Listin að vitna í sjálfan sig

tony_perkins.jpg

Það er líklega fátt skemmtilegra en að vitna í sjálfan sig sem öruggt og áræðanlegt vitni um áræðanleika eigin kenninga. Sérstaklega þegar kenningin er vond, og eigin vitnisburður getgátur eða dylgjur. Þetta hafa stuðningsmenn kynferðisglæpamanna í röðum "trúaðra" repúblíkana verið að gera - Tony Perkins, sem er einn af fremstu hugsuðum The Family Research Council mætti í viðtal hjá CBS þar sem hann velti fyrir sér þeirri kenningu að einhverskonar leynisamsæri samkynhneigðra repúblíkana hefði hylmt yfir með Foley, og sennilega hjálpað honum að leita á ungmenni. Þetta fannst Perkins vera góð kenning - enda kaus CBS að gera engar athugasemdir við þessa frábæru kenningu.

Og svo mætti Perkins í viðtal hjá Fox og endurtók söguna, en gat núna vitnað í CBS:

I mean, CBS reported this week that there's a network of gay staffers that covered for Foley. Was that part of what led up to this? Was it a disservice to the Republican leadership by staffers? 

En eina "fréttin" sem CBS hefur flutt af því að víðfemt gay-samsæri stæði á bak við Foley eru samsæriskenningar Perkins.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband