Helmingur Bandaríkjamanna trúir ennþá á gereyðingarvopn Saddam Hussein!

WMDs Found!

50% Bandaríkjamanna svaraði spurningunni "Do you believe in Iraqi "WMD"? Did Saddam Hussein's government have weapons of mass destruction in 2003?" játandi í nýrri könnun... Það ótrúlega er að fjöldi Bandaríkjamanna sem trúir því að Saddam hafi átt gereyðingarvopn þegar Bandaríkjaher gerði innrás í landið hefur aukist síðan fyrir ári! Fyrir ári svöruðu 36% þessari spurningu játandi.

Mér er það eiginlega algjörlega hulið hvernig getur staðið á þessu. Sérfræðingar telja að ástæðan sé stöðugur áróður AM-talk radio, Fox news, og hægriblogg sem stöðugt flytja mis furðulegar og upplognar fréttir af sönnunum fyrir gereyðingarvopnum Saddam. Og svo getum við þakkað vin okkar, Rick Santorum (sjá þessa færslu mína um Santorum og græningja í Pennsylvaníu). Fyrir nokkrum vikum sendi Santorum og annar republikani, Peter Hoekstra, skýrslu þar sem þeir gerðu mikið veður úr því að yfir 500 stórskotaliðsskot hefðu fundist síðan 2003 - en sérfræðingar á vegum bandaríkjastjórnar höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að hér væru á ferðinni ónýt hergögn frá því fyrir stríðið 1991.

Bush stjórnin hefur neitað að draga gereyðingarvopna sögu sína til baka, og Bush hefur meira að segja nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum látið orð falla sem blása lífi í söguna. Og Fox news lætur ekki sitt eftir liggja: fyrir nokkrum dögum velti Fox því fyrir sér hvort gereyðingarvopn Saddam væru í höndum Hezbollah: "ARE SADDAM HUSSEIN'S WMDS NOW IN HEZBOLLAH'S HANDS?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband