Færsluflokkur: Bush
mið. 7.3.2007
Bush eldri fer um og káfar á konum
Til þess að reyna að dreyfa athygli okkar frá Walter Reed og öðrum hneykslismálum sem eru í uppsiglingu hjá Bush yngri hefur pabbi Bush ákveðið að reyna að ná svolitlu af sviðsljósinu fyrir sjálfan sig: Með því að leita á sjónvarpsstjörnunan Teri Hatcher úr "Desperate Housewifes". Þessi atburður á víst að hafa gerst fyrir næstum tveimur, eða þremur vikum síðan, því Jay Leno á að hafa sýnt myndbandið þann 20 febrúar, en fréttin er núna að fara um bloggheimana, m.a. vegna þess að Bush heldur því fram að myndirnar séu "a fraud":
Hatcher was apparently shocked when confronted with the picture - but Bush claims it is a camera trick.
He told US TV show Extra, "I have been teased about it relentlessly. (A website) accused me of patting her backside, which I did not do. The camera lies, it's a fraud."
Allavegana, á myndbandsupptöku sést Bush eldri greinilega klappa Teri Hatcher á rassinn - og frekar hressilega! Þetta eru engar blíðlegar strokur.
M
Bush | Breytt 8.3.2007 kl. 02:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Samkvæmt The Guardian og bresku pressunni (ég á enn eftir að sjá bandaríska fjölmiðla minnast á þessa frétt) hefur Pentagon varað við því að Bandaríkjunum stafi meiri hernaðarleg ógn af gróðurhúsaáhrifunum en öllum íslamófasistum og hryðjuverkamönnum mið-austurlanda samanlagt. Bush stjórnin hefur auðvitað þaggað þessa skýrslu niður, því einhverra hluta vegna hefur Cheney og forsetinn meiri áhuga á að eyða skattfé og lífi óbreyttra borgara í að búa til kaos og upplausn í Írak en að fást við alvöru vandamál.
A secret report, suppressed by US defence chiefs and obtained by The Observer, warns that major European cities will be sunk beneath rising seas as Britain is plunged into a 'Siberian' climate by 2020. Nuclear conflict, mega-droughts, famine and widespread rioting will erupt across the world.
The document predicts that abrupt climate change could bring the planet to the edge of anarchy as countries develop a nuclear threat to defend and secure dwindling food, water and energy supplies. The threat to global stability vastly eclipses that of terrorism, say the few experts privy to its contents.
'Disruption and conflict will be endemic features of life,' concludes the Pentagon analysis. 'Once again, warfare would define human life.'
The findings will prove humiliating to the Bush administration, which has repeatedly denied that climate change even exists. Experts said that they will also make unsettling reading for a President who has insisted national defence is a priority.
The report was commissioned by influential Pentagon defence adviser Andrew Marshall, who has held considerable sway on US military thinking over the past three decades. He was the man behind a sweeping recent review aimed at transforming the American military under Defence Secretary Donald Rumsfeld.
Climate change 'should be elevated beyond a scientific debate to a US national security concern', say the authors, Peter Schwartz, CIA consultant and former head of planning at Royal Dutch/Shell Group, and Doug Randall of the California-based Global Business Network.
An imminent scenario of catastrophic climate change is 'plausible and would challenge United States national security in ways that should be considered immediately', they conclude. As early as next year widespread flooding by a rise in sea levels will create major upheaval for millions.
The Guardian vitnar í Jeremy Symons, fyrrverandi starfsmann EPA, sem heldur því fram að tilraun Hvíta hússins til að fela þessa skýrslu niður sé enn eitt dæmið um stefnu forsetans að þagga niður alla þá sem leyfa sér að vara við gróðurhúsaáhrifunum:
Symons said the Bush administration's close links to high-powered energy and oil companies was vital in understanding why climate change was received sceptically in the Oval Office. 'This administration is ignoring the evidence in order to placate a handful of large energy and oil companies,' he added.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 6.3.2007
Walter Reed: Hermenn, rottur og kakkalakkar
Walter Reed málið heldur áfram að vinda upp á sig, því Bandaríkjamönnum finnst auðvitað frekar óþægilegt að frétta að hermenn sem snúi heim særðir skuli látnir dúsa í niðurníddum vistarverum þar sem rottur hlaupa um ganga, og skortur á læknum og hjúkrunarfólki verður til þess að þeir fá legusár og ekki er skipt á sárabindum. Hermönnum með skotsár í höfði er sagt að finna sjálfir sín eigin sjúkrarúm, og menn eru útskrifaðir áður en þeir hafa jafnað sig. Ástandið á Walter Reed virðist í stuttu máli sagt skelfilegt. Cafferty, á CNN kallaði Walter Reed "A National Disgrace", og jafnaði því á við fellibylinn Katarínu.
Fjölmiðlar hafa spurt hvort þetta sé enn eitt dæmið um slælegan undirbúning forsetans fyrir stríðið, og Army Times, og bloggarar hafa bent á að hluti reksturs Walter Reed hafi verið einkavæddur af Bush - og að þessi einkaævðing, eða réttara sagt sá "rekstraraðili" sem fenginn var til að sjá um spítalann beri hugsanlega ábyrgð á ástandi máal. og spjótin beinast að Halliburton, auðvitað! Þessi Halliburton tenging virðist reyndar vera ein skringilegasta fléttan í þessu máli, því bloggarar hafa haldið því fram að yfirmenn hersins séu að reyna að hylma yfir hlut Halliburton í skandalnum. (Það er lygasögu líkast hversu oft Halliburton virðist koma upp þegar spurningar vakna um óstjórn og spillingu stjórnarinnar...)
Þetta skammarlega mál virðist ekki heldur vera einskorðað við þennan eina stað, því svo virðist sem ástandið sé álíka ömurlegt á öðrum herspítölum. Og meðan yfirmenn hersins reyna að halda því fram að þetta sé einangrað mál bendir allt til þess að ráðamenn hafi vitað af ástandinu í mörg ár.
Það kemur reyndar engum sem hefur fylgst með Bush stjórninni á óvart að hún passi ekki upp á óbreytta hermenn. Það vissu allir sem eitthvað skildu að allt píp repúblíkana um "support the troops" þýddi raunverulega "support the president and our awesome military might". Eins og bandaríkjamenn orða það, við vissum alveg að "they didnt give a rats ass about the troops". Að vísu fengu hermennirnir rottur að launum fyrir fórnir sínar, svo kannski vorum við full harðorð...
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 28.2.2007
Laura Bush, Maria Antoinette og Imelda Marcos
Það er sorglegt hvernig sagan hefur farið með eiginkonur ömurlegra þjóðarleiðtoga. Lagalega bera þessar konur enga ábyrgð á hörmulegri óstjórn eða ofstjórn eiginmanna sinna, en ef skríllinn hálsheggur þær ekki sjá sagnfræðingar um það. Imelda Marcos, með skósafn sitt og Maria Antoinette með kökubakstur sinn, eru frægar fyrir fullkomna veruleikafyrringu sína. Meðan þær léku sér og höfðu það gott þjáðust þjóðir þeirra undan hörmungarstjórn eiginmanna þeirra.
Í gærkvöld þegar ég var að horfa á fréttirnar benti konan mín mér á að Laura Bush sótt um aðild að þessum merkilega klúbb. Í viðtali við CNN í fyrradag sagði Laura Bush nefnilega að það væri allt í himnalagi í Írak, ef ekki væri fyrir "eina sprengingu daglega", og að almenningur myndi ekki vera á móti stríðinu ef ekki kæmi til fréttaflutningur fjölmiðla!
And many parts of Iraq are stable now. But, of course, what we see on television is the one bombing a day this discourages everybody.
Þessi skilningur Bush á ástandi í Írak er jafn hlægilega fáránlegur og skilningur Maríu Antoinette á ástandi franskrar alþýðu vorið 1789. Að meðaltali eru um 190 árásir hemdarverkaárásir daglega í Írak. Ekki ein, heldur 190... Annað hvort er Laura Bush fullkomlega veruleikafirrt - sem segir kannski eitthvað um veruleikafyrringu annarra fjölskyldumeðlima, eða Lauru Bush finnst allt í lagi að ljúga að þjóðinni.
Það er líka merkilegt að Lauru fannst aðalleiðindin sem stríðið skapaði vera óþægilegar fréttamyndir í sjónvarpinu. Með öðrum orðum: stríðið er leiðinlegt vegna þess að það gerir að verkum að við þurfum að hlusta á "leiðinlegar" fréttir í The Teevee? Eins og John Stewart benti á í The Daily Show í gærkvöld, það er meira "discouraging" að vera sprengdur í loft upp... en það er lífsreynsla sem þúsundir bandarískra hermanna og tugþúsundir írakskra borgara hafa upplifað, þökk sé snilldarherstjórn eiginmanns hennar!
M
Bush | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 26.2.2007
Bush fjármagnar leynilega öfgahópa tengda Al-Qaeda

Tilgangur þessa er að styrkja súnní-hópa gegn shíum, en Íranir styðja shíahópa á borð við Hezbollah, sem Bush hefur meiri áhyggjur af en Al-Qaeda, því Hezbollah gerði árásir á Bandaríkin fyrir fimm árum, en Al Qaeda er aðallega upptekið við lókal stríðsrekstur í suður Líbanon...? Nei, þetta meikar ekki mikinn sens, því ég hélt að stríðið í Írak væri hluti af stríðinu gegn hryðjuverkum, og að hættulegasta hryðjuverkaógnin væri Al-Qaeda, það hefur jú enginn annar gert árásir á Bandaríkin. En það ætti kannski ekki að koma manni á óvart að Bandaríkjaforseta standi á sama um þjóðaröryggi, eins og honum virðist standa á sama um nokkurnveginn allt.
Greinin öll er djöfullega góð - og frekar scary líka. Jafnvel þó bara helmingur alls sem Hersh segir sé rétt höfum við fulla ástæðu til að hafa alvarlegar áhyggjur. Fyrir hálfu ári síðan var ég sannfærður um að Bush og Cheney myndu aldrei vera svo vitlausir að fara í stríð við Íran - en ég er ekki svo viss lengur. Ég yrði ekki hissa ef það yrði búið að gera loftárásir á Tehran áður en Bandaríkjamenn kjósa arftaka Bush.
Einn merkilegasti partur arfleiðar Bush stjórnarinnar verður vafalaust að hún hefur gert meira en nokkur ríkisstjórn, að Nixon og LBJ til að blása eld að glæðum samsæriskenninga. Ekki vegna þess að vinstrimenn og "óvinir" Bush séu allir vænisjúkir - nei, vegna þess að Bush stjórnin hegðar sér svo furðulega, lýgur svo kerfisbundið og óforskammað, og fer fram með slíkri leynd, að venjulegt fólk getur ekki með nokkru móti treyst stjórninni, eða trúað yfirlýsingum hennar. Þó allar ásakanir um leyniplön um fjárveitingar til öfgafullra hópa tengdum Al-Qaeda séu tilbúningur hefur stjórnin þó glatað allri tiltrú. Og það eitt er nóg til að fordæma Bush sem einn versta forseta fyrr og síðar.
M
ps. Ég biðst afsökunar á fljótfærnisvillu í þessari færslu, sem ég svo leiðrétti... Höfuðborg Íran er auðvitað ekki Kabúl - það kemur fyrir að manni verði á mistök, og yfirleitt prófarakales ég ekki færslurnar, ég þarf stundum að gera eitthvað annað en að blogga um samsæriskenningar The New Yorker allan daginn, jafnvel þó það sé bráðskemmtilegt - annars myndi ég varla nenna þessu?
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
þri. 20.2.2007
Bush, George Washington, óraunsæi og ranghugmyndir
Í gær héldu Bandaríkjamenn hátíðlegan "forsetadaginn" - og í tilefni hátíðarinnar flutti sitjandi forseti hátíðarræðu um sjálfan sig og fyrri forseta bandaríkjasögunnar. Í þessari ræðu, sem haldin var á fyrrum landareign George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Og auðvitað notaði sitjandi forseti sér tækifærið og reyndi að sannfæra áheryendur um að hann og Washington, mikilvægasti stofnandi þjóðarinnar, væru, þegar allt kæmi til alls, alls ekkert svo ólíkir!
At a ceremony honoring Americas first president at his Mount Vernon estate, President Bush praised George Washingtons leadership in the American Revolution and drew parallels between that war and the war in Iraq. [ ]
In his official proclamation of Washingtons 275th Birthday, Bush said the first president would see an America fulfilling the promise of her Founders.
Today, he would see in America the worlds foremost champion of liberty a nation that stands for freedom for all, a nation that stands with democratic reformers, and a nation that stands up to tyranny and terror, he said in the proclamation.
Reuters bætti við þessari tilvitnun:
... Today we are fighting a new war to defend our liberty, our freedom and our way of life and as we work to advance the cause of freedom around the world we remember that the father of our country believed the freedoms we secured in our revolution were not meant for Americans alone.
Samkvæmt þessu er stríðið gegn hryðjuverkum einhvernveginn sambærilegt frelsisstríði bandaríkjanna - og forsetinn einhvernveginn arftaki Washington, því Washington trúði á frelsi, og Bush ímyndar sér að hann sé að prómótera frelis með því að hafa steypt Írak í upplausn, og hafa sólundað mannslífum og skattfé almennings, og bakað bandaríkjunum óvild meirihluta veraldarinnar! En Bush var ekki að tala um Washington og frelsisstríðið bara vegna þess að hann væri að reyna að réttlæta hörmulega misheppnaða utanríkisstefnu sína. Nei - hann var að rifja þessa sögu upp því hann taldi sig hafa fundið lausnina á Íraksstríðinu í stjórnmálaheimspeki Washington:
"In the end, General Washington understood that the Revolutionary War was a test of wills, and his will was unbreakable,"
Semsagt: Það sem gerði að verkum að bandaríkjamenn báru sigur úr býtum í viðureign sinni við Breta var viljinn. Þetta var Sigur viljans? Og fyrst Washington gat sigrað breta með viljanum einum saman er lógískt að Bush geti sigrað stríðið í Írak með viljanum einum saman?
Ég man í fljótu bragði eftir öðrum stjórnmálaskörung sem taldi sig geta sigrað tapað stríð með viljanum einum saman.
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 19.2.2007
Forsetadagurinn! Nixon verður prentaður á peninga 2017, og Clinton talinn 3-4 besti forseti Bandaríkjanna...
Í dag er "forsetadagurinn" haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum. Þessi hátíðarhöld virðast aðallega felast aðallega í því að loka skólum, svo öll skólabörn fá þriggja daga helgi. Svo gefur þessi dagur okkur líka tilefni til að minnast forsetans og forsetaembættisins og allra þeirra merkilegu manna sem hafa verið forsetar. Við Íslendingar eigum enga sambærilega hátíð: Forsætisráðherradagurinn? Eða kannski væri hægt að halda Ríkisstjórnardaginn hátíðlegan hvert ár, minnast horfinna ríkisstjórna fyrri daga?
Forsetadagurinn er líka góð afsökun til að rifja upp ágæti fyrri forseta. Samkvæmt nýrri könnun Gallup telja Bandaríkjamenn að Abraham Lincoln sé vinsælasti forseti allra tíma - í fyrra var Ronald Reagan talinn besti forseti allra tíma. John F. Kennedy og Bill Clinton eru svo saman í þriðja til fjórða sæti. Í fimmta sæti er Franklin D. Roosevelt. Það vekur athygli að af þessum forsetum er Reagan sá eini sem getur talist á hægrikantinum. Miðað við þær niðurstöður getur maður sett spurningarmerki við sannfæringu núverandi forseta að hann verði dæmdur betur af sögunni en samtímamönnum.
Og svona í tilefni forsetadagsins hefur bandaríska myntsláttan opinberað fyrirætlanir sínar um að byrja að slá mynt með myndum af öllum forsetum Bandaríkjanna - og ekki bara þessum merkilegu sem allir kannast við, heldur líka óeftirminnilegum mönnum eins og "William Henry Harrison" sem á að hafa verið forseti einhverntímann á 19 öld, Martin van Buren, sem er yfirleitt nefndur í sömu andrá og Bush yngri þegar talað er um verri forseta bandaríkjasögunnar. Fyrsta forsetaklinkið verður George Washington.
Miðað við þessa áætlun getum við gert ráð fyrir að Nixondollarinn komist í umferð 2016 - en myntsláttann hefur einhverra hluta vegna ekki birt sláttuáætlun sína lengra fram í tímann. En það er pláss fyrir þrjá forseta í viðbót árið 2016: svo það munu líka verða slegin mynt með Ford, Carter og Reagan það ár. Árið eftir má svo gera ráð fyrir að næstu þrír forsetar komist að: Bush yngri og eldri og Clinton - og svo auðvitað Barry Obama, því hann verður pottþétt búinn að vera dauður í minnst sjö ár, eftir að hafa verið ráðinn af dögum í Texas, af CIA, mafíunni, kúbönskum útlögum og frímúrarareglunni...
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 17.2.2007
Fjölmiðlamógúllinn Al Neuharth, stofnandi USA Today, segir Bush tvímælalaust versta forseta Bandaríkjasögunnar
Neuharth, fyrrverandi yfirmaður Gannett fjölmiðlaveldisins og stofnandu USA Today, lýsir því yfir í grein í USA Today að hann sé nú kominn á þá skoðun að Bush yngri sé tvímælalaust versti forseti Bandaríkjasögunnar. Í greininni biðst hann ennfremur afsökunar á að hafa gagnrýnt demokrata fyrir að segja akkúrat það sama. Fyrir ári síðan taldi hann upp fimm verstu forseta bandaríkjanna fyrr og síðar:
- Andrew Jackson,
- James Buchanan,
- Ulysses Grant,
- Herbert Hoover,
- Richard Nixon
Neuharth, hélt því fram að útilokað væri að Bush gæti talist lélegri forseti en þessir herramenn. En nú hefur hann semsagt skift um soðun. skv. Editor and Publisher:
"I was wrong. This is my mea culpa. Not only has Bush cracked that list, but he is planted firmly at the top." By top, of course, he means bottom.
Neuharth, after calling the Iraq war Bush's "albatross," concludes: "Is he just a self-touted decider doing what he thinks right? Or is he an arrogant ruler who doesn't care or consider what the public or Congress believes best for the country?
"Despite his play on words and slogans, Bush didn't learn the value or meaning of mea culpa (acknowledgement of an error) during his years at Yale.
"Bush admitting his many mistakes on Iraq and ending that fiasco might make many of us forgive, even though we can never forget the terrible toll in lives and dollars."
Editor and Publisher benda þó á að stjórnmálaskýrendur séu þó enn margir að spá forsetanum einhverskonar "comeback". Almenningur virðist hins vegar frekar aðhyllast skoðun Neuharth, og í nýrri könnun Pew Research er "approval rating" forsetans óbreytt frá fyrri könnunum, skitin 33%. Það er samt eitthvað mjög ófullnægjandi við prósentutölur sem mælistiku á tilfinningar og afstöðu: þó almenningur sé ósátt við frammistöðu forsetans er fólk samt kannski ennþá hrifið af manninum? Það hefur allavegana verið afstaða Chris Matthews, sem hefur hvað eftir annað haldið því fram að fólki líki við forsetann.
Nýjasta könnun Pew hrekur þessa undarlegu hugmynd. Pew biður nefnilega fólk að nefna eitt orð sem það telur best lýsa forsetanum:
George W. Bush's job approval rating stands at 33% in the current survey, virtually unchanged from a month ago. The general dissatisfacion with the president also is reflected in the single-word descriptions that people use to describe their impression of the president. While the public has consistently offered a mix of positive and negative terms to describe Bush, the tone of the words used turned more negative in early 2006 and remains the case today. In the current survey, nearly half (47%) describe Bush in negative terms, such as "arrogant", "idiot", and "ignorant". Just 27% use words that are clearly positive, such as "honest", "good", "integrity" and "leader".
As was the case a year ago, the word mentioned more frequently than any other is "incompetent". By comparison, from 2000 through 2005 "honest" was the word most frequently volunteered description of the president. Even among the positive words used there has been a decided change in tone over the years. Superlatives such as "excellent" or "great" were relatively frequent in the early years of Bush's presidency, but are offered less frequently today.
Og hvaða tíu orð eru mest notuð til að lýsa "the decider"?
- Incompetent
- Arrogant
- (tie) Honest
- Good
- Idiot
- Integrity
- (tie) Leader
- Strong
- Stupid
- Ignorant
M
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 13.2.2007
Íraksstríðið tapað... tími til að finna sér ný stríð!
William Odom, yfirmaður Þjóðaröryggisráðs Ronald Reagan skrifaði langa grein í sunnudagsútgáfu Washington Post þar sem hann bendir á að þar sem Bush sé búinn að skíttapa stríðinu í Írak sé kominn tími til að leita nýrra leiða. Grein Odom er bæði skynsamleg og vel skrifuð, og niðurstaða hans, að Bandaríkin þurfi að horfast í augu við að stríðið sé tapað, getur varla verið gleðifréttir fyrir forseta sem virðist ímynda sér að hann sé einhverskonar arftaki Reagan. Odom hrekur öll rök sem borin hafa verið á borð til að réttlæta áframhald stríðsins, og kallar á þingið að stöðva stríðsrekstur Bush. Það sé alls ekki nóg að samþykkja einhverjar "nonbinding resolutions".
The public awakened to the reality of failure in Iraq last year and turned the Republicans out of control of Congress to wake it up. But a majority of its members are still asleep, or only half-awake to their new writ to end the war soon.
Perhaps this is not surprising. Americans do not warm to defeat or failure, and our politicians are famously reluctant to admit their own responsibility for anything resembling those un-American outcomes. So they beat around the bush, wringing hands and debating "nonbinding resolutions" that oppose the president's plan to increase the number of U.S. troops in Iraq.
Odom heldur því fram að utanríkisstefna forsetans felist í "[a] relentless pursuit of defeat", og sé byggð á "illusions, not realities", sem ég held að sé einhver besta lýsing á þessari utanríkisstefnu sem ég hef séð. Odom svarar þvínæst helstu rökum þeirra sem halda að það sé góð hugmynd að halda áfram að sökkva skattfé og mannslífum í þetta tapaða stríð:
1) We must continue the war to prevent the terrible aftermath that will occur if our forces are withdrawn soon. Reflect on the double-think of this formulation. We are now fighting to prevent what our invasion made inevitable! Undoubtedly we will leave a mess -- the mess we created, which has become worse each year we have remained. Lawmakers gravely proclaim their opposition to the war, but in the next breath express fear that quitting it will leave a blood bath, a civil war, a terrorist haven, a "failed state," or some other horror. But this "aftermath" is already upon us; a prolonged U.S. occupation cannot prevent what already exists.
2) We must continue the war to prevent Iran's influence from growing in Iraq. This is another absurd notion. One of the president's initial war aims, the creation of a democracy in Iraq, ensured increased Iranian influence, both in Iraq and the region. Electoral democracy, predictably, would put Shiite groups in power -- groups supported by Iran since Saddam Hussein repressed them in 1991. Why are so many members of Congress swallowing the claim that prolonging the war is now supposed to prevent precisely what starting the war inexorably and predictably caused? Fear that Congress will confront this contradiction helps explain the administration and neocon drumbeat we now hear for expanding the war to Iran.
Here we see shades of the Nixon-Kissinger strategy in Vietnam: widen the war into Cambodia and Laos. Only this time, the adverse consequences would be far greater. Iran's ability to hurt U.S. forces in Iraq are not trivial. And the anti-American backlash in the region would be larger, and have more lasting consequences.
3) We must prevent the emergence of a new haven for al-Qaeda in Iraq. But it was the U.S. invasion that opened Iraq's doors to al-Qaeda. The longer U.S. forces have remained there, the stronger al-Qaeda has become. Yet its strength within the Kurdish and Shiite areas is trivial. After a U.S. withdrawal, it will probably play a continuing role in helping the Sunni groups against the Shiites and the Kurds. Whether such foreign elements could remain or thrive in Iraq after the resolution of civil war is open to question. Meanwhile, continuing the war will not push al-Qaeda outside Iraq. On the contrary, the American presence is the glue that holds al-Qaeda there now.
4) We must continue to fight in order to "support the troops." This argument effectively paralyzes almost all members of Congress. Lawmakers proclaim in grave tones a litany of problems in Iraq sufficient to justify a rapid pullout. Then they reject that logical conclusion, insisting we cannot do so because we must support the troops. Has anybody asked the troops?
During their first tours, most may well have favored "staying the course" -- whatever that meant to them -- but now in their second, third and fourth tours, many are changing their minds. We see evidence of that in the many news stories about unhappy troops being sent back to Iraq. Veterans groups are beginning to make public the case for bringing them home. Soldiers and officers in Iraq are speaking out critically to reporters on the ground.
But the strangest aspect of this rationale for continuing the war is the implication that the troops are somehow responsible for deciding to continue the president's course. That political and moral responsibility belongs to the president, not the troops. Did not President Harry S. Truman make it clear that "the buck stops" in the Oval Office? If the president keeps dodging it, where does it stop? With Congress?
En meðan Odom telur að lausnin á ófremdarástandinu fyrir botni Persaflóa sé að leita eftir samstarfi við önnur ríki á svæðinu virðast Cheney og Bush vera önnun kafnir við að undirbúa stríð við Íran! Odom heldur því fram að ef Bush sé annt um orðstír sinn ætti hann að stilla til friðar og draga herlið Bandaríkjanna heim:
If Bush truly wanted to rescue something of his historical legacy, he would seize the initiative to implement this kind of strategy. He would eventually be held up as a leader capable of reversing direction by turning an imminent, tragic defeat into strategic recovery.
Bush virðist hins vegar staðráðinn í að verða minnst sem allra lélegasta og forseta fyrr og síðar. Honum hefur þegar tekist að endurreisa orðstír Nixon, sem í samanburði við Bush virðist nánast holdgerfingur skynseminnar. Og til að tryggja þennan orðstír er eitt misheppnað stríð ekki nóg! Það þarf tvö!
M
ps - meðan ég var að leita að upplýsingum um Odom rakst ég á fyrirlestur sem hann flutti hjá The Watson Institute For International Studies, sem er helvíti góður. (Sjá hér - það er bæði hægt að hlusta á fyrirlesturinn í mp3 og horfa á upptöku af honum.) Odom færir nokkuð góð rök fyrir því að Bush sé langt kominn með að eyðileggja "The American Empire", sem Odom finnst auðvitað hið versta mál.
Bush | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í morgun skrifaði ég færslu um vitnisburð Robert Gates og Peter Pace fyrir bandaríkjaþingi, þar sem þeir félagar héldu því fram að það væri fráleitt að halda því fram að þingmenn gætu einhvernveginn grafið undan sigurmöguleikum Bandaríkjamanna í Írak með því að ræða stríðið. Þetta þótti Hvíta Húsinu hið versta mál, því Bush og leiðtogar repúblíkana hafa ákveðið að eina lausnin á Íraksstríðinu sé einhverskonar Dolchstosslegende - stríðið sé að tapast vegna þess hversu vondir demokratarnir séu, að styðja ekki forsetann í blindni.
Talking Points Memo ber saman hvernig Hvíta Húsið og Varnarmálaráðuneytið túlka ummæli Pace og Gates. Fyrst er fréttatilkynning Hvíta hússins:
Svo mynd af heimasíðu Varnarmálaráðuneytisins:
Það vekur athygli að Varnarmálaráðuneytið leggur áherslu á að lýðræðinu standi engin hætta af lýðræðislegri umræðu - og að aðalatriðið sé að herinn fái nauðsynlegar fjárveitingar, meðan Hvíta Húsið leggur áherslu á "congressional support", sem er mun loðnara. Demokratar hafa margoft lýst því yfir að þeir ætli ekki að skrúfa á fjárveitingar til hersins, heldur vilji þeir fá að ræða stríðsreksturinn. Forsetinn hefur hins vegar þvertekið fyrir allar slíkar umræður, undir því yfirskyni að umræður eða efasemdir um að hann viti hvað hann sé að gera séu til þess fallnar að "embolden the enemy".
M
Bush | Breytt 10.2.2007 kl. 05:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)