Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

The Rapture Index: Heimsendavísitalan

Rapture

The Rapture Index mælir á 'vísindalegan' máta hversu líklegt það sé að Jesú sé á leiðinni til jarðar, ásamt herskörum engla til að leiða trúaða í heilögu stríði við gegn Satan... Núna stendur 'heimsendavísitalan' á 158, sem er víst nokkuð gott, skv heimasíðunni þýðir það nefnilega að heimsendir sé handan við hornið! (Hæst fór vísitalan í 182, skömmu eftir 9-11 2001) Hæst virðist vísitalan geta farið í 225, því hún er búin til úr 45 liðum, og hver þeirra getur fengið gildi milli 1 og 5.

Rapture Index of 85 and below: Slow prophetic activity

Rapture Index of 85 to 110: Moderate prophetic activity

Rapture Index of 110 to 145: Heavy prophetic activity

Rapture Index above 145: Fasten your seat belts

"Fasten your seatbelts"?! Ætli það breyti miklu hvort maður er með bílbeltin spennt, svona fyrst heimurinn er að fara að farast? 

Það er stórskemmtilegt að skoða hvernig þessi vísitala er búin til, t.d. er hátt olíuverð talið benda til þess að heimsendir sé í nánd, svo er liður 22: "Ísrael", en um það segir "A terrorist group threatens Israel with chemical weapons", 5 fyrir þann lið. Og liðirnir 32 og 33, "Beast Government" og "Mark of the Beast", en þar segja höfundar vísitölunnar, "The possibility of the EU reforming into a smaller group of core nations has updated this category." og "The U.S. Patriot Act has failed to get enough votes for extension", en ég átta mig ekki á því hvort höfundi vísitölunnar þykja þetta vera góðar eða slæmar fréttir, en báðir liðirnir fá gildið 3. Ætli þetta hafi ekki þótt vondar fréttir?

Mér finnst að Bandaríska hagstofan ætti að koma sér upp svona vísitölu, en þá þarf eitthvað vísindalegri mælingar, t.d. fjölda engisprettna á ferkílómetra og fjölda froska sem fallið hafa af himnum.

M


Mannvinurinn Mel Gibson

Um daginn skrifaði ég um yfirlýsingagleði Mel Gibson og hárbeittar analýsur hans á orsökum þess hversu ófriðlegt er í heiminum - gyðingarnir eru á bak við það alltsaman - og síðan þá hefur eiginlega fátt annað verið eins mikið í umræðunni hérna vestra. Að vísu berast líka fréttir af því að það sé eitthvað fólk að deyja í Líbanon, og að Hezbollah haldi úti eldflaugaárásum, en það jafnast samt ekki á við Gibsonmálið.

Reyndar er það svo að þetta Mel Gibson mál allt er mjög merkilegt því það kemur upp á viðkvæmum tíma: Í fyrsta lagi er það að Ísrael og Mið-Austurlönd eru mikið í fréttunum, og það er auðveldara að tala um þessi vandamál, (sem vissulega hafa með gyðinga að gera) ef þau eru persónugerð. Meðalbandaríkjamaðurinn hefur nefnilega þá skoðun að vandamál Ísraelsríkis og rót þess eilífðarstríðs sem það land er í við öll nágrannaríki sín, hljóti að orsakast af gyðingahatri Araba. Fyrir vikið, held ég, eru andsemítísk ummæli einhvernveginn áhugaverðara umræðuefni en utanríkis og öryggispólitík.

Hitt er að þessi ummæli Gibson koma upp á mjög vandræðalegum tíma fyrir hægrimenn í Bandaríkjunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Republikanaflokkurinn sé í vandræðum - en tilvistarkreppa bandarískra hægrimanna liggur mun dýpra en vandræði forsetans. Þegar Mel Gibson gerði 'The Passion' tóku kristnir hægrimenn af öllum gerðum Gibson í dýrlingatölu. Og vinsældir myndarinnar stóðu í beinu sambandi við, og byggðu að miklu leyti á, þeirri trúarbylgju sem gengið hefur yfir bandarískt samfélag á undanförnum árum.

En það voru ekki alveg allir jafn hrifnir af The Passion - fyrir utan að vera sadísk (Gibson virðist hafa mjög pervertískan áhuga á langdregnum ofbeldis og sársaukasenum - sbr Braveheart), þótti mönnum sem hún væri lítillega andsemítísk. Vinir Gibson í röðum kristinna hægrimanna blésu á allar slíkar ásakanir, Gibson væri góður kristinn drengur, og þeirra maður. Það er því sérstaklega erfitt fyrir þetta fólk að viðurkenna að kannski hafi gagnrýnendurnir haft á réttu að standa.

Það skýrir allavegana hversu viljugir hægrisinnaðir fréttaskýrendur hafa verið að koma Mel Gibson til bjargar!

Á undanförnum dögum hafa ekki minni spámenn en Bill O'Reilly og David Horowitz lýst yfir stuðningi við eða afsakað Gibson, eða ráðist á þá sem hafa leyft sér að gagnrýna hann. Á Fox voru O'Reilly og Geraldo Rivera að ræða málefni Gibson, og voru þeirrar skoðunar að aðalfréttin væri ekki sú hvað Gibson hefði sagt, heldur að fólk skyldi hafa áhuga á því. O'Reilly var ekki í nokkrum vafa um að ástæðan væri samsæri fjölmiðla: 

O'REILLY: All right? They wallow in it. They can't get enough of it. They've got blood all over their mouth, these vampires, OK? They're in the media, these people. This is what they live for.

David Horowitz, í viðtali hjá Sean Hannity á Fox hafði hins vegar áhyggjur af því að Gibson nyti ekki þeirrar samúðar sem hann ætti skilið.

people deserve compassion when they are in this kind of trouble. ... As a Jew, I feel much more threatened by people like Jimmy Carter when Israel is facing genocidal enemies who have sworn to destroy it and kill the Jews, and Carter is out there, wagging his finger at the Israelis.

Horowitz er líka þeirrar skoðunar að æsingurinn yfir Gibson snúist líka um einhverskonar ofsóknir gegn kristnu fólki:

a lot of the people who are jumping all over Mel Gibson see him as some kind of a conservative or as a Christian. There's a lot of hatred of Christians in this country.

Ég er sammála Horowitz um að Gibson sé ekki 'some kind of a conservative or as a Christian' - því hann er fyrst og fremst 'some kind of crazy in the head', svo vitnað sé í annan stjórnmálaspeking, en það fer hins vegar ekki á milli mála að hægrimenn eins og O'Reilly gerðu úr Gibson einhverskonar heiðurs 'conservative and an Christian' og það er því skiljanlegt að fólki finnist það fyndið þegar það kemur í ljós að hann var bara galinn.

M


Matsalir Bandaríkjaþings hættir að selja 'Freedom Fries'

Bandarískir þingmenn geta nú aftur pantað sér 'French Fries', í staðinn fyrir 'Freedom Fries'. Sömuleiðis er nú hægt að kaupa 'French toast', en ekki 'Freedom toast'. Það er reyndar mjög merkilegt að búið sé að breyta þessum nöfnum aftur. Forsagan er sú að í mars 2003 létu Bob Ney and Walter Jones breyta nöfnunum frönskum kartöflum í frelsiskartöflur, til að sýna fransmönnum í tvo heimana. En núna þykir republikönum semsagt að það sé búið að refsa frökkum nóg.

Það er frábær færsla um þetta á The Hill blog, sérstaklega þessi komment Nancy Pelosi um nafnabreytingarnar:

“Clearly, this turn of events has cast our nation out of the frying pan and into the fire,” said House Democratic Leader Nancy Pelosi. “Considering the Republican Party has based its foreign policy and homeland security strategy on the naming of fast-food items, it is shocking that they would waffle on one of their most pressing agenda points.”

M


Pízza handa Ísraelsher - 'support the troops'

ísraelsher og pízza

PizzaIDF.org býður bandaríkjamönnum upp á að sýna stuðning sinn við Ísraelsher í verki með því að panta pízzu og láta senda til hermanna á vígstöðvunum í Líbanon - allar "heimsendingar" eru gerðar með vitund og samstarfi Ísraelshers, en slagorð fyrirtækisins er "We are delivering to the Lebanese Border. And around Gaza"

Þetta er sannarlega merkilegur bisness! Hver segir svo að það séu bara hergagnaframleðiendur sem græða á stríðsrekstri? PizzaIDF (IDF = Israeli Defence Forces) segir á heimasíðu sinni

During the last four years we have delivered many thousands of pizza pies and other gifts to thousands of soldiers. It is hard to describe how happy they are to receive your "special treats" -- it goes well beyond getting a hot pizza late at night at a lonely post. It is as tremendous an experience for us to give them out on your behalf as it is for the soldiers to receive them. They love to know that people everywhere support and care for them

Our deliveries are coordinated with the security forces and pose no security risk.

Okkur óbreyttum borgurum, sem viljum sýna stuðning okkar í verki, gefst kostur á að panta pízzuveislu fyrir 5-90 hermenn, 90 manna veislan kostar litla 270 dollara. Allar pízzurnar eru Kosher. Fyrirtækið var stofnað 2002, og hefur víst verið að senda svöngum hermönnum pízzur síðan þá. Og hermennirnir eru voða þakklátir. Það er erfitt að skjóta óbreytta borgara, nei, ég meina hryðjuverkamenn, á fastandi maga...

On behalf of the soldiers of the IDF (Israel Defense Forces), we wish to thank the many, many people the world over who have sent Pizza, Burgers and a variety of other treats, and especially thank you to those who have sent pizza and encouraging messages of support and gratitude during the current campaign.

Ég á aeftir að athuga hvort pízzupantanir frá PizzaIDF séu frádráttarbærar frá skatti í Bandaríkjunum - ef ekki ættu vinir ísraels að krefjast þess, ef þetta er ekki mannúðaraðstoð þá veit ég ekki hvað er! 

M.


Græningjar: handbendi afturhaldsaflanna

Ef Republikönum er legið á hálsi fyrir að þiggja peninga af vopnaframleiðendum og öðrum vondum stórkapítalistum, hvað finnst okkur þá um að Græningjar séu fjármagnaðir af Repúblikönum? Í Pennsylvaníu hafa græningjar þegið yfir 60.000 dollara frá stuðningsmönnum Rick Santorum, sem er án nokkurs vafa einn afturhaldssinaðasti leiðtogi Republikanaflokksins. Það sem meira er, Republikanar aðstoðuðu Græningja að safna undirskriftum til stuðnings því að frambjóðandi græningja fengi að bjóða sig fram til öldungadeildarinnar - en frambjóðendur þurfa að skila inn undirskriftum frá 67.000 stuðningsmönnum. Meðlimir græningja í fylkinu eru rétt um 20.000, en þeim tókst að skila inn undirskriftum frá yfir 90.000 manns.

Samkvæmt Washington Post, og Hotline on Call, (og hér) er kosningabarátta Carl Romanelli, frambjóðanda Græningja alfarið fjármögnuð af Republikanaflokknum og Rick Santorum.

Það er sannarlega betra að vera á mála hjá handbendum stórfyrirtækja, en að vera á launum hjá stórfyrirtækjunum sjálfum? Nei, ég er eiginlega alveg steinhættur að skilja þetta... það er forvitnilegt að vita hvernig græningjum í Pennsylvaníu líði - hversu margir þeirra ætli muni kjósa Romanelli í komandi kosningum, og halda að þeir hafi hreina samvisku?

M


Kurteisi Ísraelshers

Það hefur víst eitthvað farið fyrir því heimsbyggðinni mislíki stríðsrekstur Ísraels í Gaza og Líbanon, og sömu leiðis hefur Palestínuaröbum gramist að hús þeirra séu eyðilögð og ættingjar drepnir í loftárásum. Til þess að leysa þetta leiðindamál hefur Ísraelsher tekið að vara fólk við í síma áður en hús þeirra eru sprengd upp! Að vísu nær þessi kurteisisþjónusta aðeins til Gaza.

Samkvæmt LA Times hringir talsmaður Ísraelshers í fólk í Gaza og lætur það vita að herinn ætli sér að ráðast á hýbíli þess.

In Gaza, where the Israeli military began issuing specific warnings in the last two weeks, the practice has not won over many hearts or minds. ...

At best, residents decry it as a cynical attempt to portray Israel's military campaigns in a better light. Palestinian Authority Prime Minister Ismail Haniyeh calls it a form of psychological warfare.

Það er reyndar betri frétt um þetta furðulega prógram Ísraelhers í Jerusalem Post, en þar er bent á að Ísraelar virðist velja símanúmer að handahófi til að hringja í - og að fólk sem fái þessar draugalegu upprhingingar verði eðlilega viti sínu fjær af hræðslu, og þori ekki heim til sín.

So this week, about 1,000 residents in the southern Gaza city of Khan Younis answered their phones and listened to a recorded message by the IDF warning them against harboring operatives or hiding weapons.

The Palestinian phone company said the numbers were apparently picked at random. The army said the calls are to specific homes or areas, but refused to say how it picked the numbers.

Hamas government spokesman Ghazi Hamad dismissed the army's claim that the phone calls were meant to reduce casualties, calling them a "criminal act" meant to drive people out of their homes, paralyze the government, and "demoralize" the population.

Ef það væru veitt verðlaun fyrir frumlegustu hernaðartækina og effektívasta sálræna terrorinn ætti Ísraelsher að fá þau!

M


Demokratar og Santorum og Islamofasistarnir

Santorum

Einn af föstum punktum í röksemdafærslu margra republikana fyrir því af hverju demokratar séu vondir og hættulegir er að hryðjuverkamennirnir myndu allir kjósa demokrataflokkinn. Þessi 'rök' eru sérstaklega vinsæl hjá Rush Limbaugh og öðrum á AM talk radio, en það kemur líka fyrir að 'virðulegir' stjórnmálamenn og senatorar á borð við Rick Santorum noti þessa línu. Ég hef reyndar aldrei alveg skilið af lógíkina. Samkvæmt Limbaugh og Santorum, berjast demokratar fyrir guðleysi, samkynhneigð, klámi og afnámi fjölskyldugilda - og þó þeir Limbaugh og Santorum eigi auðvelt með að snúa raunveruleikanum á hvolf hafa þeir ekki reynt að halda því fram að Al Qaeda sé að berjast fyrir fóstureyðingum eða siðleysi.

Sennilega byggir þessi röksemdafærsla um ást hryðjuverkamanna á demokrataflokknum á því að samkvæmt hægrimönnum eiga demokratar víst að hata Bandaríkin - og þar sem hryðjuverkamenn hata líka Bandaríkin hljóta þeir og demokratar að vera bestu vinir?

Fyrir okkur sem búum í raunveruleikanum er alveg augljóst að þessi 'hryðjuverkamennirnir styðja demokrata' ásökun er bæði andstyggileg og fáránleg - en það sem meira er, hún er ólógísk, jafnvel ef maður skrifar upp á hugmyndafræði AM talk radio og Rick Santorum!

En svo birtust allt í einu 'sannanir' fyrir því að hryðjuverkamenn og Íslamófasistar styddu demokrata - íllmennin í arabaheiminum gengu svo langt að lýsa formlega yfir stuðningi við demokratann Bob Casey, sem býður sig fram gegn Santorum til annars af sætum Pennsylvaníu í öldungadeildinni!

Málavextir eru semsagt þeir að á heimasíðunni 'www.AlJazeerah.info' voru Bandaríkjamenn hvattir til að kjósa demokrataflokkinn, og kjósendur í Pennsylvaníu til að fella Santorum af þingi. (sjá þessa frétt Al-Jazeerah hér.) Einhverra hluta vegna hafa hægrimenn í Bandaríkjunum sannfært sjálfa sig um að Al-Jazeera sé opinber málpípa Al Qaeda, og Santorum ákvað að gera sér mikinn mat úr þessum fréttum. Santorum mætti t.d. til O'Reilly til að kvarta unda því að hann sæti persónulega undir árásum hryðjuverkamanna. Og í kjölfarið fylltust hægrisinnaðar bloggsíður af upphrópunum og æsingi. Sjá t.d. Blue State Conservatives:

If there ever was a reason to vote for Santorum, this is it: Al-Jazeera endorses Casey against Santorum.

This needs to be plastered all over the blogosphere.

Samkvæmt Santorum og hægribloggurunum átti þetta að sanna íllsku demokrataflokksins og nauðsyn þess að kjósa Santorum á þing... Fyrir utan að það er absúrd að halda að Al-Jazeera sé einhverskonar hryðjuverkafélagsskapur, er eitt alvarlegt vandamál við þessa sögu allawww.aljazeerah.info hefur ekkert með sjónvarpsstöðina Al-Jazeera að gera! Á heimasíðu Al-jazeerah segir eftirfarandi:

This website, Al-Jazeerah.info, is not related by any means to Aljazeera TV station of Qatar

Enda er heimilisfang Al-Jazeerah skráð í Georgíufylki.

Rétt netfang Aljazeera er http://english.aljazeera.net/HomePage  

Rick Santorum hefur ekki beðist afsökunar eða dregið til baka yfirlýsingar sínar um að hryðjuverkamenn og Íslamófasistarnir vilji sig af þingi. Það er erfitt að segja hvort lygasögur af þessu tagi hafi einhver áhrif á kjósendur. Hit and Run, þar sem ég rakst á þessa sögu, er sannfært um að við eigum eftir að sjá meira af svona málflutningi fram að kosningunum í haust.

Kannanir benda reyndar til að Santorum geti hæglega tapað fyrir Casey - kosningabarátta þeirra er af mörgum talin ein sú allra mikilvægasta í haust, því Santorum er einn af mikilvægustu leiðtogum Republikanaflokksins - og einn af valdamesti þingmaður í flokki 'social conservatives'. Santorum hefur, auk þess að ljúga upp fáránlegum fréttum, gripið til þess ráðs að fjármagna kosningabaráttu Græningja í fylkinu.

M


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband