Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Almenningur kaupir ekki kenningu Republíkana um að Foleyskandallinn sé "hommasamsæri"

untitled.jpg

Síðan Foleyskandallinn fór af stað fyrir tveimur vikum síðan hefur Republikanaflokkurinn ásamt íhaldsömum "kristinum" stjórnmálaskýrendum reynt að snúa vörn í sókn, meðal annars með því að reyna að gera samkynhneigð Foley að einhverju aðalatriði umræðunnar, og láta eins og það sé einhver órjúfanleg tenging milli samkynhneigðar, óeðlis og barnamisnotkunar. Hugmyndin er ábyggilega sú að ef bandaríska þjóðin sannfærist um að vandamálið sé samkynhneigð muni fólk flykkjast að kjörkössunum til að kjósa repúblíkana, sem halda ennþá að þeir geti þóst vera guðsútvaldir verðir siðgæðis og heiðarleika.

Tony Perkins, forseti "The Family Research Council':

...neither party seems likely to address the real issue, which is the link between homosexuality and child sexual abuse.

og við annað tækifæri:

I think that this -- there's an indication, there's clear research that shows that homosexual men are more likely to abuse children than straight men. And when it comes to government, yes, I have a concern that any type of sexual deviancy is a problem

Pat Buchanan, sem er einhverskonar republikan "hugsuður":

If the Republican House leadership is guilty of anything, it is of being too tolerant, of allowing Political Correctness, a fear of being called homophobic, to trump common sense. Whether we admit or not, many male homosexuals have a thing for teenage boys which is why so many of them wind up with black eyes when they try to pick them up.

Paul Weyrich, Forseti Free Congress Research and Education Foundation:

Here is the real problem. It has been known for many years that Congressman Foley was a homosexual. Homosexuals tend to be preoccupied with sex

Þessi málflutningur var ekki bara bundinn við einhvert "fringe". Leiðari Wall Street Journal tók nefnilega sama andstyggilega pólinn í hæðina:

But in today’s politically correct culture, it’s easy to understand how senior Republicans might well have decided they had no grounds to doubt Mr. Foley merely because he was gay and a little too friendly in emails. Some of those liberals now shouting the loudest for Mr. Hastert’s head are the same voices who tell us that the larger society must be tolerant of private lifestyle choices, and certainly must never leap to conclusions about gay men and young boys.

En það lítur ekki út fyrir að almenningur hafi keypt þessa röksemdafærslu. Samkvæmt nýrri könnun er nefnilega yfirgnæfandi meirihluti almennings hreint ekki eins hómófóbískur og repúblíkanar virðast halda. Könnun á vegum Human Rights Campaign leiddi eftirfarandi í ljós:

62 percent of Americans believe that Foley’s behavior was “typical of politicians,” as opposed to just 30 percent who believe his behavior was “typical of gay men.”

70 percent of Americans say that the Foley scandal has not changed their opinion of gay people.

80 percent of Americans believe it is important to make “sure that gays and lesbians receive the same rights and protections under the law as other Americans,” up from 77 percent in April 2006.

Það er hægt að nálgast könnunina alla hér og umfjöllun hér. Niðurstöðurnar eru mjög athyglisverðar, því þær benda til þess að viðhorf bandarísks almennings til samkynhneigðra hafi batnað mikið á seinustu tíu árum eða svo. Sem dæmi töldu 46% aðspurðra árið 1993 að samkynhneigð væri einhverskonar "val" og aðeins 33% að hún væri meðfædd - í nýjustu könnuninni höfðu þessi hlutföll snúist við. Á sama tíma hafa talsmenn "fjölskyldugilda" háð harða herferð gegn réttindum samkynhneigðra.

M


Annar þingmaður Republikana ásakaður um vafasamt samneyti við unga drengi

kolbe.jpg

Fyrir klukkutíma síðan upplýsti NBC að í Arizona væri hafin lögreglurannsókn á athæfi Jim Kolbe í einhverri útilegu fyrir tíu árum síðan. Kolbe tók nokkra drengi sem voru í sumarvinnu í þinginu með sér í útilegu.

NBC News interviewed several people who were on the trip, and their accounts vary. One participant, who requested anonymity, said he was uncomfortable with the attention Kolbe paid to one of the former pages. He was "creeped out by it," he said, adding that there was a lot of "fawning, petting and touching" on the teenager's arms, shoulders and back by Kolbe.

NBC also interviewed the two former pages, who are now in their late 20s. One of them said that Kolbe was a gentleman and never acted in an improper fashion. He recalled that the pair spent time in Kolbe's house at one point — and briefly were alone with him on the trip — and that Kolbe always acted professionally and decently.

The other would not comment on Kolbe's behavior during the trip or characterize it in any way.

"I don't want to get into the details," he said. "I just don't want to get into this... because I might possibly be considered for a job in the administration."

Ég óska republíkanaflokknum alls hins versta í þessu mál! Það eina sem ég hef áhyggjur af er að Kolbe, líkt og Foley, er samkynhneigður, og þessar uppljóstranir verða því sennilega síst til þess að bæta stöðu samkynhneigðra innan Repúblíkanaflokknum. Þá er jafn líklegt að þessi frétt muni hjálpa þeim sem hafa reynt að hvítþvo flokksforystuna af allri ábyrgð með því að kenna einhverju leynilegu "hommasamsæri" um framferði Foley.

UPDATE: Það virðist ekki vera neinn andskotans endir í sjónmáli í þessum kynlífshneykslum repúblíkana. Rétt í þessu rakst ég á Daily Kos á þessa færslu: "Country Music Star files for Divorce from GOP Sex-Fiend Hubby!" Að vísu virðist athæfi Craig Schelske, sem er bara einhverskonar minniháttar spámaður flokksins í Oregon, ekki hafa verið ólöglegt - bara reglulega ósiðlegt. 

Og fyrst við erum að tala um kynferðislegt óeðli þingmanna repúblíkanaflokksins: Christopher Shays, þingmaður fyrir Connecticut var um daginn spurður hvað bandaríkjaþing ætti að gera til þess að bæta ímynd bandaríkjanna, m.a. eftir Abu Ghraib, og þingmaðurinn hafði þetta að segja:

Now I've seen what happened in Abu Ghraib, and Abu Ghraib was not torture," Shays said according to a transcript provided by Democratic challenger Diane Farrell's campaign and confirmed by others who attended the debate. "It was outrageous, outrageous involvement of National Guard troops from (Maryland) who were involved in a sex ring and they took pictures of soldiers who were naked. And they did other things that were just outrageous. But it wasn't torture."

"I saw probably 600 pictures of really gross, perverted stuff," Shays said. "The bottom line was it was sex. . . . It wasn't primarily about torture."

Það er hægt að sjá yfirlýsinguna alla á YouTube. Þetta útskýrir þá margt: í huga þingmanna repúblíkana er þetta og þetta "kynlíf"...  

M


Tekur 200.000 ár að afmá öll ummerki um manninn

timenile of doom.jpg

Hver hefur ekki velt því fyrir sér hversu lengi það myndi taka fyrir náttúruna að þurrka út öll ummerki um manninn, siðmenninguna, mannvirki, borgir og götur? Treehugger (via BoingBoing) er með gagnlega og auðlesanlega tímalínu fyrir þetta: hvenær gróður muni fela allar götur, hús hverfa og svo framvegis. Bráðnauðsynlegt fyrir alla post-apocalyptic dagdrauma! Verst að þessir umhverfisverndarsinnar virðast ekki skilja að það sem við viljum raunverulega vita er hvenær afkomendur mannkynnsins, sem hafa flúið undir yfirborðið og búa í yfirgefnum neðanjarðargöngum, munu þróa með sér telepatíska hæfileika!

M


Yfirlit yfir uppspuna og afsakanir Republíkanaflokksins í tengslum við Foley-skandalinn

foley í sjónvarpinu.jpg

Það er erfitt að hafa yfirsyn yfir allar þær undarlegu afsakanir og skýringar sem talsmenn Repúblíkana, og stuðningsmenn þeirra í allskonar "trúarhreyfingum" á borð við Focus on the Family og Family Research Council, hafa fundið upp til þess að slá ryki í augu kjósenda. Media Matters hefur því tekið saman lista yfir þessar afsakanir allar, ásamt tilvísunum í heimilir, og hrekur svo allar þessar afsakanir. (Þ.e. þær sem ástæða er til að hrekja!):

  1. Skandallinn var búinn til í höfuðstöðvum Demokrataflokksins
  2. Hastert vissi ekkert um athæfi Foley fyrr en 29 September
  3. Tölvupóstur sem leiðtogar Repúblíkana höfðu séð var ekkert meira en "overly friendly"
  4. Skandallinn mun ekki hafa nein áhrif á kjósendur, og mun ekki hafa nein áhrif á úrslit kosninganna
  5. Hastert og leiðtogar Republíkana neyddu Foley til að segja af sér um leið og þeir komust a snoðir um tölvupóstana og IM skrifin
  6. Samkynhneigðir karlmenn eru öðrum líklegri til að misnota börn kynferðislega
  7. Fréttir þess efnis að skrifstofa Hastert hafi verið vöruð við athæfi Foley fyrir 2005 séu lýgi
  8. Hastert "tók fulla ábyrgð" á skandalnum
  9. Íhaldssamir og kristnir kjósendur eru sjokkeraðari en aðrir kjósendur (þ.e. aðrir kjósendur [les demokratar] hafa ekki áhyggjur af því að þingmenn falist eftir kynlífi með ungmennum...)
  10. Þegar leiðtogar flokksins fréttu af tölvupóstsendingum Foley kröfðust þeir þess af honum að hann kæmi ekki nærri sumarstarfsmönnunum
  11. CREW [Citizens for Responsibility and Ethics in Washington] - sem hafði fengið afrit af tölvupóstsendingum Foley - framsendi þá ekki til FBI eða annarra yfirvalda, og hélt þannig hlífiskyldi yfir Foley.
  12. "Hommamafían" í Washington vissi allt um Foley og hélt hlífiskyldi yfir honum. 

Í viðbót við þessar skýringar sem republíkanar hafa boðið eru svo tilraunir Fox til þess að láta líta svo út að Foley sé raunverulega demokrati...

M

 


Djúpsteikt Coca Cola

fried-coke.jpg

Í einfeldni minni hélt ég að "deepfried snickers on a stick" á Minnesota State Fair væri einhverskonar hápúntkur djúpsteikingarvitfyrringarinnar, en auðvitað hafa athafnamenn í Texas fullkomnað þessa list. Ef það getur ekki verið stærra í Texas þarf það að vera vitlausara: Þar er nefnilega hægt að kaupa djúpsteikt Coca Cola! Djúpsteikta kókið var fundið upp af Abel Gonzales Jr, sem er einhverskonar uppfinningamaður, og frægur meðal áhugamanna um djúpsteikingu:

Gonzales deep-fries Coca-Cola-flavored batter. He then drizzles Coke fountain syrup on it. The fried Coke is topped with whipped cream, cinnamon sugar and a cherry. Gonzales said the fried Coke came about just from thinking aloud.

Gonzales achieved notoriety in 2005 with the fried peanut butter, banana, and jelly sandwich -- selling an estimated 25,000 of the treats, according to the fair's Web site.

Ef maður borðar pulsu á priki, vafða inni pönnuköku með súkkulaðibitum, er þetta sennilega viðeigandi eftirmatur? Hér eru svo leiðbeiningar fyrir þá sem vilja reyna að djúpsteikja Snickers, MilkyWay eða Oreos heima hjá sér.

M


Colbert og Coulter

New York Colbert.jpg

Í New York Magazine birtist um daginn grein um Steven Colbert og Ann Coulteresque karakter hans í The Colbert Report - og það er óhætt að mæla með henni við alla sem hafa áhuga á Colbert og uppátækjum hans. Ein af spurningunum sem greinin veltir upp er hversu lítill munur sé á fáranlegum og yfirdrifnum karakter Colbert og raunverulegum "hugsuðum" republíkanaflokksins, og til þess að leggja áherslu á þetta eru teknar saman yfirlýsingar frá Ann Coultner og Colbert - lesendur eiga svo að geta sér til hvor sagði hvað:

  1. "Even Islamic terrorists don't hate America like liberals do. They don't have the energy. If they had that much energy, they'd have indoor plumbing by now."
  2. "There's nothing wrong with being gay. I have plenty of friends who are going to hell."
  3. "I just think Rosa Parks was overrated. Last time I checked, she got famous for breaking the law."
  4. "Being nice to people is, in fact, one of the incidental tenets of Christianity, as opposed to other religions whose tenets are more along the lines of 'Kill everyone who doesn't smell bad and answer to the name Muhammad.' "
  5. "I believe that everyone has the right to their own religion, be you Hindu, Muslim, or Jewish. I believe there are infinite paths to accepting Jesus Christ as your personal savior."
  6. "[North Korea] is a major threat. I just think it would be fun to nuke them and have it be a warning to the rest of the world."
  7. "Isn't an agnostic just an atheist without balls?"

Svörin eru:

  1. Coulter
  2. Colbert
  3. Colbert
  4. Coulter
  5. Colbert
  6. Coulter
  7. Colbert

Ég er ekki enn búinn að átta mig á Coulter. En það er eitt sem er augljóst: það er góður bissness að boða ignorant vitfyrringu og mannhatur, hvort sem það er gert sem grín eða alvara!

M


135 starfsmenn alríkisstjórnarinnar keyptu sér falsaðar háskólagráður

Samkvæmt AP hefur alríkislögreglan flett hulunni ofan af risavaxinni svikamyllu sem seldi hverjum sem vildi falsaðar háskólagráður:

Material provided to the defense by the Justice Department shows at least 135 government employees bought college or university degrees to use in seeking promotions or pay raises, Schweda said. The phony diplomas came from such places as St. Regis University, James Monroe University and Robertstown University.

Á meðal þeirra sem keyptu sér gráður voru háttsettir starfsmenn utanríkisþjónustunnar og starfsmenn dómsmálaráðuneytisins. Vefstjóri fyrirtækisins var ákærður fyrir að halda úti vefsíðum sem seldu sviknar háskóla og menntaskólagráður um víða veröld. Og þegar menn eru á annað borð byrjaðir á glæpastarfsemi á veraldarvefjunum er erfitt að hætta (internetpúkinn og allt það):

More than 10,000 sexually explicit images of children were found in four computers used by the Spokane-based operation, government lawyers said, but only Pearson [vefstjórinn] was named in pornography charges.

Fyrst við erum farin að tala um falsaðar háskólagráður er rétt að rifja upp söguna af Láru Callahan, sem var "deputy chief information officer" hjá The Department of Homeland Security, en hún keypti sér doktorsgráðu og heimtaði að undirmenn sínir ávörpuðu sig "doctor" Laura - og George C. Deutsch, sem Bush skipaði sérlegan útsendar sinn hjá NASA, þar sem hann sá um að ritskoða allar fréttatilkynningar og útgáfur, til að þær stönguðust ekki á við sköpunarsögu biblíunnar. Meðan Callahan hafði allavegana rænu á að kaupa sér doktorsgráðu gerði Deutsch sér lítið fyrir og laug upp BA-gráðu.

Falsaðar háskólagróður eru víst mun alvarlegra og útbreiddara vandamál en maður hefði haldið, fyrir nokkrum árum gerði ríkisendurskoðun Bandaríkjanna yfirborðskennda athugun á háskólagráðum ríkisstarfsmanna og fann yfir 1200 tilfelli þar sem fólk var að stæra sig af gráðum sem höfðu verið keyptar í svokölluðum "diploma mills".

M


Foley og Karl Rove

foley.jpg

Alveg síðan í síðustu viku hef ég verið að rekast á orðróm þess efnis að Mark "Maf54" Foley hafi viljað hætta í pólítik, og ekki viljað bjóða sig fram til endurkjörs í haust, en að leiðtogar Republíkanaflokksins hafi fengið hann til að skipta um skoðun. Nú seinast birtist þessi pæling á The Plank, sem er blogg tímaritsins The New Republic. Samkvæmt heimildarmanni The New Republic á Karl Rove að hafa hótað Foley að ef hann héldi ekki áfram myndi hann ekki fá vinnu sem lobbíisti - en það er ein af strategíum "The K-Street Project" að neyða þingmenn til þess að dansa eftir flokkslínunni, ella fái þeir ekki vinnu eftir að hafa hætt í pólítík:

According to the source, Foley said he was being pressured by "the White House and Rove gang," who insisted that Foley run. If he didn't, Foley was told, it might impact his lobbying career.

"He said, 'The White House made it very clear I have to run,'" explains Foley's friend, adding that Foley told him that the White House promised that if Foley served for two more years it would "enhance his success" as a lobbyist. "I said, 'I thought you wanted out of this?' And he said, 'I do, but they're scared of losing the House and the thought of two years of Congressional hearings, so I have two more years of duty.'"

Foley var vinsæll í sínu kjördæmi, og repúblíkanaflokkurinn hefur átt erfitt með að finna hæfa frambjóðendur í Flórída (samanber Krazy Kitty Harris). Ef Þetta er rétt hafa leiðtogar repúblíkanaflokksins bæði vitað af ósiðlegu og ólöglegu athæfi Foley og líka sannfært hann um að halda áfram í pólítik! Burt séð frá því að slíkt væri siðferðislega mjög vafasamt, bæri það merki um ótrúlega pólítíska skammsýni!

M


Santorum finnst forsetinn ekki hafa móðgað bandamenn nógu mikið, Bandaríkin ekki hötuð nóg

Santorum sýnir sko mönnum í tvo heimana.jpg

Rick "santorum" Santorum hefur verið gagnrýndur fyrir að að vera of sammála forsetanum: hann hefur verið meðal háværustu stuðningsmanna Bush, jafnvel eftir að ljóst var að bandaríska þjóðin væri búin að fá sig fullsadda af þeim síðarnefnda. Með 33% fylgi er forsetinn næstumþví jafn óvinsæll og Santorum, sem hefur rétt hangið í 40% fylgi undanfarnar vikur.

En til þess að sýna að hann sé nú sinn eigin maður, og þori að gagnrýna foringjann, hefur Santorum lýst því yfir að sér finnist forsetinn ekki hafa staðið sig sem skyldi í stríðinu gegn hryðjuverkamönnum, eða stríðinu gegn almennningi í Írak:

"He (Bush) is managing the public relations on this war very poorly," Santorum, the third-ranking Republican in the Senate, said during a meeting with editors and reporters of the Pittsburgh Tribune-Review"

Forsetinn hefur nefnilega ekki sagt almenningi sannleikann um stríðið: Santorum er nefnilega þeirrar skoðunar að ef forsetinn hefði sagt almenningi sannleikann um stríðið, helst strax í upphafi, myndi stuðningur við það vera mun meiri:

Bush is more concerned about "making the State Department comfortable" than providing the American people with "a clear message and a clear understanding of what we are up against," said Santorum, in his sharpest criticism of the president to date.

"I think we're facing the greatest threat this country has ever faced," he said.

Og hver er þessi ógn? Nú auðvitað Ilamofascism! (og Íran). Santorum er þeirrar skoðunar að forestinn hafi ekki þorað að segja þetta af ótta við að móðga bandamenn Bandaríkjanna í mið-austurlöndum, en Santorum er ekki nein svoeiðis gúnga:

"I don't care if we offend our allies in the Middle East."

Ég er reyndar sammála Santorum, svona upp að vissu marki. Það hefði verið mun heiðarlegra og sennilega pólítískt skynsamlegra að segja sannleikann strax í upphafi - ef það er að innrásin í írak sé liður í einhverskonar alheimsstríði gegn "íslamófasisma" - hefðum við aldrei þurft að eyða tíma í að velta okkur upp úr þessu gereyðingarvopnatali, eða hafa áhyggjur af því hvort lýðræði væri að komast í Írak. Pólítískt séð hefur innrásin í Írak verið algjört fíaskó: það er ekki hægt að selja almenningi stríð á þeim forsendum að það sé verið að hafa upp á geryðingarvopnum, skipta svo um skoðun og segjast allan tímann hafa ætlað að búa til lýðræði, og skipta svo aftur um skoðun og segjast vera að heyja einhverskonar furðulegt proxístríð gegn Íran. Kjósendum mislíkar það að láta ljúga að sér.

Það hefði verið mun hreinlegra að koma strax útúr skápnum með raunverulega ástæðuna fyrir innrásinni, og leyfa almenningi að gera upp hug sinn. Hver veit, kannski hefði bandarískur almenningur alveg verið til í að fara í einhverskonar alheimskrossferð með Rick Santorum gegn aröbaheiminum? Kannski hefði verið hægt að ræða það mál, svona eins og skynsamt fólk, kosti þess og galla?

En það er sennilega ekki vandamálið - kannski hefur Santorum haldið að hann væri að styðja krossferðaforseta, og finnst hann núna vera hálf svikinn. En ég efast stórlega um að Rumsfeld og Cheney hafi ætlað sér að fara í stríð við íslamófasista. Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um hvað þeir ætluðu sér, og ég efast reyndar um að þeir hafi haft mjög skýrar hugmyndir um það sjálfir.

M


Bill O'Reilly - kjarnorkuáætlanir Norður Kóreu snúast líka bara um kosningarnar í nóvember...

Oreilly_North_Korea.jpg

Bill O'Reilly er þeirrar skoðunar að allt snúist um kosningarnar í nóvember: Ekki bara eru fjandans vandræðagemsarnir í Írak að drepa sjálfa sig, og samborgara sína til þess að gera Bush gramt í geði og hafa áhrif á kosningarnar í Nóvember - heldur er Kim Jong Il líka að svelta íbúa Norðurkóreu og sprengja gallaðar kjarnorkusprengjur í sama tilgangi. Öll utanríkisstefna Norður Kóreu snýst bara um kosningarnar í nóvember! Jú, og líka vegna þess að Kim Jong Il hatar Búsh!

Now, the reason North Korea is causing trouble is that it wants to influence the November election. As we discussed last week, Iran's doing the same thing in Iraq -- ramping up the violence so Americans will turn against the Bush administration.

That is not a partisan statement. It is a fact. America's enemies are emboldened by the stalemate in Iraq and feel they can do anything they want to do. They also hate Mr. Bush and want to weaken him as much as possible.

Hvað fleira er hægt að skýra með kosningunum í nóvember?

M


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband