Færsluflokkur: Bush
Þetta eru svosem ekki fréttir fyrir neinn sem hefur horft á FOX "news", en það eru samt fréttir að eigandi stærstu kapalfréttastöðvar Bandaríkjanna skuli viðurkenna opinberlega að stefna stöðvarinnar hafi ekki verið að flytja fréttir, heldur að styðja stefnu forsetans. Murduch er staddur í Davos í Sviss, og var að tala um fjölmiðla og internetið við blaðamenn. Murdoch hélt því meðal annars fram að stóru fjölmiðlafyrirtækin hefðu litla stjórn á internetinu, og að blogg væru að breyta, ef ekki gerbreyta bæði fjölmiðlalandslaginu og því hvernig fólk nálgast fréttir af líðandi stundu.
Svo spurðu blaðamennirnir Murdoch hvort hann og Fox hefðu reynt að hafa áhrif á skoðanir almennings varðandi stríðið í Írak. Svarið var já!
Asked if his News Corp. managed to shape the agenda on the war in Iraq, Murdoch said: "No, I don't think so. We tried." Asked by Rose for further comment, he said: "We basically supported the Bush policy in the Middle East...but we have been very critical of his execution."
Murdoch viðurkennir þetta eins og ekkert sé. Það sem hann virðist ekki fatta er að fréttamiðlar hafa það hlutverk að segja fréttir - ekki styðja stefnu einhverra ákveðinna stjórnmálaflokka. Og það væri ekki heldur stórmál ef Fox styddi forsetann ef einkunnarorð sjónvarpsstöðvarinnar væru ekki "Fair and balanced".
Ég er ekki búinn að sjá að neinn "alvöru" fjölmiðill flytji fréttir af þessari yfirlýsingu. Enn sem komið er er sýni google leitir engar niðurstöður fyrir þessa frétt, og ég hef bara séð hana á tveimur bloggsíðum og svo á Hollywood reporter. Kannski vegna þess að það eru ekki fréttir að segja frá því sem er augljóst? C&L segjast þó hafa farið á stúfana til að fá staðfestingu á að rétt sé haft eftir Murdoch.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef nokkrum sinnum skrifað um ást repúblíkanaflokksins og forsetaembættisins á orðaleikjum og útúrsnúningum. Af nýlegum orðskilgreiningarupphlaupum flokksins er æsingurinn yfir því hvað ætti að kalla átökin í Írak, borgarastríð eða eitthvað annað, auðvitað eftirminnilegstur. Þetta er sami stjórnmálaflokkur og hélt að væri verkefni stjórnmálamanna að endurskýra franskar kartöflur "frelsis-kartöflur" - og þetta er sami stjórnmálaflokkur og reyndi að fá sjálfsmorðsárásir endurskýrðar sem "morð-árásir": í stað "suicide bombers" tóku Fox news og talsmenn flokksins að tala um "homicide bombers"... þetta orðskrípi þeirra lifði í nokkrar vikur, kannski mánuði, áður en það var horfið úr almennri notkun. Fox "fréttastofan" notar þetta hugtak ennþá, samanber fréttir þeirra af seinustu sjálfsmorðsárásinni í Ísrael.*
Forsetinn og hans fólk virðist hafa meiri ást en aðrir á orðum og merkingu þeirra. Það var forsetinn sem tók fyrstur að nota "homicide bomber" um hryðjuverkamenn og sjálfsmorðsárásir. Útúrsnúningar virðast reyndar vera eitthvað sem fylgir embættinu sjálfu, en ekki vera einskorðað við Bush, því Clinton, sællar minningar, reyndi að drepa umræðu um hálf aulalegt framhjáhald sitt á dreif með því ða fara að tala um merkingu orðsins "is".
Og nú virðist Bush vilja ögra demokrötum til að fara að rökræða merkingu viðskeytisins -ic:
Near the beginning of the speech last week, Bush congratulated "the Democrat majority" for its electoral victory, using a long-standing Republican formulation seen by many Democrats as a calculated insult. Some liberal bloggers and party strategists saw the president's omission of the last two letters of the party's proper name, Democratic, as a sign of insincerity in preaching bipartisanship.
Síðan þá hefur Bush haldið því fram að hann hafi alveg óvart vísað til Demokrataflokksins sem "the democrat party" en ekki "the democratic party". Í viðtali við NPR hélt forsetinn því fram að þetta hefði verið mismæli, hann væri hvort sem er mjög "lélegur í að bera fram orð"!
That was an oversight, ... I mean, I'm not trying to needle. Look, I went into the hall saying we can work together, and I was very sincere about it. I didn't even know I did it. ... -- gosh, it's probably Texas. Who knows what it is? But I'm not that good at pronouncing words anyway.
þessi vörn forsetans vakti reyndar næstum eins mikla athygli og -ic ummæli hans. Það er velkunn staðreynd að forsetinn á í erfiðleikum með orð. Það hefur vaxið upp heljarinnar iðnaður í kringum orðanotkun forsetans - dagatöl og skrítlubækur með kommentum eins og "rarely is it asked, is our children learning" og álíka.
En demokratar og liberal blogospherið hafa ekki látið segjast og hafa haldið úti nokkuð linnulítilli gagnrýni á forsetann og stuðningsmenn hans fyrir að "uppnefna" demokrataflokkinn. Carbetbagger Report hafði þetta að segja:
Now, as weve discussed more than once, Democrat is a noun; Democratic is an adjective. To congratulate the Democrat majority is to use the childish, sophomoric, and grammatically incorrect name Republicans prefer because, like a dimwitted schoolyard bully, they find it amusing to get it wrong. In the context of applauding Dems midterm victories, it seemed like a less-than-subtle jab Bush was mocking Democrats while appearing to be gracious.
Þetta mál gæti allt virst hálf fáránlegt. Og það mætti kannski færa rök fyrir því að það væri mikilvægari hlutir að gerast í veröldinni en þetta. En það er þó alls ekki að ástæðulausu að fréttaskýrendur og áhugamenn um bandarísk stjórnmál hafa veitt þessu athygli. Það er löng hefð fyrir því meðal Repúblíkana að uppnefna demokrataflokkinn - en eins bent er á í ítarlegri grein The New Yorker hefur þetta orð "Democrat party" yfirleitt helst verið notað af ómerkilegri pólítíkusum og blaðurhönum Repúblíkana.
The history of Democrat Party is hard to pin down with any precision, though etymologists have traced its use to as far back as the Harding Administration. According to William Safire, it got a boost in 1940 from Harold Stassen, the Republican Convention keynoter that year, who used it to signify disapproval of such less than fully democratic Democratic machine bosses as Frank Hague of Jersey City and Tom Pendergast of Kansas City. Senator Joseph McCarthy made it a regular part of his arsenal of insults, which served to dampen its popularity for a while.
In the conservative media, the phenomenon feeds more voraciously the closer you get to the mucky, sludgy bottom. Democrat Party is standard jargon on right-wing talk radio and common on winger Web sites like NewsMax.com, which blue-pencils Associated Press dispatches to de-ic references to the Party of F.D.R. and J.F.K. (The resulting impression that Democrat Party is O.K. with the A.P. is as phony as a North Korean travel brochure.) The respectable conservative journals of opinion sprinkle the phrase around their Web sites but go light on it in their print editions.
Þó menn megi hafa sínar skoðanir á demokrötum er fráleitt að halda því fram að þeir séu "ólýðræðislegir". Útúrsnúningurinn "Democrat Party" er það polítískt hlaðinn að Þeir einu sem leyfa sér að nota það reglulega eru Fox news! Þegar forsetinn notar orðið "democrat party" frekar en "democratic party" er hann því að senda skilaboð til hlustanda Rush Limbaugh og Michael Savage, lesenda Ann Coultner og Insight Mag: "ég er ykkar maður".
In days gone by, the anti-ic tic tended to be reined in at the Presidential level. Ronald Reagan never used it in polite company, and George Bush père was too well brought up to use the truncated version of the out partys name more than sparingly.
En ekki Bush yngri. Eins og greinarhöfundur The New Yorker bendir á lofaði Bush að "breyta tóni stjórnmálaumræðunnar" þegar hann bauð sig fram til forseta 2000. Og flestir kjósendur töldu auðvitað að hann meinti að "til hins betra". Bush lofaði líka að "restore dignity" í Hvíta Húsinu - að hann myndi ekki ljúga svíkja og pretta kjósendur... Reyndin hefur þó orðið önnur.
M
*Varðandi fáránleika hugtaksins "homicide bombers" og samstarf forsetaembættisins og Fox news við að koma þessu orðskrípi í almenna notkun sjá þessa umfjöllun Media Matters. Andúð á hugtakinu er ekki einskorðuð við vinstrimenn - samanber þessa færslu á Volokh conspiracy - sem er libertarian/conservative blogg. Volokh eru meira að segja meðlimir "Pajamas Media", svo það verður seint hægt að ásaka þá um að vera vinstrimenn!
Bush | Breytt 2.2.2007 kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mið. 31.1.2007
Bush reynir að drepa blaðamenn með jarðýtu
Það er eins og öll framvarðasveit ný-íhaldsmennskunnar sé mönnuð litlum strákum sem ekki kunna að skifta um sokka, eða dreymir um að terrorísera fólk með skurðgröfum. Við heimsókn í CAT verksmiðju í Illinois, þar sem Bush var að útskýra fyrir verkalýðnum hversu djöfullega gott allir hefðu það, því bandaríska hagkerfið hefði aldrei áður verið eins sterkt, ákvað Bush að sýna á sér léttari og grallaralegri hlið. Og kynni að keyra vegavinnutæki. Sagan segir að Bush hafi lært að stýra stórvirkum vinnuvélum á "búgarðnum" sínum í Texas. Fyrir utan verksmiðjuna stóð risavaxin jarðýta - samkvæmt Newsweek, sem var með einna ítarlegustu lýsinguna á jarðýtuuppátæki forsetans, var þetta D-10 jarðýta frá Caterpillar. Og þegar forsetinn var búinn að flytja ræðuna sína, gerði hann sér lítið fyrir og klifraði uppí þessa jarðýtu - og reyndi að keyra niður alla viðstadda! Frásagnir viðstaddra eru flestar frekar gloppóttar - blöðin segja bara að forsetinn hafi farið uppí, fírað jarðýtuna upp, og segja þvínæst að hann hafi stigið niður, eftir að hafa keyrt jarðýtuna aðeins um. Eini fjölmiðillinn sem segir hvað gerðist í millitíðinni er Newsweek, sem birti á heimasíðu sinni lýsingu á því hvað gerðist á þeirri rúmlega mínútu sem Bush keyrði jarðýtuna! Newsweek lýsir aðdraganda þessarar uppákomu þannig:
Wearing a pair of stylish safety glasses--at least more stylish than most safety glasses--Bush got a mini-tour of the factory before delivering remarks on the economy.
Og svo komum við að Jarðýtunni. Þegar forsetinn var kominn uppí gólaði hann á viðstadda:
"I would suggest moving back, I'm about to crank this sucker up."
Brumm, brumm... Starfsmenn forsetans áttuðu sig á því hvað var í vændum og reyndu að bjarga blaðamönnum sem voru viðstaddir:
As the engine roared to life, White House staffers tried to steer the press corps to safety, but when the tractor lurched forward, they too were forced to scramble for safety."Get out of the way!" a news photographer yelled. "I think he might run us over!" said another. White House aides tried to herd the reporters the right way without getting run over themselves. Even the Secret Service got involved, as one agent began yelling at reporters to get clear of the tractor.
Meðan blaðamennirnir og leyniþjónustan hlupu í hringi fyrir neðan skemmti forsetinn sér konunglega!
Watching the chaos below, Bush looked out the tractor's window and laughed, steering the massive machine into the spot where most of the press corps had been positioned. The episode lasted about a minute, and Bush was still laughing when he pulled to a stop. He gave reporters a thumbs-up. "If you've never driven a D-10, it's the coolest experience,"
Chicago Tribune bætti við að forsetinn hefði sagt "Oh, yeah" Þegar hann steig útúr jarðýtunni, meðan USA Today lýsti lokum jarðýtuakstursins þannig: ""That was fun," he exclaimed as he got off". Newsweek virðist vera eini fjölmiðillinn til að lýsa skelfingunni sem greip um sig meðan forsetinn lék sér að jarðýtunni. Aðrir fjölmiðlar segja frá þessu uppátæki eins og hér hafi verið á ferðinni frekar saklaust, og bara svolítið karlmannlegt grín, en ekki "That was fun! ... the coolest experience, ever! Oh yeah!"
Bush er reyndar ekki fyrsti pólítíkusinn til að keyra um á traktor - Washington Post upplýsti lesendur sína nefnilega um að "uppáhalds dægradvöl" George "Macaca" Allen væri að keyra í hringi á litlum sláttutraktor. Allen og Bush eiga reyndar fleira sameiginlegt en áhuga á vinnuvélum: Þeir eru líka báðir þykjustu-kúrekar!
Seinasta haust var "macaca" málið allt í hámarki - macaca uppákoman kostaði Allen kosninguna gegn Jim Webb, sem hefur orðið ein bjartasta stjarna demokrataflokksins. Í kosningabaráttunni afhjúpaði hann Allen sem tilgerðarlegan uppskafning og aula - og fyrir nokkrum dögum síðan tók Webb að sér að flytja andsvar demokrata við stefnuræðu forsetans, og meira að segja fréttaskýrendur, sem vanalega eru helstu klappstýrur forsetans, urðu að viðurkenna að Webb hefði flutt miklu flottari ræðu en Bush. Webb virðist því vera á krossferð gegn þykjustukúrekum repúblíkanafloksins! (sjá færslu mína um ræðu Webb hér, og ræðu Bush hér og hér.)
En þykjustukúrekunum þykir mjög óþægilegt þegar fólk fattar hverskonar prinsipplausir aular þeir eru. George "Macaca" Allen tapaði tiltrú "The Sons of Confederate Veterans", og Bush hefur tapað fylgi hörðustu stuðningsmanna repúblíkanaflokksins - sérstaklega í kjölfar fyrrnefndrar State of the Union ræðu. "The moral majority" hefur lýst yfir djúpstæðri vandlætingu á innihaldi SOTU ræðu hans. The Moral majority fattaði nefnilega að þeir, eins og allir aðrir Bandaríkjamenn, hefðu keypt köttinn í sekknum þegar þeir kusu Bush sem forseta.
Þegar George Allen kom heim eftir að hafa eytt öllum deginum í að reyna að sannfæra kjósendur og fjölmiðla um að hann ætti virkilega erindi á þing, að hann væri þeirra maður, var hann auðvitað atkerður. Það er erfitt að eyða öllum deginum í role-playing! Og þegar Allen róaði taugarnar með því að keyra litla sláttutraktorinn sinn:
His favorite time of the week is when he comes home, sits on his riding mower, by himself and mows his lawn and no one is asking him questions.
Meðan Macaca Allen var bara óbreyttur senator - er Bush leiðtogi hins frjálsa heims. POTUS sjálfur! (að vísu var Allen með heljarinnar plön um áð bjóða sig fram til forseta - og National Review spáði því vorið 2006 að forsetakosningarnar 2008 yrðu einvígi milli Mitt Romney og Allen... Talandi um spádómsgáfu nýíhaldsmanna!) Og þó smávægilegur senator geti kannski þaggað niður allar óþægilegar spurningar með því að keyra í hringi á poggulitlum traktor, þarf forsetinn eitthvað stórtækara! Alvöru jarðýtu!
M
Bush | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 27.1.2007
Hervæðing forsetaembættisins
Í New York Times í morgun var forvitnileg grein eftir sagnfræðiprófessorinn Garry Wills um embætti Bandaríkjaforseta, og vaxandi notkun hugtaksins "commander in chief" þegar talað er um forsetann. Wills leggur ekki út af þessu neina heimsendaspádóma, og það er svosem ekkert nýtt að forsetinn skuli vilja að kjósendur sjái sig sem "stríðsforseta". Að vísu virðist forsetinn vera orðinn hræddur við það orð, samanber færslu mína hér.
Á seinustu árum hafa ótal greinar verið skrifaðar í bandarísk dagblöð eða bloggfærslur ritaðar á veraldarvefjunum um að forsetinn væri hættulegur stríðsæsingamaður og að hann og Dick Cheney væru að breyta Bandaríkjunum í einhverskonar fasískt lögregluríki... það fer svo eftir því hvaða hóp á hægrivængnum greinarhöfundur hatar mest hvort stjórna eigi þessu lögregluríki af evangelistunum eða stórfyrirtækjunum, oft olíufyrirtækjunum, The Military Industrial Complex eða bara CIA. Þó sumar þessara greina séu vel skrifaðar, og veki mann stundum til umhugsunar eru þær yfirleitt frekar yfirdrifnar. Vissulega eru óþægilega mörg teikn á lofti um að ráðandi öfl innan ríkisstjórnarinnar beri litla sem enga virðingu fyrir stjórnarskrárvörðum réttindum almennings, og stundum grunar mann að Bush stjórnin sæki innblástur sinn fyrst og fremst til Kafka. En ég hef engar áhyggjur af lýðræði í Bandaríkjunum. Það er of mikið af skynsömu og vel innrættu fólki í Bandaríkjunum, og lýðræðishefðin stendur á það gömlum grunni að Bandaríkjunum verður ekki breytt í fasískt lögregluríki. Í það minnsta ekki þegjandi og hljóðalaust.
En grein Wills er laus við mest af þeirri æsingu sem oft einkennir greinar af þessari tegund, og er líka skemmtilegar skrifuð.
WE hear constantly now about our commander in chief. The word has become a synonym for president. It is said that we elect a commander in chief. It is asked whether this or that candidate is worthy to be our commander in chief.
But the president is not our commander in chief. He certainly is not mine. I am not in the Army.
...The president is not the commander in chief of civilians. He is not even commander in chief of National Guard troops unless and until they are federalized. The Constitution is clear on this: The president shall be commander in chief of the Army and Navy of the United States, and of the militia of the several states, when called into the actual service of the United States....
Með því að tengja forsetaembættið við hermennsku er nefnilega hægt að halda því fram að frambjóðendur sem ekki þykja nógu vígreifir og eru ekki með nógu stórkarlalegt göngulag geti ekki gengt embættinu. Menn eins og Al Gore eru einfaldlega of miklir bókaormar til að geta verið forsetar! Og Hillary Clinton? Hún er kona! Þegar maður hugsar um forsetann á maður að hugsa um æðsta yfirmann bandaríkjahers, ógurlegustu hernaðarmaskínu allra tima. Og yfirmaður heraflans er ekki í háum hælum og pilsi! Hann stendur á lendingarpalli flugvélamóðurskips, er í stígvélum og ólívugrænum samfesting.
Wills tengir þessa hugmynd um að forsetinn sé fyrst og fremst yfirmaður hersins, og að völd hans og umboði komi einhvernveginn frá þessu embætti "commander in chief", við nánast sjúklegan áhuga Bush á leynilegum ríkisprógrömmum:
There has never been an executive branch more fetishistic about secrecy than the Bush-Cheney one. The secrecy has been used to throw a veil over detentions, renditions, suspension of the Geneva Conventions and of habeas corpus, torture and warrantless wiretaps. We hear again the refrain so common in the other wars If you knew what we know, you would see how justified all our actions are.
But we can never know what they know. We do not have sufficient clearance.
When Adm. William Crowe, the former chairman of the Joint Chiefs of Staff, criticized the gulf war under the first President Bush, Secretary of State James Baker said that the admiral was not qualified to speak on the matter since he no longer had the clearance to read classified reports. If he is not qualified, then no ordinary citizen is. We must simply trust our lords and obey the commander in chief.
The glorification of the president as a war leader is registered in numerous and substantial executive aggrandizements; but it is symbolized in other ways that, while small in themselves, dispose the citizenry to accept those aggrandizements. We are reminded, for instance, of the expanded commander in chief status every time a modern president gets off the White House helicopter and returns the salute of marines.
That is an innovation that was begun by Ronald Reagan. Dwight Eisenhower, a real general, knew that the salute is for the uniform, and as president he was not wearing one. An exchange of salutes was out of order. (George Bush came as close as he could to wearing a uniform while president when he landed on the telegenic aircraft carrier in an Air Force flight jacket).
We used to take pride in civilian leadership of the military under the Constitution, a principle that George Washington embraced when he avoided military symbols at Mount Vernon. We are not led or were not in the past by caudillos.
Greinin öll er hér.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 27.1.2007
Tag-clouds af SOTU ræðum Bush og Webb
Um daginn sá ég þetta tag-cloud af State of the Union ræðu Bush, og rakst núna áðan á samskonar tag cloud af andsvari Webb, og sömuleiðis tag-clouds af fyrri SOTU ræðum Bush. Fyrir þá sem ekki þekkja til eru Tag-clouds leið til að draga saman teksta á myndrænan hátt. Á myndinni birtast orð stærra eftir því hversu oft þau eru nefnd, en röð orðanna getur ýmist farið eftir því hvenær þau birtast fyrst í tekstanum, eða þá er þeim raðað í stafrófsröð. Og þó tag-clouds hafi verið hönnuð af leitartækni-fræðingum eru þau líka frábært tæki til að greina orðræðu. Á Amazon.com er t.d. hægt að sjá Tag-clouds af stafrænt leitanlegum bókum (undir concordance).
Ræða forsetans:
Andsvar Webb:
Hvor ofan á annarri sýna myndirnar blátt á hvítu muninn á ræðum þeirra Bush og Webb, og þar með muninn á því "public message" sem forsetinn annarsvegar og þingið undir stjórn demokrata hins vegar, eru að senda bandarísku þjóðinni. Það er sérstaklega forvitnilegt að bera saman hversu oft Bush og Webb nefna orðið stríð: Bandaríkin eru í stríði sem hefur kostað þúsundir mannslífa og stjarnfræðilegar upphæðir í skattfé almennings. Í skoðanakönnunum, þegar Bandaríkjamenn eru spurðir hvað sé mikilvægasta og alvarlegasta málið sem stjórnvöld verði að takast á við, nefnir yfirgnæfandi meirihluti almennings stríðið í Írak. Og kosningarnar í nóvember snérust mjög um stríðið. Það er til marks um hversu þungum skugga þessi misheppnaða og vanhugsaða herför er orðin á forsetanum og Repúblíkanaflokknum, sem skíttapaði þessum sömu kosningum, að hann forðast í lengstu lög að nefna orðið "stríð". Þessi yfirsjón forsetans er enn meira sláandi þegar ræða hans er borin saman við andsvar Webb!
Americablog - sem er eitt besta liberal blogg í Bandaríkjunum - birti auk þess myndir af tag-clouds fyrir fyrri SOTU ræður forsetans. Þær veita merkilega innsýn í þróun þess hvað Hvíta Húsið hefur viljað telja fólki trú um að það hefði á stefnuskránni.
Fyrsta allar SOTU ræður forsetans, 2001-2007:
Og 10 mest notuðu orðin hvert ár:
Ef maður horfir á þessa mynd sýnist mér að árið 2001 hafi fjárlög, ríkisrekstur og skattar verið aðalmálin á dagskrá, 2002 hryðjuverkamenn og Ameríka, 2003 Ameríka, þjóðin, Saddam, vopn og heimurinn, 2004 (sem var kosningaár) voru skattar og Ameríka aftur aðalmálið, 2005 var klárlega um frelsi og öryggi - en ég get ekki áttað mig á því hvað 2006 snérist um: Ameríku, þjóðina og heiminn? En þetta hlýtur að hafa verið hástemmd ræða! En nú í ár? Sú ræða virðist ekki hafa fjallað um neitt - eina orðið sem stekkur út er "Ameríka".
Ég gat með engu móti fest fingur á því hvað forsetinn var að reyna í stefnuræðu sinni - hvorki þegar ég horfði á hana í sjónvarpinu, né þegar ég sá þessi Tag-cloud af henni. En þegar ég var að horfa á tíu orða langa úrdráttinn sýndist mér að ræðan hafi aðallega snúist um Ameríku, heilsu, hús - og þjóðina. Þetta byrjar á Ameríku, en svo er talað um heilsu og hús, og annað mikilvægasta orð ræðunnar birtist: þjóð. Kannski er þetta inngangur að angurværri sögu um fallegt ævintýraland þar sem þjóðin er sæl og býr í húsum og er heil heilsu? Mjög patriotic og bjartsýnn tónn allavegana. Gott að byrja svona ræður á bjartsýnum tón og patritisma- allt frá því Reagan sigraði Carter á því að vera "jákvæður" hafa bandaríkjaforsetarn vonast eftir því að fólk sæi þá sem bjartsýna frekar en svartsýna. En um leið og orðið Þjóð birtist sjáum við, sem fjarlægan váboða, orðið Írak, svo við vitum að það eru blikur á lofti og þjóðinni kunni að vera órótt? En svo er nefndur til leiks forsetinn. Og lesandinn stendur á öndinni! Hvað ætlar þessi karakter að gera? Er verið að kynna til leiks íllmennið í sögunni eða hetjuna? En nú veit lesandinn að þetta er spennusaga! Hvað gerir forsetinn? Það er ekki alveg ljóst af úrdrættinum - en það virðist hafa eitthvað með öryggi og terrorista að gera. Svo mikið er víst. Kannski eiga lesendur að halda að forsetinn ætli að gera úti um terroristana svo þjóðin geti verið örugg í húsunum sínum? Ég veit ekki, en þetta er ágætis saga, þó plottið sé svolítið linsoðið.
Það er líka eins og fyrri helmingurinn sé betur úthugsaður en seinni helmingurinn, þetta með hvernig forsetinn ætli að enda sem hetja sögunnar og gera úti um hryðjuverkamennina. Reyndar held ég ekki að forsetinn hafi sjálfur minnstu glóru um hvernig hann ætli að ná því takmarki!
M
Bush | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta var aðalsagan allan liðlangann daginn í gær! Michelle Bachmann, sem er einn af þingmönnum repúblíkana fyrir Minnesota, króaði George Bush af eftir að ræðunni lauk í gær, greip í hann og sleppti ekki takinu fyrr en hún var búin að fá smá action frá leiðtoga hins frjálsa heims...
Í kjölfar SOTU ræðu forsetans í gær gekk hann um þingsalinn og gaf stuðningsmönnum sínum eiginhandaráritanir og vínkaði sumum - svona eins og alvöru rokkstjarna! Heitustu stuðningsmenn forsetans fengu handaband, eða klapp á öxlina og stutt orðaskipti. Þetta var eiginlega skemmtilegasti hluti ræðunnar! Jack Kingston stóð aftarlega í þvögunni og veifaði til forsetans að hann vildi eiginhandaráritun, sem forsetinn krafsaði handa Jack "þriggja daga vinnuvika er fullnóg" Kingston. Chris Matthews, eða hver það nú var sem ég var að horfa á, útskýrði að forsetinn notaði sína frægu "Sharpie" penna við þessa eiginhandaáritunagjöf, sem er fastur viðburður að lokinni þessari árlegu stefnuræðu.
Michelle Bachmann var mætt þarna (og Katherine Harris - fyrrverandi þingkona Flórída sem var secretary of state í Flórída þegar "kosningavandræði" tryggðu Bush forsetaembættið í nóvember 2000). Bachmann náði athygli forsetans, sem skrifaði "Go Broncos! Go Team!" eða eitthvað álíka í dagskrána hennar, og ætlaði að snúa sér að öðrum repúblíkönum sem Hvíta Húsið er að reyna að halda á flokkslínu þessa dagana. En Bachmann var ekki sátt við að fá bara eiginhandaráritun. Hún vildi að forsetinn talaði við sig! Andskotinn hafi það! Hún hafði unnið kosningar útí á frosinni steppunni í Miðvesturríkjunum og var sannfærð um að ef hún bara gæfist ekki upp gæti hún líka náð nokkrum þakkarorðum upp úr forsetanum. Og kannski líka koss?
Bachmann vildi meira, svo hún greip í öxlina á forsetanum, sem var að reyna að halda leiðar sinnar - og hún hélt fast í Bush þar til hann loksins fattaði að hann yrði líka að kyssa hana áður en hún sleppti af honum takinu! Bachmann hélt forsetanum föngnum í heilar 30 sekúndur, sem sérfræðingar í "presidential etiquette" sem National Public Radio talaði við segja að sé mjög vafasamt athæfi. Það þykja víst ekki góðir mannasiðir að snerta forsetann, hvað þá að halda í hann! Samkvæmt KSTP, sem er lókal ABC sjónvarpsstöð okkar Minneapolisbúa, fóru samskipti Bachmann og Bush þannig fram:
Newly-elected Congresswoman Michele Bachmann got quite a bit of face time with President Bush after his State of the Union Speech Tuesday night.
While the President was signing autographs for members of Congress after the speech, the sixth-district Republican put her hand on Bush's shoulder. However, it wasn't just a tap. After he signed an autograph for her, Bachmann grabbed the president and did not let go for almost 30 seconds.
After signing the autograph for Bachmann, the president turns away, but Bachmann doesn't let go. In fact, the video shows her reaching out to get a better grip on him.
Bush then leans over to kiss another congresswoman, but Bachmann is still holding on. Bachmann then gets more attention, a kiss and an embrace from the president. A few seconds later, Bachmann's hand finally comes off the presidential shoulder.
Bachmann er kona sem fer sínu fram - og fær það sem hún vill! Það er hægt að sjá upptöku af samskiptum Bachmann og Bush á heimasíðu KSTP. Fréttaskýrendur og nokkurveginn allir liberal bloggarar Bandaríkjanna hafa verið á báðum áttum hvort Bachmann hafi verið réttu megin við velsæmismörk þegar hún "greip" í forsetann og "hélt" honum þar til hann hafði þýðst hana!
Ég veit ekki hvort skiptir meira máli í áhuga fréttaskyrenda á þessu kossaflangsi forsetans og Bachmann að:
- a) Bachmann sé bæði falleg og glæsileg, (sumir segja "hot") og kannski dálítið próvókerandi - svona á miðvesturríkjamáta í það minnsta - hún mætti í sjónvarpsviðtal á TPT, Twin Cities Public Television, sem er "gullstandard" púkalegrar en yfigengilega hástemmdrar pólítískrar fréttamennsku og stjórnmálaumræðu í Miðvesturríkjunum, íklædd uppreimuðum sandölum, í stuttum kjól og með meiriháttar brjálaða túberingu, sem heitir líka "Texas hair" - klæðaburður sem þykir mjög próvókerandi í liberal kreðsum í Minnesota. Minnesota er nefnilega fylki sem kýs sósíalíska háskólaprófessora í flauelisjökkum í öldungadeildina - samanber Paul Wellstone! Eða,
- b) hún er það sem sumir kalla "Jesus-freak". Bachmann var einn háværasti talsmaður evangelista á Minnesotaþingi, og rekur einhverskonar barnabúgarð fyrir norðan tvíburaborgirnar... því hún og eiginmaður hennar eiga saman fimm börn, og hafa ættleitt allt í allt 23 önnur!
Aðrir hafa bent á að það sé reyndar dálítið grunsamlegt hversu spennt Bachmann sé fyrir forsetanum, því auk þess að hafa vera linnulausa baráttu fyrir fjölskyldugildum hefur Bachmann líka verið einn af eldheitustu stuðningsmönnum forsetans í Minnesotafylki. Fréttatilkynning sem Bachmann sendi frá sér í kjölfar heimsóknar forsetans til fylkisins í ágúst í fyrra vakti töluverða athygli, enda stórskemmtileg lesning!
Fréttatilkynningin segir semsagt í smáatriðum frá bílferð Bachmann og forsetans. Bachmann var samferða forsetanum í einhvern fjáröflunarmálsverð, og svo er ákveðið að stoppa ísbúð í Wayzata til að kaupa ís handa mannskapnum!
I have never been in the Presidential limousine before so I was a little unsure what to do when the limousine stopped at the custard stand. I wasn't sure if I should exit with the President or get out of my side of the car. Karl Rove told me I would exit out the door on my side after The President steps out and someone would open the door for me. I could not believe I was discussing what flavor of custard to order with the President of the United States! ...
As we were driving, President Bush was constantly waving to people along the streets. I was struck by the humility he has towards his role as President of the United States. He enjoys connecting with people, even ever so briefly, and having them feel they have made contact with the President of the United States. I turned around and looked out the back window. The expressions on people's faces were priceless. They were just ecstatic when they realized The President had just waved at them.
M
Bush | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
mið. 24.1.2007
Og næst á dagskrá: Jim Webb svarar ræðu forsetans
Ok - forsetinn var rétt í þessu að klára ræðuna, og á leiðinni út þurfti hann að skrifa eiginhandaráritanir fyrir herskara af senatorum. Það var eiginlega skemmtilegasti partur sjónvarpsútsendingarinnar. Og núna var Webb að byrja andsvar Demokrata! Byrjar vel... AmericaBlog er með allan teksta ræðu Webb. Hann byrjar vel...
It would not be possible in this short amount of time to actually rebut the President's message, nor would it be useful. Let me simply say that we in the Democratic Party hope that this administration is serious about improving education and healthcare for all Americans, and addressing such domestic priorities as restoring the vitality of New Orleans.
Further, this is the seventh time the President has mentioned energy independence in his state of the union message, but for the first time this exchange is taking place in a Congress led by the Democratic Party. We are looking for affirmative solutions that will strengthen our nation by freeing us from our dependence on foreign oil, and spurring a wave of entrepreneurial growth in the form of alternate energy programs. We look forward to working with the President and his party to bring about these changes.
Og Webb hefur líka áhyggjur af millistéttinni og launafólki:
When one looks at the health of our economy, it's almost as if we are living in two different countries. Some say that things have never been better. The stock market is at an all-time high, and so are corporate profits. But these benefits are not being fairly shared. When I graduated from college, the average corporate CEO made 20 times what the average worker did; today, it's nearly 400 times. In other words, it takes the average worker more than a year to make the money that his or her boss makes in one day.
Webb bendir líka á hið augljósa:
The President took us into this war recklessly. He disregarded warnings from the national security adviser during the first Gulf War, the chief of staff of the army, two former commanding generals of the Central Command, whose jurisdiction includes Iraq, the director of operations on the Joint Chiefs of Staff, and many, many others with great integrity and long experience in national security affairs. We are now, as a nation, held hostage to the predictable and predicted disarray that has followed.
The war's costs to our nation have been staggering.
Financially.
The damage to our reputation around the world.
The lost opportunities to defeat the forces of international terrorism.
And especially the precious blood of our citizens who have stepped forward to serve.
The majority of the nation no longer supports the way this war is being fought; nor does the majority of our military. We need a new direction. Not one step back from the war against international terrorism. Not a precipitous withdrawal that ignores the possibility of further chaos. But an immediate shift toward strong regionally-based diplomacy, a policy that takes our soldiers off the streets of Iraq's cities, and a formula that will in short order allow our combat forces to leave Iraq.
Og nokkuð góður endir líka!
As I look at Iraq, I recall the words of former general and soon-to-be President Dwight Eisenhower during the dark days of the Korean War, which had fallen into a bloody stalemate. "When comes the end?" asked the General who had commanded our forces in Europe during World War Two. And as soon as he became President, he brought the Korean War to an end.
These Presidents took the right kind of action, for the benefit of the American people and for the health of our relations around the world. Tonight we are calling on this President to take similar action, in both areas. If he does, we will join him. If he does not, we will be showing him the way.
Thank you for listening. And God bless America.
M
Update: Chris Matthews á NBC hélt því fram að andsvar Webb hefði verið "sterkara" en ræða forsetans: "...this was perhaps for the first time since Ed Muskie delivered the Democratic adress in 1970, that the opposition response was stronger than the Presidents own state of the union address..." Þess er skemst að minnast að árið 1970 var Richard Mihlouse Nixon forseti Bandaríkjanna, og að vinsældir Bush núna eru jafn litlar og vinsældir Nixon þegar hann þurfti að segja af sér í kjölfar Watergate!
Bush | Breytt s.d. kl. 04:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 24.1.2007
Teksti State of the Union ræðu forsetans
Eftir einn og hálfan klukkutíma mun forsetinn flytja eftirfarandi ræðu - Think Progress birti teksta ræðunnar fyrir hálftíma síðan. Bæði Think Progress og Wonkette ætla líka að Live-blogga ræðuna, sem ætti að vera skemmtilegt lesefni.
Og um hvað ætlar forsetinn að tala? Hitt og þetta, m.a. frelsi og stríðið gegn óvinum frelsis, jú og svo ætlar hann að tala um "energy independence", alveg eins og í fyrra, hittífyrra og híttí-hittífyrra... úr ræðu forsetans eftir einn og hálfan tíma (ég reikna með að Think Progress hafi ekki logið upp þessari ræðu sem þeir hafa undir höndum!):
Extending hope and opportunity depends on a stable supply of energy that keeps Americas economy running and Americas environment clean. For too long our Nation has been dependent on foreign oil. And this dependence leaves us more vulnerable to hostile regimes, and to terrorists who could cause huge disruptions of oil shipments raise the price of oil and do great harm to our economy.
It is in our vital interest to diversify Americas energy supply and the way forward is through technology. We must continue changing the way America generates electric power by even greater use of clean coal technology solar and wind energy and clean, safe nuclear power. We need to press on with battery research for plug-in and hybrid vehicles, and expand the use of clean diesel vehicles and biodiesel fuel. We must continue investing in new methods of producing ethanol using everything from wood chips, to grasses, to agricultural wastes.
We have made a lot of progress, thanks to good policies in Washington and the strong response of the market. Now even more dramatic advances are within reach. Tonight, I ask Congress to join me in pursuing a great goal. Let us build on the work we have done and reduce gasoline usage in the United States by 20 percent in the next 10 years thereby cutting our total imports by the equivalent of 3/4 of all the oil we now import from the Middle East.
To reach this goal, we must increase the supply of alternative fuels, by setting a mandatory Fuels Standard to require 35 billion gallons of renewable and alternative fuels in 2017 this is nearly 5 times the current target. At the same time, we need to reform and modernize fuel economy standards for cars the way we did for light trucks and conserve up to 8.5 billion more gallons of gasoline by 2017.
Achieving these ambitious goals will dramatically reduce our dependence on foreign oil, but will not eliminate it. So as we continue to diversify our fuel supply, we must also step up domestic oil production in environmentally sensitive ways. And to further protect America against severe disruptions to our oil supply, I ask Congress to double the current capacity of the Strategic Petroleum Reserve.
America is on the verge of technological breakthroughs that will enable us to live our lives less dependent on oil. These technologies will help us become better stewards of the environment and they will help us to confront the serious challenge of global climate change.
Forsetinn hefur áður talað um orku og olíu og mikilvægi þess að Bandaríkin gætu sjálf séð sér fyrir allri þessari orku;
SOTU, 1/29/2002: Good jobs also depend on reliable and affordable energy. This Congress must act to encourage conservation, promote technology, build infrastructure, and it must act to increase energy production at home so America is less dependent on foreign oil.
SOTU, 1/28/2003: Our third goal is to promote energy independence for our country, while dramatically improving the environment. Even more, I ask you to take a crucial step and protect our environment in ways that generations before us could not have imagined.
SOTU, 1/20/2004: Consumers and businesses need reliable supplies of energy to make our economy run so I urge you to pass legislation to modernize our electricity system, promote conservation, and make America less dependent on foreign sources of energy.
SOTU, 2/2/2005: To keep our economy growing, we also need reliable supplies of affordable, environmentally responsible energy. I urge Congress to pass legislation that makes America more secure and less dependent on foreign energy.
SOTU, 1/31/2006: Keeping America competitive requires affordable energy. And here we have a serious problem: America is addicted to oil. . By applying the talent and technology of America, this country can dramatically improve our environment, move beyond a petroleum-based economy, and make our dependence on Middle Eastern oil a thing of the past.
Þetta væri alltsaman bæði gott og blessað ef forsetinn hefði gert eitthvað til þess að láta þessi fögru orð sín öll verða að veruleika. Skv Think Progress:
In September 2006, 70 percent of oil consumed in the United States came from foreign sources, up from 58 percent in 2000.
U.S. dependence on OPEC nations for oil imports has risen to its highest level in 15 years.
Despite promises at his 2006 State of the Union address, President Bushs 2007 budget actually proposed to spend less on energy efficiency, conservation, and renewable energy resources in inflation-adjusted dollars than was appropriated in fiscal year 2001 $1.176 billion in nominal dollars in both 2001 and 2007.
Vinsældir forsetans hafa hins vegar náð nýjum lægðum, því samkvæmt nýjustu könnun CBS er "approval rating" forsetans 28%, - sem þýðir að innan við þriðjungur kjósenda sé sáttur við hvernig Bush hefur staðið sig í starfi. 64% segjast hins vegar ósátt við frammistöðu forsetans!
M
Bush | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 19.1.2007
Dick Cheney er vinsælli en George Bush!
Samkvæmt nýrri skoðanakönnum FOX er Bush svo óvinsæll og ílla liðinn að það eru fleiri sem hafa neikvæða mynd af honum en Darth Cheney! 58% aðspurðra hafa neikvæða eða mjög neikvæða mynd af forsetanum, meðan 53% hafa neikvæða eða mjög neikvæða mynd af varaforsetanum.
Þeir félagar eiga þó enn einhverja aðdáendur. Það eru enn 35% kjósenda sem eru sátt við frammistöðu forsetans í embætti. Til samanburðar voru 88% bandaríkjamanna þeirrar skoðunar að forsetinn stæði sig vel í starfi þegar best lét, tveimur mánuðum eftir 11. september 2001.
Þá vekur athygli að það er ekki bara forsetinn sem kjósendur hafa ímigust á: aðeins 39% aðspurðra hafa jákvæða mynd af Repúblíkanaflokknum, meðan 51% hafa jákvæða mynd af demokrataflokknum
Þegar kemur að stríðinu í Írak sýnir könnunin líka að þjóðin er andsnúin því að senda fleiri hermenn til Irak (59%), því það muni ekki hafa nein áhrif á útkomu stríðsins (52%), og yfirgnæfandi meirihluti (61%) telur að "surge" forsetans sé ekki ný stefna, þrátt fyrir að forsetinn hafi í sjónvarpsávarpi sínu reynt að selja kjósendum að hann væri að tilkynna "nýja stefnu". Og þó meirihluti aðspurðra (52%) telji að áætlun forsetans muni mistakast þýðir það ekki að almenningur vilji að stefna forsetans mistakist - 63% vona að áætlun forsetans lukkist. Nánast sama hlutfall telur þó að þetta seinasta útspil forsetans sé síðasti sénsinn: 61% sagðist telja að "the recent plan to send additional troops to Iraq [is] President Bush's last chance for victory in Iraq..."
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 19.1.2007
Fyrir kosningar voru eftirlitslausar hleranir NSA algjört prinsippmál fyrir Bush - en ekki lengur?
Fyrir seinustu kosniningar reyndi forsetinn nokkrum sinnum að gera andstöðu Demokrata gegn njósnaprógrammi NSA að kosningamáli. Forsetinn hélt því blákalt fram að með andstöðu sinni við eftirlitslausar hleranir framkvæmdavaldsins væru demokratar að sanna ábyrgðarleysi sitt og andúð á Bandaríkjunum! Nú, vegna þess að þegar við förum að krefjast þess að það sé farið að lögum, og mótmælum því að ríkið geti njósnað um eigin borgara eftirlitslaust, hafa hryðjuverkamennirnir unnið! Þetta, að atkvæði greidd demokrataflokknum væru atkvæði greidd "hryðjuverkamönnum" var reyndar þema í kosningabaráttu Hvíta Hússins fyrir kosningarnar.
Think Progress tók saman nokkrar yfirlýsingar Bush frá því fyrir kosningarnar þar sem hann hélt þessu fram. Þann þriðja október:
BUSH: The stakes in this election couldnt be more clear. If you dont think we should be listening in on the terrorist, then you ought to vote for the Democrats. If you want your government to continue listening in when al Qaeda planners are making phone calls into the United States, then you vote Republican.
Þann fjórða október:
BUSH: If the people of the United States dont think we ought to be listening in on the conversations of people who could do harm to the United States, then go ahead and vote for the Democrats.
Og svo þrítugasta október:
BUSH: In all these vital measures for fighting the war on terror, the Democrats just follow a simple philosophy: Just say no. When it comes to listening to the terrorists, whats the Democrats answer? Its, just say no.
Taktík forsetans var nefnilega annarsvegar að halda því fram að eftirlit með njónsnum NSA myndi koma í veg fyrir að hægt væri að heyja stríðið gegn hryðjuverkum, og hinsvegar að ásaka alla sem leyfðu sér að gagnrýna hvernig njósnirnar væru stundaðar um að vilja "koma í veg fyrir að það væri hlustað á hryðjuverkamenn". (Ég minnist þess reyndar ekki að hafa nokkurntímann heyrt neinn halda því fram að það ætti að stöðva allar njósnir eða að það ætti að koma í veg fyrir að NSA njósnaði um hryðjuverkamenn.)
Kjósendur fóru samt og kusu demokrataflokkinn. Og tveimur mánuðum seinna lýsir forsetinn því yfir sjálfviljugur að hlerunarprógrammið myndi hér eftir lúta efitrliti dómstóla. En af hverju? Fyrst eftir að upp komst um hlerunarprógrammið hélt forsetinn og stuðningsmenn hans því fram að það væri algjörlega lífsnauðsynlegt að það lyti engu eftirliti - annars myndu hryðjuverkamennirnir vinna... Og fyrir kosningar endurtók forsetinn sama sönginn. Hvað hefur breyst í millitíðinni?
Það læðist óneitanlega að manni sá grunur að útspil forsetans sé pólítískt. Nú þegar demokratar hafa lokið 100 klukkutíma prógrammi sínu (sjá færslu mína um þessa dularfullu 100 klukkutíma hér - þegar allt kom til alls tóku þeir svo bara 42 klukkutíma!) munu taka við þingrannsóknir á því hvernig forsetanum hefur tekist að klúðra bæði stríðinu í Írak og "stríðinu gegn hryðjuverkum" - en þess í stað tekist að þenja út vald forsetaembættisins og ríkisins, bæði í gegn um löggjöf (the Patriot Act), "signing statements" forsetans og svo með ólöglegum embættisfærslum, á borð við hlerunarprógramm NSA. Forsetinn gerir sér sennilega grein fyrir því að hann muni bíða lægri hlut ef til þess kæmi að hann þyrfti að verja þetta prógramm sitt, og frekar en að þurfa að viðurkenna lægri hlut fyrir demokrötum eða dómstólum, dregur hann prógrammið til baka sjálfviljugur. Þetta viðhorf kom m.a. fram í NYT í morgun:
The details remained sketchy yesterday, but critics of the administration said they suspected that one goal of the new arrangements was to derail lawsuits challenging the program in conventional federal courts.
Its another clear example, said Ann Beeson, associate legal director of the American Civil Liberties Union, of the government playing a shell game to avoid accountability and judicial scrutiny.
In other cases, too, the timing of litigation decisions by the government has been suggestive.
Shortly before the Supreme Court heard a set of three detainee cases in 2004, the administration reversed course and allowed two Americans held incommunicado by the military to meet with their lawyers, mooting that issue.
Í hvorugu dæminu hefur forsetinn viðurkennt að hafa haft á röngu að standa. Með því að taka málið "af dagskrá" getur hann komist hjá því að það sé skorið skýrt úr um að embættisfærslur hans séu ólöglegar og brjóti stjórnarskrána. Með öðrum orðum, forsetinn hleypur af hólmi áður en kemur til átaka. Pínulítið eins og Jeb litlibróðir Bush sem faldi sig í kústaskáp frekar en að mæta mótmælendum! (sjá færslu mína um kústaskápaævintýri Jeb hér.)
M
Bush | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)