Gibson, "fréttamaður" Fox neitar að bakka með að Obama sé hryðjuverkamaður

MadrassaUm daginn flutti Insight mag "frétt" þess efnis að Barack Obama hefði verið í einhverskonar múslimskum heilaþvottaskóla þegar hann var barn. Fréttin var byggð á nafnlausum heimildarmönnum og getgátum, en niðurstaðan var samt krassandi. Fox, sem þykist vera "fréttastöð" greip þessa frétt auðvitað og fjallaði í löngu máli um madrassavist Obama.

En svo fór CNN á stúfana og gerði það sem fréttamenn eiga að gera: athuga sannleiksgildi þeirra frétta sem þeir flytja, frekar en að hafa eftir sögusagnir úr öðrum fjölmiðlum. John Gibson, einn þeirra sem glöddust hvað mest yfir því að hafa einhverskonar afsökun fyrir því að ásaka Barack Obama um að vera á mála hjá múslimskum öfgamönnum, neitar hins vegar að viðurkenna aðh hann hafi haft á röngu að standa. Í útvarpsþætti sínum (Gibson, eins og aðrar stjörnur Fox, er nefnilega lika með útvarpsþátt) gerði lítið úr fréttamennsku CNN, og lét í veðri vaka að fréttamaður þeirra hefði vísvitandi hylmt yfir hverskonar stofnun þessi skóli "raunverulega" væri, og hefði sennilega sjálfur verið heilaþveginn þar!

GIBSON [W]hat did they see when they went to the madrassa where Barack Obama went to school? ...  Playing volleyball, right. They didn’t see them in any terrorist training camps?... No. Um, but they probably didn’t show them in their little lessons where they’re bobbing their heads and memorizing the Koran.

M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á fáfæðin og ofstækið sér nokkrur takmörk?  Verst að fáfróð eyru nema þetta og gleypa þetta hrátt eins og sæljón síld.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.1.2007 kl. 01:12

2 Smámynd: FreedomFries

Nei - á Fox á fáfræðin sér sennilega engin takmörk! Fox news hefur komið sér upp fagurri sveit fordómafullra aula eins og Gibson. Hinar sjónvarpsstöðvarnar eru þó að vakna til lífsins, og þetta Madrassa mál held ég að hafi skaðað Fox frekar en hitt.

FreedomFries, 27.1.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband