscal year 2001 $1.176 billion in nominal dollars in both 2001 and 2007.
Vinsældir forsetans hafa hins vegar náð nýjum lægðum, því samkvæmt nýjustu könnun CBS er "approval rating" forsetans 28%, - sem þýðir að innan við þriðjungur kjósenda sé sáttur við hvernig Bush hefur staðið sig í starfi. 64% segjast hins vegar ósátt við frammistöðu forsetans!
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 23.1.2007
CNN afsannar að Barack Obama sé múslimskur flugumaður...
Um daginn flutti Insight mag og Fox news "frétt" þess efnis að Barack Obama hefði sem barn verið í Wahhabísku Madrassa í Indonesíu, þar sem honum hefði verið innrætt að tilbiðja Allah og spámann hans Múhameð og ábyggilega líka að hata Bandaríkin. Fréttaskýrendur og þáttastjórnendur á Fox og í hægrisinnuðu "talk radio" gerðu sér töluverðan mat úr þessari uppljóstrun, enda ekkert skemmtilegra en að fá að ásaka öldungadeildarþingmenn demokrata um að vera leynilega á mála hjá hryðjuverkamönnum...
En svo kom CNN og eyðilagði allt fjörið. CNN þykist nefnilega stunda eitthvað sem heitir "fréttamennska" sem felst í því að fjalla um raunverulega atburði og byggja fréttir á staðreyndum og áræðanlegum heimildarmönnum frekar en dylgjum og ónafngreindum uppljóstrurum. CNN lét blaðamann sinn í Jakarta fara og athuga þennan skóla sem Obama sótti þegar hann var barn:
JAKARTA, Indonesia (CNN) -- Allegations that Sen. Barack Obama was educated in a radical Muslim school known as a "madrassa" are not accurate, according to CNN reporting. ...
But reporting by CNN in Jakarta, Indonesia and Washington, D.C., shows the allegations that Obama attended a madrassa to be false. CNN dispatched Senior International Correspondent John Vause to Jakarta to investigate. ...
"This is a public school. We don't focus on religion," Hardi Priyono, deputy headmaster of the Basuki school, told Vause. "In our daily lives, we try to respect religion, but we don't give preferential treatment." Vause reported he saw boys and girls dressed in neat school uniforms playing outside the school, while teachers were dressed in Western-style clothes.
"I came here to Barack Obama's elementary school in Jakarta looking for what some are calling an Islamic madrassa ... like the ones that teach hate and violence in Pakistan and Afghanistan," Vause said on the "Situation Room" Monday. "I've been to those madrassas in Pakistan ... this school is nothing like that."
Vause also interviewed one of Obama's Basuki classmates, Bandug Winadijanto, ... "It's not (an) Islamic school. It's general," Winadijanto said. "There is a lot of Christians, Buddhists, also Confucian. ... So that's a mixed school."
Insight Mag og Fox reyndu líka að slá tvær flugur í einu höggi með því að halda því fram að þessar "uppljóstranir" um Obama kæmu raunverulega frá Hillary Clinton - en Fox og aðrir fjölmiðlar repúblíkana lýsa kosningabaráttu Hillary Clinton, sem augljóslega þarf að sigra Obama og Edwards ef hún vill fá útefningu Demokrataflokksins, sem einhverskonar fólskubrögðum. Clinton "plays dirty" og ef hún segir eitthvað um andstæðinga sína er það "character assassination". En með hjálp þessarar "fréttamennsku" sem CNN stundar tókst þeim líka að eyðileggja þá sögusögn Insight Mag:
Insight attributed the information in its article to an unnamed source, who said it was discovered by "researchers connected to Senator Clinton." A spokesman for Clinton, who is also weighing a White House bid, denied that the campaign was the source of the Obama claim.
He called the story "an obvious right-wing hit job."
Og svo ef Obama verður í alvörunni kosinn sem forseti getur the military industrial complex organíserað alvöru "right wing hit job" með hjálp mafíunnar, CIA, kúbönsku útlaganna, og auðvitað LBJ!
M
ps. Það er hægt að horfa á upptöku af frétt CNN á Think Progress.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 22.1.2007
Bara 22 mánuðir í forsetakosningar!
Eitt af því sem gerir bandarísk stjórnmál skemmtileg er að það eru nokkurnveginn alltaf kosningar - Bandaríkjamenn ganga að kjörborðum annað hvert ár, og kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar tekur alltaf um tvö ár. Og núna eru innan við tvö ár til næstu forsetakosninga, og skoðanakannir og kosningabarátta er þegar hafin!
Og samkvæmt nýjustu tölum virðist sem Demokratar standi betur að vígi. Þrátt fyrir að allskonar kverúlantar hafi reynt að halda því fram að Obama eða Hillary "geti aldrei náð kjöri" vegna þess að hann sé svartur og hún kona eru bæði Obama og Hillary með forskot á McCain. Mig grunar að ástæða þess að Giuliani komi betur út en McCain sé sú að McCain, sem lengi vel var talinn "rödd skynseminnar" innan repúblíkanaflokksins, hafi fallið í áliti hjá almenningi í kjölfar þess að hann hefur markaðssett sjálfan sig sem helsta stuðningsmann Íraksstefnu forsetans.
Samkvæmt könnun Newsweek á því hvernig fólk myndi kjósa ef kosningarnar væru í dag:
- Barack Obama myndi sigra McCain (46% gegn 44%) en tapa fyrir Giuliani (47% gegn 45%);
- Hillary Clinton myndi sigra McCain (48% gegn 47%) en tapa fyrir Giuliani (48% gegn 47%).
Í samskonar könnn Washington Post:
- Clinton myndi sigra McCain (50% gegn 45%) og sömuleiðis Giuliani (49% gegn 47%);
- Obama myndi sigra McCain (47% gegn 45) en tapa fyrir Giuliani (49% gegn 45%).
Svo virðist því sem bæði Clinton og Obama séu sigurstranglegri en McCain - og eigi bæði góðan séns í Giuliani. Það fer því fjarri að þau eigi "ekki séns", eða að það sé einhvernveginn útilokað að Bandaríkjamenn myndu kjósa konu eða svertingja sem forseta. (Könnun WaPo er reyndar mjög forvitnileg. T.d. kemur fram að 64% Bandaríkjamanna telji að innrásin í Írak hafi verið mistök og 70% telja að ríkisstjórn Bush hafi ekki "a clear plan for handling the situation in Iraq"!)
Þessar kannanir eru samt nokkuð þversagnakenndar, því samkvæmt könnun Washington Post er Hillary Clinto langsamlega vinsælust af frambjóðendum Demokrata - en samkvæmt könnun Newsweek virðist John Edwards standa betur að vígi ef velja eigi milli hans og frambjóðenda repúblíkana.
- John Edwards myndi sigra John McCain (48% gegn 43%) og sömuleiðis Rudy Giuliani (48% gegn 43%)
Edwards er flottur og myndi sennilega vera góður forseti. 2004 hefði hann átt að vera frambjóðandi flokksins frekar en varaforsetaefni Kerry.
M
mán. 22.1.2007
Matt Harding og veröldin
Matt Harding fer um heiminn, og tekur sjálfan sig upp að dansa. Og þessi heimsferðadans hans er orðinn að meiriháttar internet/youtube cult fyrirbæri. Það er eitthvað sérkennilega fullnægjandi við að horfa á 30 ára gamlan náunga dansa ílla, út um alla veröld. Ég veit ekki hvað, en það er eitthvað.
Kannski er þetta besta endurgerð Koyaanisqatsi sem ég hef séð.
M
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 20.1.2007
Múslimski hryðjuverkamaðurinn Barack Hussein Obama...
Hægrimenn í Bandaríkjunum hafa undanfarnar vikur og mánuði fundið upp á hverri vitleysunni á fætur annarri til að sverta nafna Barack Obama, sem er ein af björtustu stjörnum Demokrataflokksins og hugsanlegur frambjóðandi þeirra til forsetaembættisins 2008. Eitt klókasta útspilið var að bend á að Obama héti Barack Hussein Obama - sem er auðvitað alvarlegt mál. Alveg eins og Saddam Hussein!
En nú hefur þessi leikur náð nýjum hæðum, því Insight Magazine, sem er hluti af sama fjölmiðlaveldi og Washington Times, veltir því fyrir sér í nýrri grein hvort Obama sé einhverskonar laumumúslimi! Insight skýlir sér raunar á bak við að það hafi verið njósnarar á vegum Hillary Clinton sem hafi komið upp um þetta múslimska eðli Obama. Glæpurinn er semsagt sá, að Obama á að hafa sótt Madrassa skóla sem barn
Are the American people ready for an elected president who was educated in a Madrassa as a young boy and has not been forthcoming about his Muslim heritage?
Sources said the background check, conducted by researchers connected to Senator Clinton, disclosed details of Mr. Obama's Muslim past. The sources said the Clinton camp concluded the Illinois Democrat concealed his prior Muslim faith and education. ...
Sem barn á Obama nefnilega að hafa verið í Madrassaskóla í Indonesíu - og Insight bendir okkur á að, þó við vitum akkúrat ekkert um það, sé alveg eins líklegt að þessi Madrassaskóli hafi kennt stórvarhugaverða guðfræði og vonda siði:
Although the background check has not confirmed that the specific Madrassa Mr. Obama attended was espousing Wahhabism, the sources said his Democratic opponents believe this to be the caseand are seeking to prove it. The sources said the opponents are searching for evidence that Mr. Obama is still a Muslim or has ties to Islam.
Nú veit ég ekkert um það hvort menn á vegum Clinton hafi staðið á bak við þessa rannsókn, eða hvort það sé rétt að Obama hafi verið í Madrassa skóla sem barn. En vangavelturnar og getgáturnar sem fylgja í kjölfar þessarar uppljóstrunar eru þeim mun merkilegri og ævintýralegri. Og í öllum þessum getgátum er eitt aðalatriðið að Madrassaskólar séu fjármagnaðir af Sadi Arabíu og kenni Wahhabisma - en Saudi Arabíska konungsfjölskyldan aðhyllist þá yndislegu mannkærleikstrú, sem felst meðal annars í því að halda úti guðlasts og rúarlögreglu sem t.d. meinar stúlkum að yfirgefa brennandi hús ef þær eru ekki með blæju! Það merkilegt að ríkistrú Saudi Arabíu sé hættulegasta form Íslam - seinast þegar ég athugaði var voru bestu vinir sömu Saudi Arabísku Wahhabistanna í Bandaríkjunum, Washington og Texas einhver Bush fjölskylda...
En þó Obama sé ekki múslimi, og sæki messur í kirkju er trúarhiti hans samt ekki nógu heitur til að nafnausir heimildarmenn Insight skuli ekki hafa áhyggjur;
Mr. Obama attends services at Trinity United Church of Christ in Chicagos South Side. However, he is not known to be a regular parishioner.
"Obama's education began a life-long relationship with Islam as a faith and Muslims as a community," the source said. "This has been a relationship that contains numerous question marks."
Obama er sonur Keníumanns og Bandarískrar móður, en foreldrar hans skildu þegar hann var tveggja ára gamall. Móðirin giftist aftur - Indonesíumanni, og bjó ásamt syni sínum og nýja eiginmanninum í nokkur ár í Indonesíu, heil fjögur ár reyndar, frá því að Obama var sex ára þar til hann var tíu ára. (sjá ævisögu Obama á Wikipedia, sem segir auðvitað ekkert um Wahhabíska heilaþvóttaprógrammið...)
Og það er þar sem þessi nýja söguskýring nafnlausra heimildarmanna Insight tekur við: Í Indonesíu á Obama nefnilega að hafa verið innritaður í Wahhabíska heilaþvottaskólann þar sem honum var breytt, ekki í Mansjúríukandídat, heldur einhverskonar Jakartakat... sem var prógrammeraður til að rísa til hæstu metorða innan Bandarísks stjórnkerfis, verða senator og forseti og steypa landinu svo í gjötun?*
Því þegar svona vangaveltur eru farnar af stað er erfitt að stoppa þær. Á Fox news var þessi frétt nefnilega gripin strax upp og í þættinum Fox & Friends var líka fjallað um að Obama væri leynilegur Wahhabískur flugumaður á mála hjá Saudi Arabískum hryðjuverkamönnum. Skv Think Progress:
Fox & Friends host Steve Doocy pointed out that madrassas are financed by Saudis and teach this Wahhabism which pretty much hates us, then declared, The big question is: was that on the curriculum back then? Later, a caller to the show questioned whether Obamas schooling means that maybe he doesnt consider terrorists the enemy. Fox anchor Brian Kilmeade responded, Well, well see about that.
Hvernig var þetta aftur? Að kjósa demokrata jafngildir því að greiða hryðjuverkamönnunum atkvæði! Ég yrði ekki hissa ef repúblíkanar taki þessari Obamasögu sem hverri annarri himnasendingu! Nú þurfa þeir bara að gera útaf við John Edwards (sem ég hálf vona að vinni!) og Hillary Clinton (sem eiginlega verður að vinna - bara til þess að Bill Clinton verði 1st Sir - því hvað ætla Bandaríkjamenn að kalla eiginmann fyrsta kvenforsetans!
M
*Móðir Obama er reyndar látin - svo þar endar eiginlega samlíkingin við Mansjúríukandídatinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fös. 19.1.2007
Dick Cheney er vinsælli en George Bush!
Samkvæmt nýrri skoðanakönnum FOX er Bush svo óvinsæll og ílla liðinn að það eru fleiri sem hafa neikvæða mynd af honum en Darth Cheney! 58% aðspurðra hafa neikvæða eða mjög neikvæða mynd af forsetanum, meðan 53% hafa neikvæða eða mjög neikvæða mynd af varaforsetanum.
Þeir félagar eiga þó enn einhverja aðdáendur. Það eru enn 35% kjósenda sem eru sátt við frammistöðu forsetans í embætti. Til samanburðar voru 88% bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að forsetinn stæði sig vel í starfi þegar best lét, tveimur mánuðum eftir 11. september 2001.
Þá vekur athygli að það er ekki bara forsetinn sem kjósendur hafa ímigust á: aðeins 39% aðspurðra hafa jákvæða mynd af Repúblíkanaflokknum, meðan 51% hafa jákvæða mynd af demokrataflokknum
Þegar kemur að stríðinu í Írak sýnir könnunin líka að þjóðin er andsnúin því að senda fleiri hermenn til Irak (59%), því það muni ekki hafa nein áhrif á útkomu stríðsins (52%), og yfirgnæfandi meirihluti (61%) telur að "surge" forsetans sé ekki ný stefna, þrátt fyrir að forsetinn hafi í sjónvarpsávarpi sínu reynt að selja kjósendum að hann væri að tilkynna "nýja stefnu". Og þó meirihluti aðspurðra (52%) telji að áætlun forsetans muni mistakast þýðir það ekki að almenningur vilji að stefna forsetans mistakist - 63% vona að áætlun forsetans lukkist. Nánast sama hlutfall telur þó að þetta seinasta útspil forsetans sé síðasti sénsinn: 61% sagðist telja að "the recent plan to send additional troops to Iraq [is] President Bush's last chance for victory in Iraq..."
M
fös. 19.1.2007
Fyrir kosningar voru eftirlitslausar hleranir NSA algjört prinsippmál fyrir Bush - en ekki lengur?
Fyrir seinustu kosniningar reyndi forsetinn nokkrum sinnum að gera andstöðu Demokrata gegn njósnaprógrammi NSA að kosningamáli. Forsetinn hélt því blákalt fram að með andstöðu sinni við eftirlitslausar hleranir framkvæmdavaldsins væru demokratar að sanna ábyrgðarleysi sitt og andúð á Bandaríkjunum! Nú, vegna þess að þegar við förum að krefjast þess að það sé farið að lögum, og mótmælum því að ríkið geti njósnað um eigin borgara eftirlitslaust, hafa hryðjuverkamennirnir unnið! Þetta, að atkvæði greidd demokrataflokknum væru atkvæði greidd "hryðjuverkamönnum" var reyndar þema í kosningabaráttu Hvíta Hússins fyrir kosningarnar.
Think Progress tók saman nokkrar yfirlýsingar Bush frá því fyrir kosningarnar þar sem hann hélt þessu fram. Þann þriðja október:
BUSH: The stakes in this election couldnt be more clear. If you dont think we should be listening in on the terrorist, then you ought to vote for the Democrats. If you want your government to continue listening in when al Qaeda planners are making phone calls into the United States, then you vote Republican.
Þann fjórða október:
BUSH: If the people of the United States dont think we ought to be listening in on the conversations of people who could do harm to the United States, then go ahead and vote for the Democrats.
Og svo þrítugasta október:
BUSH: In all these vital measures for fighting the war on terror, the Democrats just follow a simple philosophy: Just say no. When it comes to listening to the terrorists, whats the Democrats answer? Its, just say no.
Taktík forsetans var nefnilega annarsvegar að halda því fram að eftirlit með njónsnum NSA myndi koma í veg fyrir að hægt væri að heyja stríðið gegn hryðjuverkum, og hinsvegar að ásaka alla sem leyfðu sér að gagnrýna hvernig njósnirnar væru stundaðar um að vilja "koma í veg fyrir að það væri hlustað á hryðjuverkamenn". (Ég minnist þess reyndar ekki að hafa nokkurntímann heyrt neinn halda því fram að það ætti að stöðva allar njósnir eða að það ætti að koma í veg fyrir að NSA njósnaði um hryðjuverkamenn.)
Kjósendur fóru samt og kusu demokrataflokkinn. Og tveimur mánuðum seinna lýsir forsetinn því yfir sjálfviljugur að hlerunarprógrammið myndi hér eftir lúta efitrliti dómstóla. En af hverju? Fyrst eftir að upp komst um hlerunarprógrammið hélt forsetinn og stuðningsmenn hans því fram að það væri algjörlega lífsnauðsynlegt að það lyti engu eftirliti - annars myndu hryðjuverkamennirnir vinna... Og fyrir kosningar endurtók forsetinn sama sönginn. Hvað hefur breyst í millitíðinni?
Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að útspil forsetans sé pólítískt. Nú þegar demokratar hafa lokið 100 klukkutíma prógrammi sínu (sjá færslu mína um þessa dularfullu 100 klukkutíma hér - þegar allt kom til alls tóku þeir svo bara 42 klukkutíma!) munu taka við þingrannsóknir á því hvernig forsetanum hefur tekist að klúðra bæði stríðinu í Írak og "stríðinu gegn hryðjuverkum" - en þess í stað tekist að þenja út vald forsetaembættisins og ríkisins, bæði í gegn um löggjöf (the Patriot Act), "signing statements" forsetans og svo með ólöglegum embættisfærslum, á borð við hlerunarprógramm NSA. Forsetinn gerir sér sennilega grein fyrir því að hann muni bíða lægri hlut ef til þess kæmi að hann þyrfti að verja þetta prógramm sitt, og frekar en að þurfa að viðurkenna lægri hlut fyrir demokrötum eða dómstólum, dregur hann prógrammið til baka sjálfviljugur. Þetta viðhorf kom m.a. fram í NYT í morgun:
The details remained sketchy yesterday, but critics of the administration said they suspected that one goal of the new arrangements was to derail lawsuits challenging the program in conventional federal courts.
Its another clear example, said Ann Beeson, associate legal director of the American Civil Liberties Union, of the government playing a shell game to avoid accountability and judicial scrutiny.
In other cases, too, the timing of litigation decisions by the government has been suggestive.
Shortly before the Supreme Court heard a set of three detainee cases in 2004, the administration reversed course and allowed two Americans held incommunicado by the military to meet with their lawyers, mooting that issue.
Í hvorugu dæminu hefur forsetinn viðurkennt að hafa haft á röngu að standa. Með því að taka málið "af dagskrá" getur hann komist hjá því að það sé skorið skýrt úr um að embættisfærslur hans séu ólöglegar og brjóti stjórnarskrána. Með öðrum orðum, forsetinn hleypur af hólmi áður en kemur til átaka. Pínulítið eins og Jeb litlibróðir Bush sem faldi sig í kústaskáp frekar en að mæta mótmælendum! (sjá færslu mína um kústaskápaævintýri Jeb hér.)
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær skrifaði ég færslu um merkilega yfirlýsingu Bush stjórnarinnar um að hún ætlaði sér héðan í frá að láta FISA (Foreign Intelligence Surveillance Act) dómstólinn hafa eftirlit með hleurunarprógrammi ríkisstjórnarinnar. Þetta þóttu auðvitað merkilegar fréttir og í allan gærdag voru bandarískir fjölmiðlar yfirfullir af vangaveltum um þetta merkilega mál. NPR (National Public Radio, sem er nokkurskonar ríkisútvarp Bandaríkjamanna)fjallaði t.d. ítarlega um þetta mál, öll helstu dagblöðin birtu langar greinar um símhlerunarprógrammið og þessa kúvendingu Bush. Kúvendingu, því fram að þessu hefur forsetinn og talsmenn hans verið harðir á því að framkvæmdavaldið hafi fullan rétt til þess að hlera síma ríkisboragaranna ef þeim barasta svo sýndist - þ.e. það mætti hlera, án dómsúrskurðar, og án nokkurs eftirlits frá einum né neinum, símann hjá bandarískum ríkisborgurum. Allt undir því yfirskyni að verið væri að hlera símana hjá "hryðjuverkamönnum".
Að vísu hafa margir liberal og libertarian bloggarar lýst efasemdum um að forsetinn hefði raunverulega dregið í land - því það er alls óvíst hvort FISA dómstóllinn muni fá að leggja mat á einstaka hlerunarbeiðnir. Svo hafa margir bent á að ríkið getur enn gefið út svokölluð "National Security Letters" til að krefja símafyrirtæki, bankastofnanir og aðra um allar þær upplýsingar sem stofnunin fer fram á. Það er enginn dómstóll sem þarf að samþykkja þær gagnaveiðar. Fram til þessa hafa National Security Letters aðeins verið gefin út af FBI. Alríkislögreglan má með öðrum orðum fá aðgang að öllum persónuupplýsingum sem því sýnist, án dómsúrskurðar. Venjulegar löggæslustofnanir þurfa hins vegar dómsúrskurði. Það væri kannski ekkert stórmál að ríkið stundaði einhverjar njósnir um eigin borgara. Það er varla hægt að búast við öðru. Það sem áhugamönnum um stjórnarskrárvarið einstaklingsfrelsi finnst óþægilegt er að forsetinn og ríkisvaldið virðast ekki kunna sér hófs. Skv. USA Today, sem verður varla ásakað um að vera "vinstrisinnað" dagblað:
Unlike the warrantless wiretapping program, these letters don't violate any laws, though perhaps they should.
National Security Letters have their origin in the 1970s as exceptions to laws that bar companies from divulging their customers' data. After 9/11 and the passage of the USA Patriot Act, their use greatly expanded.
These letters which government agencies can use to demand or request information about people's phone, credit and banking records have a number of troubling features. Chief among them are that they can be issued without judicial review and that their recipients are subject to a gag order.
It's bad enough that the FBI has issued thousands of these letters; now, according to a New York Times report confirmed by Vice President Cheney, the Defense Department and CIA are also getting into the act.
NSL bréfin, ólíkt leyniliegu hlerunarprógrammi NSA stofnunarinnar, styðjast hins vegar við lagaheimild. En þear fréttir berast af því að Pentagon og CIA séu líka farin að gefa út samskonar bréf til þess að safna upplýsingum um óbreytta borgara byrja menn að ókyrrast. Talsmenn einstaklingsfrelsis - sem allir eru auðvitað á mála hjá hryðjuverkamönnunum - hafa lýst yfir þungum áhyggjum af þessu uppátæki CIA og hersins, enda eru njósnir um bandaríska ríkisboragara ekki í þeirra verkahring!
Í viðtali við LA Times benti talsmaður ACLU á að það væri hefð fyrir því í Bandaríkjunum að herinn væri ekki að vasast í innanríkismálum:
There are serious concerns about whether the Pentagon is improperly intruding into the privacy of Americans and improperly conducting domestic intelligence without any legal authorization . The Pentagon has its own regulations which severely limit their ability to conduct domestic intelligence, and those regulations come out of a strong tradition in this country of opposing military involvement in domestic affairs.
Þó innanríkisnjósnir eigi að vera á verkahring FBI hefur CIA með reglulegu millibli njósnað um bandaríska ríkisboragara, og gefið út NSL bréf um langt skeið. Umsvif hersins eru hins vegar nýjar fréttir, og má rekja beint til Donald Rumsfeld sem vann ötullega að því að auka umsvif hersins. USA Today komst þannig að orði:
For him it wasn't enough to have a military that fights the nation's wars. He wanted one that did diplomacy, intelligence gathering and, apparently, domestic law enforcement.
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 18.1.2007
Bush lofar að reyna að virða sum lög
Það er til marks um hversu langt Bush stjórnin hefur gengið í því að misbjóða lögum og rétti að það skuli þykja fréttir að forsetinn ætli sér að fara að lögum. En það er akkúrat það sem gerðist í dag! Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bush, lýsti því yfir að stjórnin hefði látið til leiðast og ætlaði sér héðan í frá að fara að landslögum þegar kæmi að því að njósna um símtöl bandarískra ríkisborgara...
Attorney General Alberto Gonzales told the leaders of the Senate Judiciary Committee that the Foreign Intelligence Surveillance Court, created by the Foreign Intelligence Surveillance Act [FISA] of 1978 to supervise anti-terrorism wiretapping within the United States, will supervise the eavesdropping operations from now on.
Fyrir skemstu reyndi forsetinn og hans menn að halda því fram að FISA dómstóllinn væri alveg hræðilega óþjálft skriffinskubákn sem gerði að verkum að njósnarar ríkisstjórnarinnar gætu ekki með nokkru móti sinnt starfi sínusem skyldi. Skiptir þá engu að FISA dómstóllinn hefur aldrei neitað beiðni um símhlerun - og gengur meira að segja svo langt að veita afturvirkar heimildir! Eina ástæða þess að framkvæmdavaldið gæti viljað sniðganga dómsstólinn er að forsetinn, og ríkisstjórn hans, trúa því að framkvæmdavaldið eigi að mega fara sínu fram í leyni - og eigi ekki að þurfa að skýra mál sitt fyrir neinum. Svoleiðis hugmyndafræði hefur við og við skotið upp kollinum, og þykir ekki mjög lýðræðisleg...
Skv New York Times:
The eavesdropping program, secretly approved by President Bush shortly after the attacks of Sept. 11, 2001, and run by the National Security Agency, has been controversial from the moment it was disclosed late in 2005 by The New York Times. Its supporters have argued that it is entirely legal, does not infringe on legitimate privacy rights, and is a vital tool in the fight against terrorists. Its detractors have said it gives the government far too much power with far too little oversight.
Mr. Gonzales said President Bush would not issue an executive order reauthorizing the eavesdropping program when it expires, within the next 45 days, but would instead defer to the surveillance court. Until now, the White House has contended that it has all the authority it needs to keep the program going, and that a presidential review every 45 days guarded against abuses. Indeed, in his letter, Mr. Gonzales said the surveillance program as it has been run fully complies with the law.
Til hvers í ósköpunum er verið að burðast með þrískiptingu ríkisvaldsins, sjálfstætt dómsvald, framkvæmdavald og löggjafarvald ef framkvæmdavaldið er fullfært um að setja sjálft allar reglur og sömuleiðis fylgjast með því að þessum reglum sé framfylgt? Og hver treystir ekki forsetanum til að passa sjálfur upp á sjálfan sig? Hverjum gæti dottið í hug að halda því fram að með því væri forsetinn kominn með of mikil völd?
Það er allavegana gott að það er í það minnsta virkt lýðræði í þessu landi - því ef demokratar hefðu ekki náð meirihluta í seinust kosningum eru engar líkur til þess að forsetinn hefði hundskast til að fara að landslögum.
M
Í tilefni Martin Luther King dagsins, sem var á mánudaginn, finnst mér viðeigandi að halda mér við fréttir um samskifti kynþáttanna í Bandaríkjunum. Í gær birtust fréttir á annarri hverri bloggsíðu um Frank D. Hargrove, sem er þingmaður Repúblíkana í fylkisþingi Virginíu. Í ræðu sem Hargrove flutti til að lýsa andstöðu sinni við að Virginíufylki bæði svarta Bandaríkjamenn afsökunar á þrælahaldinu, lýsti hann því yfir að þessi þrælaþráhyggja væri mjög skaðleg. Það væri alls ekki gott fyrir samfélagið að vera alltaf að rifja upp þrælahald, og að það væri löngu kominn tími til að afkomendur þrælanna kæmust yfir þessa fortíð sína...
black citizens should get over it
Við þetta æstust negrarnir og allskonar vinstrimenn:
In an unusual and tense exchange on the floor of the House of Delegates, Democratic Dels. A. Donald McEachin of Henrico County and Dwight Clinton Jones of Richmond defended a proposed resolution that seeks a state apology for slavery.
"When somebody tells me that I should just get over slavery, I can only express my emotion by suggesting that I am appalled," said Jones, chairman of the Legislative Black Caucus.
In a floor speech, Jones -- a Baptist pastor -- said he would apologize where others wouldn't.
"I want to apologize. I want to apologize to the mothers and fathers of my ancestors who were transported to this nation against their will in order that this nation might be built upon their backs.
"I want to apologize to the mothers and fathers of the civil-rights generation who were hosed and bitten by dogs, and their children were killed in churches as they burned," he said.
Það fer engum fréttum af því hvort Hargrove hafi kosið að móðga svertingja eitthvað meira, en honum fannst hann hafa skilið út aðra minnihlutahópa sem ættu líka skilið að fá að heyra það:
In yesterday's Daily Progress, Hargrove was quoted as wondering how far such apologies should go, saying, "Are we going to force the Jews to apologize for killing Christ? Nobody living today had anything to do with it.
Svo skemmtilega vildi nefnilega til að einn af helstu gagnrýnendum Hargove var einn af þessum Jesúmorðingjum, David L. Englin, og honum var ekki skemmt. Englin og Hargrove sitja víst líka hlið við hlið í þingsalnum. En Hargrove fannst engin ástæða til að draga neitt af þessum athugasemdum til baka, eða biðja neinn afsökunar, enda væru gagnrýendurnir allir óþarflega hörundsárir...
Englin, one of three Jewish delegates, recalled to the House how he was picked on when he was a child because of the misperception that Jews killed Jesus. ... "I want you all to understand . . . what it means when people of the respect and stature of a member of this body perpetuate the notion that Jews killed Christ."
En Hargrove til varnar verður að taka fram að hann "meinti ekkert" með þessu, enda 79 ára og gamlir karlar hafa víst leyfi til að segja alla andstyggilega og vitlausa hluti sem þeim dettur í hug.
House Majority Leader H. Morgan Griffith, R-Salem, said, "I can see how people would be offended. But knowing Frank, I know he didn't mean anything."
M
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)