Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Mel Gibson Shcmuck stuttermabolir

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_gibsonschmuck.jpg

Innilegir aðdáendur Mel Gibson hljóta að þurfa að verða sér úti um þessa stuttermaboli - því ef eitthvað er ljóst er það að Mel Gibson er það sem á fínum túngumálum heitir "a schmuck"...


Líka bara í Bandaríkjunum: "only place in the world to offer everyday people a chance to Ride a World War II T-34/85 tank"

Ég er á leiðinni í hinn fullkomna helgarbíltúr, tímaferðalag eða heimsókn í alternatíve veruleika! Í Morristown Minnesota er nefnilega boðið upp á að keyra alvöru rússneskan T-34 skriðdreka, að vísu kostar þetta ævintýri mig um 400 dollara, en mér finnst það lítill peningur í skiptum fyrir once-in-a-lifetime upplifun! Það er ekki á hverjum degi sem maður getur fengið að keyra alvöru skriðdreka úr seinni heimsstyrjöldinni.

Ég hef ákveðið að réttlæta þetta fyrir mér með því að segja að þetta sé bara sagnfræðilegur áhugi minn, og löngun til að komast í fyskial snertingu við fortíðina, en satt best að segja held ég að alla stráka hafi einhverntímann dreymt um að keyra skriðdreka ;) Jú, og svo er ég auðvitað að gera þetta fyrir 9 ára son minn - hann er búinn að vera að hlakka til í margar vikur!

Á morgun ætla ég svo að segja fréttir af skriðdrekaævintýrinu!

Heimasíða Tank Ride er hér, fyrir þá sem hafa áhuga.

M


"Security moms" og aðrir ímyndaðir kjósendahópar snúast gegn Republikönum

Meðan Bill Clinton var forseti fundu fréttaskýrendur og stjórnmálaspekúlantar í Bandaríkjunum upp hugtakið "soccer-moms" til að lýsa heimavinnandi, hvítum millistéttakonum á miðjum aldri. "Soccer moms" bjuggu í úthverfum, og fengu þetta klókindalega nafn af því að þær eyða stórum hluta dagsins í að snattast með börn á milli fótboltaæfinga og fiðlutíma. Stjórnmálaskýrendur komust nefnilega að því að þessar konur voru öðrum fremur óflokksbundnar og óákveðnar í stjórnmálaskoðunum. Til þess að vinna kosningar í bandaríkjunum þarf að vinna "the swing vote" - og "the soccer moms" virtust vera stór hluti þess.

Eftir 9/11 breyttust hins vegar "the soccer moms" í "security moms" - sem var eitt af þessum furðulegu hugtökum sem republikanaflokkurinn reyndi að innleiða (önnur, og mun heimskulegri voru "homicide bomber" - í stað "suicide bomber" og "freedom fries"...). Þessar "security moms". En hvað sem við köllum hvítar millistéttakonur á miðjum aldri, velta úrslit kosninga mjög á atkvæðum þeirra - Sigur Bush 2004 byggðist t.d. mikið til á yfirburðum hans í úthverfum stórborga, þar sem millistéttakonur búa. Það eru því stórar fréttir að Republikanar séu að missa stuðning þessa kjósendahóps. Samkvæmt frétt í Washington Post í morgun.

50 percent to 38 percent. That is nearly a mirror-image reversal from a similar period in 2002, when this group backed Republicans 53 percent to 36 percent. In 2004, exit polls showed, Bush won a second term in part because 56 percent of married women with children supported him.

Það sem gerir þessa breytingu áhuagverðari er að giftar konur með börn virðast hafa meiri áhyggjur af því að stríðið í Írak taki engan endi, en því að Demokratar séu "weak on terror":

David Winston, a Republican pollster who advises GOP leaders on election strategy, said married women in particular are often spooked more by the uncertainty of Iraq than the threat of terror. "They are increasingly unwilling to sustain the sort of sacrifices that we have to make over there," even though many support the mission, Winston said.

Þetta bendir til þess að tilraunir republikana til að vinna kosningarnar í haust á sama handriti og þeir notuðu 2002 og 2004 gætu mistekist. Sú strategía byggðist einmitt mikið til á því að höfða til móðursýki og órökvísi Bandarísku þjóðarinnar... og hverjir betri en einmitt heimavinnandi húsmæður til að vera helsti markhópur svoleiðis stjórnmála?! Eina stundina 'soccer mom' næstu stundina 'security mom'... En það er kannski það sem mér finnst athyglisverðast við þessa þróun - af hverju þarf að uppnefna þennan kjósendahóp öðrum fremur?

Skýringin held ég að sé sú að stjórnmálamönnum finnst sú tilhugsun að pólítísk framtíð þeirra byggist mikið til á atkvæðum kvenna óþægileg - því konur þykja afskapega órökvísar og óskynsamar verur. Til þess að friða samvisku sína þarf því að finna upp einhverskonar merkimiða sem réttlætir að flokkurinn höfði sérstaklega til þessara kjósenda. Karlmannlegir Republikanar geta ekki verið þekktir fyrir að sækjast eftir atkvæðum "soccer moms" - ónei, þeirra kjósendur eru sko "security moms"!

Ég þori að veðja að þetta furðulega hugtak "security mom" hverfur úr notkun um leið og giftar hvítar millistéttarkonur á miðjum aldri með börn hætta að kjósa republikana.

M


Bara í USA: The "evil, evil looking" - "hybrid-mutant"

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_hybrid_mutant_monster.jpg

Svona fréttir eru alltaf skemmtilegastar! Íbúar í Maine hafa undanfarin 15 ár við og við sagt sögur af dularfullu íllaþefjandi og "evil, evil looking" dýri sem hefur drepið heimilisketti, hunda og önnur dýr. Kvikindinu hefur verið lýst sem:

  • "hybrid mutant of something"
  • "It was evil, evil looking. And it had a horrible stench I will never forget"
  • "I've never seen anything like it."
  • "chilling monstrous cries and eyes that glow in the night"

 

Skelfingu lostnir íbúar Maine hafa verið að koma fram með sögur og kenningar um uppruna dýrsins: 

People from Litchfield, Sabattus, Greene, Turner, Lewiston and Auburn have come forward to speak of a mystery monster that roams the woods. Nobody knows for sure what it is, and theories have ranged from a hyena or dingo to a fisher or coydog, an offspring of a coyote and a wild dog

Dýrið fannst síðan dautt um daginn, og samkvæmt fréttum virðist hér vera hin ævintýralegasta efni í x-files þátt á ferð: 

Wildlife officials and animal control officers declined to go to Turner to examine the remains. By Tuesday, the carcass had been picked clean by vultures and there was not much left of the dead animal.

Hvar eru Mulder og Scully þegar maður þarf á þeim að halda! Þessir "Wildlife officials and animal control officers" höfðu augljóslega einhverjar sinister ástæður fyrir því að fara ekki á vettvang! Þessi "evil hybrid mutant" hefur pottþétt sloppið útúr leynilegri tilraunastöð hersins...

Mike O'Donnell, who is married to Michelle O'Donnell, [sem sá dýrið í bakgarðinum heima hjá sér] said the animal looked "half-rodent, half-dog" to him.

It was charcoal gray, weighed between 40 and 50 pounds and had a bushy tail, a short snout, short ears and curled fangs hanging over its lips, he said. It looked like "something out of a Stephen King story."

"This is something I've never seen before. It's an evil-looking thing," he said.

Satanískir rottuhundar með glóandi augu! Það skemmtilegasta er að þessi frétt virðist hafa fengið töluvert rými í öðrum hverjum fréttamiðli bandaríkjanna! En skemmtilegasta umfjöllunin er samt á Fox news... þar sem fréttin er flokkuð undir "natural science", en ekki "crazy and cooky stories from the backwoods..."

M


Bandaríkjaher búinn að vera í Írak lengur en í WWII

Ironing the Flag telur hversu langt er síðan Bush lýsti því yfir að hernaðarátökum væri lokið í Írak - og núna er Bandaríkjaher búinn að vera að sigrast á 'Bathist dead enders', svo notað sé brilliant orðalag Rumsfeld, lengur en það tók heimsveldið að kremja stríðsmaskínu Þriðja ríkisins. (að vísu með nokkuð afgerandi hjálp... en svona er það þegar maður heldur að maður geti gert allt sjálfur, og þurfi enga hjálp.)

On August 15, 2006 21:30 EST the United States will have been at war in Iraq longer than it was at war with Germany in World War II.

M


Ahmadinejad á internetinu og ísraelskar samsæriskenningar

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_ahmadinejad_2.jpg

Heimasíða Ahmadinejad er aftur up and running! Og ég verð að segja að lookið er flottara en hjá FreedomFries! T.d. er Ahmadinejad með 'glamor shots' af sjálfum sér, að pósa hjá Íranska fánanum, klórandi í skeggið í hvítum hörjakka. Ahmadinejad er augljóslega best klæddi skeggjaði harðstóri okkar tíma... Og fyrir okkur sem ekkert skiljum í Farsi, hefur Ahmadinejad sem er heimsmaður, þýtt bloggið á öll helstu menningarmálum Norðurhvels jarðar - Arabísku, Farsí, Frönsku og Ensku.

En það voru ekki fyrr komnar fréttir af því að Ahmadinejad, á milli þess sem hann situr og bíður eftir tortímingu Ísraelsríkis, sitji og bloggi um aðskiljanlegustu hluti, að CBS í North Dakota - flytur fréttir af því að bloggið sé til þess eins gert að dreifa tölvuvírusum. Samkvæmt fréttinni er heimasíða forsetans útbúin þannig að þeir sem heimsækja síðuna frá Ísrael, eða eru með IP addressu sem er skráð í Ísrael) eru samstundis sýktir af trójuhesti sem gefur Írönsku leyniþjónustunni, eða einhverjum álíka íllmennum, aðgang að tölvunni...

M

 


Ahmadinejad bloggar!

"The Axis of Evil Blog"

Samkvæmt Aljazeera eiga forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad og Björn Bjarnason sameiginlegt áhugamál - nefnilega blogg! Á undanförnum fáeinum klukkutímum hefur þessi frétt birst á nánast öllum bloggsíðum í Bandaríkjunum.

Samkvæmt Al-Jazeera hefur forseti Íran bloggað um ýmis forvitnileg málefni:

  • Bernsku sína 
  • Ást sína á Khomeini
  • Hatur sitt á Bandaríkjunum
  • Ábyrgð Saddam Hussein á stríði Írak og Íran á níunda áratugnum
  • 10 ástæður fyrir því af hverju kjósendur í Connecticut eru betur settir með Ned Lamont en Joe Lieberman

Að vísu laug ég upp þessu seinasta, en hitt allt eru víst alvöru færslur. 

Al Jazeera beinir okkur á bloggsíðu Íransforseta:

Ahmadinejad's blog can be found at: http://www.ahmadinejad.ir/

(Aljazeera is not responsible for the content of external sites)

Því miður virðist bloggsíða Ahmadinejad annaðhvort hafa hrunið undir álagi allra íslamófasista og annarra nettengdra miðausturlenskra íllmenna, eða þá að ritskoðarar klerkastjórnarinnar hafa ákveðið að loka fyrir aðgang að heimasíðunni... en Al Jazeera lýkur frétt sinni af bloggi íransforseta með þessum orðum:

Ahmadinejad's government has arrested and placed pressure on some bloggers as part of a wider internet clampdown begun after he became president last year. Mohammad Ali Dadkhah, a prominent human rights lawyer, estimates that at least 50 bloggers have been detained since last year.


Hvað verður nú um demokrataflokkinn?

Síðan ljóst var að Joe Lieberman myndi tapa fyrir Ned Lamont hafa hægrimenn keppst við að lýsa því yfir að demokratar væri svo gott sem dauðadæmdir ef þeir kæmu Senator Loserman ekki aftur á þing. Hægriblogg, alvöru stjórnmálaskýrendur og sömuleiðis starfsmenn Fox-news, virðast sammála um að þetta hafi ekki bara verið pólítískur afleikur hjá demokrötum, heldur hafi þeir einhvernveginn svikið bandarísku þjóðina - flokkurinn hafi með þessu fjarlægst 'the heartland' - og alemmenning.

Ég verð að viðurkenna að ég skil þessa röksemdafærslu bara alls ekki. Reyndar á ég mjög erfitt með að skilja alla þessa umræðu.

Í fyrsta lagi skil ég ekki að Fox news, hægriblogg og republikanar hafi haldið að stuðningur þeirra myndi hjálpa Lieberman að vinna kosningar gegn Lamont. Það eitt bendir til mjög djúpstæðrar veruleikafirringar! Ætli það hefði hjálpað McCain í forkosningunum fyrir seinustu forsetakosningar að MoveOn.org eða Howard Dean hefðu lýst yfir stuðningi við McCain? Af hverju ætti það þá að vera endorsement fyrir Lieberman að fá stuðning frá hægribloggurum eins og The Captains Quarters? Sennilega ekki. Það hjálpaði sennilega fátt Lamont meira en að republikanar skyldu hafa komið Lieberman til hjálpar.

Í öðru lagi skil ég ekki hvernig hægribloggurum yfirsést að það voru demokatar sem voru að kjósa um frambjóðanda demokrataflokksins. Og þá finnst mér mjög eðlilegt að demokratar vilji kjósa frambjóðanda sem endurspeglar vilja meirihluta demokrata - og setji spurningarmerki við frambjóðendur sem hafa gert það að pólítík sinni að fylgja stefnu annars stjórmálaflokks - sérstaklega þegar kemur að mikilvægum prinsipp málum, málum sem flest ef ekki allt, fólk hefur skoðanir á, eins og stríðið í Írak! Auðvitað var Lieberman ekki eini demokratinn sem studdi stríðið, og auðvitað hefur hann ekki verið eini demokratinn sem hefur stutt Bush-stjórnina í mörgum controversial málum. Lieberman hefur hins vegar fengið meiri athygli en flest allir aðrir 'aisle-crossing' demokratar - og hann hefur, þrátt fyrir að kjósendur í hans eigin heimafylki séu honum ósammála - neitað að skipta um skoðun.

Og þetta er eiginlega punktur þrjú: Lieberman gefur sig út fyrir að vera prinsippmaður, svona eins og forsetinn, maður sem skiptir ekki um skoðun eftir að hann hefur tekið hana, alveg sama hversu augljóslega vond þessi skoðun er! Og ég held að það sé enginn með fullu viti sem reyni lengur að halda því fram að stríðið í Írak hafi verið hið besta mál. Meira að segja forsetinn hefur viðurkennt að 'mistök hafi verið gerð'. Það er allt í lagi að hafa prinsipp og að vera þrjóskur - en þegar kemur að því að velja menn til að stjórna löndum, ég tala nú ekki um heimsveldum, skiptir miklu máli að velja menn sem eru tilbúnir til að viðurkenna mistök sín, horfast í augu við að þeir hafi haft á röngu að standa, séu tilbúnir til að segja það við kjósendur sína og breyta svo um stefnu. Republikanar hafa reynt að halda því fram að svoleiðis pólítík heiti 'flip-flopping'. Það segir sennilega meira en flest annað um núverandi leiðtogalið flokksins að þeim finnist heiðarleiki og hæfileikinn til að viðurkenna eigin mistök vera alvarlegir karakterbrestir.

En það sem er eiginlega fáránlegast við röksemdafærslu hægrimanna er að með því að losa sig við Lieberman hafi demokratar í Connecticut einhvernveginn keyrt hættulega langt til vinstri, og geti nú alls ekki fengið atkvæði 'venjulegra bandaríkjamanna'. Þessi rök byggjast á þeirri undarlegu hugmynd að stuðningur Lieberman við stríðið endurspegli vilja bandarísku þjóðarinnar en yfirgnæfandi meirihluti Bandaríkjamanna eru andsnúnir stríðinu! Það var Lieberman sem var 'out of touch' í óbifandi stuðningi sínum við þetta vonlausa stríð.

Demokratar í bandaríkjunum eru búnir að vera að segja svipaða hluti undanfarna daga og vikur. Þeir einu sem ekki virðast fatta að sigur Lamont er ekki einhverskonar forboði þess að demokratar tapi kosningunum í haust og svo aftur eftir tvö ár eru Republikanar - og af hverju? Vegna þess að þeir virðast enn trúa því að sú tækni sem þeir beittu á bandaríska kjósendur árið 2000, 2002 og 2004 muni virka áfram. Þessvegna eru þeir sannfærðir um að eina leiðin fyrir demokrata til að vinna kosningar sé að taka upp pólítík republikanaflokksins...

Og það er eiginlega þetta sem mér finnst sérkennilegast: Republikanar trúa því í alvörunni að til þess að vinna kosningar þurfi demokratarnir að verða republikanar. Að einu demokratarnir sem eigi séns í að vinna kosningar séu menn eins og Joe Lieberman. Litlausir miðjumenn sem engin leið er að segja hvort þeir eru republikanar eða demokratar!

Þegar kjósendur koma að kjörborðum vilja þeir fá valkosti - þeir vilja geta valið á milli ólíkra frambjóðenda, manna eða kvenna, sem hafa ólíkar skoðanir, ólíkar hugmyndir og ólíkar lausnir á vandamálum líðandi stundar. Það er engin ástæða til að mæta á kjörstað ef það sem þér er boðið upp á er að velja á milli tveggja manna sem eru nákvæmlega eins, fyrir utan að annar er með rautt bindi, og hinn blátt. Þannig hafa bandarísk stjórnmál of oft verið - og það er líka ein ástæðan fyrir því að bandaríkjamenn mæta ekki á kjörstað. Þetta er enn mikilvægara þegar kosningar ber upp á 'off year', þ.e. ár þegar ekki er verið að kjósa um forseta. Ein besta leiðin til að fá fólk til að mæta á kjörstað er að höfða til 'the base' - og 'the democratic base' er ekkert sérstaklega upprifið yfir stríðinu í Írak! Og það er ekki bara 'the democratic base' - því 'the democratic base' er, í þessu máli, mun nær skoðunum 'the heartland' en republikanar vilja viðurkenna...

Það gladdi mig því mjög þegar ég las stuttan pistil sem Joe Scarborough skrifaði á Huffingtonpost. Scarborough er einn af háværari, og hægrisinnaðari stjórnmálaskýrendum republikana - hann var þingmaður fyrir Florida á tíunda áratugnum, var í framvarðasveit 'the republican revoloution of 1994'. Scarborough er líka með greindari stjórnmálaskýrendum republikana - því einhverra hluta vegna virðast republikanar og Fox news vera sérstaklega hrifnir af reginhálfvitum á borð við Rush Limbaugh. Scarborough minnist þess að eftir að Bush eldri tapaði fyrir Clinton haustið 1992 hafi republikanar í örvæntingu sinni komist að þeirri niðurstöðu að þeir ættu að stýra hart til miðju -

They feared that Bush had been beaten like a drum because radical conservatives like Pat Buchanan, Phyllis Schlafly and Pat Robertson had hijacked the GOP Convention. So while Bill Clinton spent the next two years moving left, the Republican National Committee desperately sought moderate candidates that would talk, walk and vote like, say, Joe Lieberman. The goal was to blur all differences between Republicans and Democrats.

...

Fast forward twelve years and now we find many making the same misguided arguments, except this time they are giving their stupid advice to Democrats generally and Connecticut voters specifically.

Ef Scarborough getur skilið hversu mikil fásinna það er að ráðleggja demokrötum að tilnefna republikana sem frambjóðendur skil ég ekki af hverju afgangurinn af republikanaflokknum gerir það ekki.

Niðurstaða kosninganna í haust og 2008 mun velta á því 1) hversu vel demokrötum gengur að fá 'the base' til að mæta á kjörstað, og 2) hversu vel þeim tekst að búa til 'a message' sem er bæði ólíkt söng republikanaflokksins og um leið sannfærandi. Það finna þeir ekki með því að blaða í stefnuskrám republikana!

M


Hvað segir tölvupósthólfið þitt um þig?

'You are your inbox' Rakst á þessa grein á bloggrúntum dagsins - svo virðist sem yfirfullt tölvupósthólf mitt bendi til að ég eigi mikið að ókláruðum verkefnum eða vandamálum í lífinu... Reyndar er þessi grein alls ekki svo vitlaus. Ég hvet alla sem lifa í gegnum tölvupósthólfið sitt til að lesa hana! Reyndar er greinin upprunalega á Wall Street Journal, sem krefst áskriftar, svo ég kópíeraði fréttina alla hér að neðan:

Hoarders vs. Deleters: What your inbox says about you

By JEFFREY ZASLOW Wall Street Journal
2006-08-10

You are your inbox.

Take a clear-eyed look at how you answer or file each email. Notice what you choose to keep or delete. Consider your anxiety when your inbox is jammed with unanswered messages.

The makeup and tidiness of your inbox is a reflection of your habits, your mental health and, yes, even the way Mom and Dad raised you.

"If you keep your inbox full rather than empty, it may mean you keep your life cluttered in other ways," says psychologist Dave Greenfield, who founded the Center for Internet Behavior in West Hartford, Conn. "Do you cling to the past? Do you have a lot of unfinished business in your life?"

On the other hand, if you obsessively clean your inbox every 10 minutes, you may be so quick to move on that you miss opportunities and ignore nuances. Or your compulsion for order may be sapping your energy from other endeavors, such as your family.

Email addiction, of course, is now a cultural given. But a less-noticed byproduct of that is the impulse of the inbox. Some of us are obsessed with moving every email to an appropriate folder while killing junk "spam" on arrival and making sure Mom knows that we got her email and still love her. Meanwhile, others among us are e-procrastinators, modern-day Scarlett O'Haras who figure we'll deal with old email tomorrow. We're discovering that the disorder in our inboxes mirrors the disorder in our homes, marriages and checkbooks.

A few months ago, Scott Stratten was suffering from what he terms "inbox paralysis." A marketing consultant in Oakville, Ontario, he had 500 old messages in his inbox, all needing responses. "I felt so guilty, I couldn't even bring myself to open my email," he says.

In desperation, he decided to delete all his messages. He then sent an email blast to 400 people on his contact list, telling them a lie. He made up a story that his Internet service provider had informed him that some emails weren't getting through, and that was why friends and clients never heard back from him. "People were very empathetic," he says, "and it allowed me to start fresh."

Mr. Stratten describes what he did as "pure evil," but he also calls it a turning point. He realized he had to find a better way to ease his guilt over not coming through for people. He is now hiring an assistant who will handle his email.

Those who are too nice in other areas of their lives may be more likely to struggle with unwieldy inboxes, says Merlin Mann, creator of 43folders.com, a Web site about personal productivity. Polite people (or those who want to be liked) feel obliged to participate in ping-pong correspondences with chatty friends. They haven't the heart to give anyone the no-response brush-off. But Mr. Mann says such ruthlessness is necessary.

He says he uses a few dozen "templates" to answer email, prewritten form letters in which he inserts a person's name or a personalized comment. He also empties his inbox hourly. "You have to treat your inbox like you treat your mailbox at home," he says. "You wouldn't store your bills inside your mailbox. And leaving spam in your inbox is like leaving garbage in your kitchen."

On the work front, you're most at risk for inbox clutter if you're the type who can't say "no," warns Nancy Flynn, executive director of the ePolicy Institute, a consulting firm. When you're quick to respond with offers of help, "people use email to turn their crisis into your emergency," she says.

In Greensboro, N.C., Internet consultant Wally Bock keeps his inbox down to a manageable few dozen messages. He credits his sense of order to "having disciplined parents who made that a value." Still, he recognizes the downside. Many "Inbox Zero" zealots interrupt their work every time they hear a ping announcing incoming email. "Multitasking is a misnomer," says Mr. Bock. "What you're really doing is switching rapidly between tasks. And every time you switch, you have to start up again. Over the course of a day, you lose a chunk of efficiency."

A saner way to pare down an inbox is to move email into folders, by subject or need for follow-up, and once a week set aside time for inbox housekeeping. That's advice from Marilyn Paul, author of "It's Hard to Make a Difference When You Can't Find Your Keys," a book for the chronically disorganized. She also suggests using the inbox alphabetizing feature, which organizes all email by sender. "That allows you to delete 1,000 emails an hour," she says.

University of Toronto instructor Christina Cavanagh studied hundreds of office workers for her book "Managing Your Email: Thinking Outside the Inbox." One of her subjects, a finance executive, had 10,000 emails in his inbox. She advised him to simply delete the oldest 9,000. Busy people, drowning in email, may have no choice but to kill old messages and suffer the consequences. (Mr. Mann calls this "euthanasia.")

Because "inboxes are metaphors for our lives," Dr. Greenfield says, there's no cure-all solution to inbox management. We're all too different. But he believes an awareness of our inbox behavior can help us better understand other areas of our lives.

"If you have 1,000 emails in your inbox, it may mean you don't want to miss an opportunity, but there are things you can't pull the trigger on," Dr. Greenfield says. "If you have only 10 emails in your inbox, you may be pulling the trigger too fast and missing the richness of life."

 


Þá að Santorum og Lee Harvey Oswald

Langsamlega mest spennandi kosningarnar í haust verða um sæti Rick Santorum í öldungadeildinni. Santorum, sem er einn af hægrisinnaðari og sannkristnari þingmönnum republikanaflokksins, þarf að verja sæti sitt gegn demokratanum Bob Casey. Santorum, sem er mjög annt um lýðræðið, fannst það alls ekki nógu lýðræðislegt að vinstrimenn í Pennsylvaníu hefðu ekki nema einn frambjóðanda - Casey, svo hann ákvað að fjármagna framboð Græningja.

Svo virðist sem græningjar í Pennsylvaníu hafi siðferðisvitund sem Ralph Reed gæti verið stoltur af, en þeir ákváðu að þiggja fjárframlög Santorum, og réðu svo fyrirtæki honum tengt til þess að safna 67.000 undirskriftum sem frambjóðendur þurfa að leggja fram.

Þegar demokratar lögðust yfir undirskriftalistana kom í ljós að allskonar furðulegt fólk vildi styðja Romanelli, frambjóðanda Græningja - þeirra á meðal:

  • Mickey Mouse
  • Mona Lisa
  • Woody Allen
  • Robert Redford
  • George Bush
  • Gerald Ford
  • Lee H. Oswald

Lögfræðingar demokrata hafa farið fram á að framboð Romanelli verði dæmt ógilt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirtæki sem safna undirskriftum fyrir frambjóðendur í Bandaríkjunum skila inn fölsuðum nöfnum - en það sem ég skil ekki er að þessi fyrirtæki skuli ekki í það minnsta reyna að finna upp sæmilega trúverðugar falsanir!

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband