Barnaníðingar, Satan, nota blogg til að "tala við börn", spilla fólki

god.gif

Á Wonkette er tengill á merkilegar vangaveltur einhverrar kirkju "The Restored Church of God" um skaðsemi internetsins - og sérstaklega hættur þess fyrir börn. Og samkvæmt internetfræðingum kirkjunnar eru blogg hættulegasta birtingarmynd internetsins - en undir blogg falla víst social networking sites, eins og Myspace. Þessar vangaveltur eru stórskemmtilegar - það er óhætt að hvetja alla til að lesa greinina í heild sinni, því hver hefur ekki áhyggjur af því hvernig ósómi internetsins grefur undan góðu siðgæði?

One of the reasons personal weblogs have made news headlines is because child predators and pedophiles use these pages to chat with and get to know young people. ...

Yet another obvious danger of blogs is the endless amount of inappropriate content often spread throughout them. This happens on a host of levels: filthy language, risqué pictures, etc.  ... Bullying even takes place between blogs, with some using them to defame or attack other people, or spread other forms of hatred.

En það er ekki bara internetpúkinn og klámið sem við eigum að hafa áhyggjur af, því veraldarvefurinn hefur víst líka grafið undan tilfinningalegri dýpt, og bloggarar almennt vanþroskaðara fólk en aðrir. Bloggi maður um líðan sína, tilfinningar eða daglegt líf, kallar maður yfir sig vanþóknun almættisins... 

This has grown so out of control it is routine for a person to start a daily blog entry with a single word that details his or her mood. A blog entry will start: “Current mood: ____” The level of shallowness and emotional immaturity this represents is astonishing! In the grand scheme of things, why would the world at large care?

If you post mundane details of your life, you are in effect saying that your life is important and that people should read about it. Also, whether or not you admit it, having a blog with your name, your picture and your opinions strokes the human ego—it lifts you up. ...

Þetta er auðvitað mjög slæmt - og kirkjan biður okkur því að spyrja þessarar áleitnu spurningar:

Ask yourself, “Do I have a tendency to want to have a voice?”

Rétta svarið er auðvitað ekki "já" - því tilhneyging til að vilja hafa rödd er guði hreint ekki þóknanlegt... 

Look at what the Bible says about idle words: “But I say unto you, That every idle word that men shall speak, they shall give account thereof in the day of judgment” (Matt. 12:36). Who would want to give account to God about how many hours a day he rambled on about his favorite pizza place, what brand of jeans he wears, the girl he thinks is cute, when he woke up on a particular morning and in what mood, etc.? If one has visited many blogs, the list above contains some of the “deeper” issues endlessly discussed.

Þá vitum við það. Biblían bannar blogg, og guð hefur sérstaka vanþóknun á bloggurum. Sérstaklega þeim sem tala um gallabuxur. Ég get þá sofið rólegur, því ég hef aldrei bloggað um gallabuxur. En þessa dagana er uppáhaldspízzastaðurinn minn er sennilega Reds Savoy Inn and Pizza, en sá staður öðlaðist töluverða frægæð þegar pabbi Norm Coleman, öldungadeildarþinganns Minnesota, var handtekinn á bílastæðinu fyrir "lewd behavior". Það er augljóslega einhverskonar samband á milli dónalegrar hegðunar, pízzastaða og bloggs. Norm Coleman Sr. var sennilega líka í gallabuxum, þ.e. fyrr um kvöldið?

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta var sennilega skemmtilegasta tilvitnunin: "If you post mundane details of your life, you are in effect saying that your life is important and that people should read about it." Þessi kirkja er sem sagt að segja að einstaklingurinn sé einskis virði. Ætli höfuðpaurar kikjunnar líti þannig á sjálfa sig?

Villi Asgeirsson, 10.10.2006 kl. 07:03

2 Smámynd: FreedomFries

Já, og ekki gleyma því að það er slæmt að "hafa tilhneygingu til þess að vilja hafa rödd..." Og internetið er allt satanískt... þessi kirkja virðist reyndar hafa ráðið heilmikið af einhverskonar "bloggurum" til þess að vera að hafa sig í frammi á hemasíðu/bloggi kirkjunnar! Kannski er ekkert af því "mundane details"?

Magnús

FreedomFries, 11.10.2006 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband