Meira að segja rasistarnir snúa bakinu við Allen

Confederate Patriot.jpg

Sorgarsögu George "Macaca" Allen virðist ekki ætla að ljúka. Eftir að fólk fór að gera athugasemdir við orðbragð hans, og það komst í hámæli að hann hefði haft hengingaról til sýnis á skrifstofunni sinni, flaggað suðurríkjafánanum og almennt verið hinn dólgslegasti red-necked wonderbreadeating whiteboy, reyndi The Magnificent Macaca að draga í land. Nýlega sagðist hann meðal annars vera búinn að fatta að sumu fólki finnst suðurríkjafáninn vera svolítið óþægilegur, útaf einhverju veseni með the niggers, nei ég meina African Americans, og svona? En fyrir vikið tókst honum að móðga félagsskapinn "Sons of Confederate Veterans"! Samkvæmt Fox news:

The organization criticized the Republican for saying he had been slow to grasp the pain that Old South symbols like the Confederate flag cause black people.

"The denunciation of the flag to score political points is anathema to our organization," Brag Bowling, immediate past state commander of the SCV, told reporters near the state Capitol, once the Confederacy's seat of government

Allen campaign manager Dick Wadhams said Allen stands by his comments.

Ég er reyndar hálf tvístígandi í afstöðu minni til þessa alls. Á kommentakerfinu höfum við Friðjón Friðjónsson nokkrum sinnum ræðst við um þessa spurningu, nauðsyn þess að standa við það sem maður segir, en Friðjóni finnst mikið til Lieberman koma, meðal annars vegna þess að Lieberman stendur fast við sína sannfæringu varðandi stríðið í Írak, sama hvað tautar og raular. Og mér hefur fundist lítið til þeirrar röksemdafærslu koma. Því ef maður tekur rangar ákvarðanir um eitthvað er það síst af öllu til marks um karakter að neita að horfast í augu við hið augljósa. En Friðjón hefur töluvert til síns máls - það er frekar ömurlegt að horfa upp á fólk sem er eitt í dag, og svo annað á morgun. Fólk sem segir hluti sem það lítur út fyrir að meina, og gera helvítis rosa leikhús í kringum allar þær yfirlýsingar. Eins og Macaca Allen: Maðurinn er eitt allsherjar leikhús, og auðvitað keyptu kjósendur þennan pakka eins og hann lagði sig. Kúrekastigvélin, hatturinn, hesturinn, Suðurríkjafáninn og hengingarólin. Því verður ekki neitað að Allen hefur "a formidable presence", og það er auðvelt að falla fyrir svoleiðis!

En svo kemur Allen og þykist ekki hafa meint neitt af þessu, eða kannski sumt, en ekki allt, og hann sé núna með einhverja bakþanka, og líði hálf ílla yfir því að hafa sagt það sem hann sagði... þetta hafi nú kannski verið meira grín en alvara, hann hafi alls ekki verið með sjálfum sér, það var eitthvað mígreni sem var að þjá hann þarna í ágúst sem fékk hann til að kalla menn nöfnum, og svo finnist honum voða leiðinlegt að hafa sært tilfinningar einhverra, en það hafi nú ekki verið ætlun hans... en núna ætlar hann að meina það sem hann er að segja. Allur heimurinn skuli sko vita að hann sé maður mikillar sannfæringar.

Það eru sumir hlutir sem maður segir ekki nema maður meini þá. Og sumir hlutir sem maður gerir ekki nema maður meini þá. Og þegar maður hefur einusinni sagt þá getur maður ekki bara látið eins og maður hafi alls ekki gert það - eða eins og það skipti kannski engu máli. Maður þarf að vera það sem maður er, og "eiga" það sem maður segir. Ef maður hefur sagt og gert hluti sem maður sér einhverra hluta vegna eftir þarf maður þá líka að standa eins og fullorðinn maður fyrir máli sínu. Ef Allen er ekki rasisti lengur þarf hann að koma og útskýra það fyrir okkur - og ekki bara okkur, heldur líka fyrir fyrrum skoðanbræðrum sínum, því hann skuldar þeim líka útskýringu! Þeir héldu að Allen væri þeirra maður. Svo ég hef ákveðið að Allen hafi fallið enn frekar í áliti hjá mér eftir að hafa reynt að bakka með rasismann: Maður "flip-floppar" ekki með hluti eins og það!

En það er kannski ekki við öðru að búast af manni eins og Allen - leikhúsið í kringum karakter hans hefði svosem mátt segja kjósendum að hann væri ekkert annað en aðalstjarnan í sínum eigin söngleik, þar sem hann væri karl í krapinu, sjálfstæður og byði heiminum byrginn. Kúrekastígvélin og allt gettuppið á heima á manni sem veit ekkert betra en að augu heimsins hvíli á sér, og svoleiðis fólk hefur auðvitað engar alvöru skoðanir, meiningar eða sannfæringu. Meira að segja "The Sons of Confederate Veterans" kæra sig ekki um svoleiðis vindbelgi.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband