Meiri spilling og sóun Bushverja

Vígalegur starfsmaður BATF

Það virðist ekki vera neinn endir í sjón þegar kemur að spillingar og sóunarskandölum Bushverja - Carl Truscott, sem Bush skipaði sem yfirmann the Bureau of Alcohol, Tobacco and Firearms, hefur sagt af sér eftir að rannsókn á embættisfærslum hans leiddu í ljós að hann eyddi nánast öllum tíma sínum í að skipuleggja innréttingar í nýjar höfuðstöðvar BATF. Höfuðstövarnar eru komnar 19 milljónir dollara yfir áætlun - en kostnaðurinn við innréttingar og parket fyrir skrifstofu Trescott voru 300.000 dollurum yfir áætlun. Sjá frétt Washington Post hér.

Trescott keypti sér m.a. 65.000 dollura fundarborð. Það eru yfir fimm milljónir króna! Á sama tíma stóð Trescott fyrir stórfelldum niðurskurði í fjárlögum stofnunarinnar, sem m.a. áttu að koma niður á búnaði sérsveitarmanna BATF - en það er the Bureau of Alcohol, Tobacco and Firearms sem m.a. urðu frægir í Waco um árið. Á myndinni hér til hliðar má líta einn af vinalegum starfsmönnum BATF.

það er ekki svo langt síðan fréttir af stórfelldri sóun The Department For Homeland Security og FEMA fylltu síður bandarískra dagblaða. (sjá hér)

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband