Bush hefur stjórnarskrárvarinn rétt til þess að ráða vanhæft fólk í vinnu

fema.png

Þegar Bandaríkjaþing samdi "The Department of Homeland Security Appropriations Act of 2007" voru sett inn ákvæði um lágmarkskröfur sem gera ætti þegar ráðinn væri yfirmaður FEMA (Federal Emergency Management Agency). Hugmyndin var ábyggilega að fyrirbyggja að sagan endurtæki sig og annar vanhæfur auli á borð við Michael Brown yrði ráðinn til að stjórna stofnuninni. Myndin til hliðar er af lögunum - en þingið ákvað að það væri hægt að ætlast til þess að yfirmaður FEMA hefði einhverja stjórnunarreynslu, og kannski einverja smá vitneskju um "homeland security" og "emegency management". Þetta finnst forsetanum auðvitað hin svívirðilegasta tilætlunarsemi, og þegar hann skrifaði undir lögin bætti hann við einni af sínum frægu "signing statements" - sem eru einhverskonar yfirlýsingar forsetans um að hann telji sig ekki þurfa að fara eftir eða framkvæma lög sem þingið setur: 

Section 503(c)(2) vests in the President authority to appoint the Administrator, by and with the advice and consent of the Senate, but purports to limit the qualifications of the pool of persons from whom the President may select the appointee in a manner that rules out a large portion of those persons best qualified by experience and knowledge to fill the office. The executive branch shall construe section 503(c)(2) in a manner consistent with the Appointments Clause of the Constitution.

Að krefjast þess að yfirmaður FEMA hafi einhverja reynslu af líkum störfum takmarkar augljóslega hóp umsækjenda, og útilokar augljóslega "those persons best qualified".

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband