Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Lieberman tapar, og biblíufasistinn Walberg vinnur með stuðningi the Minutemen...

Walberg and his biker buddies

Prófkjör gærdagsins voru nokkuð athyglisverð - niðurstöður forkosninganna í Connecticut og Georgíu komu ekki mjög á óvart. Lieberman tapaði fyrir Lamont - sem verður að túlka sem sigur fyrir vinstriarm Demokrataflokksins.

En ef demokratar hafa ákveðið að þoka sér frá miðjunni virðast republikanar í Michigan sömuleiðis hafa ákveðið að það væri ekkert vit í að flokkurinn væri að bjóða fram annað en alvöru harðlínumenn. Joe Swartz, hógvær republikani sem hefur stutt réttindi samkynhneigðra, rétt kvenna til að ráða líkama sínum sjálfar, og neitað að styðja þá republikana sem vilja banna allar fóstureyðingar, tapaði fyrir Tim Walberg sem er fyrrum prestur og fjármagnaður af 'The Minutemen PAC'. Fyrir þá sem ekki þekkja The Minutemen, er það flokkur vopnaðra hvítra karlmanna á pikkupptrukkum í suðurríkjunum, sem hafa tekið það upp hjá sjálfum sér að "verja landamæri Bandarikjanna". Í kosningabaráttu Walberg, sem var fjármögnuð af The Minutemen, var Swartz úthrópaður fyrir að vera 'liberal' og 'out of touch' við kjósendur í Michigan. Það bjargaði Swartz ekki að forsetinn hefði lýst yfir stuðningi við hann og sömuleiðis McCain - Meira að sega NRA studdi Swartz - en það var ekki nóg! Þegar frambjóðandi republikana sem NRA styður er ekki 'nógu íhaldssamur' fyrir kjósendur erum við í vondum málum. Ef ég fæ einhverntímann að velja á milli tveggja frambjóðenda - eins sem er studdur af The NRA og annars sem er studdur af The Minutmen held ég að ég velji NRA.

Niðurstaða prófkjörsins í Michigan er sigur fyrir hægrivæng Republikanaflokksins - fólk sem er sannfært um að alvarlegustu vandamálin sem Bandaríkin standi frammi fyrir séu fóstureyðingar, samkynhneigð og innflytjendur... Republikanar í Michigan halda með öðrum orðum að leiðin til að vinna kosningarnar í haust sé að keyra hart til hægri.

Það skemmtilegasta er að mótframbjóðandi demokrata í kjördæminu er Sharon Renier - organískur bóndi! Er hægt að hugsa sér eitthvað skemmtilegra! Hippar vs The Minutmen! Jú, og Walberg er dyggur stuðningsmaður mótorhjólamanna í Michigan, og er tengdur mótorhjólaklúbbnum "Region 15 Wrecking Crew" - og félagsskapnum ABATE, sem stendur fyrir A Brotherhood Against Totalitarian Enactments. Það er Walberg sem er lengst til vinstri á myndinni að ofan - ásamt öðrum félögum í klúbbnum, "Bad Seed", "Slo", "Sue", "Don Don" og "Bugs"... Ég held ekki að ég myndi vilja hitta Bugs og Bad Seed í myrku húsasundi!

Sjá fréttir hér og hér af Swartz og Walberg.

Ps. Ég skora á Friðjón að sýna mér fram á að ég hafi á röngu að standa með Walberg!


Leiberman ætlar ekki að skíttapa... bara tapa!

Bush og Lieberman

Samkvæmt nýjustu frettum virðist Lieberman ætla að tapa fyrir Ned Lamont, ABC news er með tölur eftir að 6% kjörstaða í prófkjöri Demokrata í Connecticut - og skv þeim er Lieberman með 43% atkvæða og Lamont 57%! Daily Kos, sem hefur sérstakt dálæti á kjánagangi Lieberman og kossaflangsi hans og Bush, er hins vegar með nýrri tölur. (ekki veit ég hvaðan þeir hafa þær - en bloggar eru reyndar oft betri fyrir svona fréttir en stóru fjölmiðlarnir!)

Þegar ca 77% atkvæða eru talin hefur Lieberman ca 48%, Lamont ca 52%. utankjörfundaratkvæði eru talin vera Lamont í hag.

Það hljóta allir andstæðingar stríðsins í Írak, eða bara undirlægjuháttar, að gleðjast yfir því að Lieberman falli af þingi! Ég hef áður skrifað um Lieberman og Lamont, sjá: Baráttan um forsetakosningarnar...), en fattaði að ég gleymdi að lýsa formlega yfir stuðningi við Lamont (það er alltaf gaman þegar fullkomlega insiginifcant bloggarar eru að gefa út formlegar stuningsyfirlýsingar við pólitíkusa;) - svo eg ætla að drífa mig í að gera það núna, ekki seinna vænna!

Já, og myndin er af Bush og Lieberman að kela. Bloggaranir á Orðið á götunni voru með færslu um þetta 'koss dauðans' fyrir þá sem hafa áhuga.

M


Helmingur Bandaríkjamanna trúir ennþá á gereyðingarvopn Saddam Hussein!

WMDs Found!

50% Bandaríkjamanna svaraði spurningunni "Do you believe in Iraqi "WMD"? Did Saddam Hussein's government have weapons of mass destruction in 2003?" játandi í nýrri könnun... Það ótrúlega er að fjöldi Bandaríkjamanna sem trúir því að Saddam hafi átt gereyðingarvopn þegar Bandaríkjaher gerði innrás í landið hefur aukist síðan fyrir ári! Fyrir ári svöruðu 36% þessari spurningu játandi.

Mér er það eiginlega algjörlega hulið hvernig getur staðið á þessu. Sérfræðingar telja að ástæðan sé stöðugur áróður AM-talk radio, Fox news, og hægriblogg sem stöðugt flytja mis furðulegar og upplognar fréttir af sönnunum fyrir gereyðingarvopnum Saddam. Og svo getum við þakkað vin okkar, Rick Santorum (sjá þessa færslu mína um Santorum og græningja í Pennsylvaníu). Fyrir nokkrum vikum sendi Santorum og annar republikani, Peter Hoekstra, skýrslu þar sem þeir gerðu mikið veður úr því að yfir 500 stórskotaliðsskot hefðu fundist síðan 2003 - en sérfræðingar á vegum bandaríkjastjórnar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að hér væru á ferðinni ónýt hergögn frá því fyrir stríðið 1991.

Bush stjórnin hefur neitað að draga gereyðingarvopna sögu sína til baka, og Bush hefur meira að segja nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum látið orð falla sem blása lífi í söguna. Og Fox news lætur ekki sitt eftir liggja: fyrir nokkrum dögum velti Fox því fyrir sér hvort gereyðingarvopn Saddam væru í höndum Hezbollah: "ARE SADDAM HUSSEIN'S WMDS NOW IN HEZBOLLAH'S HANDS?"


Bandaríkjaher byggi tívolí!

T 34 í Minnesota

Þetta er ekki grín: Bandaríkjaher er um þessar mundir að íhuga að byggja heljarinnar skemmtigarð og tívolí við hliðina hersafni í Fort Belvoir. Safnið á að opna 2013 - og skemmtigarðurinn gæti boðið upp á allskonar frábær tæki og upplifanir - samkvæmt Washington Post hefur athafnamaður frá Florida þegar hafið undirbúning að uppátækinu:

You can command the latest M-1 tank, feel the rush of a paratrooper freefall, fly a Cobra Gunship or defend your B-17 as a waist gunner

Hvern hefur ekki langað til að sitja í byssuturni B-17 flugvélar?! Eða keyra skriðdreka! En það er víst fullt af einhverjum fýlupúkum sem hafa áhyggjur af því að hugmyndin sé óviðeigandi, og herinn hefur varist allra frétta, en skemmtigarðurinn mun eiga að hjálpa hernum að borga fyrir safnið, sem á að vera í laginu eins og 'The Medal of Honor'. Sjá frétt á Washington Post. Það fylgir ekki fréttinni hvort tilgangur skemmtigarðsins sé ekki öðrum þræði að selja ungviðið á að það sé bæði gaman og spennandi að vera í hernum.

En fyrst ég er að tala um skemmtanagildi hernaðarrekstur er rétt að benda á þetta frábæra tækifæri:

A Military Interactive Museum

WWII Tank Rides During A Combat Patrol

 

Fyrir þá sem eiga leið til Minnesota í haust, og hefur alltaf langað til að keyra alvöru T-34 skriðdreka er bent á að tékka á http://www.tankride.com/. Í Princeton, Minnesota, er nefnilega hægt, fyrir nokkur hundruð dollara, að keyra rússneskan T-34 skriðdreka. Ég er sjálfur á leiðinni seinna í sumar - og mun auðvitað deila reynslunni með lesendum FreedomFries! 

M


Meiri spilling og sóun Bushverja

Vígalegur starfsmaður BATF

Það virðist ekki vera neinn endir í sjón þegar kemur að spillingar og sóunarskandölum Bushverja - Carl Truscott, sem Bush skipaði sem yfirmann the Bureau of Alcohol, Tobacco and Firearms, hefur sagt af sér eftir að rannsókn á embættisfærslum hans leiddu í ljós að hann eyddi nánast öllum tíma sínum í að skipuleggja innréttingar í nýjar höfuðstöðvar BATF. Höfuðstövarnar eru komnar 19 milljónir dollara yfir áætlun - en kostnaðurinn við innréttingar og parket fyrir skrifstofu Trescott voru 300.000 dollurum yfir áætlun. Sjá frétt Washington Post hér.

Trescott keypti sér m.a. 65.000 dollura fundarborð. Það eru yfir fimm milljónir króna! Á sama tíma stóð Trescott fyrir stórfelldum niðurskurði í fjárlögum stofnunarinnar, sem m.a. áttu að koma niður á búnaði sérsveitarmanna BATF - en það er the Bureau of Alcohol, Tobacco and Firearms sem m.a. urðu frægir í Waco um árið. Á myndinni hér til hliðar má líta einn af vinalegum starfsmönnum BATF.

það er ekki svo langt síðan fréttir af stórfelldri sóun The Department For Homeland Security og FEMA fylltu síður bandarískra dagblaða. (sjá hér)

M


The Governator

The Terminator and The Incompetentator

Það er ekki nokkur vafi á því að það er miklu svalara að hafa Arnold Swartzenegger sem fylkisstjóra Kalíforníu, en einhvern óspennandi og litlausan "pólítíkus". Bandaríski fjölmiðlaiðnaðurinn fattar þetta líka, og nú hafa Steven Spielberg og Jeffrey Katzenberg lýst yfir stuðningi við Arnold - en þeir félagar hafa verið með öruggustu stuðningsmönnum demokrata í fylkinu, þegar kemur að peningagjöfum, allavegana.

Á myndinni má sjá stórmennið Arnold í fylgd einhvers annars en demokratans Spielberg.

Frelsi og franskar leggja það ekki í vana sinn að lýsa opinberlega yfir stuðningi við frambjoðendur Republikana, en þar til annað sannast, er það skoðun Freedom Fries að Arnold eigi að vinna kosningarnar: Go mr. Governator Go!


Baráttan um forsetakosningarnar 2008 og Joe Lieberman

Lieberman brosir

 

Í Connecticut situr Joe Lieberman, öldungadeildarþingmaður til margra, margra ára - fyrrverandi forsetaframbjóðandi, varaforsetaefni Al Gore, og helsti stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar og heimskulegs stríðsreksturs þeirra í röðum demokrata. Lieberman situr semsagt undir árásum frá alvöru demokrötum og öðrum vondum vinstrimönnum, sem hafa áhyggjur af því að það sé lítið vit í að kjósa demokrata á þing, ef þeir séu svo lítið annað en já-menn andstæðinganna.

Þetta hefur sett Lieberman í ákveðna klemmu, því hann hefur til þessa byggt pólítska sjálfsmynd sína og career á að vera 'aisle-crosser' pólítíkus ser er tilbúinn til að vinna með andstæðingunu, maður sem tekur ábyrgð á vandamálum þjóðarinnar og stendur með forsetanum á stríðstímum. Slík pólítík virtist mjög heppileg fyrst eftir september 2001, en hefur á seinasta ári eða svo orðið æ óvinsælli.

Fyrir nokkrum vikum minntist ég á að demokratar stefndu að því að vinna meirihluta í bandaríkjaþingi með því að einbeita sér að því að fella 'moderate' republikana í Norð-Austurríkjunum - fylkjum þar sem kjósendur eru almennt mjög ósáttir við forsetann (ólíkt Suðurríkjunum, og Utah þar sem mikið af almenningi lifir enn í þeirri trú að Bush stjórnin sé að vinna að hagsmunum þeirra og viti hvað bandaríkjunum sé fyrir bestu). Þetta plan Demokrata gæti alveg virkað - það eru nógu margir republikanar í 'democratic-leaning' kjördæmum til þess að fleyta demokrataflokknum langleiðina með að ná þinginu. Öldungadeildin mun verða erfiðari biti.

Barátta vinstrisinnaðari demokrata gegn Lieberman má sjá sem hliðstæðu þessarar taktík - tilraunum vinstrimanna innan Demokrataflokksins til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri innan flokksins. Á næstu tveimur árum eiga demokratar nefnilega eftir að finna út hvað flokkurinn vill bjóða kjósendum upp á þegar loksins kemur að því að kjörtímabil Bush er á enda. Ég hef áður sagt að ég hef enga trú á því að demokratar eigi eftir að koma sér upp stefnuskrá og 'message' sem bandarískir kjósendur sætta sig við. Flokkurinn þarf nefnilega ekki bara að ná hvíta húsinu, heldur líka öruggu taki á þinginu eða öldungadeildinni. Ef bæði þingið og öldungadeildin eru mjög klofin, eða í höndum Republikana breytir það litlu hvort demokratar vinna forsetakosningarnar - nema þeim takist að finna jafn charismatic og klókan frambjóðanda og Bill Clinton.

Og á næstu misserum munu miðjumenn, hægrimenn og vinstrimenn innan Demokrataflokksins berjast um það hver hafi yfirhöndina, hver fái að móta þetta 'message' sem flokkurinn flytur kjósendum haustið 2008. Það er ennþá of snemmt að segja til um hvort flokknum tekst þetta. En í millitíðinni er Joe Lieberman í djöfulsins vandræðum: Hann þarf að sannfæra kjósendur í Connecticut að hann sé þeirra maður, hann sé á móti stríðinu, en um leið þarf hann að sanna að hann sé líka trúr sannfæringu sinni, sem er, einmitt: að stríðið sé gott og það eigi ekki draga herinn til baka! Svona vandræði eru kjörið tilefni til 'Rumsfeldískra' yfirlýsinga: 

Lieberman said he wanted to withdraw American troops ‘as fast as anyone,’ yet insisted that leaving Iraq now would be a ‘disaster’ that could worsen the sectarian violence there. And while President Bush may share that view, he added, Connecticut voters were free not to. ‘I not only respect your right to disagree or question the president or anyone else, including me, I value your right to disagree,’ he said at a community center in East Haven.

Semsagt: Lieberman er fulltrúi þeirra sem eru ósammála Joe Lieberman? Á meðan lítur út fyrir að Ned Lamont, margmilljónamæringur og stofnandi kapalsjónvarsfyrirtækis, muni busta Lieberman í prófkjöri demokrata - Lieberman er með 41% stuðning, en Lamont 54%.

Fyrir þá sem hafa áhuga á Lieberman og Lamont bendi ég á þessa NYT grein. Lamont hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa lítið fram að færa annað en að vera á móti Lieberman, og vilja draga bandaríkjaher frá Írak. Sjá stutta, en fyndinn póst um það á þessum blogg.

Og fyrir þá sem vilja kynnast Lamont betur er bennt á þetta viðtal Steven Colbert við Lamont. Lamont er alls ekki svo slæmur...

Það er fyndnast við þessa kosningabáráttu Lieberman og Lamont að Republikanar hafa hlaupið upp til handa og fóta til að lýsa yfir stuðningi við Lieberman! Eins og það myndi bæta ímynd hans í augum vinstrisinnaðra kjósenda í Connecticut?! En það segir sennilega meira en flest um hversu örvæntingarfullir republikanar eru orðnir, að þeir telja sig þurfa að verja hægrisinnaða demokrata! Sjá Media Matters um Republikana og Lamont-Lieberman.

 

M


Bush fer í frí...

Bush í fríi, Blair í vinnunni

Á sama tíma og Bush ákveður að fara í frí til Crawford Texas, kýs Blair að fresta sínu fríi. Þarf að segja meira um muninn á þessum mönnum? Þó vinstrimenn séu margir þeirrar skoðunar að það sé enginn munur á Blair og Bush - Blair sé ekkert annað en kjölturakki Bush, sem aftur sé strengjabrúða Rove og Cheney - er þó sá munur á þeim tveimur að Blair mætir allavegana í vinnuna og reynir að sinna skyldum sínum...


36% Bandaríkjamanna trúa á 9/11 samsæriskenningar

Samkvæmt könnun á vegum Ohio háskóla eru 36% Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að það sé líklegt, eða mjög líklegt að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið á bak við eða verið viðriðin 9/11. Samsæriskenningar um 9/11 eru þá orðnar næstum jafn vinsælar og samsæriskenningar um morðið á JFK!

Thirty-six percent of respondents overall said it is "very likely" or "somewhat likely" that federal officials either participated in the attacks on the World Trade Center and the Pentagon or took no action to stop them "because they wanted the United States to go to war in the Middle East."

16% Bandaríkjamanna trúa því að The World Trade Center hafi hrunið vegna þess að leyniþjónustan hafi komið fyrir sprengiefni í turnunum - og að farðþegaflugvélarnar hafi ekki haft neitt að segja og 12% telja að það hafi ekki verið flugvél, heldur flugskeyti, sem lenti á Pentagon.

Það sem er merkilegt við þessar tölur er ekki að það sé fólk sem trúi á samsæriskenningar - það er líka fullt af fólki sem trúir á andalækningar, drauga og að geimverur ræni fólki í Kansas til að gera á þeim tilraunir. Það er mun skynsamlegra að trúa því að CIA hafi verið á bak við 9/11 en t.d. að guð hafi skapað heiminn fyrir 6000 árum - en nærri helmingur Bandaríkjamanna trúir sköpunarsögu biblíunnar. Fólk trúir allskonar rugli og vitleysu - það eru varla fréttir!

Það sem er áhugavert við þessar tölur er að samsæriskenningar um 9/11 urðu ekki vinsælar fyrr en á seinasta ári. Fram að því voru það bara einstaka rugludallar sem trúðu því að bandaríkjastjórn hafi verið viðriðin árásirnar. Ástæðan virðist vera sú að á seinasta ári hefur bandarískur almenningur verið að missa trú á Bushstjórninni - almenningur trúði því nefnilega að Saddam Hussein ætti gereyðingarvop - eins ótrúlegt og það hljómar, þá trúði fólk því í alvörunni! Þegar það svo kom í ljós að rikisstjórnin hefði logið þessu gereyðingarvopnarugli, og þegar það kom í ljós að stríðið allt væri eitt allsherjar klúður, virðist fólk hafa verið að missa trúna á ríkisstjórninni almennt.

Það sem ég skil reyndar ekki við þessar samsæriskenningar er að Íraksstríðið hefur sannað svo ekki verði um villst að Busstjórnin er fullkomlega vanhæf - hvernig er hægt að ímynda sér að jafn getulausir trúðar hafi getað skipulagt 9/11, og látið líta svo út að það væru Saudi Arabískir hryðjuverkamenn á bak við þær? Og þess utan - ef planið var allan tímann að nota 9/11 sem afsökun fyrir innrásinni í Írak - af hverju þá ekki að láta flugræningjana vera Íraka? Ekki að það fólk sem trúir á samsæriskenningar hefur ábyggilega skýringar á þessu líka - ef einhver af lesendum FreedomFries hefur skoðanir á þessu lýsi ég eftir þeim!

M


Juan Carlos, konungur Spánar líklega antikristur - og 'The Average Christian Mansion'

The Average Christian Mansion

Á Raptureready.com er listi yfir þá menn sem teljast líklegir til að vera antíkristur, Bill Gates er efstur á blaði, en Gaddafi, Gorbachev, Putin og auðvitað Kofi Annan komast á listann. En svo virðist sem þeir telji sérstaklega líklegt að satan birtist sem einhverskonar aðalsmaður: 

King Jaun Carlos wins the most votes in the bloodline category. Some folks say he's related to early Roman Emperors.

Mér fannst samt athyglisverðast að George Bush hafi komist á lista:

George Bush made the list simply because he is the current acting U.S. President

En þó það sé gaman að velta því fyrir sér hvaða heimsleiðtogi sé líklegastur til að leiða hersveitir helvítis, er þó mun skemmtilegra að skoða hverskonar híbýli guð skaffi manni þegar kemur til himna. Á síðunni er nefnilega tengill

"Mansions in heaven, Find out what type mansion you should expect to be given"

Sem leiðir á síðu með ljósmyndum af mismunandi villum og húsum, ásamt lýsingum á því hverjir geti átt von á að fá að flyta í viðkomandi hús, t.d.:

The God Fearing Mansion: The Bible repeatedly declares to us that God will, someday, pointedly ask each of us to give an account of the good deeds we've accomplished in our life on earth. This type of mansion is for people that wisely acted on God's warning.

Merkilegast er samt "The Average Christian Mansion" (Sjá mynd að ofan)

The Average Christian Mansion: In heaven, even the average believer will enjoy living quarters that will be elegant by earthly standards. 

Ég ætla rétt að vona að þessu húsi fylgi heitur pottur og sundlaug, þrír bílar, garðyrkjumaður og þjónar!

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband