Um liðan Bush, búið að vera erfitt haust,finnst allir hafa svikið sig

Bush.jpg

Í New York Daily News var um daginn skemmtileg grein um "líðan" bandaríkjaforseta, en karl greyinu finnst hann vera afskapega eitthvað einmana, yfirgefinn og almennt barasta frekar svikinn. Maður getur eiginlega ekki annað en kennt í brjósti um manninn.

...friends, aides and close political allies tell the Daily News Bush is furious with his own side for helping create a political downdraft that has blunted his momentum and endangered GOP prospects for keeping control of Congress next month.

Some of his anger is directed at former aides who helped Watergate journalist Bob Woodward paint a lurid portrait of a dysfunctional, chaotic administration in his new book, "State of Denial."

In the obsessively private Bush clan, talking out of school is the ultimate act of disloyalty, and Bush feels betrayed from within.

Það sem er athyglisvert við þetta er að Bush finnst hann vera svikinn vegna þess að samverkamenn hans hafi einhvernveginn svikið sig, og ef ekki væri fyrir þessi svik myndi allt vera í himnalagi, kosningarnar vinnast og framtíðin myndi brosa við, björt og full af möguleikum. En Bush er nefnilega mikill bjartsýnismaður:

Bush is less worried about his standing with history, telling aides that George Washington's legacy is still being debated two centuries later. But he understands that losing one chamber of Congress will cripple his lame duck-weakened final two years.

"He's remarkably optimistic," a Bush insider said. "Like Ronald Reagan, he has a gift for looking beyond the morass in front of him and sticking to his goals, even if it's not popular."

Það sem greinin segir okkur um sálarástand og þankagang forsetans er mjög merkilegt. 1) Honum finnst hann hafa verið svikinn af samverkamönnum sínum, 2) Ef ekki væri fyrir þessi svik myndu kosningarnar í haust vinnast, 3) Það er ekkert að stefnu hans í innaríkis eða utanríkismálum. Með öðrum orðum, Bush sér ekki að vandamál hans eða flokksins hafi neitt með hann eða stefnu hans að gera. Vandamál repúblíkanaflokksins undir handleiðslu Bush eru hins vegar mun alvarlegri og djúpstæðari:

In the obsessively private Bush clan, talking out of school is the ultimate act of disloyalty, and Bush feels betrayed from within.

Þetta er vandamálið. Undanfarin sex ár eða svo hefur republíkanaflokkurinn verið rekinn eftir þessu prinsippi: Allir sem einn, allir tali með einni röddu, og fylgi forsetanum, "in lock step", innan-flokks gagnrýni lýðst ekki. Og núna finnst forsetanum að flokkurinn hafi svikið sig. Vandamálið er ekki að flokkurinn sé að svíkja hann núna: vandamálið er að flokkurinn fylgdi honum í algjörri blindni þangað til núna! Leiðtogar repúblíkana í þinginu, undir handleiðslu Haestert og Tom DeLay, refsuðu öllum þingmönnum sem kusu ekki samkvæmt flokkslínunni, eða leyfðu sér að gagnrýna opingerlega stefnu forsetans. Mikilvægur þáttur "the K-street project" Tom DeLay var að pólítíkusar sem féllu í ónáð hjá flokknum gátu átt von á að fá ekki vinnu hjá lobbíistum eftir að hafa hætt í pólítík.

Ronald Brownstein fjallaði í LA Times á sunnudaginn um þennan kommúníska samstöðukúltúr Repúblíkanaflokksins, og benti á að þessi stefna gerði að verkum að flokkurinn virtist mun samstæðari og sterkari en hann raunverulega væri. Þessi samstaða gerði flokknum líka auðveldara að höfða til "the base", þ.e. mjög íhaldssamra trúaðra kjósenda.

Marginalizing internal dissent and promoting party unity have been hallmarks of the Republican governing strategy under President Bush.

Using both carrots and sticks, the White House and GOP congressional leaders have successfully encouraged Republican legislators and activists to see themselves more as part of a team and less as autonomous voices representing distinct and divergent constituencies. With only a few exceptions (education, immigration), the GOP has tried to resolve every policy choice in a manner that maximizes agreement within their coalition and minimizes the opportunity for Democratic influence.

Svona andrúmsloft elur líka á hræðslu: Ef mönnum er refsað fyrir að "talk out of school", vera með múður eða mótmæla, er ekki nema eðlilegt að menn haldi sér saman, frekar en að hætta á að kalla yfir sig reiði forystuliðsins. Fyrir vikið hefur flokkurinn verið algjörlega ófáanlegur (þar til núna) til að viðurkenna að stríðið í Írak sé tapað, og að það þurfi að endurskoða "the war on terror" frá grunni. Fyrir vikið láðist þinginu að hreyfa andmælum við augljóslega vanhugsuðum innrásaráætlunum forsetans árið 2003. Það er líka þessi samstöðukúltúr sem hefur leyft mönnum eins og Foley að stunda ólöglegt og stórhættulegt athæfi. Samvkæmt samstöðukúltúr forsetans er hver sá sem mótmælir eða gagnrýnir svikari.

Samstöðukúltúrinn gerði forsetanum og samverkamönnum hans auðveldara að hrinda fullkomlega misheppnaðri utanríkisstefnu í framkvæmd, og Foley, Ney, DeLay og Cunningham kleyft að komast upp með ólöglegt athæfi og spillingu, því það var enginn sem þorði að segja neitt. En ef flokkurinn fær nógu slæma útreið í kosningunum er von til þess að þingmenn flokksins átti sig á því að starf þeirra felst í því að þjóna kjósendum - ekki forsetanum eða flokksforystunni.

M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband