Þróunarkenningin er satanismi

Stríð bókstafstrúarmanna gegn þróunarkenningunni er bæði með því allra furðulegasta og allra skuggalegasta sem er að gerast í bandarískum stjórnmálum og menningu. Af öllum æsingamálum evangelista er þetta líka það asnalegasta. Bæði vegna þess að þessi and-skynsemis og and-vísinda hyggja sumra bókstafstrúarmanna ber vott um að sumir, í það minnsta, af leiðtogum og hugmyndasmiðum hreyfingarinnar séu asnar, og líka vegna þess að þessi hugmynd er svo herfilega vond að hún gerir málstað evangelista meira íllt en gott. 

Reyndar held ég að þessi sköpunarsögu-trúarbrögð, sem sumir bandarískir evngelistar virðast farnir að aðhyllast, sé einhverskonar furðulegt cult - því í kringum sköpunarsögu-trúna hefur vaxið upp heljarinnar bissnessapparat - ferðapredíkarar og nokkur "Institutes" td. The Institute of Creation Research, sem er einhverskonar "háskóli" - það er meira að segja hægt að fá Doktorsgráður frá þeim! Það er reyndar eitthvað grunsamlegt við slíka menntastofnun sem er með tengil á "online store" á forsíðu sinni - semsagt allir sem heimsækja sköpunarsöguháskólinn þurfa að stoppa í gjafasjoppunni? Þar geta foreldrar keypt "kennsluefni" og auðvitað barnefni. Nú, vegna þess að fólk vill að börnin sín fái sem besta menntun!

Núna á fimmtudaginn mun HBO frumsýna mynd um þetta fyrirbæri, "Friends of God" - sem virðist vera djöfullega góð - allavegana er þetta sýnishorn (sem einhver hefur af póstað á YouTube) magnað!

Unglingarnir í lokin eru eiginlega skemmtilegastir! Ég hef töluvert horft á kristilegar sjónvarpsstöðvar hérna í Bandaríkjunum, og seint á kvöldin getur maður horft á samskonar unglinga renna sér á hjólabrettum fyrir Jesú og spila þungarokk fyrir Jesú. Svo ætla þau að verða vísindamenn fyrir Jesú og vinna Nóbelsverðlaunin fyrir Jesú! Yeah for Jesus!

M

ps - Mér sýnist að megakirkjupresturinn, spíttfíkillinn og kynvillingurinn Ted Haggard birtist í myndinni! - Haggard er einn af þessum karakterum sem er nánast ótæmandi uppspretta af furðulegum hugmyndum! Það virðast reyndar vera einhverjar nýjar fréttir af þessu Ted Haggard máli - kannski verða einhverjir skemmtilegir eftirmálar? Ég háf vona að svo verði, því það er miklu skemmtilegra að blogga um siðspillta sjónvarpspredíkara en hversu margir vinni á skrifstofu Dick Cheney - sem virðist vera helsta áhugamál liberal blogosphersins þessa dagana! - Að vísu dauðlangaði mig að blogga um Cheney og þetta imperial council sem hann virðist hafa komið upp í kringum sig - en fannst ég vera búinn að skrifa nóg um The Sith í bili!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ja hérna hér... Hvaðan hafa menn þessa óhrekjandi vitneskju? Að vísu hefur þrúnarkenningin verið dregin í efa af vísindasamfélaginu sjálfu og þar er aðallega úm áherslu og orsakamun á ræða.  En þetta er með eindæmum forpokað og ógrundað.

Til eru kenningar, sem styðja það að maðurinn hafi ekki þróast frá öpum og nánast verið einhverskonar stökkbreyting í mjög takmörkuðum tíma en allir eru sammála um að annarskonar þróun átti sér stað á undan þessu.  Biblían nær ekki nema nokkur þúsund ár aftur fyrir krist.  Þetta hafa þessir spekingar sjálfir reiknað út.  Þessari þjóð er mikil vorkun að þurfa að líða þennan heilaþvott misviturra og ómenntaðra manna á öllum sviðum.  Fátt er það sem mannskepnan gerir ekki til að upphefja sjálfan sig og baða sig í sjálfsréttlætingu. Varla er það í anda "orðsins" Einhverntíma sagði kristur um börnin:Þeir sem tæla þessi börn til falls, eiga skila að fá millustein um hálsinn og vera kastað í dýpsta brunn.  Aldrei fyrr né síðar tók hann svo sterkt til orða.  Skyldi það eiga við um þessa ómenntuðu einsstaklinga?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.1.2007 kl. 05:32

2 Smámynd: Róbert Björnsson

Manni verður óglatt á að horfa á þessa "barnaníðinga"!   Langar að fara út og brenna nokkrar kirkjur. 

Róbert Björnsson, 30.1.2007 kl. 05:33

3 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Orðið „barnaníðingar“ er of hlaðið af annarri merkingu til að nota það um þetta. En þetta er sannarlega níðingsháttur á vitsmunaþroska barna. Það er hræðilegt að horfa upp á þetta og vita til þess að það er gert í stórum stíl.

Gunnlaugur Þór Briem, 30.1.2007 kl. 10:03

4 identicon

úff, ég verð að reyna að finna þessa mynd eftir helgi á netinu og horfa, hefuru annars séð myndina jesus camp? fjallar um "bible camps" í Ameríku, mjög góð heimildarmynd, trailer hééér http://youtube.com/watch?v=y_EKHK1C2IE 

Hörður Sveinsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:12

5 identicon

Þetta virðist vera ótæmandi brunnur heimildamynda, þetta tjónaða Himnadraugalið.

Var annars að sjá alveg hryllilega fyndið stöff, n.k. "The Office" versjón af Guðsa og co.:

http://www.mrdeity.com/

Skemmtilega skrækur og "whiny" Guð sem er portreraður hér! 

Óskar P. Einarsson (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 08:59

6 Smámynd: FreedomFries

Nei, ég hef ekki enn komið mér í að horfa á Jesus Camp - en það eru allir búnir að vera að segja mér að ég verði að sjá hana, svo ég ætla að hundskast til að sjá hana við fyrsta tækifæri! Treilerinn er góður - og Ted Haggard skilst mér að sé líka ein af aðalstjörnunum í Jesus Camp!

Óskar - mr.deity er frábær! Minnti mig líka töluvert á Larry David (Curb your Enthusiasm). Hvar hefur þessi karakter birst? Ég hef aldrei heyrt minnst á hann.

FreedomFries, 2.2.2007 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband