Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Haestert sagt að hafa sig hægan - hætta samsæriskenningarruglinu

gang_of_three_foley_brownie_bushie.jpg

Í viðtali við Chicago Tribune gerði Dennis Haestert tilraun til að snúa sig útúr Foleyskandalnum með því að spinna upp kenningar um umsvifamikið samsæri skuggalegra demorkata, Bill Clinton og George Soros. Þessi kenning hljómaði mjög spennandi. Og auðvitað voru fréttamenn æstir í að fá frekari útskýringar. En þegar fréttamenn fóru að spyrja Haestert útí þessar kenningar dró hann í land - á blaðamannafundi í gær neitaði hann því að hafa neinar upplýsingar um að Clinton eða demokrataflokkurinn væri viðriðinn Foleyhneykslið. Þetta þótti fólki auðvitað skrýtið. Samkvæmt Chicago Tribune er ástæðan sú að flokkurinn hafi beðið hann vinsamlegast að hætta að delera: 

Comments that Hastert made in a Tribune interview suggesting the scandal had been orchestrated by ABC News, Democratic political operatives aligned with the Clinton White House and liberal activist George Soros were considered a serious misstep in national Republican circles, an official said. Senior Republican officials contacted Hastert's office before his news conference Thursday to urge that he not repeat the charges, and he backed away from them in his news conference.

"The Chicago Tribune interview last night--the George Soros defense--was viewed as incredibly inept," a national Republican official said. "It could have been written by [comedian] Jon Stewart."

Democrats ridiculed assertions that party operatives arranged the scandal.

Democratic National Committee Chairman Howard Dean called the allegations "a Republican lie. It's a disgrace. They are blaming everyone but themselves for what happened."

Þessar furðulegu kenningar Haesterts hljóma mjög vel á AM talk radio - og eru ekkert vitlausari en flest það sem kemur út úr Bill O'Reilly eða öðrum í blaðurmaskínu flokksins. Og það er heilmikið af fólki sem gleypir við svona rugl sögum. Vandamál Haestert, og margra republikana, er hins vegar að þeir virðast hafa gleymt því að þeir bera ábyrgð gagnvart allri þjóðinni, og þurfa, allavegana stundum, að tala við alla þjóðina. Ekki bara hörðustu stuðningsmenn sína. Viðbrögð Haestert, að spinna upp einhverja furðulega sögu um leynisamsæri cool-aid-demokrata, jesú-hatara, Cindy Sheehan og "blame America first" landráðamanna, er í sjálfu sér ekkert frábrugðin þeirri línu sem Hvíta Húsið hefur notað á alla sem hafa leyft sér að gagnrýna utanríkisstefnu forsetans. Það er búið að spila þessa línu stöðugt undanfarin fimm eða sex ár: Öll gagnrýni á republikanaflokkinn sé lýgi, lýgi, lýgi - og sprottin af einhverju sinister samsæri. En allt í einu virkar þessi lína ekki lengur.

(Á myndinni eru þeir félagar - "you are doing a heck of a job Brownie", "Maf54" og forsetinn) 

M


Fleiri "Cut and run" Republikanar koma út úr skápnum

bill_frist_og_john_warner.jpg

Í New York Times í morgun var frétt af því að það er ekki bara Bill Frist sem vill að Bandaríkin horfist í augu við að þau hafi tapað stríðinu í Afghanistan og Írak, og það sé kominn tími til að "cut and run" "leita nýrra leiða". John Warner, Formaður The Armed Services Committee öldungardeildarinnar heldur því fram að ástandið í Írak sé "drifting sideways", hvað sem það nú þýðir, en það virðist vera einhverskonar republikan code fyrir "vonlaust". Warner, sem er frá Virginíu, eins og Senator Macacawitz Allen, tók það skýrt fram að í sínum huga ætti ekki að útiloka neina möguleika. (Á myndinni eru þeir Warner og Frist. Warner er til hægri, þessi sem lítur út eins og afi Clark Kent.)

In two or three months if this thing hasn’t come to fruition and this level of violence is not under control, I think it’s a responsibility of our government to determine: Is there a change of course we should take?

Þetta er mjög merkileg hugmynd, og mesta furða að engum skyldi hafa dottið þetta í hug fyrr: að skipta kannski um stefnu, svona í ljósi þess að fyrri stefna hafi leitt í algjört og fullkomið skipsstrand? Eða þessi radíkal hugmynd, að það sé kannski kominn tími til að horfast í augu við hið augljósa?

Ég var nú hálfpartinn að búast við því að republikanaflokkurinn myndi reyna að dreifa athygli okkar frá tölvupóstsendingum Foley, og fókusera athygli kjósenda aftur á Írak og beina umræðunni að stríðinu gegn hryðjuverkum - það er jú þar sem republikanaflokkurinn er á heimavelli. En þessu átti ég eiginlega ekki von á! 

M


Sherwood (R-PA) neitar að hafa kyrkt hjákonu sína - viðurkennir samt framhjáhaldið

sherwood.jpg

Það eru fleiri en Foley sem eiga í vandræðum með hneykslismál tengd vafasömu kynferðislegu athæfi. Don Sherwood þingmaður republikana í Pennsylvaníu hefur neyðst til þess að sýna sjónvarpsauglýsingu þar sem hann viðurkennir að hafa haldið framhjá frúnni - en reynir um leið að afneita sögu hjákonunnar - að hann hafi reynt að kyrkja sig. Forsaga málsins er sú að Sherwood, sem er 65 ára, var kosinn á þing, og þegar hann kom til Washington kynntist 23 ára stúlku á einhverjum fundi ungrepúblíkana. Þau tvö tóku upp einhverskonar ástarsamband, sem að sögn hennar fólst fyrst og fremst í kynlífi og barsmíðum. Stúlkan fékk hins vegar nóg eftir að Sherwood reyndi að kyrkja hana - hún hringdi á 911 og allt heila komst upp.

Málið komst hins vegar aldrei fyrir dómstóla, því þau skötuhjú náðu einhverskonar sáttum. Þ.e. Sherwood borgaði stúlkunni fyrir að halda sér saman.

"While I'm truly sorry for disappointing you, I never wavered from my commitment to reduce taxes, create jobs and bring home our fair share," Sherwood said, addressing viewers. "Should you forgive me, you can count on me to keep on fighting hard for you and your family."

Mótframbjóðandi Sherwood, demokratinn Chris Carney hefur nokkuð gott forskot í skoðanakönnunum, aðallega vegna þess að kjósendur eru ekki alveg vissir um að það teljist til fjölskyldugilda að halda framhjá og reyna svo að kyrkja hjónadjöfulinn. Ég held að í biblíunni standi að það eigi að grýta svoleiðis konur? Dick Cheney og George Bush, sem hafa snúið baki við aumingja Foley, hafa hins vegar staðið með sínum manni Sherwood - Cheney hélt prívat fjáröflunardinner fyrir karlinn.

Af öðrum stjórnálaskörungum republikana í Pennsylvaníu er það að frétta að Rick "fetus fetish" Santorum virðist ekki ætla að takast að vinna niður forskot demokratans Bob Casey.

M

 


Haestert snýr vörn í "sókn"

bush_og_hastert.jpg

Þ.e. ef "sókn" þýðir að hlaupast undan ábyrgð og spinna upp samsæriskenningar. Dennis Haestert á víst í mestu erfiðleikum með að ákveða hvort hann hafi nokkurntímann heyrt minnst á Mark Foley - Í Washington Post kemur það t.d. fram að Haestert hafi bara einu sinni talað við Foley. Sem er stórmerkilegt, því Foley var deputy whip, og í forystuliði flokksins. En Haestert er gamall karl - svona af þeirri tegund sem girðir buxurnar upp fyrir nafla. Það er ekki hægt að ætlast til þess að svoleiðis seníl gamalmenni muni allt sem þau segi eða geri. (Á myndinni má sjá Haestert og forsetann Bush) Í millitíðinn reynir Haestert að kenna George Soros og demokrötum sem Soros fjármagnar um Foley skandalinn. Í viðtali við Chicago Tribune lét Haestert líka í veðri vaka að Bill Clinton væri potturinn og pannan í "samsærinu"!

When asked about a groundswell of discontent among the GOP's conservative base over his handling of the issue, Hastert said: "I think the base has to realize after awhile, who knew about it? Who knew what, when? When the base finds out who's feeding this monster, they're not going to be happy. The people who want to see this thing blow up are ABC News and a lot of Democratic operatives, people funded by George Soros." ...

"All I know is what I hear and what I see," the speaker said. "I saw Bill Clinton's adviser, Richard Morris, was saying these guys knew about this all along. If somebody had this info, when they had it, we could have dealt with it then."

Í morgun hlustaði ég á Lauru Ingraham á the Patriot - en hún fékk Haestert í viðtal. Haestert lýsti því vígreifur yfir að hann myndi kannski segja af sér ef hagur flokksins krefðist - en bara kannski, því hann hefði ekkert gert af sér. Ingraham hljómaði ekki eins sannfærð. Eftir að hafa talað um hversu slæmt það væri að Haestert hefði þurft að aflýsa öllum fjáröflunarfundum næstu viku sagði Ingraham: "Maybe we can turn this around. Maybe."

Viðbrögð fjölmiðlamaskínu republikana hafa verið sú "go on the offensive" - það er aldrei gott að vera í vörn, sérstaklega ekki þegar maður hefur mjög vondan málstað að verja! Skv CNN:

We understand that there was actually a meeting here on Capitol Hill just a short while ago with Republican press secretaries where the Speaker’s staff told the Republican press secretaries that they’re going to try very hard to change the mood, change the atmosphere, go on the offense.

Og sóknin hefur fyrst og fremst falist í því að reyna að dreifa athyglinni - hætta að tala um Foley, og hvort flokksforystan ætli að taka ábyrgð á því að hafa ekki gert neitt til þess að stoppa hann af - heldur velta sér frekar upp úr samsæriskenningum um hvort demokrataflokkurinn hafi verið á bak við uppljóstrunina. Nú, eða reyna að halda því fram að Foley sé Demokrati, sbr. textavélar FoxNews.

M


Fox news fer á kostum!

Demokratinn Foley

Fox fer á kostum í umfjöllun sinni um demokratann Foley! Þegar O'Reilly sýndi myndir af Foley þar sem hann var ranglega titlaður demokrati var hægt að afskrifa það sem heiðarleg mistök - en starfsmenn Fox sem sjá um að skrifa skjátekstana virðast alls ekki geta horfst í augu við að Foley hafi verið þeirra maður og að þeirra menn skuli hafa hylmt yfir með honum til þess að halda í eitt þingsæti. En það meikar svosem sens: Demokratar eru siðlausir. Foley var siðlaus. Foley komst upp með siðleysi sitt. Ergo: Foley var demokrati, og var studdur af demokrötum í siðleysinu?

Svo eru það orðrómar þess efnis Foley hafi verið að íhuga að hætta í pólítík - en að formaður Landsnefndar Republikanaflokksins Tom Reynolds hvatti hann til að skipta um skoðun, og sækjast eftir endurkjöri. Ef þetta er satt ætti ekki bara Hastert að segja af sér fyrir að hafa brugðist flokknum - heldur Reynolds líka. Robert Novak í New York Post (opinion dálkur dagsins í dag er ekki á netinu):

"A member of the House leadership told me that Foley, under continuous political pressure because of his sexual orientation, was considering not seeking a seventh term this year but that Rep. Tom Reynolds, chairman of the National Republican Congressional Committee (NRCC), talked him into running."

M


Bill O'Reilly og Fox News afneita Foley - halda því fram að hann sé raunverulega demokrati!

Demokratinn Foley.jpg

Republikanaflokkurinn hefur átt í stökustu vandræðum með Mar "never too busy to spank it" Foley - hver vissi hvað, og hver þurfi að bera ábyrgð á þessu öllu. Allt frá því að reyna að neita því að Foley hafi sent nein ósiðleg tölvuskeyti til þess að halda því fram að þetta sé allt "the pro-gay lobby" að kenna. En skemmtilegasta strategían hlýtur samt að vera að kenna demokrötunum um.

Katherin Harris, sem er alltaf til staðar til að segja og gera eitthvað fullkomlega fáránlegt krafðist þess í sjónvarpsviðtali að fá að vita hverjir í demokrataflokknum hefðu vitað af athæfi Foley - fjölmiðlar og demokratar hlytu að hafa vitað allt um Foley, og hún vildi sjá opinbera rannsókn á því hvernig þetta vonda fólk gat leyft pervertinum að vaða uppi! (Það er hægt að horfa á viðtalið hér)

Bill O'Reilly og Fox News hafa hins vegar gripið til lýmskulegri bragða. O'Reilly veit sem er að flestir áhorfendur hans eru gallharðir Republikanar - og flestir fullkomlega ignorant um hvað er að gerast í heiminum (áhorfendur Fox halda t.d. flestir að það hafi verið sýnt fram á tengsl milli Saddam og Osama, og að herinn hafi fundið gereyðingarvopn í Írak), og svoleiðis fólk er auðvelt að rugla í ríminu. Í the O'Reilly Factor í gær birtust ítrekað myndir af Foley þar sem hann var kynntur sem demokrati! Þessi mistök væru auðvitað ekki mjög merkileg ef þau væru ekki í stíl við önnur viðbrögð republikana við Foleyhneykslinu: Kenna demokrötum um. Sjá hér og hér.

Gefum Tony Blankley í Washington Times orðið:

But this may end up being embarrassing to the Democrats, too. It is implausible that ABC got a hold of this information on their own and just happened to broadcast it on the last day of the congressional session. 
While I don't have any proof, I will be amazed if Democratic operatives and at least a few Democratic congressmen didn't know about this and fed it to the media through various obscure blogs and to ABC. The Democratic Congressional Campaign Committee (DCCC) ... is in the business of disseminating negative information before elections, among other things

Þetta er semsagt samsæri.

M


Bandaríkjaþing ætlaði að halda upp á "sigur" í Írak á næsta ári

crazy_frist.jpg

New York Times birti í morgun grein þar sem fjallað er um furðulegan lið í fjárlögum þessa árs - nefnilega 20 milljón dollara sem verja á til hátíðarhalda í Washington - "for commemoration of success" í Írak og Afghanistan. Og þar sem ekki tókst að eyða peningunum í ár, hefur liðurinn verið færður til næsta árs.

The original legislation empowered the president to designate “a day of celebration” to commemorate the success of the armed forces in Afghanistan and Iraq, and to “issue a proclamation calling on the people of the United States to observe that day with appropriate ceremonies and activities.”

Þetta finnst demokrötum auðvitað mjög sérkennilegt, og benda á að ef forsetinn hefði eytt örlítið minni tíma í að planleggja "Mission Accomplished" hátíðarhöld, væri betur komið fyrir bandaríkjunum og Írökum,

“If the Bush administration had spent more time planning for the postwar occupation of Iraq, and less time planning ‘mission accomplished’ victory celebrations, America would be closer to finishing the job in Iraq,” said Rebecca M. Kirszner, communications director for Senator Harry Reid of Nevada, the Democratic leader.

En það verður að segjast republikönum til varnar að þeir hafa verið að "hugsa utan kassans" undanfarna daga - samanber hugmyndir Bill Frist um að það sé líklega best að leyfa talíbönunum að stjórna Afghanistan.

"the people that call themselves the taliban... You need to bring them into a more transparent type of government... And if that's accomplished, we'll be successful."

Af orðum Frist að skilja myndi það að koma talíbönunum aftur til valda teljast sem "success" og þá væri væntanlega hægt að halda hátíðleg "the success of the armed forces in Afghanistan". En demokratar vilja ekki leyfa hernum að vera "successful" og hlupu upp til handa og fóta og ásökuðu Frist um að hafa gefist upp, og vera fylgjandi "cut and run" strategíu.

Phil Singer, spokesman for the Democratic Senatorial Campaign Committee, said, "Doctors are supposed to wear the white coat, not wave the white flag. Dr. Frist's proposal to surrender to the Taliban ignores the fact that they enabled the 9/11 hijackers, give safe haven to al-Qaida and remain hell-bent on destroying Western civilization."

En samkvæmt talsmanni Frist á hann alls ekkert að hafa sagt um talíbanana - hann hafi verið að tala um mikilvægi þess að "Afghan tribesmen" "often targeted by Taliban recruitment" hefðu sæti í stjórn landsins. En það er ekki það sama og "the people who call themselves the Taliban" - og það er eiginlega alveg sama hvernig Frist snýr þessum undarlegu ummælum sínum, eftir stendur að forystumenn republikanaflokksins trúa því ekki að það sé hægt að vinna stríðið í Afghanistan.

M


Hinn dularfulli Macaca fundinn

macaque.jpg

Fréttaskýrendur og George Allen hafa átt erfitt með að útskýra hvað Virginíusenatorinn átti við þegar hann kallaði hörundsdökkan áhorfanda á kosningafundi í Ágúst "macaca", og svo sömuleiðis hvað hann hafi átt við þegar hann fyrr á árum kallaði hörundsdökka samborgara sína "niggers". Það er semsagt til dýr, sem heitir Sulawesi Macaque, eða "Macaca Nigra" og er einhverskonar api, og býr dýragörðum, og vegur tíu kíló. Kannski horfði Allen á of marga David Attenborough þætti þegar hann var lítill drengur?

M


Limbaugh: Demokratar á bak við pervertinn Foley

beverly_hills_cop_ii.jpg

Rush Limbaugh hefur alveg sérstakan hæfileika til að sjá hlutina í sínu rétta ljósi. Í þætti sínum í gær settist hann yfir atburðarásina sem leiddi til þess að Mark Foley var afhjúpaður, og komst að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu að það væri einhverskonar flókið samsæri sem byggi að baki þessu öllu:

Im just thinking out loud here. What if somebody got to the page and said, you know, we want you to set Foley up. We need to do a little titillating thing here.

Now, folks, I dont want to be misundersood here. Im not trying to mount any kind of a defense. ... Im just telling you that the - the - the [þessi hikandi "the... the... the" ásamt andardrætti eru eitt af einkennismerkjum Limbaugh] the orgy and the orgasm that has been taking place in the media since Friday and with the Democrats is - its all coordinated, and its all - its all oriented toward the election. Theres no concer about the kid - no concern about the children. ... In their hearts and minds and their crotches, they dont have any problem with what Foley did. They've defended it over the - over the years.

En það eru ekki bara demokratarnir sem er alveg sama - því Matt Drudge, sá sami og heldur úti Drudge report, hélt því fram í útvarpsþætti sínum í gær að það geti enginn glæpur hafa átt sér stað, því unglingspiltarnir hafi allir verið viljugir þátttakendur, og hafi skemmt sér konunglega.

"It wasnt coerced" Drudge went on to say that "the kid was having fun with this" because the conversation included "these LOLs throughout the entire conversation, tehse "laugh out louds"...

Þá hélt hann því einnig fram að ungmennin hefðu sennilega verið að tæla Foley "egging the Congressman on"

These kids were playing Foley for everything he was worth.

Semsagt: internetpúkinn, samsæri pólítískra andstæðinga, viljug ungmenn sem tæla heiðarlegan þingmann. Þetta virðist vera open and shut case.

En það sem mér finnst verst við þetta Foley hneyksli allt er að nú man enginn lengur eftir Detroitlöggunni Alex Foley, sem ólíkt Mark Foley barðist fyrir röð og reglu (og góðu siðgæði), og var þess utan miklu fyndnari. (Á myndinni eru Foley og Billy Rosewood að gera sig tilbúna til að slá ógn og skelfingu í hjörtu pastelklæddra stórglæpamanna í Hollywood Heights.)

M


Viðbrögð Washington Times og The moral "majority" við Foley

jamesdobson.jpg

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með viðbrögðum republikana við Foley skandalnum. Að mestu hefur atburðarásin verið frekar fyrirsjáanleg - afneitun og ásakanir, fum og fálm. Leiðtogalið flokksins hefur hlaupið í hringi og breytt frásögn sinni af atburðarásinni nokkrum sinnum yfir helgina, og þykjast núna allir sem einn vera ægilega, já alveg ægilega, hneykslaðir á framferði Foley, sem þeir vissu akkúrat ekkert um fyrr en fréttir birtust um það í blöðunum á föstudaginn. Dennis Hastert getur að vísu ekki munað atburðarásina, og hvort einhver hafi sýnt sér einhverja tölvupósta, þetta rennur allt í eitt hjá honum, en hann er sannfærður um að öll viðbrögð sín hafi verið rétt og viðeigandi.

Þetta var allt eftir handritinu, en það eru ekki allir hægrimenn tilbúnir til þess að taka þátt í þessum leik. Washington Times, sem er hægrisinnaðasta dagblaðið á markaðnum og áræðanlegur bandamaður Bush stjórnarinnar, krefst þess í leiðara að Hastert segi af sér:

House Speaker Dennis Hastert must do the only right thing, and resign his speakership at once. Either he was grossly negligent for not taking the red flags fully into account and ordering a swift investigation, for not even remembering the order of events leading up to last week's revelations — or he deliberately looked the other way in hopes that a brewing scandal would simply blow away. He gave phony answers Friday to the old and ever-relevant questions of what did he know and when did he know it?

Mr. Hastert has forfeited the confidence of the public and his party, and he cannot preside over the necessary coming investigation, an investigation that must examine his own inept performance.

Þetta er auðvitað rétt - Hastert ætti að sýna að hann skilji hversu alvarlegt þetta mál er. Afsögn hans væri mjög gott damage control. Carpetbagger Report bendir á að það séu fleiri en bara Washington Times sem telji að Hastert þurfi að segja af sér, og telur upp nokkra þingmenn republikana og litla, en eftirtektarverða fylkingu republican-aktívista og bloggara. Þeirra á meðal útvarpsmanninn Michael Reagan, son Ronald Reagan.

Ég er nú ekki mjög bjartsýnn á að Haestert sýni þann þroska að taka ábyrgð á athafnaleysi sínu. Það væri úr stíl við heimspeki leiðtogaliðs flokksins, sem felst aðallega í að afneita augljósum staðreyndum. Í þeim veruleikaflótta eiga leiðtogar flokksins líka dygga bandamenn meðal "The moral majority", en Family Research Council og Focus on the Family, hafa áhugaverðar skýringar á hegðun Foley. Samkvæmt Tony Perkins hjá  Family Research Council:

Pro-Homosexual Political Correctness Sowed Seeds for Foley Scandal

Democrats seeking to exploit the resignation of Rep. Mark Foley (R-FL) are right to criticize the slow response of Republican congressional leaders to his communications with male pages. But neither party seems likely to address the real issue, which is the link between homosexuality and child sexual abuse. ... While pro-homosexual activists like to claim that pedophilia is a completely distinct orientation from homosexuality, evidence shows a disproportionate overlap between the two. ... The Foley scandal shows what happens when political correctness is put ahead of protecting children.

Sko, þetta er nefnilega allt vondu demokrötunum að kenna, því þeir vilja ekki leyfa sannkristnu fólki að hata alla sem eru öðruvísi en það... En Perkins finnur líka margt gott í Foley skandalnum, því í öðrum pistli heldur hann því fram að ef flokkurinn hans tapi í kosningunum, þá sé það allt Foley (og hommunum) að kenna. Bara Foley - afgangurinn af flokknum beri augljóslega enga ábyrgð á neinu. Ekki fjárlagahallanum, ekki mislukkaðri utanríkisstefnu. Neibb. Engu. Því þetta er allt hommunum að kenna!

Focus on the Family, sem er apparat á vegum James Dobson hefur hinsvegar aðrar skýringar á hegðun Foley - það var internetpúkinn sem hljóp í Foley:

"This is not a time to be talking about politics, but about the well-being of those boys who appear to have been victimized by Rep. Foley. If he is indeed guilty of what he is accused of, it is right that he resigned and that authorities are looking into whether criminal charges are warranted.

"This is yet another sad example of our society's oversexualization, especially as it affects the Internet, and the damage it does to all who get caught in its grasp."

Mér finnst ég ekki geta sagt mikið um klámvæðingu samfélagsins og hættur internetsins. Þetta er ábyggilega allt satt og rétt, þ.e. internetið stórhættulegt og samfélagið klámvætt, en það er athyglisvert að sjá að þegar einn af "þeirra" mönnum er fundinn sekur um kynferðislegt athæfi sem er ekki bara ógeðfellt, heldur líklega ólöglegt líka, rísa þessir menn upp og eru tilbúnir með afsakanir og kenna öllum öðrum um, internetinu, demokrötunum, hommunum, og samfélaginu. Bara ekki þeim sem braut af sér, eða þeim sem hylmdu yfir. Það er líka athyglisvert vegna þess að fyrir frekar stuttu síðan gátu þessir sömu menn ekki haldið vatni yfir því hversu hræðilegur pervert Clinton væri, og þá sögðu þeir ekki "This is not a time to be talking about politics".

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband