Bandaríkjaher byggi tívolí!

T 34 í Minnesota

Þetta er ekki grín: Bandaríkjaher er um þessar mundir að íhuga að byggja heljarinnar skemmtigarð og tívolí við hliðina hersafni í Fort Belvoir. Safnið á að opna 2013 - og skemmtigarðurinn gæti boðið upp á allskonar frábær tæki og upplifanir - samkvæmt Washington Post hefur athafnamaður frá Florida þegar hafið undirbúning að uppátækinu:

You can command the latest M-1 tank, feel the rush of a paratrooper freefall, fly a Cobra Gunship or defend your B-17 as a waist gunner

Hvern hefur ekki langað til að sitja í byssuturni B-17 flugvélar?! Eða keyra skriðdreka! En það er víst fullt af einhverjum fýlupúkum sem hafa áhyggjur af því að hugmyndin sé óviðeigandi, og herinn hefur varist allra frétta, en skemmtigarðurinn mun eiga að hjálpa hernum að borga fyrir safnið, sem á að vera í laginu eins og 'The Medal of Honor'. Sjá frétt á Washington Post. Það fylgir ekki fréttinni hvort tilgangur skemmtigarðsins sé ekki öðrum þræði að selja ungviðið á að það sé bæði gaman og spennandi að vera í hernum.

En fyrst ég er að tala um skemmtanagildi hernaðarrekstur er rétt að benda á þetta frábæra tækifæri:

A Military Interactive Museum

WWII Tank Rides During A Combat Patrol

 

Fyrir þá sem eiga leið til Minnesota í haust, og hefur alltaf langað til að keyra alvöru T-34 skriðdreka er bent á að tékka á http://www.tankride.com/. Í Princeton, Minnesota, er nefnilega hægt, fyrir nokkur hundruð dollara, að keyra rússneskan T-34 skriðdreka. Ég er sjálfur á leiðinni seinna í sumar - og mun auðvitað deila reynslunni með lesendum FreedomFries! 

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband