Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Hastert og Republíkanaflokkurinn með annan fótinn í kirkjugarðinum

hastert.jpg

Það er svo ílla komið fyrir Repúblíkanafloknnum að Dennis Hastert er farinn að halda blaðamannafundi í kirkjugörðum! Þegar bloggarar og stjórnmálaskýrendur fóru að tala um að dagar Hastert í pólítík væru sennilega taldir, og að hann væri á leiðinni í "the political graveyard" hélt ég að þeir væru að nota einhverskonar myndmál, en samkvæmt þessari skjámynd af CNN virðist "the political graveyard" vera til í alvörunni, og Hastert virðist hafa tjaldað þar... Kannski er þetta kirkjugarðurinn þar sem satanísku messurnar hans Patrick McHenry eru haldnar (samanber þessa færslu)?

M


O'Reilly: vígamenn í Írak hafa fyrst og fremst áhuga á kosningunum í nóvember...

oreilly.jpg

Þessi kenning kemur alltaf við og við fram hjá blaðurmaskínu Repúblíkana: Terroristarnir og "the insurgency" í Írak séu einhverskonar málaliðar demokrataflokksins, það, eða að þeir hafi fyrst og fremst áhuga á kosningum í Bandaríkjunum. Ef ástandið í Írak sé að versna sé það vegna þess að vígamenn á vegum Íran séu að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar í Bandaríkjunum!

So now Iran has ordered its killers to up the violence in Iraq for the next month, believing that Americans will hold President Bush responsible and vote in the Democrats, who the Iranians believe are not as aggressive in foreign policy. (sjá Media Matters)

Í huga O'Reilly er það fullkomlega lógískt að ungir menn sprengi sig í loft upp í fjarlægum löndum til þess að hafa áhrif á það hvort Rick Santorum eða Conrad Burns nái kosningu til Bandaríkjaþings?

M


Um liðan Bush, búið að vera erfitt haust,finnst allir hafa svikið sig

Bush.jpg

Í New York Daily News var um daginn skemmtileg grein um "líðan" bandaríkjaforseta, en karl greyinu finnst hann vera afskapega eitthvað einmana, yfirgefinn og almennt barasta frekar svikinn. Maður getur eiginlega ekki annað en kennt í brjósti um manninn.

...friends, aides and close political allies tell the Daily News Bush is furious with his own side for helping create a political downdraft that has blunted his momentum and endangered GOP prospects for keeping control of Congress next month.

Some of his anger is directed at former aides who helped Watergate journalist Bob Woodward paint a lurid portrait of a dysfunctional, chaotic administration in his new book, "State of Denial."

In the obsessively private Bush clan, talking out of school is the ultimate act of disloyalty, and Bush feels betrayed from within.

Það sem er athyglisvert við þetta er að Bush finnst hann vera svikinn vegna þess að samverkamenn hans hafi einhvernveginn svikið sig, og ef ekki væri fyrir þessi svik myndi allt vera í himnalagi, kosningarnar vinnast og framtíðin myndi brosa við, björt og full af möguleikum. En Bush er nefnilega mikill bjartsýnismaður:

Bush is less worried about his standing with history, telling aides that George Washington's legacy is still being debated two centuries later. But he understands that losing one chamber of Congress will cripple his lame duck-weakened final two years.

"He's remarkably optimistic," a Bush insider said. "Like Ronald Reagan, he has a gift for looking beyond the morass in front of him and sticking to his goals, even if it's not popular."

Það sem greinin segir okkur um sálarástand og þankagang forsetans er mjög merkilegt. 1) Honum finnst hann hafa verið svikinn af samverkamönnum sínum, 2) Ef ekki væri fyrir þessi svik myndu kosningarnar í haust vinnast, 3) Það er ekkert að stefnu hans í innaríkis eða utanríkismálum. Með öðrum orðum, Bush sér ekki að vandamál hans eða flokksins hafi neitt með hann eða stefnu hans að gera. Vandamál repúblíkanaflokksins undir handleiðslu Bush eru hins vegar mun alvarlegri og djúpstæðari:

In the obsessively private Bush clan, talking out of school is the ultimate act of disloyalty, and Bush feels betrayed from within.

Þetta er vandamálið. Undanfarin sex ár eða svo hefur republíkanaflokkurinn verið rekinn eftir þessu prinsippi: Allir sem einn, allir tali með einni röddu, og fylgi forsetanum, "in lock step", innan-flokks gagnrýni lýðst ekki. Og núna finnst forsetanum að flokkurinn hafi svikið sig. Vandamálið er ekki að flokkurinn sé að svíkja hann núna: vandamálið er að flokkurinn fylgdi honum í algjörri blindni þangað til núna! Leiðtogar repúblíkana í þinginu, undir handleiðslu Haestert og Tom DeLay, refsuðu öllum þingmönnum sem kusu ekki samkvæmt flokkslínunni, eða leyfðu sér að gagnrýna opingerlega stefnu forsetans. Mikilvægur þáttur "the K-street project" Tom DeLay var að pólítíkusar sem féllu í ónáð hjá flokknum gátu átt von á að fá ekki vinnu hjá lobbíistum eftir að hafa hætt í pólítík.

Ronald Brownstein fjallaði í LA Times á sunnudaginn um þennan kommúníska samstöðukúltúr Repúblíkanaflokksins, og benti á að þessi stefna gerði að verkum að flokkurinn virtist mun samstæðari og sterkari en hann raunverulega væri. Þessi samstaða gerði flokknum líka auðveldara að höfða til "the base", þ.e. mjög íhaldssamra trúaðra kjósenda.

Marginalizing internal dissent and promoting party unity have been hallmarks of the Republican governing strategy under President Bush.

Using both carrots and sticks, the White House and GOP congressional leaders have successfully encouraged Republican legislators and activists to see themselves more as part of a team and less as autonomous voices representing distinct and divergent constituencies. With only a few exceptions (education, immigration), the GOP has tried to resolve every policy choice in a manner that maximizes agreement within their coalition and minimizes the opportunity for Democratic influence.

Svona andrúmsloft elur líka á hræðslu: Ef mönnum er refsað fyrir að "talk out of school", vera með múður eða mótmæla, er ekki nema eðlilegt að menn haldi sér saman, frekar en að hætta á að kalla yfir sig reiði forystuliðsins. Fyrir vikið hefur flokkurinn verið algjörlega ófáanlegur (þar til núna) til að viðurkenna að stríðið í Írak sé tapað, og að það þurfi að endurskoða "the war on terror" frá grunni. Fyrir vikið láðist þinginu að hreyfa andmælum við augljóslega vanhugsuðum innrásaráætlunum forsetans árið 2003. Það er líka þessi samstöðukúltúr sem hefur leyft mönnum eins og Foley að stunda ólöglegt og stórhættulegt athæfi. Samvkæmt samstöðukúltúr forsetans er hver sá sem mótmælir eða gagnrýnir svikari.

Samstöðukúltúrinn gerði forsetanum og samverkamönnum hans auðveldara að hrinda fullkomlega misheppnaðri utanríkisstefnu í framkvæmd, og Foley, Ney, DeLay og Cunningham kleyft að komast upp með ólöglegt athæfi og spillingu, því það var enginn sem þorði að segja neitt. En ef flokkurinn fær nógu slæma útreið í kosningunum er von til þess að þingmenn flokksins átti sig á því að starf þeirra felst í því að þjóna kjósendum - ekki forsetanum eða flokksforystunni.

M


Barnaníðingar, Satan, nota blogg til að "tala við börn", spilla fólki

god.gif

Á Wonkette er tengill á merkilegar vangaveltur einhverrar kirkju "The Restored Church of God" um skaðsemi internetsins - og sérstaklega hættur þess fyrir börn. Og samkvæmt internetfræðingum kirkjunnar eru blogg hættulegasta birtingarmynd internetsins - en undir blogg falla víst social networking sites, eins og Myspace. Þessar vangaveltur eru stórskemmtilegar - það er óhætt að hvetja alla til að lesa greinina í heild sinni, því hver hefur ekki áhyggjur af því hvernig ósómi internetsins grefur undan góðu siðgæði?

One of the reasons personal weblogs have made news headlines is because child predators and pedophiles use these pages to chat with and get to know young people. ...

Yet another obvious danger of blogs is the endless amount of inappropriate content often spread throughout them. This happens on a host of levels: filthy language, risqué pictures, etc.  ... Bullying even takes place between blogs, with some using them to defame or attack other people, or spread other forms of hatred.

En það er ekki bara internetpúkinn og klámið sem við eigum að hafa áhyggjur af, því veraldarvefurinn hefur víst líka grafið undan tilfinningalegri dýpt, og bloggarar almennt vanþroskaðara fólk en aðrir. Bloggi maður um líðan sína, tilfinningar eða daglegt líf, kallar maður yfir sig vanþóknun almættisins... 

This has grown so out of control it is routine for a person to start a daily blog entry with a single word that details his or her mood. A blog entry will start: “Current mood: ____” The level of shallowness and emotional immaturity this represents is astonishing! In the grand scheme of things, why would the world at large care?

If you post mundane details of your life, you are in effect saying that your life is important and that people should read about it. Also, whether or not you admit it, having a blog with your name, your picture and your opinions strokes the human ego—it lifts you up. ...

Þetta er auðvitað mjög slæmt - og kirkjan biður okkur því að spyrja þessarar áleitnu spurningar:

Ask yourself, “Do I have a tendency to want to have a voice?”

Rétta svarið er auðvitað ekki "já" - því tilhneyging til að vilja hafa rödd er guði hreint ekki þóknanlegt... 

Look at what the Bible says about idle words: “But I say unto you, That every idle word that men shall speak, they shall give account thereof in the day of judgment” (Matt. 12:36). Who would want to give account to God about how many hours a day he rambled on about his favorite pizza place, what brand of jeans he wears, the girl he thinks is cute, when he woke up on a particular morning and in what mood, etc.? If one has visited many blogs, the list above contains some of the “deeper” issues endlessly discussed.

Þá vitum við það. Biblían bannar blogg, og guð hefur sérstaka vanþóknun á bloggurum. Sérstaklega þeim sem tala um gallabuxur. Ég get þá sofið rólegur, því ég hef aldrei bloggað um gallabuxur. En þessa dagana er uppáhaldspízzastaðurinn minn er sennilega Reds Savoy Inn and Pizza, en sá staður öðlaðist töluverða frægæð þegar pabbi Norm Coleman, öldungadeildarþinganns Minnesota, var handtekinn á bílastæðinu fyrir "lewd behavior". Það er augljóslega einhverskonar samband á milli dónalegrar hegðunar, pízzastaða og bloggs. Norm Coleman Sr. var sennilega líka í gallabuxum, þ.e. fyrr um kvöldið?

M


Patrick McHenry (R-NC) á CNN - Foley og orðrómar á veraldarvefjunum

c_documents_and_settings_magnus_helgason_my_documents_my_pictures_blogmyndir_patrick_mchenry.png

Seinustu viku hafa Republíkanar verið að reyna að fá bandaríska kjósendur til að trúa því að demokrataflokkurinn sé einhvernveginn á bakvið Foleyskandalinn. Strategían virðist vera sú að ef þeir bara endurtaki það nógu oft hljóti það að verða satt. Einn af ötulustu talsmönnum þessa er Patrick McHenry, þingmaður frá Norður Karólínu. Um helgina mætti hann hjá Wolf Blitzer þar sem hann hélt þessari kenningu sinni fram. Það er hægt að horfa á upptöku af viðtalinu á Think Progress.

Að vísu segir McHenry aldrei berum orðum að Pelosi eða aðrir demokratar hafi einhvernveginn hylmt yfir eða aðstoðað Foley (því það var hommasamsærið ægilega sem var þar að verki), þess í stað gefur hann í skyn að demokratarnir hafi einhvernveginn lumað á upplýsingum um Foley og svo lekið þeim í fjölmiðla rétt fyrir kosningar.

En McHenry getur auðvitað ekki staðhæft að svo sé - enda hefur ABC sagst hafa fengið upplýsingar um Foley frá þingstarfsmanni sem hafi verið flokksbundinn republíkani allt sitt líf. Svo hvað gerir McHenry? Hann segir að "allar staðreyndirnar bendi okkur að einni spurningu" (þetta hljómar eins heimskulega á ensku: "all the fact points lead to one question") - og það sé hvort Nancy Pelosi hafi á einhvern hátt verið viðriðin uppljóstrunina, og þetta sé svo augljós og sjálfsögð spurning að Pelosi og aðrir demokratar eigi að mæta fyrir sérstakan rannsóknarrétt þar sem þeir verði látnir sverja eið að því að hafa ekki haft neitt með þetta mál allt að gera...

Blitzer spurði McHenry fimm sinnum hvort hann hefði einhverjar heimildir til þess að styðja þessar ásakanir - og McHenry, sem augljóslega hefur sótt námskeið í útúrsnúningum svaraði "Do you have any evidence that they weren’t involved?"

Og þannig þykist McHenry hafa sannað mál sitt? Að andstæðingarnir geti ekki afsannað fáránlegar samsæriskenningar hans? Ég spyr þá á móti hvort hann geti fært ábyggilegar og áræðanlegar sannanir fyrir því að hann sæki ekki svartar messur og hafi þar mök við djöfulinn? Það er líklega álíka sanngjörn spurning. Og ef ég fer eftir orðræðutækni Tony Perkins get ég héðan í frá haldið því fram að það séu orðrómar á kreiki um að McHenry sé satanisti? (En talandi um orðróma: Nú er farinn að ganga orðrómur um að blöðruselurinn Haestert sé sjálfur viðriðinn hið viðfeðma gay-samsæri, og geri dónalega og ósiðsamlega hluti bakvið luktar dyr. Hvort sem þetta er legitimate orðrómur eða ekki, þá finnst mér tilhugsunin um Haestert að gera nokkurn skapaðan hlut á bakvið luktar dyr mjög disturbing!)

(Myndin er af heimasíðu McHenry - það er hann sem stendur í miðjunni)

M


Og listin að tala um hluti sem maður veit ekkert um

kim_jong_il.jpg

Mér hefur ekki tekist að finna transcript af þessum umræðum - en Michael Crowley, sem heldur úti "The Plank" vitnar í sjónvarpsumræður á MSNBC þar sem Armstrong Williams, mætti sem einhverskonar sérfræðingur um utanríkismál - Williams vildi líka að Bandaríkin sýndu Kórumönnum í tvo heimana. Williams var hinsvegar ekki alveg með það á hreinu hvað leiðtogi Norður Kóreu héti - og talaði til skiptis um "Jon Kim Il" og "Jon Kim Yung"...

M

 


Listin að vitna í sjálfan sig

tony_perkins.jpg

Það er líklega fátt skemmtilegra en að vitna í sjálfan sig sem öruggt og áræðanlegt vitni um áræðanleika eigin kenninga. Sérstaklega þegar kenningin er vond, og eigin vitnisburður getgátur eða dylgjur. Þetta hafa stuðningsmenn kynferðisglæpamanna í röðum "trúaðra" repúblíkana verið að gera - Tony Perkins, sem er einn af fremstu hugsuðum The Family Research Council mætti í viðtal hjá CBS þar sem hann velti fyrir sér þeirri kenningu að einhverskonar leynisamsæri samkynhneigðra repúblíkana hefði hylmt yfir með Foley, og sennilega hjálpað honum að leita á ungmenni. Þetta fannst Perkins vera góð kenning - enda kaus CBS að gera engar athugasemdir við þessa frábæru kenningu.

Og svo mætti Perkins í viðtal hjá Fox og endurtók söguna, en gat núna vitnað í CBS:

I mean, CBS reported this week that there's a network of gay staffers that covered for Foley. Was that part of what led up to this? Was it a disservice to the Republican leadership by staffers? 

En eina "fréttin" sem CBS hefur flutt af því að víðfemt gay-samsæri stæði á bak við Foley eru samsæriskenningar Perkins.

M


Foley og demokrataflokkurinn

Ég, líkt og flestir sem lesa bandarísk dagblöð eða stjórnmálablogg, hef verið að fylgjast með þróun Foleyhneykslisins undanfarna viku. Reyndar er frekar erfitt að fylgjast með nokkru öðru. Stjórnmálabloggarar hafa varla talað um neitt annað undanfarna níu daga. Fyrst var það Foley og svo vandræðalegar tilraunir flokksforystunnar til að hlaupast undan ábyrgð - á mánudaginn voru flestir bloggarar farnir að velta fyrir sér Haestert og því hvort hann myndi segja af sér. Svo voru auðvitað ótal bloggfærslur um makalaus viðbrögð "kristinna" republikana og the "moral" majority - en það fólk ákvað auðvitað allt að Foley og Haestert væru saklausir, því sökin lægi öll hjá hommasamsærinu. Undir lok vikunnar var umræðan hins vegar farin að snúast um hversu mikið demokrataflokkurinn myndi græða á þessu öllu.

Og það virtist, og virðist enn, nokkuð ljóst að demokrataflokkurinn geti grætt á þessu hneyksli. Fjöldi þingsæta sem eru "in play", þ.e. kjördæma þar sem hvorugur flokkanna er talinn hafa afgerandi forskot, hefur haldið áfram að aukast. Ástandið er reyndar orðið þannig að forystumenn beggja flokka eru orðnir hálf örvæntingarfullir: Vanalega smáfækkar þessum "competititve" kjördæmum fram að kosningum og línurnar skýrast - flokkarnir geta þannig farið að einbeita sér að fáeinum kjördæmum seinustu vikurnar fyrir kosningar. Sjónvarpsauglýsingar kosta peninga, og þó bandarísk stjórnmál séu mjög vel "fjármögnuð" eru takmörk fyrir því hvað flokkarnir geta keypt mikið af auglýsingum, sérstaklega þegar kaupa þarf auglýsingar í yfir fimmtíu kjördæmum. Fæstir frambjóðendur hafa margar milljónir á lausu til að kaupa upp "airtime", og þurfa því að stóla á að flokkurinn kaupi auglýsingar fyrir sig. Þetta getur verið sérstaklega erfitt fyrir frambjóðendur demokrata. Þessar kosningar gætu því orðið mjög spennandi, og við getum þakkað Foley það, að hluta.

Undanfarna viku hef ég líka lesið margar greinar á vinstrisinnuðum bloggsíðum um "hrun" republíkanaflokksins: Foley-gate/Predatorgate/Cocktober-surprise (eftir því hversu kursteislegur bloggarinn er!) hafi verið seinasti naglinn í líkkistu republíkanaflokksins, forystulið flokksins hafi verið afhjúpað sem glæpahyski, lygarar og barnaníðingar, bandaríska þjóðin sé full viðbjóðs á svikum og lygum, og algjört gjaldþrot flokksins á öllum vígstöðvum sé svo augljóst að það þurfi einhverskonar kraftaverk (eða samsæri) til þess að koma í veg fyrir að demokratar rúlli upp kosningunum í nóvember. Þetta er mjög heillandi kenning, en bjartsýnin og þórðargleðin í sumum þessara greina er hins vegar dálítið óþægileg. (Samsæriskenningarnar eru reyndar þegar farnar að sveima - vangaveltur um að republíkanar séu að dreifa fölsuðum skráningareyðublöðum fyrir kjósendur, átt hafi verið við kosningavélar, etc.)

Skoðanakannanir sýna að álit almennings á þinginu og republíkanaflokknum hefur hríðfallið, og stuðningur við forsetann mælist rétt 33%. Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda telur að flokkurinn hafi klúðrað Foleyskandalnum, og að Haestert hafi hylmt yfir með Foley. Aðeins rétt fjóðrungur kjósenda telur Haestert stætt á að sitja áfram á þingi - aðrir telja að hann eigi að segja af sér bæði þingmennsku og leiðtogahlutverki innan flokksins.

Þetta lítur vissulega vel út fyrir Demokrataflokkinn. En það er engin ástæða til þess að fara að fagna sigri í kosningunum strax. Það gæti meira að segja verið að Foleyskandallinn hjálpi Republíkanaflokknum.

Meðan athygli almennings, fjölmiðla og stjórnmálamanna er á Foley, er enginn að fylgjast með Írak eða Afghanistan. Það er enginn að tala um utanríkismál, fjárlagahallann eða önnur alvarlegri svik núverandi stjórnvalda. Ég er ekki að gera lítið úr Foleyskandalnum, en framtíð Bandaríkjanna, eða bandarísku þjóðarinnar, veltur ekki á afdrifum eins kynferðisafbrotamanns, eða því hvort eitt senílt gamalmenni eða annað sitji sem þingforseti. Og þó kjósendur séu fullir viðbjóðs á Foley og athæfi hans gera þeir sér grein fyrir þessu. NIE skýrslan, uppljóstranir um að stjórnin hafi vitað af 9/11 fyrirfram, vaxandi óöld í Afghanistan og Írak, kjarnorkuógn Norður Kóreu, allt þetta hefur nánast horfið úr umræðunni. Á meðan veltum við okkur upp úr dónapóstum Foley eða samsæriskenningum Haestert.

Hvað gerist næst veltur alfarið á því hvort republíkönunum tekst að fara í "sókn" eftir að Foleyskandallinn deyr út. Stríðið í Írak, hryðjuverk, ógnin af Íran. Republíkanarnir hafa stjórnað umræðunni um þessi mál undanfarin fimm ár - þeir eiga vel æft "script" sem þeir geta tekið fram þegar talið berst að einhverjum þessara mála. Lína Republíkanaflokksins er "einföld" (stay the course) - en gagnrýni demokrata "flókin". Ef Demokrataflokknum tekst hins vegar að halda sókninni áfram eftir að Foleyskandallinn deyr út, halda republíkönunum í vörn næstu vikur, geta þeir unnið. En það krefst þess líka að flokkurinn hafi einhverjar einfaldar konkret "lausnir".

M


Bush hefur stjórnarskrárvarinn rétt til þess að ráða vanhæft fólk í vinnu

fema.png

Þegar Bandaríkjaþing samdi "The Department of Homeland Security Appropriations Act of 2007" voru sett inn ákvæði um lágmarkskröfur sem gera ætti þegar ráðinn væri yfirmaður FEMA (Federal Emergency Management Agency). Hugmyndin var ábyggilega að fyrirbyggja að sagan endurtæki sig og annar vanhæfur auli á borð við Michael Brown yrði ráðinn til að stjórna stofnuninni. Myndin til hliðar er af lögunum - en þingið ákvað að það væri hægt að ætlast til þess að yfirmaður FEMA hefði einhverja stjórnunarreynslu, og kannski einverja smá vitneskju um "homeland security" og "emegency management". Þetta finnst forsetanum auðvitað hin svívirðilegasta tilætlunarsemi, og þegar hann skrifaði undir lögin bætti hann við einni af sínum frægu "signing statements" - sem eru einhverskonar yfirlýsingar forsetans um að hann telji sig ekki þurfa að fara eftir eða framkvæma lög sem þingið setur: 

Section 503(c)(2) vests in the President authority to appoint the Administrator, by and with the advice and consent of the Senate, but purports to limit the qualifications of the pool of persons from whom the President may select the appointee in a manner that rules out a large portion of those persons best qualified by experience and knowledge to fill the office. The executive branch shall construe section 503(c)(2) in a manner consistent with the Appointments Clause of the Constitution.

Að krefjast þess að yfirmaður FEMA hafi einhverja reynslu af líkum störfum takmarkar augljóslega hóp umsækjenda, og útilokar augljóslega "those persons best qualified".

M


Um "sideways" utanríkisstefnu republikanaflokksins

Það er stórskrýtið hversu litla athygli yfirlýsing John Warner, um að bandarísk utanríkisstefna og stríðsrekstur í Írak væru "moving sideways" en ekki "forward", hefur fengið. Það er enn skrýtnara í ljósi þess að fyrir fáeinum dögum kom Bill Frist fram og sagði að kannski yrðu bandaríkin að leita eftir samvinnu Talibananna við að koma á friði í Afghanistan. Frist er meðal áhrifamestu leiðtoga flokksins, og Warner er formaður The Armed Services Committee. Þegar þeir segja að ástandið sé svo slæmt að það þurfi kannski að viðurkenna ósigur er full ástæða til að taka það alvarlega!

Auðvitað er það búið að vera augljóst öllu sæmilega vitibornu fólki sem les dagblöð að Bandaríkjaher var fyrir löngu búinn að tapa stríðinu í Írak. Það er sömuleiðis augljóst að republíkanaflokkurinn getur ekki viðurkennt þessa augljósu staðreynd. Flokkurinn hefur byggt kosningastrategíu sína núna, eins og undanfarna election cycles á því að vera flokkur stríðsreksturs, "tough on terror" og allt það. En fyrr en síðar þurfa leiðtogar flokksins að taka ábyrgð á ástandinu í Írak: Það kostar peninga að heyja stríð, og það kostar atkvæði að senda menn út í opinn dauðann. Fyrr en síðar þarf að binda enda á stríð. En það er skrýtið að leiðtogar flokksins séu að viðurkenna þetta svona rétt fyrir kosningar.

Ef það væru bara Frist og Warner sem væru að tala svona væri hægt að afskrifa það sem einangrað "crazy talk". En það hafa fleiri bæst í hópinn! Susan Collins, sem er republican senator frá Maine - og formaður Homeland Security Committee, hvorki meira né minna, hefur tekið undir með Warner. Í viðtali á föstudaginn lýsti hún því yfir að það væri "growing sense of unease" meðal þingmanna flokksins - og að það "unease" hefði aukist vegna yfirlýsinga Warner.

Samkvæmt Joseph Biden, sem er hæst setti demokratinn í the Foreign Relations Committee, hafa tveir öldungadeildarþingmenn republíkana - i viðbót við Warner - komið að máli við demokrataflokkinn og lýst sig reiðubúna til þess að komast að "bi-partisan" samkomulagi um að koma á "stöðugleika" í Írak, og að þeir væru tilbúnir til að ræða "alla valmöguleika".

Nú er forvitnilegt að sjá hvað Lieberman, sem er prinsippmaður, ætlar að gera? Það væri skemmtilegt ef Lieberman og Santorum yrðu einu pólítíkusarnir sem stæðu eftir við hlið forsetans.

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband