36% Bandaríkjamanna trúa á 9/11 samsæriskenningar

Samkvæmt könnun á vegum Ohio háskóla eru 36% Bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að það sé líklegt, eða mjög líklegt að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi verið á bak við eða verið viðriðin 9/11. Samsæriskenningar um 9/11 eru þá orðnar næstum jafn vinsælar og samsæriskenningar um morðið á JFK!

Thirty-six percent of respondents overall said it is "very likely" or "somewhat likely" that federal officials either participated in the attacks on the World Trade Center and the Pentagon or took no action to stop them "because they wanted the United States to go to war in the Middle East."

16% Bandaríkjamanna trúa því að The World Trade Center hafi hrunið vegna þess að leyniþjónustan hafi komið fyrir sprengiefni í turnunum - og að farðþegaflugvélarnar hafi ekki haft neitt að segja og 12% telja að það hafi ekki verið flugvél, heldur flugskeyti, sem lenti á Pentagon.

Það sem er merkilegt við þessar tölur er ekki að það sé fólk sem trúi á samsæriskenningar - það er líka fullt af fólki sem trúir á andalækningar, drauga og að geimverur ræni fólki í Kansas til að gera á þeim tilraunir. Það er mun skynsamlegra að trúa því að CIA hafi verið á bak við 9/11 en t.d. að guð hafi skapað heiminn fyrir 6000 árum - en nærri helmingur Bandaríkjamanna trúir sköpunarsögu biblíunnar. Fólk trúir allskonar rugli og vitleysu - það eru varla fréttir!

Það sem er áhugavert við þessar tölur er að samsæriskenningar um 9/11 urðu ekki vinsælar fyrr en á seinasta ári. Fram að því voru það bara einstaka rugludallar sem trúðu því að bandaríkjastjórn hafi verið viðriðin árásirnar. Ástæðan virðist vera sú að á seinasta ári hefur bandarískur almenningur verið að missa trú á Bushstjórninni - almenningur trúði því nefnilega að Saddam Hussein ætti gereyðingarvop - eins ótrúlegt og það hljómar, þá trúði fólk því í alvörunni! Þegar það svo kom í ljós að rikisstjórnin hefði logið þessu gereyðingarvopnarugli, og þegar það kom í ljós að stríðið allt væri eitt allsherjar klúður, virðist fólk hafa verið að missa trúna á ríkisstjórninni almennt.

Það sem ég skil reyndar ekki við þessar samsæriskenningar er að Íraksstríðið hefur sannað svo ekki verði um villst að Busstjórnin er fullkomlega vanhæf - hvernig er hægt að ímynda sér að jafn getulausir trúðar hafi getað skipulagt 9/11, og látið líta svo út að það væru Saudi Arabískir hryðjuverkamenn á bak við þær? Og þess utan - ef planið var allan tímann að nota 9/11 sem afsökun fyrir innrásinni í Írak - af hverju þá ekki að láta flugræningjana vera Íraka? Ekki að það fólk sem trúir á samsæriskenningar hefur ábyggilega skýringar á þessu líka - ef einhver af lesendum FreedomFries hefur skoðanir á þessu lýsi ég eftir þeim!

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband